Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ .... ' 1 " T t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN LEVÍ SIGURÐSSON húsasmiðameistari, Ljárskógum 25, andaðist í Landspítalanum 14. janúar. Sigrfður Jóhannsdóttir, Marfa Björnsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Óskar Bergsson, Guðbjörg H. Björnsdóttir og börn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SMÁRI GUÐMUNDSSON frá Hólum, Rein, Ölfusi, sem lést í Landspítalanum 13. janúar, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn 23. janúar kl. 13.30. Guðrún ída Stanleysdóttir, Perla Hlíf Smáradóttir, Sigrún Lilja Smáradóttir, Guðrún Birna Smáradóttir, Heiðar Stanley Smárason, Kristrún Ollý Smáradóttir, Guðjón R. Guðjónsson, Jón K. Guðmundsson, Ragnar G. Ragnarsson, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Hörður F. Bjarnason, Guðmundur Birgir Smárason, Margrét H. Hallmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, MARGRÉT TÓMASDÓTTIR, Sólvallagötu 32, Keflavík, andaðist á dvalarheimilinu Garðvangi 14. janúar sl. Útförin auglýst síðar. Sigurður Þorsteinsson, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Júlíusson, Jónas Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þórleif Sigurðardóttir og barnabörn. t Móðir okkar, VIKTORÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Aðalbóli, Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 12. janúar. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum, 21. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldna okkar, Betsý Ágústsdóttir, Böðvar Jónsson, Elín Agústsdóttir Sighvatur Bjarnason, Viktoría Ágústa Ágústsdóttir, Einar Ólafsson, Guðmundur Ágústsson. t Elskulegur sonur okkar, ÞRÖSTUR ÓSKARSSON, Skólavörðustíg 38, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 15. janúar. Fyrir hönd fjölskyldu okkar. Sigríður Benjamínsdóttir, Óskar Guðmundsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR MAGNÚSSON frá Reykjavík, 167 Glenwood Street, Malden Mass., Bandaríkjunum, lést á heimili sínu þann 12. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Joan Magnússon, Ómar Bergþór Magnússon, Pétur Hauksson, Halldóra Árnadóttir, Örn Hauksson, Erla Hauksdóttir, Kevin Hauksson, Ragnheiður Guðjohnsen og barnabörn. MJÖLL BORGÞÓRA SIG URÐARDÓTTIR + Mjöll Borgþóra Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1937. Hún lést á St. Jósefssp- italanum í Hafnar- firði hinn 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 13. janúar. VIÐ vitum það sem misst höfum ástvini okkar, að dauðinn er erfiður þeim sem eftir lifa og sárt sakna lífs- fömnautar og móður, sem kvatt hef- ir þessa jarðvist endanlega. Auðvitað má segja sem svo að við fæðumst öll með feigðaról um hálsinn. Dauðinn er því einfaldlega sá veruleiki, sem við vitum fyrir víst að hittir okkur öll fyrir, fyrr eða síðar. Við vitum að hann kemur og tekur okkur að lokum í arm sinn og ber okkur á vit nýrra heimkynna í ríki Drottins. Samt er reynsla okkar flestra sú að þrátt fyrir þessa vissu og vitneskju um dauðann eru fá okkar fyllilega búin undir þá staðreynd að missa að lokum samband við elskulegan ástvin og maka. Mig langar að minnast minnar kæru mágkonu með nokkrum orð- um, en ég og mín börn eigum marg- ar ógleymanlegar minningar um Mjöll. Mjöll var gæfukona, átti fal- legt heimili, þar sem gott var að koma, indæl börn, tengdabörn og barnabörn, sem hún unni af öllu hjarta. Síðast en ekki síst átti hún sinn trausta og góða eiginmann, sem mikið hefir reynt á nú í veikindum hennar. Kannski skiptir ekki höfuð- máli hversu lengi við dveljum hér heldur hitt, hvað við skiljum eftir. Höfum við haft bætandi áhrif eða hefur okkur mistekist? Hún Mjöll tilheyrði fyrri hópnum. Hún var ein af þessum hógværu konum sem auðvelt var að treysta og virða og mér er óhætt að segja að öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana. Hún var stórvel gefin og ákaflega blíð- lynd. Hún gumaði ekki af neinu og var bæði auðmjúk og lítillát þeg- ar hana sjálfa bar á góma. Mjöll er nú farin á vit feðra sinna og ég veit að hennar bíður góð heimkoma í ríki Drottins en við sem kveðjum þessa ágætu öðlingskonu í dag, eigum eftir að sakna hennar mikið sökum mann- kosta hennar og elskulegrar nær- veru. Eg þakka henni af öllu hjarta þær ánægjustundir sem ég átti með henni. Eg vil að lokum senda eftirlifandi ættingjum Mjallar og Ragnari, eigm- manni hennar, samúðarkveðjur. Ég veit að góður Guð leggur líknararm sinn utan um Ragnar og styður hann áfram til lífs, sem bíður hans eftir þessa sáru en óumflýjanlegu breyt- ingu. Guð styrki hann og börnin við fráfall elskulegrar eiginkonu hans og besta vinar. Ég kveð mágkonu