Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALDIMAR INDRIÐASON + Valdimar Indr- iðason fyrrver- andi alþingismaður fæddist á Akranesi 9. september 1925. Hann lést á heimili sínu á Akranesi 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Indriði Jóns- son vélstjóri, f. 2. 2. 1899, d. 20. 1. 1933, og Vilborg Þjóðbjarnardóttir, f. 2. 1. 1902, d. 12. 7. 1984. Valdimar var eldri sonur þeirra hjóna, en bróðir hans er Oskar, vagnstjóri hjá SVR. Hálfsystir þeirra af síðara hjónabandi Vilborgar er Sigríð- ur Kristjánsdóttir röntgen- tæknir, búsett í Garðabæ. Arið 1958 kvæntist Valdimar eftirlifandi eiginkonu sinni- Ingibjörgu Ólafsdóttur, B. Björnssonar ritstjóra á Akra- nesi, f. 1895, d. 1959, og konu hans Ásu Ó. Finsen, f. 1902, sem nú býr á dvalarheimilinu Höfða. Börn Valdimars og Ingi- bjargar eru: 1) Indriði prent- ari, f. 1948, kona hans er Sigur- laug Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn, Sigfríði, Ingi- björgu og Valdimar. 2) Asa María menntaskólakennari, f. 1950, gift Svavari Haraldssyni og eiga þau tvo syni, Valdimar og Ólaf Má. 3) Ingveldur, f. 1954, d. 1991, eftirlifandi mað- ur hennar er Lúðvík Ibsen Helgason og eru börn þeirra þijú, Þórir Björn, Vilborg og Ingólfur. Blómastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ötl kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. Valdimar var verksmiðjustjóri hjá Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness hf. 1956-60 og fram- kvæmdastjóri sama fyrirtækis frá 1960-91. Hann var bæjarfulltrúi á Akranesi 1962-86, forseti bæjarsljórn- ar 1977-84 og sat í bæjarráði 1970-74 og 1978-83. Hann var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vesturlandskjördæmi frá 1979 og þingmaður 1983-87. Valdimar gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í stjórn menn- ingarsjóðs Akraness, í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi, í stjórn Landsambands íslenskra útvegsmanna, í stjórn Félags íslenskra fiskimjöls- framleiðenda, var stjórn- arformaður Skallagríms, í stjórn Lífeyrissjóðs Vestur- lands frá stofnun, í stjórn Sögu- félags Borgarfjarðar frá stofn- un og formaður frá 1985, í rit- nefnd um sögu Akraness, sem út kom 1993, og var formaður' bankaráðs Utvegsbanka Is- lands. Þá tók Valdimar virkan þátt í félagsstarfi á Akranesi, var m.a. formaður slysavarnar- deildarinnar Hjálparinnar, for- maður Lionsklúbbs Akraness og starfaði með Oddfellow- reglunni. Utför Valdimars verður gerð frá Akraneskirkju í dag. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? Og ljóðin er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð... ? Þessar ljóðlínur úr „Söknuði" Jóhanns Jónssonar sátu fastar í kollinum eftir að við fengum fregn- ina um andlát afa Valda. Það er nefnilega að svo mörgu að spyija á slíkri stund, þó sumu sé vandsvar- að. En allt þurfum við víst að sætta okkur við, því þrátt fyrir allar spurningar er aðeins eitt víst í henni veröld — einhvern tímann yfirgef- um við öll þessa jörð. En stundum er fyrirvarinn bara svo skammur, og við sitjum eftir með heilmargar spurningar og enn færri svör. En engu að síður er margs að minnast og margt til að segja frá. Afi Valdi er einn yndislegasti maður sem við systkinin höfum kynnst. Alla okkar bamæsku og fram til síðasta dags fengum við notið ástúðar hans og hlýju, vin- skapar og væntumþykju, og minn- ingamar um okkar mörgu og góðu samverustundir munum við ávallt geyma eins og gull í huga okkar. Það var gott að eiga hann að og við emm virkilega stolt af því að hann'var afinn okkar. Þegar við vomm lítil gistum við stundum niður á Háteig hjá ömmu og afa, og