Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 31 MINN1NGAR vitleysu en hefði tapast ella. Þá var bróðir minn heldur betur hróðugur. Þeir bræður Sigurður og Sigfús voru á sínum uppvaxtarárum í Stóru- Mörk ákaflega samrýmdir. Eitt af því sem tengdi þá saman var hæfi- leiki til að setja saman orð í bundið mál. Því miður er það mest allt glat- að. Það sem ef til vill tengdi okkur Sigurð mest og best saman var sam- eiginlegur áhugi á ferðalögum á fjöll- um. Eitt árið gengum við saman stór- an hluta þeirrar leiðar sem nú er kölluð Laugavegur. Þetta var löngu áður en nokkrar brýr komu á Ems- truárnar. Það róaði okkur ungling- ana að hafa með okkur mann sem óhætt var að treysta til að finna bestu vöðin á ánum. Maður kom heldur ekki að tómum kofunum hvað varðaði þekkingu á ömefnum og sögu þeirra. Svei mér þá ef þér hef- ur ekki tekist að yfirfæra eitthvað af þeirri þekkingu yfir á mig ágæti frændi minn. Ekki vorum við alltaf sammála um allt hvað varðaði tilhög- un þessara ferða. Engu að síður hef ég ekki eignast traustari og örugg- ari ferðafélaga á lífsleiðinni. Á árunum frá 1975-81 dvaldi ég erlendis við nám. Þegar heim kom vildi ég að sjálfsögðu taka upp þráð- inn að nýju og ég er viss um að Sig- urður hefur verið sama sinnis. En þá var kippt undan honum fótunum í bókstaflegum skilningi. Vinnuslys sem hann lenti í sumarið 1982 varð þess valdandi að taka þurfti af hon- um annan fótinn fyrir neðan hné. Ég hef oft hugsað til þess að ég hefði þurft að vera nokkrum árum eldri til að geta notið samvistanna við þennan frænda minn svolítið lengur. Segja má að eftir þetta slys hafi hallað undan fæti. Nokkrum sinnum hefur maður haldið að nú væri kallið að koma. Nú er Sigurður hvorfinn yfir móðuna miklu. Minn- ingin um góðan eiginmann, föður, frænda og félaga lifir. Leifur Þorsteinsson. + Ólafur Jóhann- esson fæddist í Hafnarfirði 25. mars 1927. Hann andaðist á Land- spítalanum 31. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurveig Guðmundsdóttir og Jóhannes Gunnars- son kaupmaður í Hafnarfirði. Þau eru bæði látin. Olaf- ur var elstur af 5 börnum þeirra hjóna. Systkini hans eru Hólmfríður, Ólafía, Gunnar og Guðrún. Þann 17. júlí 1948 kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni Bergþóru Þorvalds- dóttur. Þau eignuðust þijá syni, Þór Siguijón, f. 23. ágúst 1949, Jóhannes, f. 19. sept. 1952, Gunnar, f. 5. okt. 1958. Barna- börnin eru 4 og barnabarna- börnin 2. Ólafur verður jarð- settur í dag. MIG LANGAR aðeins til að minn- ast Óla frænda míns, eða Óla afa eins og hann var alltaf í mínum huga. Ekki samt að ég sé hrædd um að hann gleymist nokkrum. Hann hafði átt við veikindi að stríða í þó nokkur ár, en þó hann legðist inn á spítala á jóladag býst ég við að flestir hafa átt von á að hann sneri aftur heim fljótlega. Það sterkur var lífsvilji hans að hann var alltaf staðráðinn í að lifa lífinu meðan þess var kostur. Stundaði sína vinnu í gestamóttökunni á Hótel Esju og ferðaðist víða um heim með Berg- þóru konu sinni (Beggu ömmu), sem ég veit að hann elskaði allt til síðustu stundar. Þau hjónin voru alveg einstaklega samrýnd. Ein af síðustu ferðun- um var farin til Lúx- emborgar í fyrra. Með í förinni voru tvö af barnabörnunum, þær Thelma og Anna Hlín, sólargeislarnir í lífi Óla. Hann hafði gaman af því að fylgjast með þeim vaxa og dafna og veittu þær honum ómælda gleði hin síðari ár. Nú er ferðin bara lengri, en ég veit að hvert sem förinni var heitið í þetta sinn var vel tekið á móti honum af foreldrum hans (afa mín- um og ömmu) sem og öðrum ætt- ingjum og vinum sem þegar eru farnir yfir. „Þegar maður hefur tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn. Það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar.“ (Ur Bókinni um Veginn.) Mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín Begga, og til allra sem voru það lánsamir að fá að kynnast hon- um meðan hann dvaldist í þessum heimi. Sigurveig Káradóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sínS. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Á síðasta degi ársins, sem var að líða, fengum við þá þungbæru frétt, að Ólafur Jóhannesson, vinur okkar og samstarfsmaður til margra ára, hefði látist þá um morguninn. ' Það er mikil eftirsjá að þessum félaga okkar, sem í tvo áratugi helgaði krafta sína gestamóttöku Hótel Esju. Mikill sjónvarsviptir er að glæsimenninu Óla úr gestamót- tökunni, enda hafði hann staðið sína vakt með virðuleik og reisn. Hann var alitaf boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda, hvort sem um var að ræða gesti hótelsins eða okkur hin. Stutt var í glens og gaman, heillandi kímnin var alltaf á sínum stað og naut hann sín vel umvafinn „stelpunum sínum“ á Esju. Við kveðjum nú kæran vin með sárum söknuði og minnumst hans með hlýhug. Skarð Óla verður vand- fyllt. Við sendum eiginkonu hans, Bergþóru, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, svo og sonum hans, barnabörnum og öðrum aðstand- endum. Blessuð sé minning þín kæri vin- ur. Samstarfsfólk gestamóttöku Esju. t Ástkær eiginkona mín, MJÖLL SIGURÐARDÓTTIR, Suðurgötu 76, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspítala miðvikudaginn 4. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Ragnar Jóhannesson. t Elskuleg móðir okkar, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnhólum 2, áðurtii heimilis á Blómvallagötu 10a, lést á Borgarspítalanum að kvöldi 4. janúar sl. Soffía Kristjánsdóttir, Ólafía Katrín Kristjánsdóttir, Kristján Sigurður Kristjánsson. ÓLAFUR JÓHANNESSON MESTU VINNINGSIÍKURNAR í ÍSLENSKU STÓRHAPPDRÆTTI 25 og 10 MILLJÓNIR KRÓNA óskiptar á einn miða, aðeins dregnar úr seldum miðum. Það er RÍK ástæða til að spila með í HHÍ95 Við drögum 17. janúar. Tfyggðtt þér miða strax. Eina stórhappdrcettið þar sem hœsti vinningurinn gengur örugglega út d árinu. HAPPDRÆTTI / / / Einfaldur miði kostar aðeins 600 kr. HASKOLA ISLANDS vænlegast til vinnings HHÍ er lang - lang stœrsti greiðandi happdrættisvinninga á íslandi Meira en annar hver miði vi?7nur að jafnaði. ARGUS / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.