Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 41
®MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS N eftóbaksmenn hættulegri en drykkjusvolar Frá Jóni K. Guðbergssyni: LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til tóbaksvarnalaga og er það góðra gjalda vert. Þar er mjög ítarlegt bann við hvers konar tóbaksauglýsingum. Bannaðar eru meðal annars „hvers konar sölu- hvetjandi tilkynningar til almenn- ings eða sérstakra markhópa, þar á meðal útstillingar, skilti og „svipaður búnaður“. Einnig er bönnuð „umfjöllun í fjölmiðlum um einstakár vörutegundir". Fleira gott og þarflegt um auglýsinga- bann er í frumvarpi þessu til laga. Til dæmis er klykkt út með því að tóbaki skuli „þannig komið fyr- ir á útsölustöðum að það beri ekki fyrir augu viðskiptavina“. Þá er rétt að geta þess að ÁTVR mun samkvæmt lögum þessum sjá um að geyma tókbáksbirgðir og dreifa til smásala. Ekki þarf nema smá gönguferð niður Laugaveginn til að sannfær- ast um að fíkni- og vímuefnið áfengi virðist njóta meiri hylli en fíkniefnið tókbak sem þó er ekki vímuefni. Hver bjórsjoppan af ann- arri auglýsir bjór á skiltum og í gluggum. Bílar frá brugghúsum og umboðsmönnum erlendra bruggara eru skreyttir beinum áfengisauglýsingum, og sérstakur fulltrúi áfengisauðvaldsins í Evr- ópusambandinu, Mál og menning, gefur út handbók um varning þess og stillir umbúðum utan af offram- leiddum og niðurgreiddum afurð- um þess í glugga sína. Og að sjálf- sögðu er hugrekki yfirmanna lög- reglustjóraembættisins í Reykja- vík í réttu hlutfalli við réttlætis- kenndina. Yfirvöld halda að sér höndum Þá eru haldnar sýningar á þessu vímuefni og kynningar og þeir sem græða á sölu þess gera allt sem í þeirra valdi stendur til að telja þeim sem fátækastir eru í anda trú um að það sé hámark allra fínheita að kunna skil á áfengis- tegundum. Og ekki heyrist hósti né stuna frá yfirvöldum. Maður skyldi halda að það væri fólk sem hefði reykt nokkrar sígar- ettur sem gerðist hættulegt sam- borgurum sínum í umferðinni. Maður gæti farið að trúa því að það væru forfallnir vindlareyk- ingamenn sem réðust að fólki með ókvæðisorðum og ofbeldi, myrtu jafnvel fólk og bæru fyrir sig minnisleysi á eftir. Kannski eru það stórhættulegir neftóbaksmenn sem fara um götur með ópum og háreysti, skemma eignir manna og bijótast inn í híbýli þeirra og fyrirtæki. Og ætli það sé ekki vegna of mikilla reykinga að ferm- ingarstúlkur liggja í óviti fyrir hunda og manna fótum og er nauðgað af umhlaupandi strákum 'og rumpulýð. Að minnsta kosti virðast sumir alþingismenn hafa mikla trú á að auka svokallað frelsi í áfengismál- um á sama tíma og tókbak skal helst hvergi bera fyrir augu manna fremur en kókaín og ópíum. - JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Skammdegisárátta Frá Þresti J. Karlssyni: MARGT skrítið á sér stað þegar sólarglætan hér á Fróni er í lág- marki. Það er eins og glætan í sumu fólki slökkni þar með. Brott- vikningar úr störfum eiga sér stað og hinn græni logi sem lætur krauma í potti öfundarinnar breið- ist út sem „eldur í sinni“. Mér segir svo hugur að með þeirri aðför sem gerð hefur verið að Jakobi Frímanni Magnússyni, menningarmálafulltrúa við ís- lenska sendiráðið í London, sé verið að klúðra gullnu tækifæri til að kynna íslenska menningu í London og í víðara samhengi þar með. Jakob er óvenjulegur að því leyti að hann brýtur upp gamlar hefðir á sinn sérstæða hátt þegar list er annars vegar. íslenska sendiráðið er því ekki á „þyngri nótunum" eins og alltof algengt er með slík- ar stofnanir, heldur vinalegt og skemmtilegt og kærkomin til- breyting fyrir erlenda sem inn- lenda að sækja það heim, spjaJla saman, njóta íslenskrar menningar og þýða klakann. Ef slökkt verður á þessari menningarglætu sem við Islend- ingar eigum þó eftir með því að skera niður útgjöld til menningar- mála, hvort sem það er til kynning- ar á erlendri grundu eða til þeirra sem skapa listina, er illa komið fyrir þjóðinni. Og svona til „gamans": Ef for- pokaður kerfiskarl yrði nú settur