Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNÝ OLAFSDOTTIR + Guðný var fædd 14. janúar 1965 í Reykjavík, dóttir hjónanna Ástu Jónsdóttur og Ólafs Guðjónssonar strætisvagnaslj óra, og bjó hjá þeim í Skólagerði 37, Kópavogi. Guðný var yngst þriggja systkina, hin eru: Jónina Vilborg, sem býr í Njarðvík og er gift Karli Olsen. Þau eiga 3 börn. Oddur, býr í Reykjavík, giftur EIsu Sig- tryggsdóttur og eiga þau 2 dætur. Guðný vann í Bjarkarási við Stjömugróf mörg hin síðari ár. Guðný andaðist í Landspít- alanum 26. des. sl. og verður útför hennar gerð frá Kópa- vogskirkju í dag. MIG langar til þess að kveðja hana Guðnýju með nokkrum orðum. Ég kynntist Guðnýju fyrir um þremur árum í skammtímavist Styrktar- félags vangefinna í Víðihlíð. Alla tíð síðan vorum við mestu mátar og áttum margar ágætar stundir sam- an, bæði í Víðihlíðinni og síðar einn- ig í Bjarkarási eftir að ég tók við forstöðu þar. Guðný kom í Bjarkarás 1983 og var hún lengst af á sauma- stofunni þar erida var hún mjög dugleg í höndunum og náði ágætri færni við saumavélina eins og við annað sem hún vann í höndunum. Guðný var hvers manns hugljúfi og eignaðist marga vini í Bjarkarási og er nú sárt saknað af félögum sínum þar. Guðný var ekki aðeins auðveld í umgengni heldur var hún einnig næm og éftirtektarsöm og átti auð- velt með að taka leiðbeiningum og nýta sér það sem fyrir henni var haft. Hún var að jafnaði glöð, nægju- söm og ánægð með lífið og fann sér ávallt eitthvað til að gera eins og að pijóna og sauma út og eru þeir orðnir ansi margir púðarnir sem ég hef séð Guðnýju sauma út í Víðihlíð- inni. Sama má segja um hlífarnar utan um herðatrén sem hún hefur pijónað þar, þær eru einnig orðnar margar. Það var ávallt gott að vera í návist Guðnýjar. Hún gaf frá sér hlýju og hver man ekki eftir brosinu hennar sem var svo einlægt og blítt. Hún var háttvís og kurteis ung kona sem kom greinilega frá góðu heimili þar sem manngæska og umhyggja hefur verið höfð í fyrirrúmi. Það var á annan dag jóla að Ólafur faðir hennar bar mér þau sorgartíðindi að Guðný væri dáin. Þó Guðný hafí verið veik nokkra daga fyrr í desem- ber þá grunaði engan að þessi veik- indi Guðnýjar væru svona alvarleg. Hún, sem dansaði og skemmti sér svo vel nokkrum dögum áður á jóla- balli í Bjarkarási. Það er kannski við hæfi að við eigum þá síðustu mynd af Guðnýju þar sem hún er að skemmta sér með vinum sínum þar. •- Elsku Óli og Ásta, ég votta ykkur mína innilegustu samúð í sorg ykkar. Árni Már Björnsson. „Litla blessunin" varð einum af aðstoðar- mönnum leikhópsins Perlunnar að orði, þeg- ar ég sagði honum frá láti eins Perlufélaga, Guðnýjar Ól- afsdóttur. Hún var ekki há í loftinu hún Guðný en hún var stór persónuleiki. Hún hafði mikinn sjarma og sterka útgeislun. Þegar Guðný brosti og það gerði hún oft, þá kviknaði alltaf bros hjá viðstöddum. Hún var bless- un í einu og öllu. Hún fæddist fötluð en þrátt fyrir það tókst henni með góðri aðstoð foreldra sinna að njóta lífsins á margvíslegan hátt. Hún var ham- ingjusöm og átti góða ævi enda umvafin ást og kærleika sinna nán- ustu. Henni var gefið mikið og hún gaf mikið á móti. Hún var vandvirk og iðin að hveiju sem hún gekk og hafði einstaklega sterkt fegurðar- skyn. Er mér minnisstætt hve oft hún hafði orð á fegurð umhverfisins á leikferð okkar í Noregi. Hún þurfti oft að hvíla sig og tylla sér niður því veika hjartað hennar þoldi ekki mikla áreynslu en Guðný kvartaði ekki en dáðist að umhverfinu á meðan hún hvíldist. Það gerði hún á sinn hljóðláta hátt líkt og hún tal- aði meira við sjálfa sig en aðra umhverfís hana. Fyrsta hlutverk Guðnýjar með leikhópnum Perlunni var að vera ljósberi. Hún var klædd hvítum kyrtli á aðventuhátíð Styrktarfélags van- gefmna í Bústaðakirkju og lýsti upp fyrir lesara. Þannig var hún líka í lífinu, ljósgafí okkar allra er henni kynntumst. Síðar kom oftast í henn- ar hlut að leika blóm. Það gerði hún með miklum ágætum enda eru blóm tákn sakleysis og hreinleika. Hún hafði mikla unun af tónlist, hún naut þess að dansa en óperur höfð- uðu sterkast til hennar. Margs er að sakna, þegar náinn vinur er kvaddur. Aðrir koma í stað- inn en „aldrei sprettur aftur sama rósin“. