Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 49

Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 49 BREF TIL BLAÐSINS Misskilningnr leiðréttur Frá Guðbrandi Arna Isbérg: ÞANN 19. nóvember sl. útskrifaði Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands fyrstu nemendurna í sjávar- útvegsfræðum að loknu eins árs námi með starfi. Þetta nám svarar til 12 'h einingar í háskólanámi en veitir nemendum ekki rétt til að kalla sig sjávarútvegsfræðinga. Þann titil bera þeir hins vegar sem ljúka 4 ára (120 eininga) námi í þessum fræðum frá Háskólanum á Akureyri. í fréttatilkynningu varð- andi útskriftina stóð m.a. að náminu væri ætlað „að leysa úr brýnni þörf fyrir þekkingu í sjávarútvegsfræð- um sem Fiskvinnsluskólinn, Stýri- mannaskólinn og Vélskólinn hafa ekki sinnt sem skyldi“. Þar sem orðalag þetta hefur valdið talsverð- um misskilningi er full ástæða til að skýra nánar hvað við var átt. Forsaga málsins er _sú að Endur- menntunarstofnun H.í. bað undir- ritaðan að senda fréttatilkynningu til ijölmiðla varðandi útskriftina. Ofangreind ummæli voru sett í til- kynninguna til að skýra hvers vegna Endurmenntunarstofnun H.I. hefði ráðist í að bjóða upp á nám í sjávarútvegsfræðum. Ætlun- in var ekki að gera lítið úr Stýri- mannaskólanum, Fiskvinnsluskol- anum eða Vélskólanum. Alls ekki. Ummælin fólu ekki í sér neikvætt mat á starfi skólanna þriggja og síst af öllu voru þau til þess ætluð að upphefja Háskóla íslands á kostnað annarra menntastofnana þjóðarinnar. Háskólinn veit að þess- ir skólar sinna ágætlega þeim þátt- um sem þeir hafa kosið að bjóða upp á. Fyrrnefnd ummæli þýddu einungis að vegna aðstæðna byðu þessir skólar ekki upp á það fjöl- breytta nám í sjávarútvegsfræðum sem þjóðin þarfnast. Það gerir Há- skólinn ekki heldur, en með því að bjóða upp á nám í sjávarútvegs- fræðum með starfi er hann að reyna á sinn hátt að koma til móts við þessa þörf og sinna um leið þeim sem eiga ekki heimangengt vegna anna. í annan stað reiknast ofangreind HJALPRÆÐISHERINN Látum sjóða í jólapottunum! Frá Pétri Sigurgeirssyni: MÉR ER ljúft að verða við beiðhi Hjálpræðishersins að minna fólk á jólapottana, sem eru á vegi okkar bæði í Reykjavík og á Akureyri fyrir þessi jól sem endranær. Það ætti öllum að vera ljóst hve Hjálpræðisherinn vinnur gott og göf- ugt starf fyrir hina minnstu bræður og systur, sem þurfa á hjálp og ná- ungakærleik að halda. Eitt af mörgu sem Hjálpræðisher- inn gerir á hveiju aðfangadags- kvöldi, er að bjóða þeim til jólafagn- aðar í húsakynnum sínum sem ein- mana eða heimilislausir eru og eiga því hvorki von á húsaskjóli eða jóla- gleði á þessari hátíð ljóss og friðar. Hjálpræðisherinn er ein af merk- ustu líknarstofnunum kirkjunnar um víða veröld. En hann þarf á hjálp okkar að halda til þess að hjálpa. Ef við tökum höndum saman um að setja nokkra aura í jólapottinn, þá gerir margt smátt eitt stórt, þ.e. að í pottinum „sýður“. Það ertilgangur- inn. Gerum okkar til þess að svo megi verða. Guð blessi Hjálpræðisherinn fyrir alla hjálp til handa þeim hjálpar- lausu, ekki aðeins á jólum, heldur árið um kring. Guð elskar glaðan gjafara. PÉTUR SIGURGEIRSSON, biskup. ummæli fyrst og fremst á kostnað undirritaðs. Ég samdi fréttatilkynn- inguna en þar sem ég hóf fyrst störf um mitt sumar var mér alls ókunnugt um þau viðbrögð sem sams konar ummæli kölluðu fram í byijun þessa árs sem og svar hákólarektors við þeim. Ég bið hlut- aðeigandi aðila velvirðingar á þeirri óánægju sem ofangreind ummæli hafa valdið og vona að samvinna allra þeirra skóla sem bjóða upp á nám tengdu sjávarútvegsfræðum verði hvort tveggja góð og gæfurík í framtíðinni. GUÐBRANDUR ÁRNIÍSBERG, kynningafulltrúi Háskóla íslands. Lokasmölun Lokasmölun verður í haustbeitarlöndum Fáks sunnu- daginn 18. desember. Sú nýbreytni er að hestarnir verða keyrðir í bæinn og afhentir úr reiðgerðinu milli kl. 15.00 og 17.00. Þau hross, sem ekki verður vitjað um, er litið á sem óskilahross. Starfsmaður Starfsmann vantar í hlutastarf við hirðingar í vetur. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 672166 milli kl. 10-12 og 14-17. Fákur. BJARTMAR GUÐLAUGSSON S „Otrúlegciflott „come-back“. Nýr og betri Bjcirtmai; kemur svo scmnarlega á óvart. “ Guðmundur Rúnar Heiðcirsson, blaðamaður. „ Frábœr tög, textarnir aldrei verið betri, pottþéttur hljóðfœraleikur og gott „ sound“. Bjartmcir springur svo sannarlega út á þessari plötu. “ Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður. „Þaðyrkja fáir betur í tónlistarbransanum en Bjartmar. Húmor, innsœi og beitt háð, allt þetta flœðir úr penna stráksins - og ekki skemma þessar fínu melódíur fyrir heldur. “ Bubbi Morthens, tónlistarmaður „Kemur manni ígott skap - stórskemmtilegt!“ Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvdli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Kjötfat kr. 4.600 Brauðkörfur frá kr. 3.400 Sítrónupressa Flautuketill kr. 7.300 kr. 3.980 n . Urval Húsgögn 9iafavöru ALESSI Blaðagrindur Glerskálar Mörkinni 3, sími 5880640 (við Suðurlandsbraut) Opið laugardag frá kl. 10-22 Sunnudag frá kl. 13-17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.