Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ \ I GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson fædd- ist á Flateyri við Onundarfjörð 7. nóvember 1921. Hann varð bráð- kvaddur 2. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur G. Sigurðs- son bóndi og hreppssljóri á Flat- eyri og Valgerður Guðmundsdóttir. Hann átti sex syst- kini. Þau eru Þor- steinn, vélvirki, f. 1. des. 1916, Sigurð- ur, skólasljóri, f. 6. sept. 1918, Guðrún, Ijósmóðir f. 8. ágúst 1920, Elín, verslunarkona, f. 21. ágúst 1923, Guðjón, kaupfélags- sljóri, f. 1. nóv. 1925, og Ásdís, húsmóðir, f. 8. des. 1932. Á lífi eru nú aðeins systurnar Elín og Ásdís. Hinn 1. maí 1949 kvæntist Guðmundur Arnfríði Kr. Arn- órsdóttur, f. 23. des. 1923, í Vill- ingadal á Ingjaldssandi í V-ísa- fjarðarsýslu. Þau eignuðust sex börn: Valgerði, f. 14. júlí 1947, maki Ásgeir Sumarliðason, f. 26. des. 1939; Ólaf G., f. 20. des. 1948, maki Ingibjörg Halldórs- dóttir, f. 29. ágúst 1952; Arnór Kr., f. 30. maí 1950, maki Helga Jónsdóttir, f. 10. jan. 1954; Magnús, f. 14. okt. 1951, maki Hrefna Halldórs- dóttir, f. 21. júní 1951; Guðmund, f. 22. júní 1953, maki Bergrún Bjarna- dóttir, f. 25. apríi 1955; og Sigur- borgu, f. 19. jan. 1958, maki Jón Jens- son, f. 3. okt. 1955. Áður eignaðist hann Grétar, f. 3. des. maki Ásdís f. 4. júlí Eftir að Guð- mundur lauk prófi frá Stýrimanna- skóla íslands 1947 stundaði hann sjómennsku á togurum og síldar- bátum sem stýrimaður og skip- stjóri. Árið 1971 hættir hann til sjós og gerist starfsmaður bæj- arsjóðs Hafnarfjarðar, fyrst við innheimtustörf og síðan sem gjaldheimtusljóri þar til að hann lét af störfum fyrir aldurssakir 1993. Félagsmál lét Guðmundur til sín taka, var í sljórn Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar og sat í stjórn Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Kára í Hafnar- firði í mörg ár. Hann var virkur félagi í Oddfellowreglunni. Guð- mundur var sæmdur heiðurs- merki Sjómannadagsins. Útför Guðmundar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag. HANN Guðmundur Ólafsson frændi minn, eða Mummi eins og hann var kallaður meðal vina sinna, er allur. Sjaldan hefur mér verið meira brugð- ið en þegar Valgerður dóttir hans hringdi í mig að kvöldi annars í ný- ári og færi mér þau sorgartíðindi að pabbi sinn hefði orðið bráðkvaddur fyrr um daginn, því hann var sérstak- lega góður frændi minn og vinur. Ég veit að fleirum en mér hefur orð- ið hverft við þessar fréttir, því okkur sem þekktum Mumma, gat ekki órað fyrir að hann ætti að leggja í ferðina miklu svo snemma sem raun varð. Hann sem var alltaf svo hress og frískur gat bara ekki verið næstur. Eigi má sköpum renna, segir mál- tækið, en ekki höfðu liðið nema fjór- ir dagar frá því ég fékk að vera sam- ferða honum og konu hans Fríðu að jarðarför sameiginlegs vinar okkar, og þáðu þau kaffi hjá mér á eftir og hann var svo kátur og hress þá, eins og hann átti að sér að vera. Við Mummi frændi fæddumst bæði á sama ári, vorurn skírð sam- an, ólumst upp saman og fermdumst saman og vorum alltaf bestu vinir. Mikill samgangur var milli mæðra okkar og fjölskyldna og eru þær margar góðar minningarnar frá sam- verustundunum á æskuárunum á Flateyri. Eftir að við urðum bæði fullorðin og stofnuðum okkar fjöl- skyldur héldum við vinskap okkar sem fyrr og alltaf var Mummi sami góði vinurinn. Aldrei gleymi ég styrknum sem hann gaf mér og hversu mikill vinur hann var í raun þegar ég átti um sárt að binda eftir fráfall Einars, eiginmanns míns, því Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR 'IÓTEL LOFTLEIDIR ekki leið sá dagur að hann ekki hringdi eða hann og Fríða litu inn til mín meðan sorgin var þungbær- ust. Þær voru ekki fáar ferðimar, inn- anlands sem utan, sem við hjónin fórum með þeim Mumma og Fríðu gegnum árin að ógleymdum heim- sóknum okkar til þeirra í sumarbú- staðinn fyrir austan. Alltaf var jafn vel tekið á móti okkur þar og oft glatt á hjalla við spjall um heima og geima, og ósjaldan var tekið í spil. Það er svo margt gleðilegt sem kem- ur upp í hugann þegar allar þessar samverustundir eru rifjaðar upp og vís maður hefur sagt að sorg okkar við fráfall vinar sé vegna þeirrar gleði sem hann áður gaf okkur. Með þessum fáu minningarorðum kveð ég þig, vinur minn og frændi og þakka þér fyrir allt. Megir þú hvíla í friði. Ég votta Fríðu, bömum þeirra, tengdabömum, barnabömum, systr- um hans og henni Boggu frænku, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur öllum styrk. Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því öllu sem Drottin gaf. (Matthías Jochumsson.) Filippía frænka. Það bar brátt að andlát frænda míns Guðmundar Ólafssonar. Ég hafði einmitt hitt hann nokkrum dögum áður við útför föður míns, þá við góða heilsu að mér fannst. Þar ákváðum við að hittast fljótlega heima hjá honum og Fríðu í Hafnar- firði, en af því varð ekki. Þó við Guðmundur séum mikið skyldir þá kynntumst við ekki fyrr en fyrir fáum ámm og þá af hreinni tilviljun. Ég var staddur á Hafnasam- bandsþingi vestur í Bolungarvík og í móttöku hjá bæjarstjóminni þar, þegar snaggaralegur maður vatt sér að mér og segir, við erum frændur. Já, er það segi ég. Já, við mamma þín erum systkinaböm og bömin mín og þú eruð þremenningar. Þetta kom mér svo sannarlega á óvart að hafa ekki vitað af þessum hispurslausa ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 og glaðværa manni að mér varð orð- fall. Við hófum þegar tal saman um sameiginlega frændur og vini og áður en við vissum af var búið að binda það fastmælum að við stæðum fyrir niðjamóti niðja afa hans og ömmu sem voru okkur sameiginleg- ir. Við vorum sammála um að fjöl- skyldur okkar yrðu að þekkjast betur og læra að skemmta sér saman. Undirbúningur fyrir niðjamótið hófst svo fljótlega og var skipulagn- ingin og fundirnir flestir hjá þeim heiðurshjónum Guðmundi og Fríðu á Ásbúðartröð. Það var alltaf hlaðið borð af kökum og öðru góðgæti og mikið spjallað. Þetta niðjamót var svo haldið árið 1989 í Aratungu og tókst sérlega vel. Ekki var það hvað síst fyrir þá miklu gleði sem Guðmundur geislaði út frá sér, en hann var allt í öllu, uppi á sviði að syngja, niðri á gólfi að dansa eða að segja gamansögur. Honum var afskaplega mikið í mun að allt færi vel fram og yrði eftir- minnilegt öllum ættingjunum en þama voru saman komin um 250 ættmenni og makar þeirra. Það er óhætt að segja að þetta tókst allt með ágætum og var ákveð- ið að halda annað niðjamót innan fárra ára. Það niðjamót var síðan haldið í sumar vestur í Hnífsdal og farið víða eins og til Súðavíkur og til Flateyrar þar sem Guðmundur er fæddur og uppalinn. Við söknuðum öll Guðmundar og Fríðu á þessu niðjamóti, sem því miður gátu ekki verið með okkur þarna. Andi Guð- mundar sveif þó yfir vötnunum og mun gera um ókomin niðjamót því hans þáttur við upphaf þessara móta var svo stór og eftirminnilegur að ávallt verður í minni hafður. Ég veit að störf Guðmundar fyrir Hafnarfjörð, þar sem þau Fríða áttu heima, voru mörg og margbreytileg og verða þau eflaust tíunduð af öðr- um sem betur til þekkja. Ég veit af kynnum mínum vegna starfa minna í hafnamefndum í Olafsvík og Kefla- vík-Njarðvík að hans störf í hafnar- nefnd Hafnarfjarðar voru mikils metin. Ég mun ávallt minnast þessa trausta og glaðværa frænda míns með söknuði en jafnframt miklu þakklæti. Kæra Arnfríður og fjölskylda, ég og fjölskylda mín vottum ykkur inni- lega samúð okkar og vonum að Guð veiti ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning Guðmundar Ólafssonar. Kristján Pálsson. í dag kveðjum við Guðmund Ólafs- son. Snöggt kom kallið, vinur hrifínn burt á örskots stund, burt frá sínum nánustu á einu augnabliki, það er sárt. Kynni okkar Guðmundar hófust fyrir 14 árum er hann gerðist félagi í Oddfellowstúkunni nr. 11, Þorgeir. Síðan hafa leiðir okkar legið saman bæði í leik og starfí að þeim