Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR + Georg Stiebor- sky Jósefsson múrarameistari var fæddur 3. október 1928 í Wehen, Efri- Slesíu, Þýskalandi. Foreldrar hans voru Jósef Stieborsky, bóndi í Wehen, fæddur 30. nóv- ember 1902, dáinn í mars 1960 í Leipzig, Þýskalandi, og kona hans Anna Pasirbek Stieborsky, fædd 19. janúar 1903 á Reic- hwaldau, Móravíu, Tékkóslóvakíu, dáin í ágúst 1949 í Leipzig. Georg var elstur 6 systkina, bróðir hans lést bamungur en fjórar systur em á lífi og búa í Þýskalandi. Georg kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Steinlaugu Sigur- jónsdóttur, fæddri 21. desember 1935, 3. október 1954. Eignuðust þau þijú böra, Önnu Marie, gifta Steindóri Steinþórssyni, Sigur- jón og Reyni, í sambúð með Eyrúnu Ólafsdóttur. Barnabörn- in em fimm og eitt barnabama- bara. Utför hans fer fram i dag. Á SÍÐASTA klukkutíma gamla árs- ins kvaddi pabbi þennan heim, eftir stutta legu á Grensásdeild, Borgar- spítala. Engan hafði órað fyrir þessu, þar sem við áttum von á að hann þyrfti aðeins að dvelja þar í stuttan tíma. Pabbi var rólegur og glaðlyndur að eðlisfari en hafði sitt skap og gat verið fastur fyrir. Bamgóður var hann og naut hann þess mjög að fá barnabörnin í heimsókn. Vinnusamur var hann og með afbrigðum góður fagmaður meðan heilsan entist. Mik- inn metnað lagði hann í að búa fjölskyldunni gott heimili. Hans mestu gæfu tel ég vera þegar hann kynntist mömmu á Vífilsstöðum þar sem þau bæði störf- uðu. Þar blómstraði rómantikin og ástir tók- ust með þessu glæsi- lega pari. Trúrækinn var hann og sótti sína kirkju reglulega. Lífs- vilja hafði hann mikinn og áttu ferðalög hug hans allan, bæði innan- lands og utan. Sérstak- lega hreifst hann af hálendi Islands. Til Þýskalands fór hann margar ferðir ásamt mömmu í heimsókn til systra sinna og fjöl- skyldna þeirra. Síðastliðið sumar tók hann sér ferð á hendur til Tékklands til að heimsækja aldraða móðursyst- ur sína og aðra íjölskyldumeðlimi og til Póllands til að skoða sínar bernskustöðvar, sem tilheyrðu Þýskalandi þá. Gamall draumur rættist með þessari ferð sem hann naut til hins ýtrasta. Á þessari stundu koma upp í huga mér góðar minningar frá yngri árum, er eina ökutæki pabba var gullfallegt svart mótorhjól af fínustu gerð. Oft þá er pabbi kom snemma úr vinnu fór hann með okkur systkinin í öku- ferð á mótorhjólinu, tvö okkar eldri á bögglíiþeranum og það yngsta á bensíntanknum. Þetta voru okkar uppáhaldsstundir í þá daga. Síðustu árin gat pabbi ekki stund- að vinnu heilsunnar vegna og reynd- ist mamma honum þá aldeilis vel. Missir mömmu er mikill og vona ég að hún fái styrk á þessum tímamót- um. Ég veit að nú líður þér vel og þú hefur fengið góðar móttökur hinum megin. Góðar minningar varðveitast í huga okkar. Vertu sæll, elsku pabbi minn. Anna Marie. Elsku hjartans afi minn, skyndilega ertu farinn frá okkur úr þessum heimi, svona ungur. Við vorum búin að eiga margar yndislegar stundir saman og þeim mun ég aldrei gleyma. En nú kveð ég þig með eftirfar- andi orðum, elsku afi minn: Maðurinn er allt sitt líf að læra að lifa og allt sitt líf verður hann að nota til þess að læra að deyja. (Ludvig Holdberg.) Þitt bamabam, Margrét Lind. Elsku afi, margar