Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 29 J®nr0mtilílal»Í STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÚÐAVÍK ÞAU ERU ORÐIN mörg sjávarplássin á íslandi, sem hafa orðið fyrir þungum áföllum vegna náttúruhamfara. Flest eigum við, með einum eða öðrum hætti, rætur í þessum plássum. Þar er fólkið í mestu návígi við náttúruöflin. Þar hefur lífsbaráttan verið hörð en sjórinn gjöfull. í samtali við Morgunblaðið í dag um þessa hörmulegu atburði segir Vigdís Finnbogadóttir, forseti ísjands, m.a.: „Það er þjóðarharmur, þegar heilt byggðarlag á íslandi verð- ur fyrir slíkum náttúruhamförum. Land og þjóð eru samofin á ættjörð okkar og atburðir af þessu tagi snerta okkur öll. Ég grét í hjarta mínu með þeim landsmönnum, sem eiga um sárt að binda. Á slíkum stundum bið ég Guð að veita öllum styrk, sem þurfa að horfast í augu við það, sem orðið er og ekkert fær breytt.“ Undir þessi orð forseta íslands tekur þjóðin öll. Hugur íslendinga nær og fjær er hjá Súðvíkingum og sá samhugur verður þeim vonandi til styrktar á þeim erfiða tíma, sem framundan er. Oft skiljum við ekki, hvernig fólk, sem stend- ur andspænis mikilli sorg, lifir af. Atburðirnir í Súðavík í gærmorgun eru einhver mesti mannlegi harmleikur, sem hér hefur orðið um langt árabil. Harmleikur, sem snertir margar fjölskyldur með þeim hætti, að við hin getum tæpast skynj- að það eða skilið. Þannig háttar til hjá mörgum Súðvíkingum og ættmennum þeirra nú. En á slíkum stundum kemur í ljós, að fólk býr yfir þreki, sem enginn skilur en gerir því kleift a§ horfast í augu við óblíð örlög. Sigríður Hrönn Elíasdótt- ir, sveitarstjóri í Súðavík, segir í Morgunblaðinu í dag: „Við erum öll mjög hljóð og döpur. Áfallið kemur sjálfsagt síðar . . . Og það versta gerðist, sem getur gerzt í svona, börn misstu foreldra sína og foreldrar misstu börn.“ Herra Ólafur Skúlason, biskup, segir í Morgunblaðinu í dag: „Hvað sem sagt verður um okkur íslendinga, einstak- lingshyggjumenn eins og við oft erum, þegar eitthvað kem- ur upp á, þá á þjóðin eina sál. Það er enginn vafi á því, að það er að gerast nú.“ Þjóðin mun sýna Súðvíkingum samhug og samstöðu í verki. En sum sár gróa aldrei. Björgunarmenn, hjúkrunarfólk og aðrir þeir, sem komið hafa að björgunarmálum í Súðavík frá því í gærmorgun, hafa unnið þrekvirki við ótrúlega erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur lagt sig í lífshættu, bæði á sjó og landi. Þegar óveður geisar og blind náttúruöflin fara hamförum dugar tækni nújímans skammt eins og komið hefur í ljós í Súðavík. Fleiri íslendingar hafa látið lífið í snjóflóðum en nokkrum öðrum náttúruhamförum, að sjóslysum undanskildum. Vitað er um yfir 600 manns, sem farizt hafa í snjóflóðum á ís- landi, þar af um 130 á þessari öld. í samtali við Morgunblað- ið í dag, segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, aðspurður um snjóflóðin, sem féllu utan kortlagðra hættumarka: „Þetta er mikið áhyggjuefni og einnig hvað snjóflóð hafa aukizt mikið að undanförnu. Ég held, að menn hafi reynt að sýna árvekni, en þegar náttúran fer slíkum hamförum og þarna gerðist vill margt bresta, líka sú þekking, sem menn hafa búið yfir. Það er, hins vegar enginn vafi á því, að þessir atburðir verða til þess að menn munu endurmeta þessa hluti.