Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það eru allir í fýlu, ég á bara að leika við þig... Útgerðir og skipstjórar Björgólfs og Qttars Birtings dæmd í háar sektir Tímabært að leita til Alþj óðadómstólsins VALDIMAR Bragason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dal- víkinga, telur tímabært að stjórn- völd leiti til Alþjóðadómstólsins í Haag til að fá skorið úr rétti íslend- inga við Svalbarða. Héraðsdómur í Norður-Tromsfylki í Noregi dæmdi í gáer Útgerðarfélag Dalvíkinga og Skriðjökul hf. í háar fésektir vegna meintra ólöglegra veiða togaranna Björgúlfs frá Dalvík og Óttars Birt- ings, sem er í eigu Skriðjökuls en skráður í Panama. Valdimar segir að líklegt sé að áfrýjað verði til hæstaréttar í Noregi. Togararnir tveir voru staðnir að veiðum á Svalbarðasvæðinu 24. september síðastliðinn og færði strandgæzluskip þá til hafnar. Skip- stjórarnir voru ákærðir fyrir brot á reglugerð um veiðar á Svalbarða- svæðinu sem sett var í ágúst síðast- liðnum eftir töku Hágangs II á svæðinu. Útgerðimar voru einnig ákærðar, þar sem talið var að skip- stjóramir hefðu farið inn á svæðið með vitund og vilja þeirra. Fundnir sekir um öll ákæruatriði Skipstjóramir voru í fyrsta lagi ákærðir fyrir að vera með trollið úti á svæðinu, þar sem íslandi hafí ekki verið úthlutað neinum kvóta á Sval- barðasvæðinu og íslenzkum skipum séu því ekki heimilar veiðar þar. I öðru lagi voru þeir ákærðir fyrir að vera með veiðarfæri, sem ólögleg eru á svæðinu samkvæmt áður- nefndri reglugerð, í þriðja lagi fyrir að hunza tilkynningaskyldu og í fjórða lagi fyrir að halda ekki veiði- dagbók með fullnægjandi hætti. Voru skipstjórarnir og útgerðir þeirra sek fundin í öllum atriðum, nema hvað ákæruvalclið féll frá því að ákæra skipstjóra Óttars Birtings fyrir ólögleg veiðarfæri. Héraðsdómur 1 Noregi dæmdi ein- vörðungu á grund- velli norskra laga Ákæruvaldið krafðist þess að hvor skipstjóri um sig yrði dæmdur í sekt að upphæð 75.000 norskar krónur, eða um 750.000 íslenzkar krónur. Þá var gerð krafa um að hvor útgerð um sig yrði sektuð um 2‘h milljón íslenzkra krória. Sak- sóknari krafðist þess að Útgerðar- félag Dalvíkinga yrði auk þess að sæta upptöku hluta afla, veiðarfæra og skips, sem næmi tíu milljónum íslenzkra króna og Skriðjökull sem næmi 15 milljónum. Auk þess yrðu útgerðirnar dæmdar til að greiða 250.000 íslenzkar krónur í máls- kostnað hvor um sig. Kostnaður útgerða á tólftu milljón Rétturinn dæmdi skipstjóra Björgólfs í 750.000 króna sekt og skipstjóra Óttars Birtings í 600.000 króna sekt. Útgerðarfélag Dalvík- inga var sektað um 1‘h milljón króna, en Skriðjökull um heldur lægri upphæð, eða 1.250 þúsund, þar sem hagur fyrirtækisins er slæmur að mati réttarins. Þá var hvor útgerð um sig dæmd til að sæta upptöku verðmæta sem neinur tíu milljónum íslenzkra króna og greiða málskostnað. Alls verður ÚD því að greiða 11.750.000 krónur, en Skriðjökull 11.500.000. Fyrirtækin hafa þegar sett bankatryggingar fyrir sektun- um og upptökunni. Var það gert að skilyrði fyrir því að skipin fengju að fara frá Noregi á sínum tíma. Dæmt eftir norskum landslögum í dómsforsendum segir að þótt umdeilt sé, hvort ákvæði Svalbarða- samkomulagsins um að þegnar allra aðildarríkja þess skuli njóta jafn- ræðis, gildi á Svalbarðasvæðinu, telji rétturinn ekki nauðsynlegt að taka afstöðu í því máli, þar sem núverandi reglur bijóti ekki í bága við jafnræðisákvæði samkomulags- ins. Þess vegna skuli dæma eftir norskum landslögum, þ.e. lögunum um útfærslu fiskveiðilögsögunnar frá 1977, en reglugerðin um veiðar á Svalbarðasvæðinu er sett með vísan til þeirra. Njótum ekki réttaróvissu Valdimar Bragason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dal- víkinga, sagði í samtali við Morgun- blaðið að útgerðirnar hefðu ekki ákveðið hvort dómnum yrði áfrýjað til hæstaréttar í Noregi. „Hins vegar bendir margt til þess, því að í þess- um dómi er nánast fallizt á allar kröfur saksóknarans um upptöku og sektir," sagði Valdimar. „Þessi dómur lætur menn ekki njóta mikill- ar réttaróvissu, hvorki um heimildir til að gera upptæk skip, veiðarfæri og afla né um meðferð Norðmanna á Svalbarðasamkomulaginu.