Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ L Samúel Kristjánsson Samúel Kristjánsson slapp úr flóðinu ásamt eiginkonu og þremur börnum Aðkoman eins o g eftir loftárás „FJALAR Gunnarsson hringdi til mín rúmlega hálfsjö og tjáði mér að það hefði falllð eitt snjóflóð í þorpinu. Eg vakti strax alla fjöl- skylduna og við drifum okkur út án þess að taka nokkuð með okkur, ekki einu sinni tann- bursta. Eina hugsunin sem komst að var að koma fjölskyldunni i öruggt skjól,“ sagði Samúel Kristjánsson, skipstjóri í Súða- vík, sem bjó að Nesvegi 19 ásamt eiginkonu sinni Rannveigu Ragn- arsdóttur og þremur börnum. „Við vorum ekki komin nema um hundrað metra frá húsinu þegar við gengum fram á snjó- flóð sem var á allt öðrum stað en okkur hafði verið tjáð og sáum að þar höfðu að minnsta kosti tvö hús farið. Síðan komum við að stóra flóðinu og það var nánast eins og eftir loftárás, rústir ein- ar. Þetta var hræðileg aðkoma," sagði Samúel. Samúel og fjölskylda hans fóru fyrst niður í fjölbýlishúsið á staðnum og síðan niður í frysti- hús Frosta þar sem íbúarnir söfn- uðust saman. Þangað voru nær allir Súðvíkingar komnir um klukkan tíu. „Þar voru læknar og hjúkrunarfólk sem hlúðu að slösuðum. Ég sendi konuna og börnin með Fagranesinu til ísa- fjarðar eftir hádegi en reyndi sjálfur að aðstoða eftir megni. Ég fór síðan með Stefni siðar um daginn til ísafjarðar." Margir eiga um sárt að binda „Ég held að það fáist enginn til að búa þarna á þessu svæði frá á og útúr eftir þennan hroða- lega atburð. Þetta var skelfilegt það sem maður sá, en mjög slæmt skyggni var á svæðinu. Maður getur kannski trútt um talað með alla sína fjölskyldu á lífi. Það eru margir sem eiga um sárt að binda." fréttir smówhémm I smmíK ' Sigríður Hrönn Elíasdóttir líkir aðkomunni við kjarnorkusprengingu Það versta gerðist SIGRÍÐUR Hrönn Elíasdóttir á skrifstofu sinni í Súðavík. „VIÐ ERUM öll mjög hljóð og döp- ur. Áfallið kemur sjálfsagt síðar,“ sagði Sigríður Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri í Súðavík, í samtali í gærkvöldi. Hún sagði að flest nýj- ustu húsin í þorpinu hefðu staðið þar sem flóðið fór yfir og við þess- ar tvær götur hefði yngsta barna- fólkið búið. „Og það versta gerðist sem getur gerst í svona, böm misstu foreldra sína og foreldrar misstu böm,“ sagði Sigríður. Sigríður Hrönn segist hafa verið í sambandi við lögreglustjóra og Magnús Má Magnússon snjóflóða- sérfræðing í fyrrakvöld vegna snjó- flóðahættu á staðnum. Klukkan að ganga tvö um nóttina hefði Magn- ús Már ságt sér að nú væri að koma sú átt sem væri alverst upp á snjóflóðahættu í Súðavík. Hún hefði þá látið rýma svæðið þar sem talin hefði verið hætta á snjóflóð- um, það er við Traðargil, þar sem snjóflóð féll 18. desember síðastlið- inn. Eitthvað mikið að „Ég var rétt búin að koma fólk- inu í hús, mörgum heim til mín, og rétt komin upp í rúm þegar formað- ur björgunarsveitarinnar hringdi og sagði mér að snjóflóð væri fallið og eitthvað mikið að,“ segir Sigríð- ur. Hún segist hafa hringt strax í lögregluna á ísafírði og beðið um að allt tiltækt lið yrði haft tilbúið til aðstoðar, bæði læknar og