Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 33 við þann ljóta hildarleik sem stjórn- málamenn heyja, en aldrei hall- mælti hann samt svo ég heyrði. Með Ingibjörgu eignaðist hann þrjú börn. Indriða, Ásu Maríu og Ing- veldi. Þau hafa öll veitt þeim mikla gleði og fjölskyldur þeirra. „Á með- an hjörtun sofa býst sorgin heiman að og sorgin gleymir engum.“ Ingi- björg og Valdi urðu fyrir þeirri miklu sorg að standa við hlið yngsta barnsins í stríði hennar og fjöl- skyldu hennar við illvígan sjúkdóm sem leiddi hana til brottfarar úr jarðlífinu. Á þessu tímabili sá ég þann mesta dugnað og æðruleysi í einni fjölskyldu sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Þessi tími lifir í huga mér sem fagur og göfugur því svo voru allir samhentir um að gera sitt besta til aðstoðar. Auðvitað var það tengdasonurinn, Ingibjörg og Valdi, sem báru mestan þungann á þessum baráttutímum og hefur það eflaust gengið nærri þreki þeirra. Líkamsþrek Valda var minna en við vonuðumst eftir og nú er hann kominn til heima foreldra sinna og dóttur. Aftur kynntumst við göfug- mennsku Ingibjargar á þessum erf- iðu tímum. Ég dáist að henni og bið Guð um að blessa hana og leiða á þessum sáru tímamótum. Ég bið Guð um að styrkja börn hennar, tengdabörn, barnabörn, barna- barnabarn og móður. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera sam- ferða fjölskyldunni allri. Selma Júlíusdóttir. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. (Nico) Það kom mér mjög á óvart er hringt var til mín um áttaleytið að morgni þess níunda janúar sl. og mér tjáð að Valdimar Indriðason vinur minn hefði látist þá fyrir skammri stundu á heimili sínu. Öll vissum við að hann hafði ekki geng- ið heill til skógar um nokkurt skeið, en hann hafði nýlega gengist undir alvarlega hjartaaðgerð, sem hann virtist þó ætla að komast vel frá. Hann var bjartsýnn og jákvæður, er hann sagði mér að nú væri búið að kalla hann til endurþjálfunar á Reykjalundi 15. janúar og hlakkaði til að takast á við það sem þar færi fram, fullviss um að þá myndi batinn taka stökk upp á við svo að hann gæti tekist á við lífið eins og áður. Fyrstu kynni okkar Valdimars urðu haustið 1941 er við urðum skólafélagar í Flensborgarskóla í Hafnarfírði, en þangað hafði hann komið til að leita sér frekari mennt- unar, sem þá var ekki enn mögulegt í hans heimabæ, Akranesi. Þarna vorum við saman einn vetur og tókst þá þegar með okkur góður kunnings- skapur. Eftir þennan vetur skildu leiðir og Valdimar hvarf til síns heima til frekari undirbúnings undir lífsstarfið, eins og ungra manna er siður. Næst bar fundum okkar saman er við urðum aftur skólafélagar árið 1946 í nýjum og glæsilegum skóla sjómannastéttarinnar, hann í Vél- skóla íslands, en ég í Stýrimanna- skólanum. Þarna endurnýjuðum við fyrri kynni og eftir það vissum við ætíð hvor af öðrum. I byijun árs 1955 kom ég til Akraness til að taka við skipstjórn á nýsköpunartogaranum Akurey, sem Bæjarútgerð Akraness hafði fest kaup á í Reykjavík. Þar var Valdimar þá yfírvélstjóri skipsins og urðu með okkur fagnaðarfundir og vinátta sem hefur þróast alla tíð síð- an og orðið meiri og dýpri eftir því sem árin hafa liðið. Það var ekki ónýtt fyrir ungan skipstjóra að hafa sér við hlið vel menntaðan og reynsluríkan vél- stjóra, enda tókst þá strax með okk- ur mjög góð samvinna er haldist hefur æ síðan. Valdimar var mjög félagslyndur maður, glaður og reifur á góðri stundu og kunni vel að laða að sér menn til góðrar samvinnu, bæði í MINNINGAR leik og starfi, maður