“ Valdimar sagði að svo virtist sem dómsniðurstaðan væri fengin með hliðsjón af pólitískum hagsmunum Norðmanna. „En við skulum spyija að leikslokum. Auðvitað er engin trygging fyrir því að hæstiréttur taki frekar á hinum þjóðréttarlega vafa, þótt meiri likur séu á því,“ sagði Valdimar. „Það er þess vegna alveg kominn tími til að ríkisstjórn- in vísi þessum ágreiningi til Al- þjóðadómstólsins." Syngur í Bastilluóperunni í París Parísarbúar eru mjög’ kröfuharð- ir áheyrendur KRISTINN Sig- mundsson óperu- söngvari hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Mefistofe- lesar í óperunni Fordæm- ing Fásts, eftir Berlioz, í Bastilluóperunni í París, en sýningar heijast 9. febrúar og standa til 5. mars. Með hlutverk Fásts fer bandaríski tenórsöngvar- inn Thomas Moser, en í öðrum hlutverkum _ eru franskir söngvarar. Opera þessi er sjaldan flutt, m.a. vegna þess að hún gerir miklar kröfur til sviðsbún- aðar, en í henni koma fram einsöngvarar, dans- arar, kór og hljómsveit. Þetta er í þriðja sinn sem Kristinn tekur þátt í óperuupp- færslu í París. Efrit verður til sérstakrar óperuferðar fyrir íslenska tónlist- arunnendur á vegum Úrvals- Útsýnar til að sjá Kristinn á fjöl- unum í Bastilluóperunni laugar- dagskvöldið 25. febrúar, og verð- ur Björn G. Björnsson fararstjóri. Kristinn, sem nú er staddur í París við æfingar á Fordæmingu Fásts, sagði í samtaii við Morgunblaðið að þetta verkefni Iegðist mjög vel í sig. „Þetta verk er auðvitað byggt á sögu Goethes um Fást og var það frumflutt í París árið 1846, og er þetta mjög dramatískt og glæsilegt stykki. Utan Frakk- lands hefur óperan hins vegar verið flutt frekar sjaldan, og staf- ar það kannski af því að mjög erfitt er að setja hana á svið, en þetta verk er eiginlega skrifað eins og óratoría. Frægur ítalskur leikstjóri setur óperuna á svið að þessu sinni, en hann heitir Luca Ronconi." - Hvernig kom það til að þú fékkst þetta hlutverk? „Eg hef verið talsvert mikið að syngja í Genf undanfarið, og óperustjórinn þar er að taka við Bastilluóperunni á þessu ári. Hann mælti með mér í þetta hlut- verk og bað mig um að syngja hérna prufusöng, og í framhaldi af því er ég hingað kominn. Ég verð reyndar talsvert mikið hérna á næstu árum, en ég er þegar kominn með eina þijá til fjóra samninga við Bastilluóper- una á næstu tveimur árum. Þetta er svo að segja glænýtt óperu- hús, en það var tekið í notkun 1989, og lýst mér Ijómandi vel á að syngja í húsinu. Ég hef ekki sungið þarna áður nema í prufum fyrir þessa sýningu, og þá virtist mér hljóma mjög vel í húsinu." _________ - Hefur þú sungið í París áður? „Já, ég hef sungið hérna tvisvar áður. í ______ fyrra söng ég í óperu eftir Richard Strauss í því sem eiginlega má kalla borgaróperu Parísar, og fyrir tveimur árum söng ég svo í Rakaranum í Se- villa í óperuhúsi í einu úthverfa Parísar. Ég kann ágætlega við að syngja fyrir franska óperu- gesti, en það á reyndar eftir að koma í ljós núna hvernig þeim Kristinn Sigmundsson ► Kristinn Sigmundsson er fæddur 1. mars árið 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð árið 1971 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla Islands árið 1977. Kristinn kenndi líf- fræði og efnafræði við Menntaskólann við Sund til ársins 1982, og það sama ár lauk hann 8. stigi úr Söngskó- Ianum í Reykjavík. Hann fór til náms við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg árið 1988, og árið 1984 til Washington DC í söngnám hjá John Bullock. Frá árinu 1985 til 1989 kenndi hann við Söng- skólann í Reykjavík og söng í óperuuppfærslum hjá fs- lensku óperunni og Þjóðleik- húsinu, auk þess að halda fjölda tónleika. Árið 1989 var hann ráðinn til óperunnar í Wiesbaden í Þýskalandi, og frá árinu 1992 hefur hann sungið í ýmsum helstu óperu- húsum Evrópu. Eiginkona Kristins er Asgerður Þóris- dóttir og eiga þau tvo syni, Gunnar og Jóhann. líkar franskan mín. Það er kannski ekki fyrirgefanlegt að syngja á frönsku fyrir París- arbúa, sem eru mjög kröfuharðir áheyrendur, þannig að ég get þess vegna átt von á hveiju sem er.“ - Hvað tekur svo við hjá þér þegar sýningum á Fordæmingu Fásts lýkur? „Ég var heima á íslandi í allan desember en áður var ég að syngja í Genf. Að loknum sýning- unum í París fer ég heim aftur þar sem ég geri stuttan stans, eða í hálfan mánuð, en síðan --------- liggur leiðin til Ham- Erfitt að borgar, Berlínar og setja Fást svo aftur Genfar á á svið nýjan leik. I Hamborg _____ syng ég verk eftir Haydn á 3-4 konsert- um, í óperunni í Berlín syng ég í óperunni ftalíustúlkan í Alsír, og í apríl og maí syng ég svo í Genf í óperunni Puritani eftir Berlini. Það er reyndar alveg nóg að gera hjá mér næstu árin, því ég er bókaður til að syngja víðs vegar um Evrópu alveg fram á árið 1998.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.