þá var oft gott að kúra lítinn kropp hjá afa sínum fyrir framan sjónvarpið og hafa það notalegt eftir langan dag. Og ekki síðra var að sitja í eldhúsinu hjá þeim ömmu, borða rabarbaragraut og spjalla um heima og geima og jafnvel hnoða saman einni fer- skeytiu. En einna bestar vom stundirnar sem við áttum uppi í Ölver á sumrin. Ýmist við öll systk- inin saman, með frændsystkinum okkar eða sitt í hvoru lagi. — Að vera þar í kyrrðinni, labba út að stóra steininum, grilla á pallinum, fylgjast með pöntunum hans afa vaxa og dafna og spila rommý fram á nótt... það jafnast ekkert á við það. Ó hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna, minning, hrópandi rödd, Ó, dvel! Minningarnar em óteljandi, ljúf- ar og góðar, og gott að geta lýst upp með þeim þegar dimmir í líf- inu. Og þó afi háfi kvatt þessa jörð mun minning hans alltaf lifa með okkur, minningin um einstaklega ljúfan, góðan, glettinn og stórkost- legan mann sem svo sannarlega hafði áhrif á uppvöxt okkar og þroska með áhuga sínum á við- fangsefnum okkar og góðum leið- beiningum um lífið og lífsins gang. Alltaf var hann okkur innan handar sama hvað bjátaði á, og hvort held- ur á gleði- eða sorgarstundu. Hann var svo góður afi, og fyrir tæpu ári varð hann einnig stoltur og góð- ur langafi. Okkur eru nú ofarlega í huga síðustu samverustundir okkar með honum. Það var um áramótin, þeg- ar þau amma voru hjá okkur á Fumgrundinni. Við vomm öll í svo góðu skapi, og á meðan við og pabbi fórum út að skjóta upp flugeldum voru afi og amma inni. Hann hélt á litla langafabarninu sínu, Ing- veldi, í fanginu nær allan tímann meðan við vorum að skjóta upp, sýndi henni ljósin út um gluggann og talaði blíðlega við hana. Hann vildi ekki sleppa henni fyrir nokk- um mun, þó hann hefði ekki mikinn kraft til að halda á henni. Hann varð að fá að passa hana og knúsa hana. Hann varð. Og það varð þeirra síðasta knús. Við hittumst öll þarna til að kveðja gamla árið og fagna því nýja. En við höfðum ekki hugmynd um að þetta kvöld vomm við líka að kveðja afa Valda í hinsta sinn. Blessuð sé minning hans. Elsku amma, megi Guð blessa þig og varðveita og veita þér styrk á þessum erfiðu tímum. Söknuður okkar allra.er mikill-og stórt skarð er höggvið í fjölskylduna. En • við vitum að blessun Guðs og styrkleiki hans mun hjálpa okkur öllum að líta fram á bjartari veg, og njóta þess að lifa upp á nýtt. Og eyðileik þrangið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar? ... Ó hvar? Ingibjörg Indríðadóttir, Sigríður Indriðadóttir, Valdimar Indriðason. í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Akraneskirkju einn mesti at- hafnamaður hér á Akranesi um áratuga skeið. Maður sem setti svip sinn á umhverfí sitt með þátttöku í atvínnulífi og margþættum félags- störfum. Valdimar unni fæðing- arbæ sínum og vildi vöxt hans sem mestan og sparaði ekki krafta sína til þess að leggja sitt lóð á vogar- skálarnar til eflingar bæjarlífínu. Hann var öðrum fremri varðandi þekkingu á sögu staðarins og hann miðlaði af þessari þekkingu í ógleymanlegum gönguferðum um bæinn með hópa sem nutu leiðsagn- ar hans í ríkum mæli. Ungur aflaði hann sér hagnýtrar menntunar, lauk námi frá Vélskóla íslands 1949. Hann var vélstjóri á togurunum Bjarna Ólafssyni og Akurey á árunum 1949 til 1956, en tók við verksmiðjustjórn Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness 1956. Hann gerðist framkvæmda- stjóri fyrirtækisins 1960. í stjórn- artíð hans í Síldarverksmiðjunni efldist fyrirtækið og stækkaði og 1971 keypti verksmiðjan Heima- skaga hf., myndarlegt frysti- og fiskvinnsluhús. Þessu öfluga fyrir- tæki stjórnaði Valdimar til ársins 1991. Hann var mikilvirkur og virt- ur stjómandi. Undir hans stjóm Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. MS. