Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ O 42 PÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu / -kjarni málsins! U NG BARNASUND Ný námskeið hefjast 11. janúar. Kennsla fer fram í sundlaug Köpavogshælis við mjög góðar aðstæður. Nánari upplýsingar og skráning í síma 643023. Sæunn Gísladóttir íþróttakennari. Flugeldasalan í KR - heimilinu er opin föstudaginn 6. janúar frá kl. 14-21. 20-30% afsláttur I DAG LEIÐRÉTT Fúkkalyf ekki á bestukaupalista í Víkverja blaðsins í gær var sagt frá kaupum ís- lenskrar móður á fúkka- lyfjum í Bandaríkjunum og sagt frá því að hún hafi ekki fengið þau greidd hjá Tryggingastofnun þar sem lyfin er hún keypti voru ekki á bestukaupalista. Blaðinu hefur borist ábending um að fúkkalyf eru ekki niðurgreidd af Tryggingastofnun og skiptir þá ekki máli hvort þau eru keypt á íslandi eða af íslendingum erlendis. Velvirðingar er beðist á þessu ranghermi. Pennavinir ÍTALSKUR 25 ára karl- maður með mikinn Is- landsáhuga: Luciano Di Paolo Via S. Pietro n 1A, 02044-Forano (Rieti), Italy. BRIPS Umsjön Guðm. Páll Arnarson EFTIR að austur opnar á einum spaða á suður leikinn með þessi villtu spil: Norður 4 Y ♦ 4 Suður 4 - Y D1074 ♦ D 4 ÁD1085432 Það er enginn á hættu. Hvað á suður að segja? Bretarnir Brian Robson og Oliver Segal nota þetta dæmi í bók sinni Partnership bidding, sem er með athygl- isverðustu bridsbókum síðari tfma. Skoðun þeirra er af- gerandi; Suður á ekki að láta undan þeirri freistingu að læðast með veggjum. Það er oft lítið að segja aðeins tvö eða þrjú lauf. Og verst af VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Hanski fannst SVARTUR kvenleður- hanski fannst sl. þriðju- dag fyrir utan Myndval í Mjódd. Eigandinn má vitja hans í síma 670995. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL í hulstri af gerðinni Yafhica tapaðist í Kolaportinu við það tækifæri þegar unglingar dönsuðu til styrktar alnæ- missjúkum. Finnandi vin- samlega hringi í síma 71481. Gleraugu töpuðust GULLSPANGARGLER- AUGU í hulstri, karl- manns, töpuðust í Set- bergslandi í desember. Hafi einhver fundið þau er hann vinsamlega beð- inn um að hringja í síma 53911. Rúskinnsjakki tapaðist BRÚNN rúskinnsjakki tapaðist á. Glaumbar á nýársnótt. í vasa jakkans voru m.a. gleraugu og ökuskírteini. Viti einhver um jakkann er hann vin- samlega beðinn um að hringja í síma 50061. Mokkajakki tapaðist SVARTUR mokkajakki með loðnum kraga og loðnu á ermum tapaðist á Laugaveginum á nýár- snótt. í annarri erminni var svartur trefill og gráir fingravettlingar. Finnandi er vinsamlega beðinn um að hringja í síma 74435. Kventaska tapaðist SVÖRT kventaska úr gervileðri tapaðist þriðju- daginn 27. desember á Hótel íslandi. í veskinu eru skilríki. Fundarlaun. Upplýsingar í síma 881094, Hugrún. Gæludýr Hvolpar VIÐ erum hér fjögur systkini, þrír strákar og ein stelpa sem mamma er að verða svolítið þreytt á og vill fara að gefa okk- ur. Hér með auglýsum við eftir mjög góðum heimil- um. Úpplýsingar gefur Drífa í síma 71950. öllu er pass, en það var sú sögn sem suður valdi við borðið: Norður 4 1074 r G9532 4 ÁK874 * - Vestur Austur 4 KD852 V K6 4 G10952 ♦ 7 4 ÁG963 4 KG96 Suður 4 - r D1074 4 D 4 ÁD1085432 Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði Pass 4 spaðai ■ Pass Pass 5 lauf Pass Pass Dobl Pass •Pass Pass Fimm lauf fóru þijá niður, 500, sem er viðunandi á yfir- borðinu, þar eð fjórir spaðar vinnast (420). En það er aðeins á yfirborðinu. Ef suð- ur reynir ekki að vera snið- ugur og segir einfaldlega fimm lauf strax við einum spaða, hlýtur vestur að segja fimm spaða. Og sannast þar enn hin foma sagnspeki: „Fljótt inn, fljótt út.“ Farsi ,/ 1/íSerum fcc*p'ikzlistas(/ttv,sonur saeLL. það eresicyin dstæcfa tíL oiótammsstún þjrir þatr." 01995 Farcu* CaitoonaAlWrlbuHd by Unövaraal Pres* Syndicale LJAIS6>t-ASS/coúL-TUMrr HAFNFIRDINGAR Alfabrenna - þrettándagleði - Fjölskylduskemmtun Þrettándagleði veður haldin á Asvöllum í kvöld. 