Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 13 FRÉTTIR SiyiÓFLÖÐ ÖG VE0UR Flekaflóð algengustu snjóflóðin SNJÓFLÓÐ eru ákaflega mismun- andi en auðþekkjanlegasti munurinn á þeim er hvort um er ræða svonefnd lausasnjóflóð eða flekahlaup. Flekaflóð eru algengustu snjóflóð- in á íslandi. Snjóflóðið á Súðavík var þurrt flóð og hefur líklega verið sam- bland af flekahlaupi og kófhlaupi, samkvæmt upplýsingum snjóflóða- varna á Veðurstofu íslands. Ef snjór í snjóflóði er ekki mjög blautur og fer tiltölulega hratt yfir getur hent að einstaka hlutar hans þeytist í loft upp og fari niður hlíðina sem snjóský eða kóf. Er því snjóflóð- um skipt í flæðihlaup og kófhlaup. Hér á landi er sjaldgæft að hrein kófhlaup falli en stundum falla flæði- hlaup fyrir kletta og verða þannig kófhlaup um stund. Halli lands og tegund snjóþekju eru samverkandi þættir sem ráða því hvort snjóflóð fellur. Miklu máli skiptir hvort snjóflóð eru þurr eða vot. Þá skiptir skriðflöturinn máli og ræður hann miklu um hraðann á flóð- inu. Á meðfylgjandi teikningum er sýndur munurinn á mismunandi teg- undum snjóflóða auk þess sem þeir þættir sem hafa áhrif á gerð flóð- anna eru skýrðir. Myndirnar og text- inn eru fengin upp úr lokaverkefni Jóns Gunnars Egilssónar við bygg- ingadeild Tækniskóla íslands og birt með góðfúslegu leyfi hans. a HALLI OG VÆTA VERKA SAMAN b LAUSASNJÓFLÓÐ C FLEKAHLAUP d KÓFHLAUP 6 SKRIÐFLÖTURINN f FERLISNJÓFLÓÐA a HALLI lands og tegund snjóþekju eru samverkandi þættir sem ráða því hvort snjóflóð fellur. Miklu máli skipt- ir hvort snjóflóð eru þurr eða vot. Þurrari flóð eru léttari í sér en þau votu og það hefur áhrif á rennsli þeirra. Þurru flóðin fara hraðar yfír og eru ekki eins næm fyrir hindrun- um sem verða á vegi þeirra. Vot flóð fylgja betur landslag- inu og þurfa ekki eins brattar brekkur til þess að skríða af stað. Stærstu flóðin falla í þjöppuðum snjó í tæplega 30 til rúmlega 50 gráðu halla. b LAUSASNJÓFLÓÐ er það nefnt þegar samloðun snjókornanna á einhveijum einstök- um stað í snjóþekjunni verður það lítil að nokkur þeirra skríða af stað. Það eykur álagið fyrir neðan þannig að meiri snjór skríður af stað. Slík keðjuverkun gengur svo niður eftir hlíðinni og flóðið breikkar smám saman. Lausasnjóflóð eru algengust í nýföllnum snjó og falla oft- ast af sjálfu sér þó mannaferðir hafi einnig komið slíku af stað. Lausasnjóflóð má þekkja á því hvernig þau líta út, þ.e. byija í einum punkti og breiða síðan úr sér. Þau eru fátíð hér á landi og yfirleitt lítil og valda því sjaldan tjóni. C FLEKAHLAUP er það nefnt þegar stór hluti snjó- þekjunnar skríður af stað í einu og skörp brotlína mynd- ast. Þessi snjóflóð myndast í snjóþekju sem náð hefur að bindast saman, t.d. í foksnjó eða í snjó sem tekinn er að setjast. Hefur þá öll snjóþekjan náð að mynda eina heild sem nýtur sameiginlegs stuðnings. Þegar svo álagið verður styrknum yfirsterkara á einhveijum stað skríður öll þekjan af stað. Flekasnjóflóð verða því oftast stærri en lausasnjó- flóð og að sama skapi hættulegri. Flekasnjóflóð eru auð- þekkt á hinni skörpu brotlínu, þau eru algeng hér á landi, enda snjóþekjan hér oftast samanbarin. d EITT einkenni kófhlaupa er að á undan þeim niður hlíðina fer loftbylgja sem getur í sumum tilfellum orðið mjög öflug. Algengast er að snjóflóð falli sem blanda af flekahlaupi og kóf- hlaupi, þ.e. hluti þeirra skríði með jörðu og hluti ferðist í loftinu. Þannig var um flóðið sem féll á Seljalandsdal 5. apríl sl. e FLÓÐUM er skipt eftir því hvar skriðflöturinn liggur. Ef hann liggur í snjóþekjunni, þ.e. aðeins efri hluti hennar skríður fram, er talað um yfirborðshlaup. Ef hins vegar öll snjóþekjan skríður fram er það nefnt grunnhlaup og er þá jörðin sjálf skriðflöturinn. Ekki liggur neinn eðlis- munur í rennsli þessara flóða, nema hvað grunnflóð sem fara eftir grófu jarðaryfirborði ná ekki eins miklum hraða og geta jafnvel stöðvast fljótlega. f FERLI snjóflóða má skipta í þrennt; upptakasvæði, fallbraut og tungu. Upptaka- svæði er það svæði nefnt þar sem snjórinn skríður fyrst af stað, þ.e. efsti