með meðfædd- an hæfíleika til mannlegra sam- skipta. Því miður naut ég hans ekki við sem vélstjóra nema í rúmt ár, en þá varð hann verksmiðjustjóri hjá Síldar- og fískimjölsverksmiðju Akraness og síðar framkvæmda- stjóri þess sama fyrirtækis til ársins 1991. Valdimar var eins og áður er sagt mikill félagsmálamaður. Hann sat í bæjarstjórn Akraness árin 1962- 1983, var varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Vesturlandskjördæmi frá 1979 ogþingmaður 1983-1987. Hann var einnig kjörinn til ýmissa annarra trúnaðarstarfa, enda traust- ur, öruggur og sérlega tillögugóður félagsmaður. Við gengum báðir ung- ir til liðs við Oddfellowregluna og höfum átt þar alla tíð mjög gott samstarf, sem ekki hefur borið skugga á í hartnær 40 ár. Eftirlifandi eiginkona Valdimars er elskuleg vinkona okkar Ingibjörg Ólafsdóttir Björnssonar ritstjóra. Þau eignuðust þijú börn, Indriða prentsmiðjustjóra, Ásu Maríu kenn- ara og Ingveldi bankaútibússtjóra sem er látin. Kæra Ingibjörg, við hjónin send- um þér og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og erum þess fullviss að sá sem öllu ræður mun styrkja ykkur og styðja öll um ókomin ár. Blessuð sé minning mæts vinar og félaga. Elín og Kristján Kristjánsson. Við fráfall Valdimars Indriðason- ar munu margir sakna vinar í stað og verða þess áskynja, að nú er stórt skarð fyrir skildi, þar sem áður fór góður drengur og höfðingi í sjón og raun. Ég veit, að hans verður minnst af mörgum samferða- mönnum, því að hann kom víða við sögu til sjós og lands í heimahéraði og víðar. Hann var borinn og barn- fæddur Akurnesingur og óx upp á þeim stað, sem breyttist á skömm- um tíma úr fámennu kauptúni í fjöl- mennan og blómlegan kaupstað. Þar vann hann sitt ævistarf og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. bæjarfulltrúa og foreta bæjarstjórn- ar. Fundum okkar Valdimars bar fyrst saman, þegar búið var að gera Vesturland allt að einu kjördæmi frá Hvalfírði í Gilsfjörð árið 1959. Var hann þá sem jafnan í forustu- sveit sjálfstæðismanna á Akranesi. Það reyndist erfítt verk og vanda- samt að ná samstöðu um val fram- bjóðenda á lista til alþingiskosninga. Margs konar ágreiningsefni þurfti að leysa, svo sem raunar verða vill enn í dag. En Valdimar var slíkur maður, að hann hlaut að verða orð- aður við framboð til Alþingis fyrr eða síðar. Hann varð varaþingmaður fyrir Vesturlandskjördæmi 1979 og þingmaður 1983-1987. Frá þeim árum er margs að minnast. Það var ómetanlegt að hafa við hlið sér á Alþingi mann, sem þekkti svo vel til alls, er laut að sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða. Og það var mjög mikilvægt fyrir þingflokk sjálfstæðismanna að njóta krafta og kunnáttu Valdimars. Sérstakar þakkir er mér ljúft og skylt að flytja Valdimar fyrir þau skipti, er hann kom inn á þing sem varamaður minn. Þá stóð hann sem klettur úr hafínu á hveiju sem gekk og reyndist mér drengur hinn besti og traustur samheiji í hvívetna. Margar ferðir fórum við saman um Vesturland á öllum tímum árs. Þau ferðalög urðu ógleymanleg og hjálpuðu okkur tii að kynnast betur lífsháttum og högum fólksins, sem hafði falið okkur að fara með um- boð sitt á Alþingi. Eitt sinn um hásumardag komum við að Hellnum á Snæfellsnesi. Ferðinni var heitið til Borgamess með viðkomu í Laug- argerði. Matthías í Gíslabæ vildi endilega bjóða okkur í róður. Við slógum til, þó að tími væri naumur. Farið var í svo sem hálftíma róður fram undir Göltinn og komið að landi með 27 fiska að mig minnir, sem við veiddum á handfæri. Síðan var ferðinni fram haldið. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi, sem fyllti hugann gleði yfir því, að þrátt fyrir allt værum við þó að reyna að vinna eftir bestu getu fyrir lífvænlegt byggðarlag og gott fólk með ríka sjálfsbjargarviðleitni. Valdimar var skemmtilegur ferðafélagi, árrisull og ötull, og áhugasamur um sögu lands og þjóðar og velferðarmál vinnandi fólks. Hann átti fallegt heimili á Akranesi, þar sem alltaf var hægt að kveðja dyra og njóta gestrisni og hollráða. Að leiðarlokum kveð ég góðan vin og_ samstarfsmann þakklátum huga. Ég og fjölskylda mín sendum frú Ingibjörgu og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjiir og árnað- aróskir á komandi tímum. Friðjón Þórðarson. Fleiri minningargreinar um Valdimar Indriðason bíða birt- ingar og munu birtast hér í t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUNIMAR TÓMAS JÓNSSON, Hjarðarhaga 33, lést á heimili sínu mánudaginn 16. janúar. Signý Hermannsdóttir, börn og barnabörn. t Sambýlismaður minn, faðir og tengdafaðir, EINAR STEFÁN SIGURÐSSON, Hólabraut 18, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli sunnudaginn 15. janúar. Hulda Guðnadóttir, Sigurður Einarsson, Birna Jóhannsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, HELGI EINARSSON, Rauðalæk 45, lést föstudaginn 13. janúar. Jarðarförin ákveðin síðar. Kristín Friðriksdóttir, Björg Helgadóttir, Oddný Helgadóttir, Kristján Sigurðsson, Erla Helgadóttir, Haraldur Eyjólfsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ÞORLEIFUR KRISTJÁNSSON verkstjóri, Seljahlíð, (áður Hrefnugötu 7), lést 13. janúar í Borgarspítalanum. Útför hans verður gerð frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.30. Svava Lárusdóttir, Ragnheiður Karlsdóttir, Örn Árnason, Svala Karlsdóttir, Jón Þórðarson, Hafdis Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengda- faðir, LOFTUR ÁMUNDASON eldsmiður frá Sandlæk, til heimilis á Hlíðarvegi 23, Kópavogi, sem lést 10. janúar, verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 18. janúar kl. 1 5.00. Ágústa Björnsdóttir, Halla Lovísa Loftsdóttir, Völundur Þ. Hermóðsson, Páll Gunnar Loftsson, Hrönn Benónýsdóttir, Ámundi Hjálmar Loftsson, Unnur Garðarsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengamóðir og amma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, Norðurbraut 4, Höfn, Hornafirði, andaðist á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Útförin ferfram frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 19. janúarkl. 14.00. Sigfús Benediktsson, Ásþór Guðmundsson, Elín Helgadóttir, Benedikt Sigfússon, Ólöf Gunnarsdóttir, Guðbjörg Sigfúsdóttir, Jón Gunnsteinsson, Ásta Sigfúsdóttir, Oddur Sveinsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR B. ÞORSTEINSSON Miðvangi 137, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 13. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.30. Hanna Kristín Pálmarsdóttir, Pálmar Sigurðsson, Arndis Heiða Einarsdóttir, Gisli Sigurðsson, Jóna Guðmundsdóttir, Rakel Sigurðardóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÁRNI KRISTMUNDSSON, Skipasundi 30, lést á heimili sínu 14. janúar. Jarðarförin verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 23. janúar kl. 13.30. Fyrir mína hönd, barna og barnabarna, Steinunn Jónsdóttir. * t Systir okkar, LILJA JÖRUNDSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu 11. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.30. Systkini hinnar iátnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.