björg- unarlið. Björgunarsveitarmenn í Súðavík hefðu farið strax af stað til leitar. Hún segist hafa kallað almannavarnanefndina saman en á ieiðinni á fundinn hafi hún frétt að skrifstofa Súðavlkurhrepps sem jafnframt er stjómstöð almanna- varna hefði lent í flóðinu. „Ég hljóp því upp í Túngötu, í innri hlutann sem slapp við flóðið, til að fá lán- aða lykla að frystihúsi Frosta hf. til að koma upp stjórnstöð þar. Þar hitti ég einn verkstjórann sem opn- aði húsið. Hann var aðeins með lykla að útidyrunum og brutumst við inn á skrifstofuna með því að bijóta gler í hurð þangað inn. Og þá var allt sett á fullt,“ segir Sigríð- ur. Slösuð fann skjól í bíl Hún lýsir aðkomunni að snjó- flóðasvæðinu eins og eftir kjarn- orkusprengju. Brak úr húsunum hefði verið niður alla götuna, einnig bílar og slasað fólk. Sést hefði í hendur fólks upp úr snjónum. Ein slösuð kona hafði komið sér fyrir í bíl sem hafði oltið og gat notað bílflautuna til að láta vita af sér. „Þetta var hreinasta hörmung,“ segir hún. Flestir hefðu verið sof- andi í rúmum sínum þegar flóðið kom og var fólkið því illa klætt, á náttfötum eða nærklæðum einum fata. „Hingað var komið fólk sem hafði slasast. Sumt hafði ég hitt þegar ég fór yfír snjóflóðið til að komast I frystihúsið og björgunarsveitar- menn komu með fólk. Ég lét loka af svæði í húsinu fyrir þá sem voru mikið slasaðir, öðru fyrir þá sem voru minna slasaðir og með tauga- áfall og hafði aðra íbúana á þriðja svæðinu.“ Sveitarstjórinn lét rýma öll hús í Súðavík, kom flestum í frystihúsið en sumir fóru í Eyrardal sem er sveitabær innan við þorpið. Fólkið var síðan flutt út á ísafjörð og að- eins ungir menn, karlmenn og nokkrar konur, urðu eftir vegna leitarstarfanna. Grunnskólinn var tekinn undir björgunarsveitarmenn þegar liðsauki fór að berast og þeir vinna á vöktum við leitina. Fólk á lífi fyrir tilstilli hundanna Sigríður Hrönn segir að heima- menn hafi strax fundið fólk, sem ekki grófst í snjó og sem sást í eða gat látið vita af sér. Þegar leitar- menn hafi komið frá ísafírði með hunda hafi þeir strax fundið fleiri. Segir hún að fólk hafi fundist á lífi fyrir tilstilli hundanna. Stangir eru notaðar við leitina og svo er grafið upp þegar fólk finnst. Sigríður segir að það hafi oft reynSt erfítt vegna þess hvað mikið brak sé undir. Snjóflóðasvæðið er lokað vegna hættu á nýjum snjóflóðum og Sig- ríður Hrönn segir að enginn fari inn á það vegna fasteigna eða annarra eigna fyrr en hættuástandi hafi verið aflýst, þangað fari aðeins björgunarmenn í leit að fólki. Sigríður Hrönn var búin að vaka lengi þegar blaðamaður ræddi við hana í gærkvöldi, hafði ekkert sofið um nóttina. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á ísafirði var kominn til að leysa hana af og sagðist hún ætla að reyna að leggja sig. í gærkvöldi var versnandi veður og útlit fyrir svipað hættuástand í fjallinu og í fyrrinótt. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Stjórnstöðin í Frosta FRÁ höfninni í Súðavík. Myndin er tekin síðastliðið haust. Til hægri sést Hraðfrystihús Frosta hf., en þar var stjórnstöð björg- unaraðgerða þar til rafmagn fór af þorpinu í gærkvöldi. Snjór inn á neðri hæðina á Nesvegi 3 Allir í húsinu sluppu ómeiddir JÓNATAN Ingi Ásgeirsson var á heimleið á rækjuskipinu Haffara frá Súðavík í vitlausu veðri í fyrrinótt þegar kona hans hringdi snemma um morguninn og sagði að snjóflóð hefði fallið á húsið en allir sloppið ómeiddir. Hús þeirra við Nesveg 3 er tveggja hæða og fór snjór inn á neðri hæðina þar sem dóttir þeirra svaf án þess að hana sakaði. Jónatan segir að kona hans, Lilja Ósk Þórisdóttir, og börn hafí verið heima. Lilja svaf .á efri hæðinni ásamt syni þeirra en Steinunn Björk, 17 ára dóttir, á neðri hæð- inni. Hann var ekki búinn að hitta Steinunni í gær þegar blaðamaður ræddi við hann því hún fór með fyrri ferð Fagranessins út á ísa- fjörð. Hins vegar hafði Lilja sagt honum að snjórinn hefði aðallega farið inn í annað herbergi og Stein- unn sloppið alveg. Héldu sjó í Álftafirði Til stóð að Haffari færi til hafn- ar á ísafirði en almannavarnanefnd- in bað Jónatan og áhöfn hans að vera til taks. Voru þeir í ferðum milli ísafjarðar og Súðavíkur fram á nótt. > > í Enn er von að finna fólk á lífi „ÉG YRÐI ekkert hissa þótt einhver fyndist enn á lífi, það kæmi mér ekki á óvart,“ segir Árni Þorsteinsson, sem bjargaðist úr snjóflóð- inu mikla í Neskaupstað 20. desember 1974, eftir 20 tíma innilokun undir snjó og braki. „Blaðið kemur náttúrlega út á morgun og þá er liðinn rúmur sólarhringur frá því flóðið féll,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. Hann sagði að enn væri von til þess að fólk fyndist á lífi en sú von yrði veikari eftir því sem lengra liði. Árni var 19 ára gamall þegar hann lenti í snjóflóðinu en er núna 39 ára gamall, kvæntur og þriggja barna faðir og býr enn í Neskaupstað. „Ég get ímyndað mér að ég hafi verið í annarri aðstöðu en fólkið í Súðavík. Ég lokað- ist inni í lítilli þró. Það var að vísu talsvert mikill snjór niðri en ég hafði rými til að hreyfa mig. Ég gerði mér grein fyrir því að ef ég héldi vitinu gæti þetta blessast. Það var aðal- atriðið að halda sönsum og passa sig á því að missa aldrei trúna. Ég heyrði alltaf í björg- unarmönnu.num þótt þeir heyrðu aldrei í mér. Það var mikill hávaði uppi hjá þeim og mér skildist að þegar mest var hefðu verið fimm metra lag af snjó milli mín og leitarmanna," sagði Árni. Mikilvægast að halda rónni „Það sem skiptir mestu máli ef fólk lifír fyrsta skellinn af er að halda rónni. Það getur ekkert annað, maður er I þannig aðstöðu að komast hvorki lönd né strönd. Þá reynir á innri styrkinn og hann hafa örugglega flestallir,“ sagði Ámi. Hann kvaðst hafa verið óskaplega sleginn allan daginn í gær vegna tíðindanna að vest- an. „Það er endalaust eitthvað að minna á atburðinn. Það var líka mikið spjallað um þetta 20. desember síðastliðinn en þá voru liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu í Neskaup- stað.“ Árni sagði að menn næðu sér aldrei að fullu eftir náttúruhamfarir sem þessar. „Fyrir mitt leyti þá fæ ég alltaf hnút í magann þegar ég heyri drunur, sama hvort það er að sumri eða vetri til. Þetta er ávallt til staðar og verður alla tíð.“ Árni Þorsteinsson |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.