“ Lýsing sveitarstjórans í Súðavík á því, _sem við augum blasti eftir að snjóflóðið féll, er átakanleg. í Morgunblaðinu í dag segir: „Hún lýsir aðkomunni að snjóflóðasvæðinu eins og eftir kjarnorkusprengju. Brak úr húsunum hefði verið niður alla götuna, einnig bílar. Og slasað fólk. Sést hefði í hendur fólks upp úr snjónum. Ein slösuð kona hafði komið sér fyrir í bíl, sem hafði oltið og gat notað bílflautuna til að láta vita af sér. Þetta var hreinasta hörmung, sagði hún. Flestir hefðu verið sofandi í rúmum sínum, þegar flóðið kom, og var fólkið því illa klætt, á náttfötum eða nærklæð- um einum fata.“ Island er harðbýlt land og hættulegt, þótt það eigi einnig blíða og vinalega ásjónu. Mannskaðar hafa orðið í sjóslysum, eldgosum, landskjálftum og vatnavöxtum, auk snjóflóða. Þjóðin þarf að horfast í augu við óblíða náttúru. Varðstaða er því nauðsynleg, hvort sem er á sjó eða landi. Um alla Vestfirði var í gær unnið við að rýma hús og koma fólki fyrir í öruggari vistarverum. Reynslan sýnir, að það getur verið lífshættulegt að búa á Vestfjörðum að vetri til og ferðast um Vestfirði að vetri til, að ekki sé talað um að sækja sjó frá Vestfjörðum að vetri til. Samt hafa íslend- ingar búið á Vestfjörðum í meira en þúsund ár og á því verður engin breyting. Atburðirnir í Súðavík hljóta hins veg- ar að leiða til þess, að snjóflóðavarnir um alla Vestfirði og víðar verði endurskoðaðar og leiða leitað til þess að gera búsetu á landsbyggðinni öruggari en hún er nú. Morgunblaðið flytur þeim, sem nú eiga um sárt að binda, innilegar samúðarkveðjur. Jr Snjóflóðið mikla sem féll kl. 6.25 í gærmorgun og hreif með sér 15 hús Snjóflóð sem féll ídesemberá siðasta ári Kaupfélagið Póstur & sími Stjórn- sýsluhús Snjóflóðið sem féll úr Traðargili kl. 21.00 í gær- kveldi sleit niður raflínu og náði suður að Kaup- félagi og eitthvað norðurá við Snjóflóð sem féll árið 1983 og snjóflóða hætta var miðuð við Eyrardalur Leikskóli Línan afmarkar það svæði sem skil greint er sem snjóflóðahættusvæði Frystihúsið o o ; . —/-1..t n (/.., .x\ SUÐAVIK við Alftafjörð Stjornstöð björgunar- aðgerða er nú í Fagranesinu 250 m Magnús Már Magnússon snjóflóðasérfræðingnr Mörk hættusvæða þarf að endurskoða Fá húsanna í Súðavík voru talin vera á hættusvæði MAGNÚS Már Magnússon, yfir- verkefnisstjóri snjóflóðavarna á Veðurstofu íslands, segir að taka þurfi mörk hættusvæða vegna snjó- flóða til endurskoðunar, þar sem flóðið sem féll á Súðavík hafi farið út fyrir mörk þess svæðis sem skil- greint hafði hefði verið sem hættu- svæði vegna snjóflóða. Því hefði ekki komið til að yfirgefa þau hús sem flóðið féll á, þar sem aðeins fá þeirra hefðu verið á skilgreindu hættusvæði. Magnús sagði að snjóflóðið á Súðavík hefði verið svonefnt þurr- flóð. Það hefði verið flekasnjóflóð þegar það hefði farið af stað, en ekki væri ólíklegt að það hefði líka orðið kófflóð, enda hefði verið kalt og eyðileggingarmáttur snjóflóðsins mikill. Magnús sagði að snjóflóð hefði fallið á þessum sama stað 1983, en það hefði ekki náð til bæjarins heldur staðnæmst í jaðri hans og eyðilagt fjárhús sem þar hefðu verið. Óvenjulegt hversu Iangt flóðiðfór Ekki væri vitað nákvæmlega hvaðan flóðið kæmi, því það sæist ekkert vegna veðurs. Áætlað væri að flóðið væri um 200 metra breitt. Það væri ekki óvenjulegt, en það sem væri óvenjulegt væri hversu langt flóðið hefði farið. Flóðið 1983 hefði farið niður að 2-3 húsum við efstu götuna og hann teldi að þetta flóð hefði fallið á svipuðum slóðum, en fyrra flóðið hefði ekki komist í námunda við að fara jafnlangt og þetta flóð. Um skýringuna á því að þetta flóð hefði orðið svona mikið sagði Magnús að snjósöfnun hefði verið mjög mikil og hröð. Viðloðun í snjónum hefði sennilega verið nokkur og snjórinn hlaðist mikið upp áður en flóðið fór af