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki Guðnýju segja aftur „Ó, Sigga, þú ert svo lekker" en það virtist sama hvort ég byggi mig í hlutverk nomar eða önnur furðuföt. Henni fannst ég „lekker". Ég minnist þess þegar við í leik- hópnum Perlunni tókum á móti leik- listarverðlaunum Visa ’93, hvað Guðný var glæsilega klædd og með svartan hatt, sem klæddi hana svo vel. t Útför elskulegs eiginmanns míns, GUÐJÓNS GUÐLAUGSSONAR, Víðihlíð, Grindavík, fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 11.30 f.h. Jarðsett veröur í Hruna, Hrunamannahreppi, kl. 15.30 sama dag. Eyrún Steindórsdóttir. + Innilegar þakkir faerum við þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför BJÖRNS JÓNSSONAR, Löngubrekku 29, Kópavogi. Engelhart Svendsen Björnsson, Helga Haraldsdóttir, Þór Svendsen Björnsson, Ása Halldórsdóttir, Sigrún Svendsen og afabörnin. MINNIRMGAR Ég minnist hennar á lýðveldisaf- mæli á Þingvöllum í sumar er við sýndum í úrhellisrigningu á þing- palli. Veðrið lét hún ekki á sig fá frekar en aðrir Perlufélagar og við nutum dagsins saman út í ystu æsar. Minningarnar em margar og allar góðar og margt hef ég af Guðnýju lært sem og öðrum Perlufélögum. Ég þakka Guðnýju góða samfylgd um lífs okkar stutta skeið en í mín- um huga er hún eitt eilífðar smá- blóm. Við öll í leikhópnum Perlunni söknum og syrgjum góðan félaga og sendum Ástu og Ólafi, foreldrum Guðnýjar, sem og öðrum ástvinum okkar samúðarkveðjur í þeirra þungu sorg. Einnig viljum við þakka Ástu og Ólafi allan velvilja og trú á leikhópn- um Perlunni í gegnum tíðina. Sigríður Eyþórsdóttir. Það var haustið 1983 að tvær ungar stúlkur fluttust frá dagheim- ilinu Lyngási og bættust í hópinn á Hæfíngarstöðinni Bjarkási. Önnur þessara stúlkna var Guðný, sem við í dag kveðjum hinstu kveðju. Guðný var fædd 14. janúar 1965, eitt af þremur bömum hjón- anna Ólafs Guðjónssonar, strætis- vagnastjóra, og Ástu Jónsdóttur, starfskonu í mötuneyti Seðlabank- ans. Guðný bjó alla tíð í foreldrahús- um, en hún var í hópi þeirra ein- staklinga í þjóðfélaginu, sem þarfn- ast leiðsagnar og stuðnings alla ævina. í Bjarkarási var kunningja- og vinahópur Guðnýjar, fyrrum félagar frá Lyngási og margir þeirra sem sótt höfðu skemmtanir þær er for- eldrahópur í Styrktarfélagi vangef- inna héldu fyrir skjólstæðinga þess, og stjómuðu af mikilli fómfýsi og dugnaði. Ásta og Ólafur, foreldrar Guðnýj- ar, voru í þessum hópi. Þau töldu aldrei eftir sér að starfa og leggja málefnum vangefinna lið, starfa að öllu því sem væri Guðnýju til heilla og framdráttar. Á síðari ámm er Guðný gekk til liðs við leikhópinn Perluna, sýndi Ásta móðir Guðnýjar enn sömu fóm- fýsi og fyrrum, aðstoðaði þegar á þurfti að halda. í Bjarkarási var Guðný lengst af á saumastofu og hafði náð ágætum tökum á þeim verkefnum, sem þar eru unnin og sýndi vandvirkni í störfum sínum. Nú þegar komið er að kveðju- stund leita minningar á hugann. Ég minnist Guðnýjar sem brosmildr- ar, fínlegrar stúlku, með óvenjulega fágaðan fatasmekk, sem vakti oft aðdáun starfsfólks. Nú verð ég ekki oftar ávörpuð með „Greta, mamma biður að heilsa þér,“ þegar ég kem í heimsókn í Bjarkarás. Ég veit að mikill söknuður og tregi við fráfall Guðnýjar er hjá Qöl- skyldu hennar, enda var hún þeim afar kær. Guðný var broshýr og ljómaði þegar hún var að segja mér frá systkinum sínum og frændsystk- inum, en hjá þeim dvaldi hún oft. Svo var einmitt nú er kallið kom svo snögglega. Sárastur er söknuður foreldra, sem auk