eru góðar minn- ingamar um þig. Ég man að oft er ég kom í heimsókn varst þú vanur að skora á mig í skák, eins og þú orðaðir það oft. „Við tökum þijár og ef þú vinnur þá færðu verðlaun." Ég man er ég vann þig í fyrsta sinn, þá varð auðvitað að taka aðra og aðra, slíkur keppnismaður var afi. Hann gat bókstaflega gleymt sér í leik og starfi. Ég var staddur í Vesturberginu 2. desember sl. Þá voru amma og afi að fara í afmæli og þá treysti afi sér ekki að bakka bílnum frá húsinu, eitthvað var að. Síðan fór hann í rannsókn og í framhaldi af þvi var hann lagður inn á Grensás- deild Borgarspítala í venjulega sjúkrameðferð að því er ég hélt, en allt er breytingum háð. Hann reynd- ist vera með alvarlegan sjúkdóm og hann lést á gamlárskvöld, langt fyrir aldur fram, aðeins 66 ára. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þinn dóttursonur, Georg Þór. Elsku afi, núna ertu farinn frá okkur. Við munum aldrei gleyma þér. Alltaf tókstu á móti mér opnum örm- um og um margt gátum við talað saman yfír kaffibolla. Langafabamið þitt hún Tinna fær ekki að njóta þín lengur og þann góða mann sem þú hafðir að geyma. I fyrrasumar lékst þú oft við hana úti í garði, þú varst svo ánægður þegar hún kom í heim- sókn. Fyrir nokkrum dögum varstu með Tinnu í fanginu í jólaboði hjá okkur á annan í jólum, en snögglega varstu tekinn frá okkur, eftir stutta legu á sjúkrabeði. Við kveðjum þig með þessum orðum: Þegar við höfum af heiðarleika reynj; að fylgja því besta sem í okkur býr lifum við lífínu rétt og endum það á réttan hátt. (M. Tambs Lykke.) Katrín og Tinna. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér samverustundimar síðustu 11 árin. Þið Steina buðuð mig svo innilega velkomna í fjölskylduna og þegar við eignuðumst litla dóttur fyrir tæplega 11 árum. Hún var um 2 ára þegar hún uppgötvaði að hún ætti engan afa á lífi og spurði hún þig hvort þú vildir vera afi hennar, þú varst nú aldeilis til í það því þú varst svo bamgóður. Margar stundir sátuð þið saman fyrir framan Gauksklukkuna og þú stilltir hana á heila tímann og svo tölduð þið saman hvað fuglinn kom oft út og galaði. Ég dáðist allt- af að þolinmæðinni í þér við þessa litlu stúlku sem vildi helst endalaust heyra í fuglinum. Upp í hugann koma stundimar sem við vorum saman í Borgarfirð- inum, við hjónin vorum á Bifröst og þið Steina í Munaðamesi og við hitt- umst til að fara í gönguferðir og svo var setið og teflt og spilað þegar veður leyfði ekki útivem. Við fómm í beijaferð og sveppaferð upp í Heið- mörk í haust, ekki var nú afrakstur- inn mikill hjá okkur en þú varst með fullan poka af sveppum og það var GEORG STIEBORSKY JÓSEFSSON + Sigurnýas Frí- mannsson fædd- ist í Gunnólfsvík á Langanesi í N- Múlasýslu 10. febr- úar 1925. Hann lést á Landspítalanum á gamlársdag 31. des- ember 1994. For- eldrar hans voru Frímann Jónsson söðlasmiður frá Akri í Axarfirði í N-Þingeyjarsýslu og Kristbjörg Magnúsdóttir hús- freyja frá Læknes- stöðum á Langanesi í N-Þineyj- arsýslu. Sigurnýas var yngstur fjögurra bræðra. Þeir voru: Magnús, bjó í Reykjavík; Jó- hann, bóndi í Gunnólfsvik, bjó síðar á Akureyri; og Óskar, er bjó í Reykjavík. Þeir eru allir látnir. Sigurnýas giftist 1951 eftir- lifandi konu