Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ -I ERLENT Umdeildur repúblikani, Newt Gingrich, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Washington. The Daily Telegraph. Clinton leitar til nýaldar- ráðgjafa Washington. The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjafor- seti á örðugt uppdráttar vegna persónulegra óvin- sælda og verður framvegis að kljást við meirihluta repú- blikana í báðum þingdeild- um. Hann mun nú hafa leitað ráða hjá nýaldar-ráðgjafa sem býður lausnir handa at- kvæðamönnum er þjást af „sárri þörf fyrir innri frið“. Rit ráðgjafans, Stephen Covey, hafa selst vel og er hann sterkefnaður maður. Hann segist byggja lausnir sínar á „heildarhyggju og áherslu á grundvallaratriði". Clinton eyddi degi með hon- um um jólin í sumardvalar- stað forsetaembættisins, Camp David, og fullyrt er að annar rithöfundur, Anth- ony Robbins, hafi verið til staðar. Hann segist geta hjálpað fólki að ná hámarks- árangri og bók hans, „Vekið risann innra með ykkur“, hefur selst í risaupplögum. Skömmu eftir að Clinton tók við embætti sínu réð hann tvo menn sem höfðu það hlutverk að hvetja ráð- herrana til að deila með sér minningum um óhamingju- sama bernsku til að byggja upp gagnkvæmt traust í rík- isstjórninni. Sagður tillits- laus hræsnari HINN nýi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, repúblikaninn Newt Gingrich, er umdeildur mað- ur, andstæðingarnir segja hann hrokafullan, tillitslausan hræsn- ara. Sjálfur vill hann umbyltingu í stjórnmálum landsins og ljóst er að hann verður mjög í sviðsljósinu næstu árin. Margir telja hann stefna að því að verða forseti. Ein af tillögum Gingrich er að hætt verði opinberum fjárstuðningi við CPB-útvarpsstöðina sem oft er talin höll undir sjónarmið vinstri- sinnaðra menntamanna. Einn af þingmönnum demókrata, vinstri- sinninn Barney Frank, segir um Gingrich að hann fái engar hug- myndir sjálfur en láti ávallt alhæf- ingar duga. Gingrich er sagnfræðingur að mennt, sonur hermanns og foreldr- ar hans skildu, hann er sagður hafa kynnst harðneskju lífsins snemma og líkjast oft harðsvíruð- um götustrák í tali. Andstæðing- arnir minna oft á það hvernig þing- forsetinn nýi skildi á sínu tíma við fyrri konu sína, Jackie. Er þau kynntust var Gingrich aðeins nítján ára gamall, hún sjö árum eldri, hafði kennt honum flat- armálsfræði í menntaskóla. Hún varð honum dyggur förunautur á pólitíska ferlinum. Þau eignuðust tvær dætur en skildu að borði og sæng eftir að hún varð sjúk af krabbameini í móðurlífi. í skjölum kemur fram að hún kvartaði yfir því að fá aðeins 700 dala meðlag á mánuði. Gingrich svaraði með skýrslu yfir mánaðar- leg útgjöld sín þar sem m.a. kom fram að hann notaði 400 dali á mánuði í mat og fatahreinsun. í stjórnmálabaráttunni gerir hann ávallt mikið úr trú sinni á hefðbundin fjölskyldugildi ogjafn- vel nánir vinir furðuðu sig á því hve harkalega hann kom fram við fyrrverandi eiginkonu sína. Að sögn hennar kom hann í heimsókn að sjúkrabeðinum skömmu eftir að hún hafði verið skorin upp og dró upp rissblok til að geta rætt smáatriði í sambandi við fyrirhug- aðan lögskilnað. Hún rak hann þá út. Árið 1993 höfðaði eiginkon- an fyrrverandi mál gegn honum og sakaði hann um að hafa van- rækt að greiða af líftryggingu en sátt náðist í málinu er Ginrich hækkaði meðlagið í 1.300 dali á mánuði. Gingrich kvæntist á ný nokkrum mánuðum eftir skilnaðinn. Fyrr- verandi vinur hans og samstarfs- maður, Kip Carter, segir hann hafa verið hreinskilinn er hann ræddi um skilnaðinn og sagt: „Hún [Jackie] er ekki nógu ung eða fal- leg til að geta verið eiginkona for- seta. Auk þess er hún með krabba“. Sjálfur segir Gingrich að Carter sé aðeins að hefna sín fyrir brottrekstur. Reuter NEWT Gingrich, repúblikaninn umdeildi, sver embættiseið sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Kínveijar borga ekki skattinn Peking. The Daily Telegraph. „SKATTGREIÐENDUR vaknið“ var forsíðufyrirsögn í einu helsta dagblaðinu í Peking nýlega og í meðfylgjandi grein sagði, að allir Kínveijar mættu búast við að verða skattgreiðendur vegna þess, að skattheimta tæki ekki aðeins til þeirra, sem væru ríkir. Endurspegl- ar þessi grein áhuga kínverskra stjórnvalda á því að bæta skattskil- in, sem eru vægast sagt slæm. Launamunur milli manna og milli einstakra héraða í Kína hefur auk- ist mikið á síðustu árum. Meðallaun í Peking voru rúmlega 50.000 ísl. kr. á síðasta ári, 53% hærri en meðaltalið í landinu, og í Shanghai voru þau 67% hærri en meðaltalið. I Shanghai hefur hæsti tekjuhópur- inn átta sinnum hærri laun en sá lægsti. Fær aðeins helminginn Nýríku Kínveijarnir hafa lítinn áhuga á að borga skatta en áætlað er, að vegna skattsvika, vanþekk- ingar á lögunum og ýmiss konar spillingar hafi ríkið ekki fengið nema helming þess skattfjár, sem því bar á síðasta ári. Tekjuskattslögin í KSna eru nú þannig, að þeir, sem hafa meira en 800 júan, um 7.000 kr., í mánaðar- laun, eru skattlagðir og fer skattur- inn stighækkandi. Kemst hann hæst í 45% hafí menn meira en 880.000 kr. á mánuði. Spillingin er mikil og vaxandi. Tvöfalt bókhald er algengt og alls konar mútur. Veitingahúsaeigend ■ ur hafa t.d. komist að því, að það gefur ágæta raun að bjóða skatteft- irlitsmönnunum reglulega í mat. Reuter Ungur listaskrifari SEX ára gömul japönsk stúlka, Shiori Ebina, í þjóðlegum búi ingi beitir stórum bursta í leturgerðarkeppni í Tókýó. EGLA bréfabindi SKMJLAGI Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 KJOLFESTA ÍGÓÐU t i i I i i t, i i i i Í Í i i I i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.