félags- málum og nú hin síðari ár hefur samstarf okkar verið náið. Að kynnast mannkostamanni er öllum mjög mikilvægt, það gefur manni möguleika á að breyta sjálfum sér til betri vegar. Sú er reynsla mín af kynnum mínum við Guðmund, því hann var í dýpstu og innilegustu merkingu þess orðs mannkostamað- ur._ Á stund er við kveðjum traustan og góðan vin kemur upp í hugann þakklæti fyrir allar okkar samveru- stundir og ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra Þorgeirsbræðra, þakklæti fyrir vel unnin störf, þakk- læti fyrir vináttu þína og þann kær- leika er þú sýndir okkur öllum. Arnfríði, börnum, tengdabömum, barnabömum og öllu venslafólki sendi ég innilegar samúðárkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Guðjón Oddsson. Það eru fáein orð sem mig langar til að skrifa um hann Guðmund tengdaföður minn þó það sé erfítt vegna þess að þær stundir og minn- ingar sem ég á í bijósti mér um hann Guðmund eru svo margar og góðar að hægt væri að skrifa heila bók. Ég kvæntist dóttur Guðmundar Valgerði Guðmundsdóttur hinn 5. apríl 1968, þau hjónin Guðmundur og Amfríður tóku mér opnum örmum og áttum við saman margar góðar og eftirminnilegar stundir, það má segja að öll þau samskipti og þau ár sem við áttum saman hafi verið mér mjög lærdómsrík og skemmtileg. Kærleikur Guðmundar og hjálpsemi var með eindæmum því hann vildi allt fyrir alla gera. Árið 1975 hófum við smíðar á sumarhúsi ásamt fleirum úr hans fjölskyldu og stendur það við Syðri- Reyki fyrir austan fjall. Samveru- stundirnar sem við áttum í sumar- bústaðnum voru mér sérstaklega eft- irminnilegar þar sem hann stjórnaði framkvæmdum með miklum sóma og glæsibrag. Þar kynntist ég einnig verkum Guðmundar, vandvirkni hans og heiðarleika. Ég kem til með að sakna þeirra samverustunda sem við áttum þar saman og voru þær mér ómetanlegar hvað fróðleik og hæfni snertir. Elsku Guðmuridur, guð blessi minningu þína og vi! ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og geymi ég minningar um þær í mínu hjarta. Elsku Fríða mín, guð gefí þér styrk. Ég votta þér mína dýpstu samúð. Þinn einlægur tengdasonur Ásgeir Sumarliðason. Vegna þess að ég á þess ekki kost að vera viðstaddur þegar elsku- legur afí minn verður lagður til hinstu hvílu, þá langar mig til að koma á framfæri stuttri kveðju og minnast hans. Ég, eins og reyndar við öll sem nú sjáum á eftir afa hverfa á braut, vil minnast hans sem alveg einstak- lega Iífsglaðs og bjartsýns manns. Hann horfði ávallt fram á veginn, tilbúinn að takast á við allt og hafði ávallt svör og skýringar á reiðum höndum ef leitað var til hans og það var líka stutt í kímnina. Sem dæmi um það langar mig að nefna að þeg- ar ég kom nú rétt fyrir jólin frá Noregi til að dvelja hér yfír jólin fór ég í heimsókn til afa og ömmu og fór ég eitthvað að kvarta undan að eiga erfítt með gera mig skiljanlegan þama úti, en þá sagði afí ákveðið við mig: „Heyrðu vinur, ég vil bara ráðleggja þér að vera alls ekki feim- inn að tala við norsarana, en ef þú lendir í einhveijum vandræðum skaltu bara vera kaldur og tala ís- lensku en breyta framburðinum og hafa hann svolítið syngjandi." Þann- ig að ef ég lendi í einhveijum vand- ræðum núna við að gera mig skiljan- legan, þá minnist ég þessara orða hans afa og söngla bara nokkur vel valin orð á íslensku og er ég sann- færður um að það gengur vel. Hann afí var ákafiega atorkusam- ur og vandvirkur maður sem hafði alltaf nóg fyrir stafni og eru þeir ófáir smíðisgripirnir sem liggja eftir hann og bera hans vandaða hand- bragði glögg merki. Afi hafði líka mjög gaman af að skemmta sér og öðrum og fóru þau amma oft á dansleiki og varð mér þá oft á orði við foreldra mína að þau mættu taka afa og ömmu sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Afi var alveg einstaklega barngóð- ur. Hann lagði sig allan fram um að gera öllum börnum vel og finna þeim eitthvað til að hafa fyrir stafni. Þau eru líka orðin mörg