sinni, Huldu Ingv- arsdóttur verkakonu frá ísafirði, f. 6. október 1921. Börn þeirra eru: Kristbjörg f. 1952, MIKILL sómamaður og vinur er hér kvaddur, hann var mikill vinur vina sinna og heiðarlegur svo af bar. Sigurnýas starfaði um árabil í Áburðarverksmiðju rikisins, en að- alstarf hans var við rekstur á Smur- stöð Skeljungs við Öskjuhh'ð er hann ásamt tveim mönnum tók á leigu og rak til dauðadags. Sigumýas var félagssinnaður maður, starfaði í Oddfellowreglunni og mat hann það starf að verðleikum. Sigumýasar verður mikið saknað af okkar fjölskyldu, sérstaklega vegna mannkosta og áðumefnds heiðarleika er hann hafði til að bera í ríkum mæli. Við kveðjum hér ljúfan vin og biðj- um sál hans blessunar Guðs, með búsett á Hvamms- tanga, Frímann, f. 1956, búsettur í Kópavogi, og Hrefna Sigurlín, f. 1957, búsett í Reykjavík. Uppeld- issonur þeirra, son- ur Kristbjargar, er Birgir Páll Hjartar- son, f. 1969, búsett- ur í Kópavogi. Framan af ævi vann Sigumýas mest við sjó- mennsku. Er til Reykjavíkur kom vann hann í nokkur ár við fram- leiðslustörf i sælgætisgerðinni Freyju hf. og í eigin efnagerð. Sigurnýas vann við byggingu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og í framhaldi af þvi við vélgæslustörf þar. I liðlega 30 ár hefur hann rekið smur- stöð Shell við Skógarhlíð í Reykjavík í félagi við Ægi Jóns- son og Jón Stefánsson. Bálför Sigurnýasar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. bestu kveðjum frá mér og sonum mínum fjóram og fjölskyldum þeirra. Huldu konu hans og fjölskyldu henn- ar sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja hana og styðja í hennar miklu sorg. S. Ólafsson og synir. Nú er komið að kveðjustund. í dag kveð ég vin minn Sigumýas Frí- mannsson hinstu kveðju. Hann kveð- ur lífið eftir stutt en ströng veikindi. Hans er sárt saknað af fjölskyldu minni og tómlegra er nú að koma í Bræðratunguna þegar heimilisfaðir- inn situr ekki lengur til borðs með okkur til að skeggræða um lífið og tilverana. Diddi eins og við ávallt kölluðum hann var maður hugsjóna og óvenjulega vel lesinn, saga og landafræði vora hans aðal áhuga- efni. Gaman hafði hann af stjóm- málaumræðunni og var sjaldan sam- mála sjónarmiðum þess er við hann talaði. Engum mátti hallmæla, hann tók alltaf upp hanskann fyrir lítil- magnann, fann góða eiginleika í hveijum manni. Hann var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa skyldfólki sínu og vinum, hafði gott hjartalag. Það var engin lognmolla í umræðunum við eldhúsborðið og aldrei skorti umræðuefnin. Sigumýas var fæddur norður í Gunnólfsvík 10. febrúar 1925_og var því á sjötugasta aldurs- ári. Árið 1951 giftist hann móður- systur minni Huldu Ingvarsdóttur. Saman hafa þau gengið í gegnum súrt og sætt af kærleika og dugn- aði. Hulda frænka mín er mér afar kær, þegar ég skyndilega missti móður mína Hrefnu tvíburasystur Huldu árið 1978 fór ég að gerast tíður gestur á heimili þeirra hjóna, þeim á ég mikið að þakka ásamt mínu fólki. Ég vona, kæra frænka mín, að drottinn fari um þig mjúkum höndum og sefi djúpa sorg þína við fráfall hjartkærs eiginmanns. Börn- um þínum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur svo og frá konu minni og bömum. Hvíl í friði, kæri