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 voru miklar endurbætur og fram- þróun hjá fyrirtækinu sem rak jöfn- um höndum loðnuskip, vertíðarbáta og togara. Upp úr 1970 voru ísfísk- togararnir að ryðja sér til rúms um land allt. Til að Akurnesingar gætu tekið þátt í þeirri framþróun var samvinna útgerðaraðila á staðnum aðkallandi nauðsyn. Krossvík hf. var stofnuð árið 1972 af Akranes- kaupstað og fjórum útgerðar- og fiskvinnslustöðvum á staðnum, Haraldi Böðvarssyni, Heimaskaga, Haferninum og Þórði Óskarssyni. Þessi samvinna skapaði öruggari vinnu í frystihúsunum en hafði þekkst. Samvinnan kallaði mikið á samstarf þessara fjögurra aðila sem stjórnuðu fyrrnefndu fyrirtæki. Ekki ætla ég að segja að alltaf hafi verið logn og blíða í þessum samskiptum, enda oft hart í ári þá engu síður en nú. En víst er að þessir fjórir aðilar sem stóðu að rekstri fyrrgreindra fyrirtækja kynntust vel í gegnum þennan rekstur og bundust böndum sem skilja eftir sig ógleymanlegar minn- ingar. Valdimar hafði þann góða eigin- leika að vera flinkur samningamað- ur. Hann fékk menn til að slá á létta strengi og átti auðvelt með að kitla hláturtaugarnar. En Valdi- mar gat líka verið harður í hom að taka og þegar á móti blés og allar dyr virtust vera lokaðar sagði hann gjarnan: „Maður verður að herða sig, rífa sig upp til að ná baráttukrafti og þannig næst árangur.“ En hann hafði líka þann eiginleika að vera sveigjanlegur þegar hann taldi það vera rétta leið til að ná settu marki. Þessa skap- gerðareiginleiká má án efa rekja til bernsku hans. Hann missti bam- ungur föður sinn í hörmulegu sjó- slysi. Móðir hans var dugleg og stolt kona og barðist með börnum sínum fyrir framfærslu heimilisins. Þessi lífsreynsla kenndi honum að viljinn er mikið afl þó fjármunir séu ekki til staðar. Valdimar var um 5 ára skeið formaður Félags íslenskra botn- vörpueigenda og varaformaður Landssambands íslenskra útvegs- manna um árabil. Á sama tíma og hann stjórnaði stóm fyrirtæki var hann um 24 ára skeið forystumaður í bæjarmálum á Akranesi og þing- maður eitt kjörtímabil. Hann átti miklum vinsældum að fagna meðal bæjarbúa. Það lýsti sér í gegnum margar kosningar til bæjarstjórnar, enda lét hann sér annt um velferð fólksins. Spor hans liggja víða í félagsstörfum og menningarmálum og sanna best hversu mikill afkasta- maður hann var. Ungur gekk hann sín mestu gæfuspor þegar hann gekk að eiga skólasystur sína, Ingi- björgu Óiafsdóttur. Hún er góð kona og mikilhæf og var manni sín- um það skjól og skjöldur sem flestu er dýrmætara í ólgusjó lífsins. Þau hafa gengið saman í gieði og þung- um sorgum sem einn maður. Eg sendi Ingibjörgu og börnum þeirra ásamt fjöiskyldum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Valdimars er minnst með virðingu og innilegri þökk fyrir störf sín í þágu Akurnes- inga. Haraldur Sturlaugsson. Þegar að kveðjustund kemur milli tilverustiga er oft mjög erfitt að sætta sig við gang mála. Nú þegar Valdi mágur minn kveður er víða sár sorg í hjarta en um leið er mikið þakklæti í huga að hafa verið þeirrar náðar aðnjótandi að hafa fengið að hafa hann sér við hlið á lífsleiðinni. Fyrst og fremst er það Ingibjörg sem sér á eftir lífsförunaut sem i ~ i i t y 1 ^mssar \ á leiði I viparlit og máloSir Mismunandi mynsnjr, vönduo vinna. Simi 91-35929 og 35735 ekki var hægt að hugsa sér betri þó mætti panta hann eftir for- skrift. Börnin sem vissu af stuðn- ingi og kærleika fyrir sig og