Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 49 BREF TIL BLAÐSINS Misskilningnr leiðréttur Frá Guðbrandi Arna Isbérg: ÞANN 19. nóvember sl. útskrifaði Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands fyrstu nemendurna í sjávar- útvegsfræðum að loknu eins árs námi með starfi. Þetta nám svarar til 12 'h einingar í háskólanámi en veitir nemendum ekki rétt til að kalla sig sjávarútvegsfræðinga. Þann titil bera þeir hins vegar sem ljúka 4 ára (120 eininga) námi í þessum fræðum frá Háskólanum á Akureyri. í fréttatilkynningu varð- andi útskriftina stóð m.a. að náminu væri ætlað „að leysa úr brýnni þörf fyrir þekkingu í sjávarútvegsfræð- um sem Fiskvinnsluskólinn, Stýri- mannaskólinn og Vélskólinn hafa ekki sinnt sem skyldi“. Þar sem orðalag þetta hefur valdið talsverð- um misskilningi er full ástæða til að skýra nánar hvað við var átt. Forsaga málsins er _sú að Endur- menntunarstofnun H.í. bað undir- ritaðan að senda fréttatilkynningu til ijölmiðla varðandi útskriftina. Ofangreind ummæli voru sett í til- kynninguna til að skýra hvers vegna Endurmenntunarstofnun H.I. hefði ráðist í að bjóða upp á nám í sjávarútvegsfræðum. Ætlun- in var ekki að gera lítið úr Stýri- mannaskólanum, Fiskvinnsluskol- anum eða Vélskólanum. Alls ekki. Ummælin fólu ekki í sér neikvætt mat á starfi skólanna þriggja og síst af öllu voru þau til þess ætluð að upphefja Háskóla íslands á kostnað annarra menntastofnana þjóðarinnar. Háskólinn veit að þess- ir skólar sinna ágætlega þeim þátt- um sem þeir hafa kosið að bjóða upp á. Fyrrnefnd ummæli þýddu einungis að vegna aðstæðna byðu þessir skólar ekki upp á það fjöl- breytta nám í sjávarútvegsfræðum sem þjóðin þarfnast. Það gerir Há- skólinn ekki heldur, en með því að bjóða upp á nám í sjávarútvegs- fræðum með starfi er hann að reyna á sinn hátt að koma til móts við þessa þörf og sinna um leið þeim sem eiga ekki heimangengt vegna anna. í annan stað reiknast ofangreind HJALPRÆÐISHERINN Látum sjóða í jólapottunum! Frá Pétri Sigurgeirssyni: MÉR ER ljúft að verða við beiðhi Hjálpræðishersins að minna fólk á jólapottana, sem eru á vegi okkar bæði í Reykjavík og á Akureyri fyrir þessi jól sem endranær. Það ætti öllum að vera ljóst hve Hjálpræðisherinn vinnur gott og göf- ugt starf fyrir hina minnstu bræður og systur, sem þurfa á hjálp og ná- ungakærleik að halda. Eitt af mörgu sem Hjálpræðisher- inn gerir á hveiju aðfangadags- kvöldi, er að bjóða þeim til jólafagn- aðar í húsakynnum sínum sem ein- mana eða heimilislausir eru og eiga því hvorki von á húsaskjóli eða jóla- gleði á þessari hátíð ljóss og friðar. Hjálpræðisherinn er ein af merk- ustu líknarstofnunum kirkjunnar um víða veröld. En hann þarf á hjálp okkar að halda til þess að hjálpa. Ef við tökum höndum saman um að setja nokkra aura í jólapottinn, þá gerir margt smátt eitt stórt, þ.e. að í pottinum „sýður“. Það ertilgangur- inn. Gerum okkar til þess að svo megi verða. Guð blessi Hjálpræðisherinn fyrir alla hjálp til handa þeim hjálpar- lausu, ekki aðeins á jólum, heldur árið um kring. Guð elskar glaðan gjafara. PÉTUR SIGURGEIRSSON, biskup. ummæli fyrst og fremst á kostnað undirritaðs. Ég samdi fréttatilkynn- inguna en þar sem ég hóf fyrst störf um mitt sumar var mér alls ókunnugt um þau viðbrögð sem sams konar ummæli kölluðu fram í byijun þessa árs sem og svar hákólarektors við þeim. Ég bið hlut- aðeigandi aðila velvirðingar á þeirri óánægju sem ofangreind ummæli hafa valdið og vona að samvinna allra þeirra skóla sem bjóða upp á nám tengdu sjávarútvegsfræðum verði hvort tveggja góð og gæfurík í framtíðinni. GUÐBRANDUR ÁRNIÍSBERG, kynningafulltrúi Háskóla íslands. Lokasmölun Lokasmölun verður í haustbeitarlöndum Fáks sunnu- daginn 18. desember. Sú nýbreytni er að hestarnir verða keyrðir í bæinn og afhentir úr reiðgerðinu milli kl. 15.00 og 17.00. Þau hross, sem ekki verður vitjað um, er litið á sem óskilahross. Starfsmaður Starfsmann vantar í hlutastarf við hirðingar í vetur. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 672166 milli kl. 10-12 og 14-17. Fákur. BJARTMAR GUÐLAUGSSON S „Otrúlegciflott „come-back“. Nýr og betri Bjcirtmai; kemur svo scmnarlega á óvart. “ Guðmundur Rúnar Heiðcirsson, blaðamaður. „ Frábœr tög, textarnir aldrei verið betri, pottþéttur hljóðfœraleikur og gott „ sound“. Bjartmcir springur svo sannarlega út á þessari plötu. “ Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður. „Þaðyrkja fáir betur í tónlistarbransanum en Bjartmar. Húmor, innsœi og beitt háð, allt þetta flœðir úr penna stráksins - og ekki skemma þessar fínu melódíur fyrir heldur. “ Bubbi Morthens, tónlistarmaður „Kemur manni ígott skap - stórskemmtilegt!“ Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvdli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Kjötfat kr. 4.600 Brauðkörfur frá kr. 3.400 Sítrónupressa Flautuketill kr. 7.300 kr. 3.980 n . Urval Húsgögn 9iafavöru ALESSI Blaðagrindur Glerskálar Mörkinni 3, sími 5880640 (við Suðurlandsbraut) Opið laugardag frá kl. 10-22 Sunnudag frá kl. 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.