Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 11
Læknadeild
Þriðjungur
að reyna í
fyrsta sinn
INNAN við þriðjungur læknanem-
anna 33 á fyrsta ári, sem fá að
halda áfram námi í læknadeild HÍ
að þessu sinni, er að reyna við sam-
keppnisprófin í fyrsta sinn. Segir
Helgi Valdimarsson deildarforseti
að rúmlega tveir þriðju þeirra sem
komust áfram að þessu sinni séu að
reyna í annað, þriðja og jafnvel sjötta
sinn.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
í síðustu viku að 33 nemendur hefðu
komist áfram vegna þess að fjórir
nemendur höfðu meðaleinkunnma
8,33. Háskólaráð ákvað á sínum
tíma að 30 nemendur mættu stunda
nám í deildinni. Var einkunnin 8,33
sú þrítugasta lægsta að þessu sinni
en þar sem ekki er heimilt að varpa
hlutkesti til að velja milli nemend-
anna fjögurra, sem hiutu sömu ein-
kunn, var sú ákvörðun tekin í lækna-
deild að hleypa þeim áfram, en ekki
í háskólaráði eins og hermt var í
blaðinu.
Helgi segir að fjöldi þeirra sem
þreyttu samkeppnisprófið í ár sé vel
á annað hundrað og hafi margir
farið fram á að farið verði aftur
yfir próf þeirra. Segir Helgi að það
verði gert og reynist einhver annar
nemandi hafa náð 8,33 verði honum
hleypt í gegn, venju samkvæmt.
Biskupinn
vísiterar
BISKUP íslands, herra Ólafur
Skúlason, vísiterar nú Reykja-
víkurprófastsdæmi vestra. Þetta
mun vera í fyrsta sinn í 200 ár,
sem biskup Islands vísiterar
þetta prófastsdæmi og messaði
hann í Dómkirkjunni á sunnudag.
----» ------
Próflausir á
ómerktum
sleðum
LÖGREGLAN hafði mikil afskipti
af vélsleðamönnum um helgina.
Talsvert var um að menn ækju rétt-
indalausir á númerslausum sleðum.
í gærmorgun var vélsleða stolið frá
fyrirtæki við Smiðshöfða.
Á sunnudag þurftu lögreglumenn
fjórum sinnum að hafa afskipti af
akstri vélsleða. Tvisvar voru rétt-
indalausir ungir menn stöðvaðir í
akstri á númerslausum vélsleðum á
Ártúnsholti og fjarlægja þurfti vél-
sleða af vettvangi með dráttarbif-
reið eftir að réttindalaus maður á
óskráðum vélsleða hafði verið að
gera sér það að leik að aka innan
um fólk á skautum á Rauðavatni.
Um helgina bar talsvert á kvörtun-
um fólks vegna aksturs vélsleða við
Rauðavatn. Óku vélsleðamenn m.a.
yfir viðkvæman gróður. Þá kvört-
uðu hestamenn nokkuð yfir tillits-
leysi vélsleðamanna á reiðleiðum
ofan við borgina.
FRÉTTIR
Bíll féll fjóra
metra niður af brú
ÖKUMAÐUR slapp ótrúlega lítið
meiddur þegar bíllinn sem hann
ók féll niður af brú í Kópavogi
síðdegis á sunnudag.
Bílnum var ekið suður Hafnar-
fjarðarveg og lenti á vegriði sem
er á brúarstólpa á brúnni yfir
Kársnesbraut vestan megin. Bíll-
Morgunbiaðið/Júiíus inn klifraði upp eftir vegriðinu og
BILLINN sem fór fram af brúnni yfir Kársnesbraut er mikið fór síðan fram af. Bíllinn féll niður
skemmdur, ef ekki ónýtur, en ökumaðurinn slapp ótrúlega vel. á grasflöt sem er í halla og end-
aði á þakinu á gangstétt sem er
samsíða Kársnesbraut. Bíllinn
endaði um 14 metrum frá brúnni
og er fallið um fjórir metrar.
Konan, sem ók bílnum, var kom-
in út úr honum þegar lögreglan
kom að. Hún var flutt á slysadeild
en fékk að fara heim að skoðun
lokinni. Bíllinn er mjög mikið
skemmdur, ef ekki ónýtur.
pu
1
BLAOSIIMS I DAG UM
PITT SRARIFÉ?
Verðbréfasjóðir Skandia bjóða fjölbreyttar
leiðir tíl að ávaxta sparifé þitt
\Ierðbréfasjóðir Skandia eru góður kostur
fyrir þá sem vilja spara markvisst og
jjárfesta til lengri eða skemmri tíma.
Þegar þú jjárfestir í verðbréfasjóðum
Skandia getur þú verið viss um að alltaf er
leitast við að ná hœstu ávöxtun
sem mögulegt er, án þess að mikil vN >
áhætta sé tekin með peningana þína. *
Á áiinu 1994 nam munávöxtun sjóða Skandia
aUtaðll.1%.
Skandia býður upp á 5 sjóði sem hver
um sig er sniðinn að mismunandi
þörfum jjárfesta: Kjarabréf Tekjubréf
Markbréf Skyndibréf og Fjölþjóðabréf.
Ráðgjafar Skandia eru ávallt reiðu-
búnir til að leiðbeina þér við val
á rétta verðbréfasjóðnum jýrir þig.
Tryggðu þér góðar fréttir i blaðinu
á morgun og jjárfestu i verðbréfa-
sjóðum Skandia.
*
Skandia
Löggilt veröbrófafyrirtæki • Laugavegi 170 Simi • 56197 00
Fjárfestingarfélagið Skandia hf er alfarið í eigu Skandia