Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 17 VIÐSKIPTI Hlutabréf Gengisfall hjá Evró-Disnev París. Rcuter. 4—* ** HLUTABRÉF í skemmtigarðinum Evró-Disney hríðféllu fyrir helgi í verði, þar sem fyrirtækið hefur verið tekið út úr CAC-40 vísitölu gæðaverðbréfa í kauphöllinni í Par- ís. Við það lækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um rúmlega 10% í 10.35 franka eða tæplega tvo doll- ara. Félag franskra kauphalla, SBF, tilkynnti að Evró-Disney og tveim- ur öðrum fyrirtækjum yrði vikið úr 40-bréfa vísitölunni og að þrjú önnur hlutabréf mundu koma í staðinn, þar á meðal vinsæl hluta- bréf í Eurotunnel. Ákvörðunin kom ekki á óvart, því að blutabréf í Evró-Disney hafa snarlækkað síðan verð þeirra náði hámarki, 165 frönkum, í marz 1992, áður en fjárhagserfiðleikarn- ir komu í ljós. Stövun á bata? Örðugleikar Evró-Disneys virð- ast styðja fullyrðingar margra Frakka um að háamerískur skemmtigarður í útjarðri Parísar hlyti að mistakast. Ákvörðunin getur einnig bundið enda á nokkra hækkun hlutabréfa fyrirtækisins að undanförnu, en verð þeirra var aðeins 7 frankar þegar það var lægst. Svo getur verið að fjárfestar reyni að losa sig við hlutabréf í fyrirtrækinu. Þó hefur hagur fyrirtækisins vænkazt að undanförnu. í nóvem- ber var tilkynnt að tap þess á fjár- hagsári er lauk 30. september 1994 hefði verið minnkað í 1.8 milljarða- franka (339.2 milijónir dollara) úr 5.3 milljörðum franka (998.8 milljónum dollara) fjár- hagsárið á undan. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ G2l Viltu auka aflcöst í starfi um alla fiamtíð? Iffll Viltu margfalda aflcöst í námi um alla fiamtíð? Iffll Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt við einhverri ofangreindra spuminga skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestramámskeið sem laust er á. Skráning í símum 564-2100 og 564-1091 I^IRAÐIJEHSTTRARSKÓL JNN Alan Bond handtekinn Perth. Reuter. ÁSTRALSKI kaupsýslumaður- inn Alan Bond var handtekinn um helgina, ákærður fyrir fjár- svik og samsæri í sambandi við viðskipti upp á einn milljarð Ástralíudala í Iok síðasta áratug- ar. Auk ákæru um fjársvik fjöll- uðu þrjú ákæruatriði um óheið- arleika í starfi forstjóra og þrjú um að hann hefði misnotað að- stöðu sina. Að sögn Stephens Halls sak- sóknara eiga ákærurnar rætur að reRja til misnotkunar á sjóðum fyrirtækisins Bell Resources 1988 og 1989 eftir að aðalfyrir- tæki Bonds, Bond Corporation Holdings, tók við stjórn Bell Gro- up Ltd og Bell Resources. Bond var látinn laus gegn 500,000 Ástralíudala tryggingu og 250,000 dala ábyrgð til 13. marz þegar nýjar yfirheyrslur fara fram. Honum var gert að skila vegabréfi sínu og mæta á lögreglustöð einu sinni í viku. -----♦ ♦ ♦---- Verðlækkun hjá Compu- Serve STÆRSTI gagnabanki í Bandaríkj- unum, CompuServe, hefur ákveðið að lækka verð á ýmissi þjónustu sinni um helming til að mæta auk- inni samkeppni. Aðgangur að bank- anum í klukkutíma fer úr 9,60 doll- urum í 4,80 en á móti hækkar mánaðaráskrift um einn dollara í 9,95. Mánaðargjaldið mun nú fela í sér ótakmarkaðan aðgang að meira en 100 þjónustuliðum í stað 78 áður en á annarri verðskrá bankans, sem er 2,50 dollara mánaðargjald og 12,80 á klukkutíma, verður engin breyting. Talið er, að tekjur fyrir- tækisins skerðist lítið við þessar breytingar vegna aukins áskrif- endafjölda. Þetta er þriðja verðlækkunin hjá CompuServe síðan í janúar 1993 en á einu ári hefur áskrifendum fjölgað úr 1,6 milljónum í 2,5. Juk- ust tekjurnar um 40% á sama tíma og verðið lækkaði jafn mikið. Sam- keppnin verður hins vegar stöðugt - harðari. Hefur þú lent í árekstri við tryggingarfélagið þitt? Bónustrygging Skandia tryggir þig fyrir slíkum árekstrum. Með því að hafa einhverjar þrjár af eftirtöldum tryggingartegundum í gildi hjá Skandia ert þú komin(n) með Bónustryggingu: Ábyrgðartrygging ökutækja • Kaskótrygging ökutækja Húseigendatrygging • Heimiiistrygging Kostir Bónustryggingar eru augljósir: V' Þú fellur ekki um bónusflokk við fyrsta tjón í ábyrgðar- eða kaskótryggingu! V' Bónus vegna ábyrgðar- og kaskótryggðra ökutækja lækkar aðeins um einn bónusflokk við annað tjón! V Þú átt rétt á alhliða tjónaþjónustu utan venjulegs afgi-eiðslutíma, þar sem séð er um útköll á viðeigandi þjónustuaðilum. V" Ef tjón er metið meira en 30% af kaupverði kaskótryggðrar bifreiðar, innan við 9 mánuðir eru liðnir frá nýskráningu og aksturinn er innan við 10.000 km, er bifreiðin borguð áborðið á verði nýrrar af sömu tegund! V Bílaleigubíll í allt að 5 daga (500 km akstur) verði kaskótryggð bifreið óökufær vegna bótaskylds tjóns. Sérkjör Bónushafa - tvær góöar tryggingará sérkjörum: Ferðasjúkra- og farangurstrygging fyrir alla fjölskylduna allt árið, aðeins kr. 1.599. Óhappatrygging vegna tjóna á lausafé sem tilheyrir fjölskyldunni, aðeins kr. 4.999. Hvað gorír tryggingarfélagið þitt fyrír þig? BÓNUS-réttindi Skandia tryggja þér meiri rétt, meiri þægindi og minni útgjöld! Skandia lifandi samkeppni á tryggingamarkaði. t^era í 61 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.