vinur. Guðm. I. Guðmundsson. í dag er borinn til grafar elskuleg- ur mágur minn Sigurnýas Frímanns- son, sem lést á gamlársdag eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Ekki man ég gjörla hvenær ég sá þennan mann, sem átti eftir að verða mágur minn og kær vinur, fyrst, en ég var ekki hár í loftinu. Erindi hans heima hjá mér var að gera hosur slnar grænar fyrir Huldu, einni af stóru systram mínum og reyndar þeirri sem ég var hændastur að, enda var hún þá þegar og allar götur síðan til þessa dags einskonar mamma mín, sem ég leitaði til ekki síður en hinnar einu sönnu. Didda, eins og við kölluðum hann, varð vel ágengt að ná vináttu litla mannsins enda virtist hann ráða yfir óþijótandi birgðum af stóram Freyju-karamellum og staurum, sem vora I mínum barnaheimi mikil auðæfi og vel þegin gæði. Ein kær- asta æskuminning mín er um veiði- ferð með Huldu og Didda að Kaldár- höfða í Soginu. Þau hafa þá líklega verið n'ýtrúlofuð en létu sig samt ekki muna um að hafa litla bróður með. Ég sé enn fyrir mér hvítt tjald- ið, sem við gistum í rétt við vatnið. Sjálfsagt var mýbitið að angra okk- ur, en eftir því man ég ekki, því sil- ungurinn heillaði mig. Úr bát fyrir neðan þrengslin gat ég séð þessi líka kynstur af silungi, sem lá þar í bunk- um og var gráðugur í maðkinn og hvaðeina. Þarna í bátnum leiddi Diddi mágur mig inn í heillandi heim stang- veiðinnar. Og þær urðu margar veiði- ferðimar, þegar ég komst til vits og ára og hafði stofnað fjölskyldu, sem við fórum með Huldu og Didda og fjölskyldu þeirra. Hvalvatn, Króka- tjamir, Reyðarvatn, Reykjavatn, Hraunvötn norðan Hofsjökuls og Amarvatnsheiðin með öllum sínum vötnum. Öll þessi vötn og mörg önn- ur heimsóttum við á okkar ferðum og nutum útivistar með þeim, því eftir því sem litli maðurinn óx úr grasi þróaðist vináttan og varð inni- legri. Unnur mín kom til sögunnar og tengdist þeim Huldu og Didda sömu böndum. Við stofnuðum heimili og börnin okkar áttu í Huldu og Didda afa og ömmu. Það þurfti enga hvatn- ingu til að fá þau með í heimsókn í Bræðratunguna. Þangað komu þau og síðar barnabörnin einnig gjarnan vel vitandi um þær innilegu móttökur sem þeirra biðu hjá Huldu og Didda og frændsystkinunum. Ekki spillti fyrir á seinni árum nýr heimilismeð- limur, Darri, sem nú saknar herra síns og besta vinar. Fljótlega eftir að við Unnur flutt- um aftur heim til íslands hófust sam- eiginlegar sumarleyfis- og vetr- arferðir okkar með Huldu og Didda og oft einnig fleiri góðum vinum. Það var glaðvær og góður hópur sem stefndi Land Rover- og Bronco-jepp- um, oftar en ekki til fjalla, en einnig til fallegra staða á láglendi. Þær eru margar minningarnar, góðar og fagrar, sem við Unnur og börnin SIGURNÝAS FRÍMANNSSON gaman að fylgjast með þér athuga hvað voru góðir sveppir og hvað þú passaðir að skera rétt í þá því ekki mátti skemma náttúrana. Þú varst mikill náttúraunnandi, hafðir gaman af að ganga og hjóla en þér fannst í sumar orðið of þungt að stíga hjólið þitt og ætlaðir að fá þér léttara hjól fyrir næsta sumar. Rétt fyrir jól fórað þið Hreinn mágur þinn í búðir saman því þú þurftir að útrétta allt sjálfur þó þú værir orðinn sársjúkur og hefðir varla getu til þess og þá fannst þú rétta