Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 65 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ m Q íS SÍMI 19000 GALLERI REGNBOGANS: SIGURBJORN JONSSON ★★★ Ó.T. Rás 2 ★★★ G.S.E. Morgun pósturinn ★★★ D.V. H.K HX R msk Komdu og sjáðu THE MASK, skemmtilegustu, stórkost-legustu, sjúklegustu, brjáluðustu, bestu, brengluðustu, fyndnustu, fáránlegus- tu, ferskustu, mergjuðustu, mögnuðustu og eina mestu stórmynd allra tíma! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl Bönnuð bornum yngri 11 16 °y en ara Skemmtileg erótísk gamanmynd með Hugh Grant ur „Fjögur brúðkaup og jarðarför." Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára ^.vcoJas CAGE Jon LOVITZ Dana CARVEY ^ak/caJbr^ðvirJ PARADIS TRAPPED IN PARADISE BAKKABRÆÐUR í PARADÍS Splunkuný og sprenghlægileg grín- mynd sem frumsýnd er samtímis í Bandaríkjunum og á íslandi. Myndin segir af þremur treg- gáuðum bræðrum sem álpast til að ræna banka í smábænum Paradís á jólunum og sannköl- luðum darraðardansi sem fylgir í kjölfarið. Frábær mynd sem framkallar jólabrosið í hvelli! Aðalhlutverk: Nicholas Cage (Red Rock West, Guarding Tess og It Could Happen To You), Jon Lovitz (Loaded Weapon, Wayne's World, City Slickers 2) og Dana Carvey (Wayne’s Worid). Sýndkl. 5, 7, 9 og 11. FOLK Burt og Loni náðu samkomulagi ►BURT Reynolds og Loni Anderson föðmuðust innilega eftir að þau náðu samkomulagi um meðlagsgreiðslur síð- astliðinn þriðjudag. Eftir að málið hafði verið tekið fyrir í rétti í tvo daga náðu þau samkomulagi. Þau vildu þó ekki giefa upp hvað fælist í samkomulaginu, en sögðu að hamingja Quintons væri fyrir mestu. _ Aður hafði Reynolds borgað Loni rúma milljón króna á mánuði til að styðja hana í uppeldi á syni þeirra Quin- ton sem er sex ára. Hann hafði farið fram á lækkun meðlagsins i hálfa millj- ón króna og borið við fjárhagsörðug- leikum. Hún hafði hinsvegar krafist einnar til einnar og hálfrar milljónar króna í meðlagsgreiðslur, allt eftir tekj- um Reynolds á hvetjum tíma. Burt Reynolds Loni Anderson ★★★★★ e.H., Morgunpósturinn. ★★★★ ö.N. Tíminn. ★★★Vj Á.Þ., Dagsljós. ★★★Vi A.I. Mbl. ★★★ Ó.T., Rás 2. REYFARI Quentin Tarantino, höf- undur og leik- stjóri Pulp Fiction, er vondi strákurinn i Hollywood sem allir vilja þó eiga. Pulp Fiction er ótrúlega mögnuö saga úr undirheimum Hollywood. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. I' *\/v/»nmnnrt«rvfvínn Undirleikarinn Gagnrýnendur hafa í hástert lofað þessa átakamiklu mynd er segir af frægri söngkonu og uppburðar- litlum undirleikara hennar undir þýsku hernámi í París. ro CLAUöTMttiER Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LILLI ER TÝNDUR Tæplega 15.000 manns á öllum aldri hafa þegar fylgst með ævintýrum Lilla. Meðmæli sem engan svíkja. ALLIR HEIMSINS MORGNAR Sýnd kl. 5. S v i k r á ð (RESERVOIR DOGS) Sýnd kl. 9 og11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. Miðevrópsk rómantík Leikhústónlist hefur á sér sérstakan blæ mið- evrópskrar rómantíkur. í dag kemur út geisla- diskur með hljómsveitinni Skárren ekkert, sem á er tónlist sem flokkurinn samdi fyrir Kirsuberjagarð Tsjekhovs. Morgunblaðið/Þorkell SKÁRREN ekkert, Frank Þ. Hall, Eiríkur Þórleifsson og Guðmundur Steingrímsson. UM ÞESSAR mundir sýnir leikfé- lagið Frú Emilía leikrit Tsjekhovs Kirsuberjagarðurinn. Snar þáttur í þeirri uppfærslu er tónlist sem tríó- ið Skárren ekkert samdi fyrir verk- ið og hefur vakið athygli leikhús- gesta. I dag kemur svo út geisla- diskur með helstu stefjum úr verk- inu, sem er fyrsta plata Skárren ekkert, en verkin á disknum eru og það fyrsta