Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 14
14 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ VESTURBRÚIN nær frá Knudshoved á Fjóni til Sprogo á miðju Stórabelti, en hún er bæði fyrir bíia- og lestaumferð. Danaveldi sameinað Með brúm og göngum sem tengja saman Sjáland og Fj’ón í Danmörku verður allt landið endanlega komið í vegasamband. Þetta er viðamikið mannvirki sem kraf- ist hefur ýtrustu tækniþekkingar enda hefur í þessum framkvæmdum verið stefnt saman tæknimönnum og framleiðendum í mörgum löndum í Evrópu og Vestur- heimi. Jóhannes Tómasson kynnti sér framkvæmdim- ar hjá danska hlutafélaginu Stórabelti. TENGING Sjálands og Fjóns yfir Stórabelti í Danmörku með brúm og göngum er nú vel á veg komin og er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir lestarumferð síðla árs 1996 og fyrir bílum rúm- lega ári síðar. Með þessum framkvæmdum má segja að Danaveldi tengist endanlega saman og verður þá hægt að aka óhindrað frá Sjálandi um Fjón og til Jótlands og á mun skemmri tíma en til þessa hefur verið mögulegt með ferjunum yfir Stórabelti. „Við tölum þá ekki lengur um Vestur- og Austur-Danmörku heldur alla Danmörku og þess vegna hefur þessi tenging meiri þýðingu fyrir alla íbúa landsins og þróun atvinnulífs en nokkurt annað samgöngu- mannvirki,“ sagði H.P. Clausen þáverandi samgönguráðherra Dana þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að framkvæmdunum 23. júní 1988. „Allir hafa verið sameinaðir um þessar framkvæmdir. Það hefur þó ekki alltaf ríkt um þær friður og þær hafa ekki verið ein- tóm ánægja en það er allt gleymt í dag,“ sagði Jóakim prins þegar hann fyrstur manna ók, gekk og skreið yfir og undir Stórabelti um miðjan október. Þar með var miklum áfanga náð og þótt enn sé mörgu ólokið sjá menn nú fyrir endann á þessari miklu framkvæmd sem tekið hefur lengri tíma en ráðgert var og kostað nokkru meira. Áætlaður kostnaður með fjármagns- kostnaði er sem svarar milli 350 og 400 milljörðum íslenskra króna. Hugmyndir um brú yfir Stórabelti hafa lengi verið á borðum dönsku vegagerðar- innar og þegar árið 1978 voru áætlanir tilbúnar en hlutu þá ekki samþykki yfir- valda. Málið var tekið formlega upp á ný árið 1986 og samþykkt á danska þinginu í janúar 1987 að ráðast í þessa tengingu. í framhaldi af því var stofnað hlutafélagið Stórabelti sem ríkið á meirihluta í á móti fjölmörgum aðilum. Fyrirtækinu var falið að undirhúa hugmyndina, hanna og kanna fjármögnun og rúmu ári síðar var allt til- búið og fyrsta skóflustungan tekin 23. júní 1988. Betri og hraðvirkari tenging Tilgangurinn með þessum framkvæmd- um er fyrst og fremst sá að tengja saman Danmörku og tala Danir sjálfir um að nú fyrst verði landið eitt markaðs- og atvinnu- svæði. Fram að þessu hafa menn orðið að sigla yfir Stórabelti hvort sem menn aka sjálfir bíl eða fara með lest. Sjálf siglingin tekur í dag klukkustund og með bið fyrir brottför og eftir að í land er komið er meðalferðatíminn um fimm stundarfjórð- ungar. í dag tekur 2,5 tíma að_ fara með lest milli Kaupmannahafnar og Óðinsvéa á Fjóni og klukkustund og 25 mínútur með flugi en sá tími styttist niður í einn tíma og stundarfjórðung með lest eftir að nýja tengingin er komin. Ferðatími milli Vejle á Jótlandi og Kaupmannahafnar með lest styttist úr 3 klst. og 10 mínútum í dag niður í tvo tíma en flugið í dag tekur klukku- stund og 45 mínútur. Því má gera ráð fyr- ir að Stórabeltisbrúin hafi það í för með sér að talsvert af farþegum kjósi lestina í stað flugs þegar ferðatíminn verður álíka langur. Tengingin milli Sjálands og Fjóns er fjöl- þætt því hér er ekki um eina brú að ræða heldur tvær mjög ólíkar brýr og tvöföld jarðgöng fyrir lestir á hluta leiðarinnar. Frá Fjóni og yfír á Sprogo, sem er nokk- urn veginn á miðju Stórabelti, er tvöföld brú sem kölluð er vesturbrúin. Hún hefur annars vegar tvær akreinar í hvora átt fyrir bíla og hins vegar eitt jámbrautarspor í hvora átt. Milli Sprogo og Sjálands er síðan önnur brú fyrir bílana, austurbrúin, en jámbrautirnar fara niður í jarðgöng undir sundinu og það voru þau göng sem vora opnuð á dögunum. Vesturbrúin Vesturbrúin er alls 6.611 m löng. Er þetta fremur lág brú, byggð á stöplum í um 18 m hæð yfir yfirborði sjávar og ná lengstu stöplarnir um 30 m undir sjávar- borðið. Þensla vegna hitabreytinga er mik- il og á allmörgum stöðum er gert ráð fýrir eins metra löngum þenslusvæðum. Brúar- gólfið er 36,4 m breitt og taka lestarsporin 12,3 metra en bílaakreinarnar rúma 24 m. Lestarhlutinn stendur 1,36 m hærra en akvegurinn þar sem sá hluti brúarinnar er sérstaklega styrktur vegna þunga lestanna. Er það m.a. vegna þeirra miklu átaka sem gætu orðið ef lest verður til dæmis að nauð- hemla á brúnni. í vesturbrúna fara 500 þúsund rúmmetr- ar af steypu, sem skiptist nokkuð jafnt milli efri hlutans og stöplanna og 88 þús- und tonn af steypustyrktaijárni. Brúar- smiðir vora 25 mánuði að koma undirstöð- unum 62 fyrir og raða á þær brúargólfinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.