stað. Þegar það gerðist væri því um mikið magn að ræða, þó tíminn væri ekki langur. Uppsöfnunin hefði ekki tekið lengri tíma en sólarhring og jafnvel aðeins frá því kvöldið áður en flóðið féll. Meiri skriðþungi í blautum flóðum Hann sagði að snjóflóð gæt,u fall- ið í hvernig veðri sem væri. í þessu tilfelli hefði verið mjög hvasst, ofan- koma og vindáttin verið óhagstæð. Blaut flóð færu hægar yfir en þurr flóð en oft væri meiri skriðþungi í þeinr og þau löguðu sig eftir lands- laginu. Þurru flóðin færu hraðar, en landslag hefði minni áhrif á rennsli þeirra. Að hans mati hefði hraðinn á þessu flóði verið um 50 metrar á sekúndu. Aðspurður hvort hægt væri að koma við einhveijum viðvörunum við þessar aðstæður sagði hann að ýmislegt væri hægt að gera. Hægt væri að fylgjast með snjóalögum og fylgjast með þeirri uppsöfnun sem ætti sér stað. Þeg- ar þetta gerðist jafn- hratt og í þessu tilviki yrði að fara eftir veð- urspá og öðru. Hins vegar hefði þetta flóð farið út fyrir skilgreind hættusvæði og því hefði ekki komið til að tæma þau hús sem urðu fyrir flóðinu. Aðeins lítill hluti þessara húsa hefði verið innan marka skil- greinds hættusvæðis. Magnús sagði að taka yrði mörk allra hættusvæða til endur- skoðunar, annars vegar í ljósi þessa flóðs og flóðsins sem féll úr Traðargili í des- ember, auk flóðsins sem hefði fallið í Tungudal við ísafjörð í fyrra. Öll þessi flóð hefðu farið út fyrir mörk skilgreindra hættusvæða. Hins veg- ar þyrfti hvort eð er að taka hættu- matið til endurskoðunar vegna til- komu nýrrar reglugerðar um snjó- flóðavarnir. Áfram snjóflóðahætta á Vestfjörðum Magnús sagði að á meðan sama veðrið héldist væri áfram snjóflóða- hætta á Vestfjörðum. Full ástæða væri til að fara varlega, en hættan væri mest hlémegin, þ.e. að sunnan- verðu. Meðan snjókoman héldi áfram væri hætta á snjóflóðum fyr- ir hendi og nú væri að minnsta kosti ekki útlit fyrir að ástandið breyttist mikið á næstunni. „Það er full ástæða til að hafa allan vara á,“ sagði Magnús að lokum. Magnús Már Magnússon Morgunblaðið/Snorri Snorrason Fimmtán hús undir flóðið HÚSIN efst í Súðavík hurfu öll undir snjóflóðið. Á í flóðið. Utar í Súðavík fór snjóflóðið yfir húsin að myndinni má sjá, frá vinstri, Túngötu 2, 4, 6, 8 og Nesvegi 1, 3 og 7. Loks skemmdi siyoflóðið svo hús- 10, en að auki skemmdist húsið númer 12. Fyrir ið að Njarðargötu 10, sem stóð niðri við höfnina. neðan götuna hurfu einnig húsin númer 1, 3, 5, 7 og 9 í gærkvöldi var sjö manns enn saknað. Yfir 600 farist í snjóflóðum YFIR 600 manns hafa farist í snjóflóðum hér á landi og um 130 frá því um aldamót. Mannsk- æðustu snjóflóðin hér á landi urðu árin 1885, 1910, 1919, 1974 og 1983. Mannskæðasta snjóflóð sem vitað er um hér á landi varð þegar tuttugu og fjórir fórust í snjóflóði á Seyðisfirði 10. febr- úar 1885. Á þriðja tug manna fórst í snjóflóðum í Hnífsdal og Skálavík veturinn 1910. Níu árum síðar týndu átján manns lífi í fjórum snjóflóðum í ná- grenni Siglufjarðar. Neskaupstaður Tólf fórust í snjóflóðum í Nes- kaupstað 20. desember árið 1974. Flóðin voru tíu talsins og ollu tvö þeirra tjóni. Fyrra flóðið, Innra flóðið, féll úr svokölluðum Bræðslugjám, gilskorum þrem ofan við bæinn. Síðara flóðið féll örlítið utar, nær byggð í bænum, og kom úr svo- kölluðu Miðstrandarskarði þar sem fjallið er nokkuð lægra. Upptökin voru í nálægt 700 m hæð yfir sjó og á um 350 m breiðu svæði. íbúðarhús og fyrirtæki eyðilögðust í flóðunum. Einn bjargaðist eftir að hafa hafa ver- ið grafin í tuttugu tima í þröngri síldarþró. Patreksfjörður