í Jakobs stað sem menningarfull- trúi í London þá bara... góða skemmtun. ÞIiÖSTUR J. KARLSSON, rithöfundur. Hvað er kripalujóga? Frá Ásmundi Gunnlaugssyni: FLESTIR nútímamenn eru mjög ómeðvitaðir. Ómeðvitaðir um lík- ama sinn og huga. Flest okkar eru nánast aldrei í núinu. Hugurinn er á fleygiferð, annaðhvort í fortíð eða framtíð. Gjarnan er hugurinn upptekinn af áhyggjum af framtíð- inni eða að velta sér uppúr fortíð- inni. Hugurinn er nefnilega þeim eiginleikum gæddur að geta búið til óþarfa ótta, áhyggjur og vanda- mál ef við ekki lærum að hafa stjórn á honum. Kripalujóga er kerfi sem er byggt á þekkingu hinna fornu ind- versku jógameistara en hefur verið sniðið að þörfum Vesturlandabúa þannig að flestir geta stundað það á aðgengilegan og hættulausan hátt og miðar að því að auka með- vitund okkar og kyrra hugann. Lykilatriði í kripalujóga er svo- kölluð vitnisvitund (choiceless awareness). Líkaminn er settur í ýmsar stöður sem teygja á hinum ýmsu svæðum líkamans þar sem spenna og fyrirstaða eru fyrir hendi. Við notum síðan öndun og athygli (vitnisvitund) til þess að slaka smám saman á inní teygj- una. Þetta leiðir til þess að smám saman losum við um fyrirstöður í líkama okkar og huga. Samkvæmt kenningum yogi Amrit Desai sem er upphafsmaður kripalujóga er óijúfanlegt sam- band milli líkama, hugar og öndun- ar. Allt sem við verðum fyrir hefur áhrif á öndun okkar og huga. Þeg- ar lífið birtist okkur sem sársauka- fullt eða erfitt þá yfirleitt verður öndunin grunn og óregluleg og við spennum upp líkamann. Þegar við tökumst á við lífið með þessum hætti safnast smám saman upp fyrirstöður í líkamanum og hugan- um. Samkvæmt kenningum jóga trufla þessar fyrirstöður orkuflæði líkamans og geta orðið undirrót sjúkdóma með tímanum. Lært að slaka á í kripalujóga lærum við að slaka á þó staðan verði erfið. í stað þess að flýja af hólmi eða detta inní vanabundin viðbrögð, þá höldum við stöðunni, við öndum, slökum á, fylgjumst með án þess að dæma. Þetta er ekki auðvelt til að byija með en árangur skilar sér þó furðu fljótt. Með þessari aðferð lagfær- um við smám saman orkuflæði líkamans sem skilar sér í heilbrigði og vellíðan. Regluleg ástundun jóga ásamt heilbrigðum lífsháttum kemur lík- amanum í toppástand, víst er um það. En það er samt ekki allt. Reglu- leg ástundun yfir lengri tíma gerir okkur kleift að stíga útúr takmörk- unum okkar á nánast því hvaða sviði sem er. Viljastyrkur, hug- rekki, einbeiting, athygli, úthald, þolinmæði, umburðarlyndi; allir þessir eiginleikar styrkjast með reglulegri ástundun jóga. Það er einungis einn galli á jóga, það verður að ástunda það. Það er ekki nóg að lesa um það, tala um það eða stúdera forna jóga- heimspeki. Hver og einn verður að ástunda það nægilega lengi til þess að finna virkilega fyrir þeim andlega og lík- amlega árangri sem jóga gefur og ég er ekki að tala um eitthvað sem ég hef lesið af bókum heldur hluti sem ég hef upplifað sjálfur. Megi friður vera með okkur öllum. ASMUNDUR GUNNLAUGSSON jógakennari, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði. UNGBARNASUND Ný námskeið hefjast 11. janúar. Kennsla fer fram í sundlaug Kópavogshælis við mjög góðar aðstæður. Nánari upplýsingar og skráning í síma 643023. Sæunn Gísladóttir íþróttakennari. Komdu og vertu meö á þessu frábæra námskeiöi. Árangurinn á fyrri námskeiðum hefur veriö frábær. Flestar ná aö missa 5-10 aukakíló og læra aö haldai þeim árangri varanlega! , ’ Þjálfun 3-5x í viku Fitumælingar og viktun Matardagbók Uppskriftabæklingur aö fitulitlu fæöi Mappa m. fróðleik og upplýsingum Mjög mikið aðhald Vinningar dregnir út í hverri viku Frítt 3ja mán. kort fyrir þær 5 samviskusömustu! AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 Framhaldshópur - fyrir allar þær sem hafa veriö áöur á námskeiöunum okkar. Nýtt fræösluefni. Mikiö aöhald. ^ Morgunhópur ► Daghópur ► Kvöldhópar ► Barnagæsla friáfhm að sett Nýtt og enn fullkomnara 8-vikna fitubrennslunámskeið Hefst 9. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.