fjöl- skyldu sína bæði í gleði og sorg. Tengdamóðir sem átti hann að sem son sem umvafði hana í kærleika frá fyrstu tíð. Systkini sem nutu leiðsagnar hans bæði sem bróður og oft og tíðum eins og föður því hann tók fljótt ábyrgð á uppeldis- heimiii sínu. Tengdabróðir sem einnig naut hans sem bróður frá fyrstu árum hans í fjölskyldunni. Fjölskyldur þessara systkina og tengdabróður fengu svo öll að njóta krafta hans og kærleika á meðan lífsneisti hans entist. Mörgum finnst þetta kannski oflof en í mínum huga er það ekki. Valdimar Indriðason var einstakur maður. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mágkona hans í rúm- lega 41 ár. Ég var aðeins 16 á_ra þegar ég bast fjölskyldu hans. Ég var þroskalítil, örgeðja, tilfinninga- rík og fljóthuga, þess vegna oft misskilin en aldrei í þessi 41 ár hef ég fengið styggðaryrði frá Valda eða Ingibjörgu en alltaf verið studd til að taka rétt á málum. Mig langar að rifja upp fyrstu kynni mín af þeim bræðrum. Ég vann á matsölustað þar sem togar- arnir fá Akranesi fengu mat fyrir áhöfnina þegar skipin voru í slipp. Einn daginn þegar ég var nýbyrj- uð á þessum vinnustað opnaðist bakhurðin og inn gengu að mínu mati, þeir falleg'istu og myndarleg- ustu menn sem ég hafði séð. Það voru fleiri en ég sem varð starsýnt á bræðurna og upphófst karp um hvor væri eftirsóknarverðari, sá eldri eða yngri. Ég kaus þann yngri en samstarfskona mín þann eldri. Var gleði gerð úr þessu. Ég kynnt- ist þá fljótt kímnisglampanum í augum Valda og átti eftir að njóta margra gleðistunda í návist hans en aldrei særði hann. Ég fékk ung að sigla með þeim bræðrum og kynntist þá vel þeirri handleiðslu og kennslu sem hann gaf bróður sínum. Seinna fékk ég að fara í veiðitúr og siglingu með togaranum Víkingi en þá var Valdi orðinn fram- kvæmdastjóri skipsins. Mér þótti mjög gaman að sjá og heyra hversu mikillar virðingar hann naut hjá skipvetjum um borð. Þó að þeir væru við skál heyrði ég aldrei nei- kvætt orð til hans. Sorgin kvaddi fljótt dyra hjá Valda, bróður hans Oskari og móð- urinni Vilborgu Þjóðbjarnardóttur. Indriði, faðirinn og eiginmaðurinn, fórst með mb. Kveldúlfí 20. janúar 1933. Þessi mikli sorgarviðburður setti svip sihn á allt líf þeirra mæðg- ina. Valdi var aðeins 7 ára gamall en bróðir hans 2 ára. Þeir áttu sama afmælisdag bræðurnir og virtist þessi ungi 7 ára drengur leggja á sig ábyrgð gagnvart bróður sínum ogmóður. Yngri bróðirinn fékk löm- unarveiki og þurfti mikla natni og erfíði til að bjarga honum úr þessum veikindum en Valdi virtist taka að sér stórt hlutverk í þeim málum. Móðirin veiktist mjög hættulega eftir missi manns síns og varð aldr- ei heil eftir það. Hún studdist alla ævi við kraft þessa sonar síns. Hjálp barst þessum mæðginum. Kristján Þorsteinsson var seinni maður Vil- borgar. Hann gaf allt sem hann átti, bæði kærleika og þann auð sem hohum var kleift að komast yfir. Með honum eignaðist Vilborg Sig- ríði Kristínu eða Siddý eins og hún er kölluð. Þetta var mikil hamingja fyrir alla fjölskylduna og veit ég að Valdi hugsaði einnig um hana sem bæði litlu systur og einnig sem ábyrgðarmaður um hennar líf eins og faðir. Ingibjörg Ólafsdóttir var sá lífs- förunautur sem Valdi kaus sér. Þar fínnst mér að Guð hafi verið góður við Valda því alla tíð hefur Ingi- björg staðið eins og klettur við hlið hans í mjög fjölbreyttu lífi. Líf þeirra hefur einkennst af krafti og þroska. Valdi tók að sér mörg ábyrgðarstörf og ekki var alltaf, því miður, honum sýnd sanngirni eða réttlæti. Við sáum að á stundum átti hann bágt með að sætta sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.