6. |anúa,r kl. 19.45. N SÓNGUR, GLENS OG GAMAN i f Grýla og Leppalúði, álfakóngur og álfadrottning, flugeldasýn- ing. Jólasveinarnir kveðja. Veitingar á staðnum. Knattspyrnufélagið Haukar Vinningstölur — — —- miðvikudaginn: 04.01.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING d 6a,e 0 41.050.000 ETJ 5 af 6 M+bónus 0 2.186.677 R1 5 af6 6 42.060 E! 4 af 6 215 1.860 ra 3 af 6 fJ+bónus 765 220 fjjuinningur: er tvöfaldur næst BÓNUSTÖLUR (j 22 39 Heildarupphæð þessa viku: 44.057.237 ,ísi, 3.007.237 UPPLYSINGAR, SIMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ EYRIRVARA UM PRENTVILLUR Yíkveiji skrifar... VÍKVERJA hefur borizt bréf frá Jónasi Hvannberg, hótel- stjóra á Hótel Sögu, vegna umfjöll- unar í Víkveija í fyrradag. Fer bréfið hér á eftir: „Ég vísa til greinar í blaðinu í dag um heimsóknir erlendra ferða- manna til Reykjavíkur yfír hátíðirn- ar-. í greininni er minnst á skort á þjónustu við erlendu gestina yfír jólin og að gestir Hótels Sögu hafi aðeins fengið samlokur að borða. Yfír hátíðirnar gistu u.þ.b. 50 erlendir gestir á Hótel Sögu. Allir þessir gestir höfðu verið upplýstir um að ekki væri unnt að fá kvöld- verð á hótelinu á aðfangadag og jóladag. Hins vegar yrði opið á ein- um veitingastað í borginni og gest- um boðið að panta fyrir þá borð þar. Gestir þáðu þetta yfírleitt, en því miður var upppantað á þessum veitingastað seinni hluta aðfanga- dags. Úrræði starfsfólksins var því að gefa þeim fjórum gestum, sem ekki fengu heitan kvöldverð, smurt brauð sem öðrum hafði verið ætl- að. Gestum þessum var síðar boðið upp á veitingar á kostnað hótelsins og við brottför fullyrtu þeir að dvöl- in hefði verið hin ágætasta. Annað sem ég vildi upplýsa er að erlendir ferðamenn hafa gist í stórum hópum á Hótel Sögu yfír áramót frá árinu 1989. Frá þeim tíma hefur hótelið staðið fyrir veg- legum áramótafagnaði fyrir er- lenda gesti af ýmsum þjóðernum. Fagnaður þessi og dvöl gestanna hefur alltaf gengið mjög vel og hafa sumir þeirra komið oftar en einu sinni til íslands og gist á Hótel Sögu yfír áramótin. Ára- mótagestum hefur fjölgað í gegn- um tíðina og þess vegna hafa fleiri og fleiri veitingastaðir haft opið á gamlárskvöld. Þannig er ekki rétt hjá Víkveija að einn tiltekinn veit- ingastaður hafí núna riðið á vaðið og haft frumkvæði að áramóta- fagnaði fyrir erlendagesti um þessi áramót. Ég fagna allri umræðu um ferða- mál og ábendingum um bætta þjón- ustu. Vafalaust verður umræða um ofangreint tilvik til þess að ferða- þjónustuaðilar setjast niður og ræða hvort skilyrði séu fyrir að taka á móti erlendum gestum yfir jólin svo að vel sé. Hins vegar óska ég eftir fag- legri umfjöllun um þessi mál en var í blaðinu í dag þar sem rangt var farið með fjölda þeirra gesta sem dvöldu í Reykjavík yfír jólin og að tiltekið veitingahús hefði unnið brautryðjandastarf á nýliðnum. gamlársdegi.“ Virðingarfyllst, Jónas Hvannberg, hótelstjóri. REYNSLAN af verkföllum kennara er afar slæm, bæði fyrir kennara sjálfa og allan al- menning. Kennaraverkföll þau, sem hér hafa verið háð, hafa skap- að mikinn óróa í þjóðfélaginu. Skólunum hefur verið lokað og nemendur verið heima við á hefð- bundnum skólatíma. Það hefur aft- ur skapað truflún á vinnustöðum vegna fjarveru foreldra, sem hafa þurft að gæta barna sinna. Verst er þó, að ákveðnir árgangar eins og t.d. stúdentsárgangar hafa orðið mjög illa úti í kennaraverkföllum. Samkeppni er orðin mikil um að- gang að háskólum og háskóladeild- um bæði hér og erlendis og ein- kunnir skipta þar verulegu máli. Þeir sem hafa lent í kennaraverk- föllum á stúdentsári hafa ekki set- ið við sama borð og aðrir í þeim efnum. Allt hefur þetta skapað andúð í garð kennara, sem var orðin svo mikil, að þegar þeir voru síðast spurðir hvort þeir vildu efna til verkfalls var því hafnað í allsheijar atkvæðagreiðslu. Fróðlegt verður að sjá, hvernig atkvæðagreiðsla meðal kennara fer nú. En það er alveg ljóst, að verkfall kennara nú mundi eins og áður skapa óróa og úlfúð, sem beinist ekki síður að þeim en viðsemjendum þeirra eins og dæmin sanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.