sem hljómsveitarmeð- limir segjast hafa samið. Ljúf skemmtitónlist Skárren ekkert skipa þeir Eiríkur Þórleifsson sem leikur á kontra- bassa, Frank Þ. Hall sem leikur á gítar og Guðmundur Steingrímsson sem leikur á harmonikku. Hljóm- sveitin hefur vakið athygli fyrir leik á kaffihúsum og í samkvæmum af ýmsu tilefni, enda tónlist sem þeir félagar leika ljúf skemmtitónlist og síst ögrandi, þó hún þoli einnig yfir- legu og hlustun. Þeir félagar segj- ast reyndar hafa verið í ýmsu hljóm- sveitastússi í menntaskóla, og þá fengist við popp og rokk af ýmsum toga, en þegar þeir byijuðu af al- vöru undir þessu nafni einbeittu þeir sér að evrópskri kvikmynda- og kabaretttónlist. Þeir segjast hafa verið iðnir við að safna í sarpinn lögum frá ýmsum áttum. Eins og áður segir hefur flokkurinn og vakið athygli fyrir fjölbreytt efnisval í kaffihúsaspila- mennsku sína, en þeir segja að þetta hafí mestmegnis þróast af sjálfu sér. „Við fengum lánaða harmonikku og tókum nokkur lög úr Godfather, síðan vorum við beðn- ir að spila á einhveijum stað og þá pikkuðum við upp nokkur lög til viðbótar og þannig kom hvað af öðru.“ Úr frumsýningarpartíi í leikhúsið Þeir félagar segjast hafa verið fengnir til að spila í frumsýningar- partíi Frú Emilíu fyrir nokkru eftir það hafi aðstandendur leikhússins farið þess á leit við þá að þeir myndu semja tónlist við Kirsubeija- garðinn. Þeir segjast ekkert hafa samið áður að ráði, „en þegar við byrjuðum gekk það eins og í sögu og þessi lög bara runnu út; við sömdum alla tónlistina á þremur dögum, þannig að við vorum í meira lagi reiðubúnir að fara að semja, enda höfðum við mikið rætt um það hvernig við myndum vilja hafa okk- ar eigin tónlist. Upphaflega átti þetta bara að vera tvö þijú lög, en svo vatt þetta upp á sig og við spilum meira og minna allt verkið," segja þeir, en á disknum er úrval, tæpur hálftími af tónlist, sem þeir leika, og tekin var upp í leikhúsi Frú Emilfu í Héðinshúsinu á einum degi. Einnig syngja leikendur, Harpa Arnardótt- ir, Eggert Þorleifsson og Helga Braga Jónsdóttir, og Valgeir Skag- fjörð leikur á píanó í tveimur lag- anna. Langar að stækka hljómsveitina Skárren ekkert hefur eðlilega verið nokkuð bundið við spila- mennsku á sýningum á Kirsubeija- garðinum, en hefur einnig gefið sér tíma til að spila þess á milli og þeir félagar segjast hafa bætt frum- sömdu lögunum inn á tónleikadag- skrána með góðum árangri, þá helst tangóinn Wie Schakale, sem er eina eiginlega sönglagið. Þeir segjast reyndar gjarnan vilja bæta fleiri sönglögum á dagskrána, en til þess þurfi þeir söngvara því ekki treysta þeir sér til að syngja sjálfir; segjast raularar en alls ekki söngvarar. „Okkur langar að stækka hljóm- sveitina og við höfum leikið með fiðluleikara undanfarið, sem hefur verið afskaplega skemmtilegt. Okk- ur langar líka til að spila með trommara og svo að finna einhvern skemmtilegan karakter sem gæti sungið með okkur,“ segja þeir en leggja áherslu á að þeir stefni ekki á að breytast í poppsveit eða fara að flytja einhver popplög. „Við erum dálítið hrifnir af klunnalegum hlutum í tónlist, trumbuslætti og næstum fölskum tónum eins og heyra má hjá Tom Waits og líka i raun hjá Nino Rota og fleiri. Þann- ig eru nokkrir falskir tónar á plöt- unni, sem eiga vel heima þar.“ Þeir félagar segjast hafa nóg fyrir stafni eins og er; til viðbótar við Kirsuberjagarðinn og tilfallandi spilamennsku eru þeir að semja tónlist fyrir kvikmynd, sem þeir segja að sé afskaplega skemmtilegt og allt öðruvísi en að semja fyrir leikhús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.