Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 27 AÐSENDAR GREINAR / PRÓFKJÖR Rannveig í 1. sæti á Reykjanesi HVAÐA kröfur gera íslenskir kjósendur til alþingismanna og ráð- herra? Þessari spum- ingu hef ég velt nokkuð fyrir mér og er ljóst að kröfur til ráðamanna þjóðarinnar era sífellt að aukast. Kjósendur gera meiri og meiri kröfur til þingmanna og ráðherra, enda af- koma þjóðarinnar að miklu leyti undir því komin að stjórn þessa lands sé í höndum víð- sýnna, ábyrgra og vit- urra einstaklinga, sem ekki láta stjórnast af eigin hagsmunum eða af vinsælda- samkeppni. Þegar dregur að alþingiskosning- um förum við að huga að vali manna í framboð og verðum þá oftlega að gera upp á milli vel hæfra manna í próf- kjöri. Vandi fylgir ábyrgð hverri og er því mikilvægt að val okkar sé ígrundað af mikilli kostgæfni og af fyllstu ábyrgð. Ég hef ákveðið að styðja Rannveigu Guð- mundsdóttur . félags- málaráðherra í 1. sæti á framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjanes- kjördæmi og tel mig taka þá ákvörðun af mikilli kostgæfni og af fyllstu ábyrgð. Af kynnum mínum af Rann- veigu Guðmundsdóttur hef ég sann- Bjarnþór Aðalsteinsson Rannveig er heiðarleg- ur, gáfaður og víðsýnn vinnuþjarkur, segir Bjarnþór Aðalsteins- son, semhveturtil stuðnings við hana. færst um að þar sé heiðarlegur, víð- sýnn og gáfaður vinnuþjarkur í fram- boði sem ég get treyst í hvívetna. Þá hef ég einnig sannfærst um að Rannveig er gædd slíkum hæfileikum að unnt er að fela henni hvaða starf sem stjómmálamenn kunna að þurfa að takast á við. Hvet ég alla jafnaðarmenn í Reykjaneskjördæmi til þátttöku í prófkjöri Alþýðuflokksins sem fram fer laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. janúar nk. Munið að vandað val vinnur. Höfundur er formaður Alþýðuflokksfélags Mosfellsbæjar. Rannveig langhæfust INNAN tíðar fer fram prófkjör Alþýðu- flokksins í Reykja- nesumdæmi, þar sem valið stendur á milli margra ágætis fram- bjóðenda. Einn þeirra er Rannveig Guð- mundsdóttir núverandi félagsmálaráðherra, sem gegnt hefur ýms- um störfum fyrir sinn flokk og fyrir þjóðina í áratugi og famast vel. Að Rannveig skuli vera orðin ráðherra er engin tilviljun, dugnað- ur og heiðarleiki ásamt góðum gáfum hafa Brynja Pétursdótir fært henni þann frama sem hún hefur hlotið í þjóðfélaginu. Rannveig hefur sýnt það á stuttum ráðherraferli að hún veldur því embætti mjög vel og er sínum flokki til sóma, eins og annars- staðar sem hún hefur komið fram, enda ávallt tagt góðum málum lið. Rannveig er mjög vel máli farin kona, rökföst, málefnaleg og talar ávallt af þekkingu. Af þeim sem valið stendur um í prófkjörinu tel ég Rannveigu langhæfasta til að leiða lista Alþýðu- flokksins í komandi kosningum í Reykjaneskjördæmi og tel ekki á nokkurn hallað, þótt ég haldi slíku fram. Það væri því mikill fengur fyr- ir Reykjaneskjördæmi að fá jafn Rannveig er hæfust, segir Brynja Péturs- dóttir, til að leiða lista Alþýðuflokksins. mikla ágætis manneskju í forastu- hlutverkið. Ég vona og bið að sem allra flestir velji Rannveigu Guð- mundsdóttur í efsta sætið og þá mun vel farnast. Höfundur vinnur að sveitarsljórnarmálum í Garði. Tryggjiim Rann- veigu stuðning Á undanförnum mörgum árum hafa sárafáir Kópavogsbú- ar setið á Alþingi. Svo virðist sem staða Kópavogsbúa innan flokkanna í Reykja- neskjördæmi sé enn frekar slæm, okkar fólk virðist einungis eiga möguleika á þing- sæti hjá krötum. Framundan er opið prófkjör hjá krötum. Einn bæjarbúa, Rann- veig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra, stendur þar í baráttu um fyrsta sæti á listanum, sæti sem ætti að vera öraggt þingsæti. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til þess að fylkja liði og tryggja Rannveigu fyrsta sætið í prófkjörinu. Kópa- vogsbúar hafa til þessa verið frekar rólegir í prófkjöram, en nú er lag til þess að tryggja okkar frambjóð- anda forystusæti á framboðslistan- um. Rannveigu þarf auðvitað ekki að kynna fyrir bæjarbúum. Hún hefur unnið langt og gott starf bæði í bæjarmálum og á Alþingi. Undan- farna mánuði hefur hún gegnt starfí félagsmálaráðherra. Ég hef átt kost á því að hafa mikil samskipti við hana sem félagsmálaráðherra og hafa þau samskipti gengið mjög vel. Rannveig hefur þannig sýnt skilning og áhuga á ýmsum málum sem lent hafa út undan á undan- förnum árum. Hér má nefna rétt- indamál launafólks. íslensk stjórn- völd hafa staðið sig mjög illa í því á undan- förnum áram að full- gilda alþjóðasamninga um réttindi launafólks. Rannveig hefur sýnt þessum málum meiri skilning en fyrri ráð- herrar og hefur lýst því yfir að hún hafi áhuga á að vinna ötullega að þessum málum. Því ber að fagna. Ég er bæði Kópa- vogsbúi og félags- hyggjumaður, en ekki flokksbundinn krati. Ég hef hins vegar þá reynslu af Rannveigu Guðmunds- dóttur að þar fari alvariega þenkj- Tryggjum Rannveigu fyrsta sætið, segir Ari Skúlason, þar fer vand- aður stjórnmálamaður sem hægt er að treysta. andi stjórnmálamaður sem hægt sé að treysta. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að styðja Rannveigu í próf- kjöri Alþýðuflokksins og hvet allt félagshyggjufólk og alla Reyknés- inga til þess að gera það' sama. Tryggjum Rannveigu fyrsta sætið. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Ari Skúlason með heppnina með sér! Helmingur gullpottanna og stór hluti silfurpottanna hefur fallið í Háspennu. Spilaðu þar sem spennan er mest! Hafnarstrœti 3 • Laugavegi 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.