þess að sjá á bak ástkærri dóttur, hafa gengið í gegnum erfíð- leikatímabil veikinda og óvissu, en Ásta gekkst nýlega undir höfuð- aðgerð. Félagarnir í Bjarkarási sjá nú í annað sinn á skömmum tíma á bak félaga og vini. Þar er einnig söknuð- ur._ Ég sendi aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sér- staklega ykkur foreldrum Guðnýjar og bið að Guð gefí þér, Ásta mín, góðan bata og styrk. Ég þakka Guðnýju samfylgdina og fel hana góðum Guði á vald. Hve gott að eiga grundvöll þann þá guðlaus vantrú hræðir, að sjálfur Drottinn verkið vann, sem veikan endurfæðir. Eg, allslaust bam, gat ekki neitt, en eilíft líf af náð var veitt mitt nafn í lífsbók letrað. (Bjami Eyjólfsson.) Greta Bachmann. Á myndunum í albúminu mínu brosir Guðný kát og glöð. Hver hefði getað trúað því að innan ör- fárra mánaða frá því að þessar myndir voru teknar yrði hún öll. Það sannast hér sem sagt hefur verið, „Mennirnir ætla en Guð ræð- ur“. Guðný og Birgitta; dóttir mín, hafa fylgst að í námi, starfí og leik frá frumbernsku. Fyrst sem litlar hnátur í Lyngási, síðan í Bjarkar- ási, Brautaskóla og leikhópnum Perlunni. Þó ég hafi þannig fylgst með Guðnýju vaxa úr grasi og þekkt hana vel, kynntist ég henni best sl. vor í leikferð Perlunnar til Brussel, þar sem leikhópurinn tók þátt í listahátíð Very Special Arts. Við vorum herbergisfélagar og átti ég að vera henni til aðstoðar. Ég vona að ég hafí þar staðið mína pligt, þó mér sé nær að halda að hún hafí kennt mér eins mikið og ég henni. Hin nánu kynni, sem mynduðust með okkur þennan tíma, verða mér alltaf ljúf í minningunni. Ég man gleði hennar yfír hveijum nýjum degi, sem hún vissi að myndi færa hópnum ný ævintýr. Ég man still- ingu hennar og yfirvegun þó við- burðaríkir dagar reyndu á þrek og þol. Ég man hönd hennar í lófa mínum. Ljúfsár verður minningin um lokaballið, þar sem Guðný dans- aði allt kvöldið án þess að setjast. Það skipti hana engu hvort hún dansaði ein eða hefði einhvern sér við hlið. Að hreyfa sig eftir hljóm- falli tónlistarinnar og fá kókið til sín út á gólf var henni nóg. Þannig vil ég muna hana og trúi nú að framvegis dansi hún með öðrum englum í Himnasölum. Hún Guðný fór ekki hratt, og hún fumaði ekki. Hún vissi hvað hún vildi og vildi ekki, og allar at- hafnir hénnar miðuðu að ákveðnu takmarki sem einkenndist af stakri snyrtimennsku og fegurð. Hún bjó yfír innri ró, sem fátt virtist geta haggað, var sæl með sitt og gladd- ist yfir hveiju því sem henni hlotn- aðist og því sem hún sjálf gat áork- að. Hver segir að fötlun þurfi alltaf að vera hindrun? Þrátt fyrir andlega fötlun og skort á líkamlegu þreki átti Guðný án efa góða ævi. Rólynd- ið og hæfíleikinn til að geta verið sjálfri sér nóg fleyttu henni yfír margan hjallann, en hún átti líka góða foreldra og systkini, sem um- vöfðú hana og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að líf hennar mætti vera sem eðlilegast og að hún fengi að upplifa sem flest. Heimili þeirra stóð félögum Guðnýj- ar alltaf opið, og minnast þeir nú m.a. afmælisveislanna sem þau gengu alltaf að sem vísum á hveiju ári og litu á sem hveija aðra árshá- tíð. En Guðný var ekki bara þiggj- andi. I smæð sinni v'ar hún stór. Hún gaf. Með brosi sínu gaf hún von, með rósemd sinni og æðru- leysi gaf hún frið, með leik sínum á sviði gaf hún gleði og hlýju. Með tilveru sinni og nálægð auðgaði hún líf þeirra sem næstir henni stóðu. Megi sá auður sem hún gaf vera ástvinum hennar huggun í sorg þeirra. Vegamót Við vegamót stend ég, mér villtum bendir á vorfagrar lendur máttug hönd, frá svellum og kiaka, og svanimir kvaka, við sál minni taka nú ókunn lönd. Meistari góður, ég hlusta hljóðúr á helgiljóðin mig allt í kring. Sá ástaróður hann er þinn hróður, og örvar blóð mitt ég líka syng. Það líður að njólu og lækkar sólin og lokið er skóla brátt í dag. Lát fortíð