hjólið og ætlaðir að kaupa það í vor. Ekki granaði okkur að þú ættir svona stutt eftir þegar þú varst í afmæli hjá okkur í byijun desem- ber, og að þetta yrði síðasta veislán sem þú yrðir með okkur í, við vonuð- um alltaf að það fyndist lyf eða lækn- ing til að lina þrautagöngu þína, en sú von brást og nú að leiðarlokum viljum við þakka þér allar góðu stundimar sem við áttum saman. Elsku Steina, við biðjum góðan guð að styrkja þig, bömin, tengda- böm, bamabörn og barnabamabam á sorgarstund. Ágústa, Hreinn og Sigrún. Það var ekki fyrr en að morgni nýársdags, að við hjónin fréttum andlát Georgs S. Jósefssonar, en hann lést í Borgarspítalanum á gaml- árskvöld eftir stutta legu. Það var aðeins fyrir fáum dögum að við viss- um að hveiju stefndi, en þó kom það mjög á óvart hversu fljótt dauðann bar að. Georg hafði ekki gengið heill til skógar undangengin tvö til þijú ár. Þrátt fyrir heimsóknir til lækna fannst meinið ekki, meinið sem nú hefur lagt hann að velli langt fyrir aldur fram. Georg fæddist í Wehen í Efri-Slés- íu árið 1928 og fluttist hingað til lands árið 1949. Georg og fjölskylda hans máttu þola ógnir stríðsins og allt það böl sem slíkum hildarleik fylgir. Það er deginum ljósara að slíkt getur aldrei gleymst né yfir okkar geymum úr þessum ferðum um góðan dreng, hvort sem það nú var við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði, í Þórsmörk, í Gæsavötnum og Öskju, eða I páskaferð í Öræfin áður en Skeiðará og hinar árnar á sandinum vora brúaðar. Unnur brosir þegar hún hugsar til baka og sér Didda fyrir sér fara mikinn við Refsveinu og Gústa dótturson hans hlaupandi á eftir honum með veiðiglampann í augunum. Eða þegar hún þræddi vegarbrúnina á hengifluginu á Axar- vegi, þeim gamla, í niðaþoku, þakk- andi sínum sæla fyrir þokuna, því hann Diddi var svo lofthræddur að það var eins gott að hann sá bara vegarbrúnina það kvöldið. En það voru líka náðugir dagar í sumarhús- um víða um land. Ekki granaði okkur I ágúst síðast- liðnum, þegar við sátum saman við Stíflisdalsvatn á kyrrlátum laug- ardegi, bara við fjögur, Hulda og Diddi og við Unnur, að það væri síð- asta veiðiferðin, sem við myndum fara með Didda. Það var engin veiði, en við nutum veðurblíðunnar og umhverfisins. Sátum á vatnsbakkan- um og spjölluðum saman um liðna daga og næsta sumar þegar við ætl- uðum okkur að hafa meiri tíma til að ferðast saman. Það sumar kemur ekki fyrir Didda, en hann verður með í okkar hjarta í okkar framtíðarferð- um eins og hans verður saknað af Unni sérstaklega í framtíðinni, þegar hún þarf á hans óþrjótandi hjálp að halda varðandi bílana eða annað sem á bjátar. Og við munum sakna hans á næstu jólum, þegar fjölskyldurnar hittast að vanda á aðfangadagskvöld, á jóla- dag og á gamlárskvöld. Það sama gildir um samverustundirnar á Odd- fellow, þar sem við mágarnir störfuð- um saman. Já, það er margs að minnast og mikið að þakka, þegar þessi góði drengur og kæri mágur og svili er kvaddur. Við Unnur og börn og barnabörn þökkum honum áratuga einlæga vináttu og tryggð, sem aldr- ei bar skugga á. Huldu systur minni, Kiddý, Frí- manni, Hrefnu Línu, tengdasonunum og barnabörnum, en þeirra er Birgir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.