Morgunblaðið - 22.01.1995, Page 24
24 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR1995
MORGUNBLAÐIÐ
Strákar eru og
verða strákar
KAUPMANNAHAFNARBREF
Bæði í Danmörku og Svíþjóð er stelpum og strákum á bama-
heimilum og í skólum æ meir leyft að rækta með sér það sem
þeim er eðlilegt. Stelpurnar fá frið til að dunda sér, strákarnir
fá að hamast eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér. I fram-
haldi af því ættu þá pabbarnir ekki líka að fá að haga sér
strákslega, án þess að þola hneykslun og vanþóknun mæðranna?
UUNDANFARNA áratugi hefur það
verið góð lenska í barnauppeldi á
sænskum og dönskum barnaheimil-
um og í skólum að láta stráka og stelpur
endilega leika saman og gera það sama og
reynt að halda aftur af stríðsleikjum og slags-
málum, sem einkum strákarnir stunda. En
þessar hugmyndir vekja nú vaxandi efasemd-
ir. Strákum og stelpum er æ oftar kennt sitt
í hvoru lagi og strákarnir fá að vera í stríðs-
leikjum og slást og tuskast... eins og þeim
er eðlilegt. Hvers vegna á framkoma þeirra
að miðast við stilltu og prúðu stelpurnar? Og
hvers vegna á ekki að leyfa stelpum að læra
í friði fyrir strákunum? Og mega þá pabbarn-
ir ekki líka vera strákar, en ekki bara karl-
kyns mömmur?
í Danmörku er æ oftar bent á það meðal
uppeldisfrömuða að rangt sé að krefjast þess
að strákar leiki sér eins og stilltar stelpur.
Það sé misskilin jafnréttishugsun að álíta að
strákar hafi gott af að vera skikkaðir tii að
leika sér á þann hátt. í dagvistun þyki strák-
ar oft fyrirferðarmiklir. Þeir þurfi að hamast
og slást og tuskast, hafi ekki eirð í sér til að
dunda, meðan stelpur leiki sér stilltar og prúð-
ar og séu betri að dunda sér. Gallinn sé að
yfirgnæfandi meirihluti fóstra og kennara í
yngstu skólabekkjunum séu konur, sem ómeð-
vitað haldi stelpunum fram sem fyrirmyndum
og séu ekki eins duglegar að sinna strákunum
og þörfum þeirra, auk þess sem strákana
vanti fyrirmyndir á þessum vettvangi.
Það hefur nánast verið helgisetning að
óæskilegt væri að gefa strákum byssur og
vopn sem leikföng. Það ýtti undir árásargirni
og ofbeldishneigð. í vikunni var hluti af
sænsku sjónvarpsfréttunum helgaður þessum
breyttu viðhorfum og meðal annars rætt við
fóstru á sænsku barnaheimili. Hún var af létt-
asta skeiðinu og sagði að þarna á barnaheimil-
j inu hefðu þau smám saman komist á þá skoð-
un að ekki væri rétt að halda jafn mikið aftur
af strákunum og áður. Þeir fengju nú að slást
og tuskast, „við tryggar aðstæður", þannig
að enginn færi illa út úr því, en þeim væri
ekki lengur sagt að það væri rangt að haga
sér svona. Hún yrði að viðurkenna að þetta
virtist nú bara vera eðli þeirra og ekki væri
rétt að krefjast þess að þeir hegðuðu sér eins
og stelpurnar.
Karlmannahallærið í fóstru- og kennara-
stétt er mikið, en á mörgum stofnunum fyrir
krakka hefur markvisst verið reynt að nota
karlmennina til að vera með strákunum og
sinna því, sem kvenfólkið er ekki eins duglegt
við. Það eru nefnilega ekki aðeins stelpurnar,
sem kjósa kyrrláta leiki. Konur eru iðulega
ekki sérlega góðar í að tuskast, hlaupa um,
klifra og hrópa og kalla, eins og karlmenn
geta frekar gert. Á sumum stofnunum, til
dæmis á svokölluðum tómstundaheimilum,
sem eru athvarf eftir skóla, hafa fóstrarnir
strákahópa, sem stelpur eiga ekki aðgang að.