mig geyma, um framtíð dreyma... þú fylgir mér heim eftir sólarlag. (Höf. Grétar Fells) í dag er komið að kveðjustund. Birgitta og við Hörður þökkum Guðnýju samfylgdina og biðjum henni blessunar Guðs. Innilegar samúðarkveðjur sendum við foreldr- um hennar og systkinunum og þeirra fjölskyldum. Freyja K. Þorvaldsdóttir. Á hendur fel þú honum sem himna stýrir borg. Það allt er átt í vonum og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her. Hann fótstig getur fundið sem fær sér handa þér. (Bj. Halldórsson frá Laufási) Þegar jólahátíðinni var að ljúka annan í jólum hringdi síminn og ég fékk þá harmafrétt að systurdóttir mín væri dáin. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér, en hann kemur ávallt á óvart og við trúum á það að þeir sem fara héðan af jörðu öðlist nýtt en við sem eftir stöndum erum ekki sátt og ekki tilbúin að taka honum, en svona er lífíð og við getum því lítið breytt. Það var í september 1973 að ég og fjöl- skylda mín fluttum í Kópavog í Holtagerði 40, en Guðný átti heima í Skólagerði 37, þannig að það var bara smá stígur á milli heimila okk- ar. Við áttum tvær dætur ungar, sem hún sótti mikið í, og þótti gam- an að fínna þær. Var hún því oft inni á mínu heimili á þessum árum. Ég var mikið fjarverandi vegna vinnu minnar en kynntist henni það vel að mér fór að þykja vænt um hana og ég vissi að henni þótti vænt um mig. Guðný var fædd þroskaheft og var því öðruvísi en önnur böm, og því meira álag og ábyrgð að ala slík böm upp, en ég veit að foreldr- I um hennar þótti ekki síður vænt um hana en hin systkini hennar. Guðný var mjög ljúf og góð og þótti vænt um allt og alla. Þegar hún óx úr grasi komu hæfíleikar hennar smátt og smátt í ljós. Frábær handa- vinna hennar vakti víða athygli, hún hafði skilning á mörgu, en auðvitað átti hún sínar leiðu stundir eins og | við öll. Þegar hún fermdist sá ég, sem þetta skrifar, um matinn og ííún var svo glöð og talaði mikið um hvað maturinn hefði verið góð- ur. Á vissan hátt var hún sólar- geisli, hún minnti okkur hin á hvað í raun við mættum þakka Guði okk- ar fyrir að vera eins og við emm, en hún gerði sér ekki grein fyrir því, að hún gaf öðmm svo mikið af sjálfri sér. Það var ljúft að vera nálægt henni, hún var yndisleg og ég veit að það segja allir sem hana þekktu. Nú er hún farin, hún var kölluð til að lifa á öðm tilvemstigi en hún skildi eftir sig ljúfar minn- ingar, sem við hin geymum en ekki gleymum, um litla fagra rós sem lifir nú með guði sínum. Kæra systir, mágur og systkini, nú um þessar mundir er mikið á ykkur lagt og það er skrýtið að allt þetta mótlæti ber upp á sama tíma. Ég bið almáttugan, góðan Guð að vemda ykkur og styrkja. Með hækk- andi sól lítum við til betri daga, elsku frænka mín ég kveð þig af alhug. Ég votta þeim nánustu dýpstu sam- úð mína. Ég hef verið beðinn fyrir samúðarkveðjur til foreldra og systkina Guðnýjar frá Hjálmfríði dóttur minni, sem minnist Guðnýjar með mikilli hlýju. Mín sál því örugg sértu og set á Guð þitt traust. Hann man þig viss þess vertu og vemdar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna, þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skýna, úr skýjum sólin blíð. Auðunn H. Jónsson. Með nokkrum kveðjuorðum lang- ar okkur vini og samstarfsfólk á saumastofu Bjarkaráss að minnast Guðnýjar vinkonu okkar. Þegar við sáum Guðnýju í síðasta sinn, skömmu fyrir jól, á jóla- skemmtun í Bjarkarási, grunaði okkur ekki að hún kæmi ekki aftur til starfa eftir jolafrí. Þess í stað hafði okkar elskulega vinkona kvatt okkur hinstu kveðju. Guðný var góður vinnufélagi, dagfarsprúð, alltaf snyrtileg og ljúf og góð. Hún starfaði sem sauma- kona í mörg ár. Þrátt fyrir fötlun sína var hún fær á sínu sviði og afkastamikil. Lagði hún metnað í vandvirkni og góðan frágang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.