hluti ferilsins. Gil og skálar geta verið mikilvirk upptakasvæði því þar er oft mikil snjósöfnun, sérstaklega ef vindur blæs snjónum til. Upptakasvæði geta legið hátt til fjalla og því erfitt að koma auga á þau. Það er mjög slæmt, því ástandið á upptakasvæðinu segir mest til um hvort hætta sé á snjóflóðum. Fallbraut tekur við af upptakasvæði, yfirleitt um 100 metrum frá brotlínu eða upphafspunkti. Hraði snjóflóða er mestur í fallbraut og einnig eyðileggingarmáttur þeirra. Tunga tekur við af fall- brautinni og er yfirleitt miðað við að tunga byiji þar sem halli lands er orðinn 20-25 gráður. Lægðin sem óveðrinu olli kom frá Nýfundnalandi og var mjög djúp og kröpp Onnur j afndj úp lægð á leiðinni Ferill lægðarinnar frá föstudegi j L c Mánud. kl. 12.00: 948 millibara, og grynnist og Á miðnætti, ki. 0.00: 945 mb. Nokkru hreyfist í suðvestur þj síðar 940 mb. T Seinnipart á föstudag: 1015 millibara lægð V Sunnud. kl. 18.00: 956 mb. Laugard. kl. 6.00: 1012 millibara Laugard. kl. 18.00: 1000 millibara Sunnud. kl. 12.00: 970 mb. \ Sunnud. kl. 6.00: 983 millibara ÚTLIT er fyrir að óveðrinu sem stað- ið hefur yfir síðustu tvo daga sloti ekki á næstunni og slæmt verður verði víða á landinu í þessarar viku. Afram er gert ráð fyrir roki eða hvassviðri af norðan og norðaustan á Vestfjörðum í dag og um miðja vikuna er gert ráð fyrir að ný lægð komi upp að landinu sem veldur áframhaldandi hvassri norðaustan- átt, en þessi lægð kemur hingað úr suðaustri frá Skotlándi. Myndaðist yfir Nýfundnalandi Lægðin sem olli óveðrinu hér í gær og í fyrradag var bæði mjög djúp, eða 940 millibör þegar hún varð dýpst í fýrrinótt, og kröpp, það er stutt er á milli þrýstilína og því mikill vindur skammt frá lægðarmiðju. Lægðin myndaðist yfir Nýfundnalandi á föstudaginn. Haraldur Eiríksson veð- urfræðingur á Veðurstofu íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að lægðin hefði verið orðin greinileg á kortum hjá þeim á fóstudagskvöld og hefði þá verið yfir Nýfundnalandi 1.015 millibör. Til að byija með var lítil hreyfing á henni, en hún þokaðist í austurátt og klukkan 6 á laugar- dagsmorgunin var hún komin austur af Nýfundnalandi og var þá 1.012 millibör. Hún stefndi í austnorðaustur og klukkan 18 er hún 1.500 kíló- metra suðvestur af landinu og er eitt þúsund millibör. Þá fer hún að dýpka hraðar og á miðnætti er hún á norð- usturleið og orðin 985 millibör. Sex tímum seinna, eða klukkan 6 á sunnudagsmorguninn, er lægðin 700 kílómetra suður af Vestmanna- eyjum og á hádegi sama dag 500 kílómetra suður af Hornafirði og er þá orðin 970 millibör. Eftir það fer hún mjög hratt í norðurátt og dýpk- ar mikið og klukkan 18 á sunnudag er lægðin yfir suðausturlandi og er orðin 956 millibör. Hún fer norður yfir landið og staðnæmist við norð- austurströndina, þar sem hún er á miðnætti og er þá 945 millibör. Þá átti hún eftir að dýpka enn frekar en talið er að hún hafi orðið 940 millibör þegar hún varð dýpst. Á hádegi í gær var lægðin yfir Grímsey og var þá farin að grynnast aðeins en þá var hún 948 millibör. Hún fer í suðvesturátt yfir vestan- vert landið_ og heldur áfram að grynnast. Áfram verður hvasst af norðri og norðaustri á Vestfjörðum, en seinnipartinn í gær var veður far- ið að ganga niður um austan- og norðanvert landið. Illviðri áfram í dag er því spáð að lægðin haldi áfram í suður yfír vestanvert landi og því verði áfram hvassviðri og snjókoma á Vestfjörðum og um vest- anvert landið. Gert er ráð fyrir að áttin verði norðaustlæg 9—10 vind- stig, ofankoma og skafrenningur en austan kaldi á austanverðu landinu. Lægð er í uppsiglingu suður í hafi sem gert er ráð fyrir að verði jafn- djúp og sú lægð sem er nú yfir land- inu. Reiknað er með að hún verði vestur af Skotlandi í dag og verði í kvöld orðin 940 millibör. Hún fer síðan í norðvestur í átt til landsins og kemur upp að suðurströndinni ef spáin gengur eftir. Á miðvikudag er spáð hvassri norðanátt, snjókomu og skafrenningi og áfram á fimmtudag hvassri norðaustanátt og snjókomu vegna nýju lægðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.