Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjúkdómar at- hugaðir hjá starfsstéttum, Niðurstöður í 204 verk- efnum verða kynntar á ráðstefnu um rannsókn- ir í læknadeild Háskóla íslands sem hófst í Odda í gær. Þar á meðal eru upplýsingar um at- vinnusjúkdóma ýmissa starfsstétta svo sem sjómanna, lækna, lög- fræðinga og físk- vinnslufólks. LUNGNAKRABBAMEIN, maga- krabbamein og hvítblæði er tíðara meðal sjómanna en annarra íslend- inga. Ennfremur er dánartíðni lægri hjá læknum en lögfræðingum, þótt þeim fyrmefndu hætti meira til þess að stytta sér aldur. Þetta eru niður- stöður rannsókna á þremur starfs- stéttum sem atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins og Rann- sóknastofa í heilbrigðisfræði við Háskóla íslands hafa gert. Rann- sóknina gerðu Vilhjálmur Rafnsson Tilfellum íjölgar eftir starfsaldri RANNSÓKN Vinnueftirlitsins sýndi ennfremur að magakrabba- mein og hvítblæði reyndist tíðara því lengur sem menn höfðu stund- að sjómennsku. „Hvað krabba- mein í öndunarfærum snertir má benda á miklar reykingar en einn- ig er því velt fyrir sér hvort asb- esti geti verið um að kenna þótt ekki séu til upplýsingur um slíka mengun í fiskiskipum. Há tíðni húðkrabbameins er líka sambæri- leg við það sem þekkist hjá bænd- um vegna útiverunnar," segir Hólmfríður Gunnarsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Ennfremur var rannsakað hvort sjómönnum væri hættara við slysum í landi en öðrum körl- um. Var starfstími þeirra skil- greindur með tilliti til þess hversu lengi þeir greiddu í lífeyrissjóð en þess ber að geta að sjómenn á bátum undir 12 tonnum greiða ekki í Lífeyrissjóð sjómanna. Var fjöldi dauðaslysa athugað- ur í þrennu lagi, það er meðan greitt var í sjóðinn, fyrsta árið eftir að greiðslur hættu og ári eftir að þeim lauk. í Ijós kom að sjóslys voru tíð sem dánarorsök á tímabilunum en eftir að greiðslum lauk til sjóðsins fjölgaði dauðsföll- um vegna annars konar slysa. „Ef litið er á síðastliðið ár hjá þeim sem hættu að greiða í Lífeyrissjóð- inn fyrir ári var dánartíðni vegna drukknana, ýmiss konar eitrana og sjálfsmorða mjög há. Einnig er fjöldi slysa í flokknum önnur slys, þar á meðal bílslys," segir Hólmfríður. Læknar langlífari DÁNARMEIN lækna og Iögfræð- inga var einnig til rannsóknar með því að bera kennitölur 862 lækna og 678 lögfræðinga við Dánar- meina- og Krabbameinsskrár. Er- lendar rannsóknir hafa sýnt lægri dánartiðni af völdum krabbameins meðal lækna en annarra karl- manna og það meðal annars skýrt með því að þeir standi ofarlega í Morgunblaðið/Þorkell Niðurstöður eru kynntar með erindum og á veggspjöldum. og Hólmfríður Gunnarsdóttir en framkvæmdin var þannig að kenni- tölur 27.884 karla sem greitt höfðu í Lífeyrissjóð sjómanna frá 1958- 1986 voru bornar saman í tölvu við Dánarmeinaskrá og Krabbameins- skrá með hliðsjón af tíðni krabba- meins hjá íslenskum körlum. Rúm 70% sjómanna á landinu greiða í sjóðinn og reyndist krabbamein al- gengara hjá þessari "starfsstétt en vænst var, einkum í lungum, maga, endaþarmi, barkakýli og húð. þjóðfélagsstiganum. Hafa nýrri rannsóknir því miðast að því að bera saman hópa í svipaðri stöðu þjóðfélagslega eins og segir í nið- urstöðu. Leiddi rannsóknin hérlendis, sem gerð var með hl'ðsjón af dán- armeini og tíðni krabbameina, í Ijós að læknar væru langlífari en lögfræðingar. Höfðu færri þeirra dáið vegna krabbameina, heila- blóðfalla og öndunarfærasjúk- dóma. Aftur á móti eru sjálfsmorð 60% algengari í læknastétt, heila- krabbamein 150% tíðara en meðal löglærðra og ristilkrabbamein tíð- ara en hjá öðrum íslenskum karl- mönnum samkvæmt rannsóknun- um. Kalli þessar niðurstöður á frekari rannsóknir. „Dánartíðni hjá læknum er mjög lág þegar borið er saman við aðrar starfsstéttir og hlýtur að benda til þess að þeir njóti góðs af þekkingu sinni. Sama má segja hvað sjálfsmorðin varðar, þótt í neikvæðri merkingu sé, því algengt er að þeir taki Iyf. Hið sama hefur komið fram hjá hjúkr- unarfræðingum, sem fremja frek- ar sjálfsmorð en aðrar konur og allar með lyfjum," segir Hólmfrið- ur. Auk þess var að hennar sögn leidd í ljós hærri dánartíðni meðal lækna án sérfræðiviðurkenningar og hærra hlutfall heilakrabba- meins og sjálfsvíga en hjá öðrum íslendingum og lögfræðingum. Nýir kvillar hjá fískvinnslufólki KVILLAR af völdum vinnuálags í fiskvinnsluhúsum voru einnig til rannsóknarhjá Vinnueftirlitinu og Háskóla Islands en um rann- sóknina sá, auk Vilhjálms Rafns- sonar, Hulda Ólafsdóttir. Niður- staðan er sú að breytingar hafi orðið á álagseinkennum sem sam- kvæmt könnun frá 1987 komu fram í olnbogum, úlnliðum, efra baki, mjóbaki, höfði og fingrum en síður í herðum, hnjám og ökkl- um. Flæðilínur geri að verkum að dregið hafi úr álagi á ökkla en aukin einhæfni með tilkomu þeirra leiði til meira álags á fing- ur og olnboga. FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR1995 5 o Hversu stór verður "ann? Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag! MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.