Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirlit Veðurstofu um veðurfarið á síðasta ári 1994 sólríkasta ár Reykvíkinga frá 1979 MEÐALHITI ársins í Reykjavík reynist vera u.þ.b. 0,2° undir með- allagi áranna 1961-90, eða 4,1 stig. Á Akureyri varð hitinn hins vegar í ríflegu meðaliagi eða 3,4oC (0,2° yfir). Úrkoma á Akureyri mældist 498 mm og er það nánast nákvæmlega í meðallagi. Árið var hins vegar fremur þurrt í Reykja- vík, úrkoman mældist alls 735 mm og er það u.þ.b. 92% meðalúr- komu. Þetta er minnsta ársúrkoma í Reykjavík frá 1987. Sólskins- stundir á Akureyri mældust 1.026 og er það í rétt tæpu meðallagi. Árið varð hið sólríkasta í Reykja- vík frá 1979, sólskinsstundir mældust 1.453 og er það um 185 stundum meira en í meðalári. í stuttu yfirliti frá Veðurstofu íslands segir, að fyrstu mánuði ársins hafi verið nokkuð umhleyp- Stfty. Fasteignamiðlun Sigurður óskarsson lögg.fasteigna- og skipasali Suðurlandsbraut 16,108 Rcykjavflc SIMI 880150 Seljendur athugið! Hef kaupanda að vandaðri 3ja herb. íbúð á póstsvæði 101,107 eða á Seltjarnarnesi. Veröhug- mynd 6-8,5 millj. Hef kaupanda að einb- eða raðhúsi í Fossvogi, Hvassaleiti eða Bústaðahverfi. Hef kaupanda að sérhæð i Hlíðum eða Teigum. Hef kaupanda að 100-150 fm raðhúsi í Garðabæ eða Hafnarfirði. Veröhugmynd 8-11 millj. Hef kaupanda aö iönaöarhúsnæöi 50-60 fm á svæði 101, 105 eöa 108. HringiA og við skráum eignirnar samdægurs SÍMI 880150p Meðalhitinn í Reykjavík undir meðallagi en sól- skinsstundir rúm- lega 400 fleiri en á Akureyri ingasamt, þó mjög hagstæður kafli hafi komið í febrúar. Mars varð hins vegar kaldur og óhagstæður. Einnig var fremur kalt í apríl, en þá var óvenju sólríkt í Reykjavík, apríl varð sá sólríkasti þar frá 1935. Mikið snjóflóð féll á skíða- og útivistarsvæði ísfirðinga 5. apríl. Flóðið eyðilagði milli 30 og 40 sumarbústaði, olli stórfelldu tjóni á skíðamannvirkjum og rækt- uðum svæðum, auk mannskaða. Maí var góðviðrasamur og fremur hlýr og var óvenju hægviðrasamt mikinn hluta mánaðarins. Fremur kalt var í júní, sérstaklega norðan- lands, en júlí var hlýr og góðviðra- samur. Síðari hluti sumars var einnig hægviðrasamur og var vind- hraði lengst af undir meðallagi allt fram yfir miðjan nóvember, að aftur fór að bera á umhleyping- um. September var þurr og sólrík- ur þó hiti værí ekki fjarri meðal- lagi. Fremur kalt var í október, en ekki veðrasamt. Þá var úrkom- utíð fyrir norðan, en tiltölulega þurrt syðra. Nóvember varð hinn sólríkasti í Reykjavík frá 1965. Desember var nokkuð umhleyp- ingasamur, en hiti var ekki fjarri meðallagi. Snjóflóð eyðilagði íbúð- arhús á Súðavík 18. desember. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna: Gott einbýlishús - skipti möguleg Steinhús ein hæð, um 150 fm á vinsælum stað í Vogunum. 5 svefn- herb. m.m. Bflskúr 23,3 fm nettó. Glæsileg lóð. Skipti möguleg á góðri 3ja-4ra herb. íb. helst með bílskúr. Skammt frá Háskólanum Ný úrvals neðri hæð í tvíbýlish. 4ra herb. 104,3 fm nettó. Parket. Allt sér. Góður bílskúr. Langtímalán kr. 4,6 millj. Vinsæll staður. Suðurendi - sér þvottahús - bflskúr Mjög góö 4ra herb. íb. á 2. hæð miðsv. við Hraunbæ um 100 fm. Ágæt ný endurgerð sameign. Skipti möguleg á lítilli íb. Góð eign á góðu verði Ný endurbyggt timburhús miðsv. við Digranesveg Kóp. með 5 herb. íb. á hæð og í kj., alls 139,5 fm. Stór lóð. Há tré. Mikið útsýni. Skammt frá Vesturbæjarskóla Rúmgóð sér efri hæð í þríbhúsi, byggðu 1967. Hæðin er 2 stórar stof- ur, 3 svefnh. m.m. Tvennar svalir. Rúmg. innb. bílsk. Ræktuð lóð. Skipti æskileg á góðri 3ja-4ra herb. íb. (borginni eða nágr. Tilboð óskast. • • • Viðskiptunum fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. Auglýsum á morgun ________________________________ og á laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASAL AH - kjarni málsins! Um er aö ræða fasteign og rekstur 320 fm veitinga- og skemmtistaöar. Nýlegar, glæsilegar innréttingar. Staðurinn hefur vínveitinga- og skemmtanaleyfi. Einstakt tækifæri. Til afhendingar strax (til greina kemur að selja reksturinn sér). Eignaskipti möguleg. Upplýsingar veita Arnar Sölvason og Jón G. Sandholt í símum 683884 