börnin sem hann hefur tekið í fangið, gengið með um gólf og sungið í svefn. Sér- staklega fannst mér aðdáunarvert hvemig böm sem fyrir einhveijar sakir voru óvær, róuðust um leið og afí tók þau upp, hélt þeim að sér, gekk um gólf og raulaði. Um leið og þau fundu hlýjuna frá honum fylltust þau svo mikilli ró og trausti að innan skamms voru þau sofnuð. Ég vil minnast elsku afa míns sem manns sem vildi lifa lífinu lifandi og það gerði hann og þannig lifír hann í huga mínum. Elsku amma, frændur, frænkur og aðrir vinir: Ég vil votta ykkur innilega samúð mína og senda ykkur hugheilar kveðjur. Ykkar vinur, Bjarni Guðmundsson. Mig langar til að kveðja elskulegan afa minn með nokkrum orðum og rifja upp nokkrar ánægjustundir sem við áttum saman. Það var mikið áfall að fá þær harmfregnir að hann væri fallinn frá. Það er Ijúf tilfínning að horfa til baka og sjá afa fyrir, hann leit alltaf svo vel út, hraustlegur og léttur í lund. Það var skemmtilegt að umgangast afa og á ég því marg- ar góðar minningar um okkar sam- verustundir. Þegar ég var lítill snáði minnist ég þess þegar ég fór að heimsækja afa minn að þá gekk hann með mig í fanginu og söng fyrir mig. Páll Arnar, sonur minn sem er eins árs fékk einnig að njóta þeirra augna- blika og sofnaði hann í fanginu á langafa sínum. Það voru ófáir göngutúrarnir sem við afí fórum saman þegar ég var lítill strákur og minnist ég þess hve skemmtilegir og hressandi þeir voru. Það var líka núna sl. vor sem við fórum út á Álfta- nes að tína svartfuglsegg og var enga þreytu að sjá á honum afa mínum en ég rúmlega tvítugur var örmagna af þreytu. Það segir mér því talsvert um það hversu mikið hraustmenni hann afi minn var og viljugur til alls sem hann tók sér fyrir hendur. Það leið varia sá dagur að afi væri ekki að aðhafast eitthvað og má með sanni segja að hann hafí verið maður framkvæmdanna. Við áttum einnig góðar samveru- stundir upp í sumarbústað en þar undi afi sér best úti í náttúrunni. Það koma því margir til með að sakna afa þegar farið verður í sumarbú- staðinn. Elsku afi minn ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og það veganesti sem þú gafst mér. Elsku amma mín sem nú sérð á eftir ástkærum eiginmanni þínum, guð gefí þér styrk í þinni miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðmundur Ásgeirsson. í dag kveðjum við elskulegan afa okkar hinstu kveðju. Það er erfitt að ímynda sér að hann sé farinn og að við eigum aldrei eftir að sjá hann aftur. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allar þær stundir sem við höfum átt með þér. Minningin um þig mun ávallt lifa, það munum Við sem feng- um að njóta nærveru þinnar sjá um. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, guð gefi þér styrk til að takast á við lífið án afa. Þín barnabörn, Haraldur, Arnfríður, Sonja, Vigdís, Jens, Hlynur og Bjarki. Með eftirfarandi orðum langar okkur til að kveðja elskulegan afa okkar, „afa á Hvaló“ eins og við kölluðum hann. Eftir að hafa haldið jólin og fagnað nýju ári með afa okkar fengum við þær sorgarfréttir á öðrum degi nýja ársins að hann væri fallin Sorgin varð allsráðandi í hugum okkar og setti mark sitt á okkar daglega líf, því samverustund- ir okkar höfðu verið margar og skemmtilegar. Það var því erfitt að trúa þessum fréttum því afi var alltaf svo hraust- ur og glaðlegur að sjá. Afi var mik- ill athafnamaður og hafði hann alltaf eitthvað fyrir stafni, hann var dríf- andi og vildi láta verkin ganga. Uppi í sumarbústað leið afa alltaf jafn vel annaðhvort við smíðar eða garðrækt og í faðmi fjölskyldunnar. Þær stund- ir sem við áttum saman bæði í sumar- bústaðnum og á aðfangadagskvöld verða okkur ávallt í fersku minni og komum við til með að sakna þeirra mikið. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allar þær ánægjustundir sem við átt- um saman og það veganesti og þann fróðleik sem þú lést af þér leiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.