Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 7 FRÉTTIR Hlutur Tryggingastofnunar í lyfjakostnaði 1991-1994 Heildarsparnaðurinn talinn 3,5 milljarðar Hlutur tryggingastofnunar ríkisins í lyfjakostnaði 1984-95 4200 í milljónum kr. á verðlagi 1991 © 3-700 Tölurfrá 1993 eru áætlaðar 3.300 3.300 •tO —2-900 2.830 ^ 2.600 2.567 2.560 2.250 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 HEILDARSPARNAÐUR Trygg- ingastofnunar ríkisins í lyfjakostn- aði á árunum 1991-1994 lætur nærri að vera um 3,5 milljarðar, að sögn Einars Magnússonar, skrif- stofustjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Er þá miðað við þau útgjöld sem talin voru fyrir- sjáanleg við upphaf tímabilsins. Á þessu tímabili hefur hlutur sjúklinga í lyíjakostnaði hækkað úr um 18% í 32%, og hefur heil- brigðisráðherra lýst því yfir að hann verði ekki aukinn frekar. Mestur hluti sparnaðarins er að sögn Ein- ars vegna minni lyfjaneyslu sem orðið hefur á tímabilinu, notkunar ódýrari lyfja, aukinnar samkeppni og lækkunar á álagningu. 13% hækkun frá 1993 Að sögn Einars hefur á undan- förnum þremur árum tekist að halda útgjöldum sjúkratrygginga vegna lyfja undir kostnaði ársins 1990. Miðað við fyrstu 11 mánuði ársins 1994 er útlit fyrir að lyfja- kostnaður á árinu verði um 2.930 milljónir króna, sem er um 13% hækkun frá árinu 1993. Eru þá meðtaldar um 100 milljónir vegna svokallaðra hjálpartækjalyfja sem farið var að reikna með í heildarút- gjöldum árið 1992, en ekki eru tal- in með á meðfylgjandi súluriti. Ef miðað er við þróun á árunum fyrir 1990 og þróun lyfjakostnaðar í næstu nágrannalöndum væri lyfja- kostnaður sjúkratrygginga hér á landi hins vegar að öllum líkindum um 4.200 milljónir fyrir árið 1994 ef til engra aðgerða hefði verið gripið á undanförnum 3-4 árum. í fjárlögum fyrir árið 1994 var hins vegar gert ráð fyrir að kostnaður sjúkratrygginga vegna lyfja yrði 2.600 milljónir króna, en það er sama upphæð og eytt var árið 1990. Á þessu ári er gert ráð fyrir að án nokkurra aðgerða verði útgjöldin um 3.300 milljónir króna, sem er um 13% hækkun milli ára. Fjárlög 1995 gera hins vegar ráð fyrir að útgjöld Tryggingastofnunar vegna lyfja verði 3.180 milljónir króna. Til þess að ná því markmiði verður því að skera niður kostnað um 220 milljónir króna, en þar af nást tæp- lega 100 milljónir með lækkun álagningar um 5% um síðustu ára- mót og öðrum aðgerðum sem enn hafa ekki verið útfærðar. 13% hækkun talin eðlileg Að sögn Einars hefur um 13% kostnaðarhækkun milli ára talist eðlileg þróun bæði hér á landi og í öðrum Evrópulöndum þegar til engra aðgerða hefur verið gripið til að halda niðri kostnaði eða að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Þyngst í hækkuninni vegur aukinn kostnaður vegna nýrra lyfja, þá vegur fjölgun aldraðra sem á lyfjum þurfa að halda einnig þungt og síð- an koma til verðlagshækkanir. EIN véla Flugleiða tafðist á Keflavíkur- flugvelli í gær vegna sprengjuhótunar. Sprengjuhótun í Leifsstöð 127 farþegar með vél Flugleiða til Ósló og Stokkhólms töfðust um 2 klukkustundir í gærmorgun vegna ítrekaðra hótana sem bár- ust Flugleiðum um að sprengju hefði verið komið fyrir um borð í vélinni. Ekki er vitað hver stóð að baki hótuninni. Að sögn Eddu Bjarkar Boga- dóttur, aðstoðarstöðvarstjóra Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, bárust Flugleiðum þijú símtöl með 15-20 mínútna millibili um klukk- an sjö í gærmorgun þar sem til- kynnt var um sprengju í vél félags- ins. Talið er að sama konan hafi hringt í öll skiptin. í þriðja símtal- inu tiltók sá sem hringdi sérstak- lega vélina sem átti að leggja af stað skömmu síðar til Osló og Stokkhólms og því var för hennar stöðvuð og að sögn Eddu Bjarkar gripið til aðgerða samkvæmt sér- stakri öryggisáætlun. Farþegum var snúið inn í flug- stöðina, farangur þeirra tekinn úr vélinni og hver farþegi látinn bera kennsl á sínar föggur. Eftir ítar- lega leit þar sem ekkert athuga- vert kom í ljós fór vélin í loftið klukkan 9.15, tveimur stundum síðar en áætlað hafði verið. Edda Björk sagði að flestir far- þegarnir hefðu tekið töfinni vel en nokkrir um borð hefðu fýrir vikið misst af framhaldsflugi eða orðið seinir á fundi og því tekið röskun- inni þunglega, sem eðlilegt væri. Flug á öðrum leiðum til og frá Keflavíkurflugvelli gekk eðlilega fyrir sig meðan á leitinni um borð í Óslóarvélinni stóð. Lögregla á Keflavíkurflugvelli hefur tekið við rannsókn málsins og vinnur að því að hafa upp á konunni, sem talið er að hafi stað- ið að baki hótununum af ókunnum ástæðum. K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.