Hinn 22. janúar árið 1983 fór- ust fjórir í tveimur snjóflóðum á Patreksfirði. Fyrra flóðið var um 65 metra breitt þar sem það skall á byggðina. Flóðið eirði nánast engu sem á vegi þess varð og rann alla leið út í sjó. Flóðið kom úr Geirseyrargili og um tveimur tímum síðar fylgdi annað flóð úr Litladal og rann eftir farvegi Litladalsár allt til sjávar. Flóðin voru mjög vatni blandin enda asahláka og úrhelli. Isafjörður Einn maður fórst í snjóflóði í Tungudal við Isafjörð í apríl í fyrra. Um 40 sumarbústaðir skemmdust, skóglendi sópaðist burt og skíðalyftur og önnur mannvirki skíðamanna skemmd- ust. Snjóflóð féll á svipuðum slóðum 1983 en staðnæmdist í útjaðri bæjarins Mannskaðar ekki orðið áður í snjó- flóðum á Súðavík NOKKUR dæmi eru um að snjóflóð hafi fallið úr fjallinu fyrir ofan Súðavík og þar í grennd á síðustu áratugum, þó þau hafi ekki verið mannskæð til þessa. Snemma í janúar árið 1983 féll snjóflóð úr fjallinu fyrir ofan bæinn á svipuðum stað og nú. Það snjóflóð tók með sér Ijárhús, en flóðið staðnæmdist í útjaðri bæjarins. Nýjasta dæmið um snjóflóð á þess- um slóðum er aðeins tæplega mán- aðargamalt en sunnudaginn 18. des- ember síðastliðinn féll snjóflóð á bæinn Saura í útjaðri Súðavíkur. íbúinn Karl Georg Guðmundsson, 76 ára gamall, komst lífs af, en var orðinn mjög kaldur þegar hann fannst. íbúðarhúsið á Saurum, sem var gamalt timburhús, fór af grunn- inum og gjöreyðilagðist. Flóðið kom úr svonefndu Traðargili, sem er rétt fyrir sunnan bæinn. í bókunum Skriðuföll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson, Sigurjón Rist og Jóhannes Sigvaldason, þar sem er að finna samantekt á snjóflóðum á íslandi, er fyrst getið um snjóflóð á þessum slóðum í janúarmánuði árið 1931, nánar tiltekið hinn 22. Þá féll snjóflóð í Sauradal milli Súðavíkur og Arnardals og braut það átta síma- staura. Næst er getið um snjóflóð á þessum slóðum rúmum íjörutíu árum seinna eða 9. febrúar 1971. Þá voru talin um það bil þrjátíu snjóflóð milli ísafjarðar og Súðavíkur og um 70 milli ísafjarðar og Bolungai-víkur þennan sama dag, en nokkuð al- gengt er að snjóflóð falii á veginn milli ísafjarðar og Súðavíkur. Flóð úr Traðargili í síðar hluta febrúarmánaðar 1973 féllu mörg snjóflóð úr Traðargili í Súðavíkurhlíð, sem er fyrir sunnan staðinn sem snjóflóðið féll nú. Þá hafði slæmt veður geisað í hálfan mánuð. Safnast mikil snjór í gilið í norðaustanátt og voru komnar mikl- ar hengjur áður en allt brast fram. Gekk snjóflóðið lengra niður en áður höfðu verið dæmi um, segir í blaða- fregnum á þessum tíma, og stöðvað- ist flóðið ekki langt fyrir ofan húsin, þó tjón yrði ekki annað en að ein fjárhúshlaða brotnaði. Kindur drápust í janúarbyijun 1983 var versta veður á landinu, hvasst og fannkoma og féllu þá snjóflóð viða á Vestfjörð- um. Á Súðavík féll snjóflóð ofan þorpsins á fjárhús og eyðilagði þau og drapSt margt fé. Flóðið féll á svipuðum stað og flóðið sem féll nú. Einnig tók flóðið spennubreyti Orku- bús Vestfjarða fyrir hluta Súðavíkur og var þar rafmagnslaust um tíma. Þá var fólk flutt úr húsum vegna snjóflóðahættu. Þar sem snjóflóðið féll er ekki vitað til að flóð hafi fall- ið áður. Um mánaðamótin janúar/febrúar 1990 féllu mörg snjóflóð á veginn milli Súðavíkur og ísafjarðar úr Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð og lokaðist vegurinn nær daglega á tíu daga tímabili af þessum sökum. Þá féllu í norðanáhlaupi í nóvember 1991 mörg snjóflóð á veginn milli ísafjarðar og Súðavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.