mína með virð- ingu. Blessuð sé minning hennar. Þuríður Jóhannesdóttir. Nú er hún Mjöll amma dáin og ekkert er lengur eins og það var. Þá á svo margt eftir að verða öðruvísi, því hún skipaði svo stóran sess í lífi okkar. Hún var svo blíð og góð og hafði svo mikinn áhuga á öllu sem við vorum að gera. Alltaf tók hún á t Móðir okkar, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR frá Snorrastöðum, Hnappadalssýslu, lést 15. þessa mánaðar. Útförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Sigurður K. Brynjólfsson, Unnur Einarsdóttir, Þorbjörn Brynjólfsson, Stefán H. Brynjólfsson, Svava Þorsteinsdóttir, Jón Brynjólfsson, Grethe Have, Magnús Brynjólfsson, Sigrún Karlsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNJÓLFUR ÞORBJARNARSON vélsmfðameistari frá Geitaskarði, Mánastíg 2, Hafnarfirði, er lést á heimili sínu 14. janúar sl., verð- ur jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.30. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA JÓNSDÓTTIR, Merkigerði 2, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 18. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness og dvalar- heimilið Höfða. Axel Sveinbjörnsson, Jóna Alla Axelsdóttir, Gunnur Axelsdóttir, Steinþór Þorsteinsson, Lovisa Axelsdóttir, Ægir Magnússon, Axel Gústafsson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. móti okkur með bros á vör og sagði: „Ert þetta þú, fallegi strákurinn minn?“ eða „duglega stelpan mín?“ Hún tók eftir öllu, hrósaði okkur í hástert og hvatti okkur til dáða. Hún hafði einstakt lag á að láta okkur finnast sérhvert okkar vera dálítið „númer“. Ef eitthvert okkar veiktist, var Mjöll amma jafnóðum komin, búin að fara í bakaríið eða kaupa ís til að hressa upp á sjúklingana sína. Mjöll amma og Raggi afi tóku okkur oft með í sumarbústaðinn sinn, þar sem okkur þótti öllum svo gott að vera. Amma spilaði við okk- ur og las sögur, tíndi með okkur blóm og jurtir og kenndi okkur að þekkja tegundirnar og Raggi afi fór með okkur út á vatn á bátnum og hjálpaði okkur að veiða. Við vitum að við erum heppin að hafa átt svona góða ömmu, en samt fínnst okkur ósanngjarnt að hún hafi þurft að deyja svona fljótt. Við hefðum viljað hafa hana hjá okkur svo miklu lengur. Um leið og við þökkum þér fyrir allt, amma mín, biðjum við góðan Guð að vera með Ragga afa á þess- ari erfiðu stundu. Elsku amma, við söknum þín sárt. María Mjöll, Hanna Borg, Jón Ragnar og Friðrik Dór. Elsku amma Mjöil. Það er erfitt að kveðja og erfitt að skilja af hverju góður Guð tók þig frá mér svo fljótt. Ég skildi ekki alveg hvert leiðin þín lá. Þakka þér, amma mín, allar góðu stundirnar sem þú gafst mér. Ég vildi óska að þær hefðu orðið svo miklu, miklu fleiri. Hjá þér var ég duglegasti strákurinn og besti og þú varst fallegasta og besta amman. Ég vona, elsku amma mín, að þér líði betur núna. Ég trúi að þú hvílir á glitrandi stjörnu með Borgu ömmu og Sigga afa þér við hlið. Og alltaf þegar ég sé svo skínandi stjörnu, þá ætla ég, amma, að senda þér koss og hugsa til þín. Þakka þér, elsku amma mín, fyrir faðmlagið hlýja og brosið þitt blíða. Þakka þér fyrir hjartað þitt stóra, sem af örlæti veitti og umvafði mig. Guð blessi Ragga afa og veiti honum styrk. Viktor Aron. Okkur langar með örfáum orðum að minnast frænku okkar, Mjallar B. Sigurðardóttur, sem er látin eftir löng og ströng veikindi. Sterkustu minningar okkar eru þegar Mjöll sem lítil stúlka dvaldi á sumrin hjá ömmu okkar og langömmu sinni, Elínborgu Þor- bjarnardóttur á Gufuskálum, en hún var fyrsta langömmubarn ömmu okkar. í hjörtum okkar geymum við mynd af ljúfu og glaðværu barni. Frá henni stafaði mikil hlýja og þau kærleiksbönd sem bundin voru þá slitnuðu aldrei þótt árin liðu. Eftir að amma okkar hætti búskap dvaldi Mjöll á heimilum foreldra okkar á Hellissandi sitthvort sumarið. Við erum þakklátar fyrir ótal ánægjulegar samverustundir sem við áttum á heimili og sumarbústað þeirra hjóna, Mjallar og Ragnars Jóhannessonar. Mjöll var mjög greind kona, hag- mælt og rithönd hennar var nánast listaverk. Fágun og yfirlætisleysi var það sem ávallt einkenndi fas hennar. Einstök var sú ferð sem við frænk- urnar fórum þegar bautasteinn var afhjúpaður af ömmu okkar og langömmu hennar á Gufuskálum. Þau hlýju og fallegu orð ásamt frum- sömdu ljóði sem hún flutti við það tækifæri eru öllum sem á hlýddu ógleymanleg. Innilegar samúðarkveðjur sendum við eiginmanni hennar Ragnari, börnum og öðrum aðstandendum. í minningu okkar mun Mjöll ávallt vera sem dýrmæt perla og því finnst okkur þessi erindi úr ljóði Tómasar Guðmundssonar lýsa hug okkar til hennar mjög vel. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.