og 683886. Til sölu TYyggvagata 8 veitingastaður Morgunblaðið/Sverrir EINN liður í lokaundirbúningi fyrir opnun heimilisins var að koma fyrir rólu fyrir fæðandi konur á heimilinu. Á heimilinu eru tvær fæðingarstofur og vonast er til að brátt verði komið fyrir vatnspotti til verjameðferðar meðan á útvíkkun stendur. Fæðingarheimili Reykjavíkur opnað í dag Sex milljóna kr. aukafjárveiting FÆÐINGARHEIMILI Reykjavíkur hefur verið opnað og er almenningi til sýnis milli kl. 14 og 16 í dag. Sex milljóna króna aukafjárveiting varð til að greiða fyrir opnun heimil- isins. Aðstaða verður til fæðinga og sængurlegu í 14 rúmum. Sængurlegan er í eins og tveggja manna herbergjum og eykst með því möguleiki á sólarhringssamveru móður og barns og samveru nán- ustu fjölskyldunnar að sögn Guð- rúnar Bjargar Sigurbjörnsdóttur yfirljósmóður á kvennadeild Land- spítalans. Heimilið verður rekið sem hluti kvennadeildar Landspítalans. Starfsmenn verða átta ljósmæður og fjórar ósérhæfðar aðstoðarkon- ur. Deildarlæknar á kvennadeild, annaðhvort læknar í sérnámi eða ungir sérfræðingar í fæðingar- fræði, sinna heimilinu. Þeir verða nálægir við hveija fæðingu og ráð- færa sig eftir þörfum við sérfræð- inga á kvennadeildinni. Barnalækn- ar skoða öll börn að degi til svo sem venja hefur verið. Miðað við mann- afla er talið að hægt verði að anna um 300 fæðingum á ári á heimilinu og taka bókanir mið af því. Eftir eðlilega meðgöngu Sængurlegan verður fyrir konur sem fætt hafa á kvennadeild og á heimilinu. Ekki verður hins vegar tekið á móti fæðandi konum á heim- ilinu nema meðganga hafi verið eðlileg. Óskað verður eftir því að konur komi til bókunarviðtals hjá ljósmæðrum og skrái sig til fæðing- ar á heimilinu um það bil mánuði fyrir væntanlegan fæðingardag og helst ekki síðar en tveimur vikum fyrir fæðingu. Um leið geta verð- andi foreldrar kynnt sér húsakynni, aðstæður, starfshætti og þá val- möguleika sem heimilið býður upp á. Guðrún Björg sagði að með opn- un heimilisins væru valkostir fáeð- andi kvenna þrír: áfram yrði hefð- bundin starfsemi á fæðingargangi, MFS-eftirlit sem byggðist upp á því að sömu ljósmæður fylgdust með meðgöngu, fæðingu og sængurlegu yrði á sama stað og áhersla yrði lögð á heimilislegt umhverfi á fæð- ingarheimilinu. Aðspurð sagðist Guðrún Björg ekki geta svarað því hvort loka þyrfti heimilinu tímabundið í sumar vegna fjárskorts. Andlát BRYNJÓLFUR ÞORBJARNARSON BRYNJÓLFUR Þor- bjarnarson, vélsmíða- meistari, lést á heimili sínu í Hafnarfirði 14. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. Brynjólfur fæddist 6. janúar 1918 á Heiði í Gönguskörðum, Skarðshreppi. Foreldr- ar hans voru Þorbjörn Björnsson, bóndi þar og síðar á Geitaskarði, og Sigríður Ámadóttir húsfreyja. Brynjólfur lærði vél- smíði í Iðnskóla Hafn- arfjarðar og starfaði hann sem verkstjóri hjá Vélsmiðju Sig. Svein- björnssonar til ársins 1944. Ilann vann tímabundið hjá Steðja hf. við smíðar á vatnstúrbínum og setti hann upp vatnsaflsstöðvar á ýmsum bæjum í Húnaþingi, en árið 1945 hóf hann störf hjá Rafha hf. í Hafn- arfirði þar sem hann var m.a. yfir- maður í mótasmíði. Árið 1951 tók Brynjólfur við stöðu yfirverkstjóra í Rafha hf. og gegndi hann því starfi til 1966 þeg- ar hann hóf störf í Vélsmiðjunni Kletti hf. Frá 1969 til 1976 starf- aði hann sem verkstjóri hjá Ofnasmiðjunni hf., en þá hóf hann á ný störf hjá Vélsmiðjunni Kletti hf. og starfaði hann þar til ársloka 1989 er hann komst á eftirlaunaaldur. Brynjólfur var einn af stofnendum Félags óháðra borgara í Hafnarfirði, og var hann einn af þrem full- trúum félagsins sem kosnir voru í bæjar- stjórn 1966 og mynd- uðu meirihluta með sjálfstæðismönnum o.fl. flokka sem hélst í 20 ár. Hann var formaður rafveitunefndar um árabil, sat í stjórn Iðnskóla Hafnarfjarðar og var formaður hitaveitunefndar þau ár sem hún starfaði, en Brynjólfur var einn af helstu forvígismönnum fyrir lagningu hitaveitu í Hafnar- Qörð. Eiginkona Brynjólfs var Sigríður Sigurðardóttir, sem lést 22. septem- ber 1988, og eignuðust þau sex syni, Sigurð Kjartan, Þorbjörn, Stefán Heiðar, Jón, Magnús Björn og Guðmund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.