Þar er þá fengist við hluti, sem höfða fremur
til strákanna en stelpnanna. Hugmyndin er
auðvitað ekki að ala upp litla tarsana, sem
ganga um, berja sér á bijóst og slá niður
kvenfólk, heldur að gera þá meðvitaða um
að þeir séu bara allt í lagi, þó þeir hnuðlist
og láti í sér heyra. ■
í fyrrnefndum fréttatíma var einnig rætt
við konu sem er læknir og sálgreinandi. Hún
sagðist hafa áhyggjur af því að of mikið
væri gert af að siða stráka til og kenna þeim
að það væri rangt og illt að reiðast og vilja
slást. í öllu umtalinu um vaxandi ofbeldi
mætti ekki einblína á að hægt væri að kenna
krökkum að vera góðir með því að banna
þeim að slást og láta eins og neikvæðar tilfinn-
ingar væru af hinu illa. Það leiddi einungis
til að æ fleiri hræddust viðbrögð sín, til dæm-
is reiði, og hræddust að vera ekki algóðir.
Slíkt skapaði bara sálarflækjur, en leysti ekki
vandann.
Kynskipt kennsla
Kynskipt kennsla virðist eiga vaxandi fylgi
að fagna í Danmörku, þó enn séu ekki til
neinar tölur um hversu útbreidd hún sé. Ekki
er um að ræða að skipt sé í bekki eftir kynj-
um, heldur er blönduðum bekkjum skipt upp
hluta af skólatímanum, tvo eða fleiri tíma á
viku. Þessi stefna hefur smátt og smátt rutt
sér til rúms, ekki með neinum undanfarandi
fagnaðarboðskap, heldur fremur að kennarar
hafi sjálfir fikrað sig áfram hægt og sígandi.
Niðurstaðan hefur þá gjarnan verið að skipt-
ingin auðveldaði þeim að ná til nemendanna
og friðsamara yrði í tímunum. Skiptingin er
algengust í móðurmálstímum og stærðfræði,
en er líka gjarnan viðhöfð í eðlisfræði, handa-
vinnu, leikfimi og kynfræðslu. Oft er þá sá
hátturinn hafður á að konur kenna stelpunum
og menn strákunum. Um leið er horfið frá
kennisetningu undanfarinna áratuga að því
meira sem strákum og stelpum væri nuddað
saman, því líkari yrðu þau og jafnrétti ykist.
Forsendur kennaranna fyrir að skipta
bekkjum eftir kynjum eru einkum að þannig
nái þeir betur til hvers og eins. í eldri bekkj-
um eru það oft strákarnir, sem hafa yfirhönd-
ina í stærðfræði, en með því að skipta bekkn-
um tekst betur að ná til stelpnanna í þessu
fagi. Þeir sem stunda slíka kennslu gera sér
vonir um að þar með öðlist þær meira sjálfs-
traust í faginu og hugsanlega fari fleiri í raun-
greinar síðar meir, en eins og kunnugt er
hlutfall kynjanna mjög ójafnt þar.
Kennarar, sem hafa reynt skiptingu bekkja
eftir kynjum þar sem konur kenna stelpum
og karlar strákum, segja að þannig fáist and-
rúmsloft í hópinn, sem henti þeim. Stelpurnar
gleðjist yfir að geta rætt við kennslukonurnar
í ró og friði, án látanna í strákunum, og kunni
að meta innilegt andrúmsloft sem skapist í
kvennafansinum. Strákunum fellur vel að
geta talað við karlmennina á svolítið hráan
hátt og karlkyns kennarar, sem hafa reynt
þetta segjast líka kunna að meta að nýta
strákslegar hliðar sínar og hamast svolítið,
sem annars sé ekki rúm fyrir í daglega lífinu.
En heima fyrir?
Heima fyrir eru það oft mæðurnar, sem eru
alls ráðandi hvað uppeldið varðar, fyrir nú
utan að þær eru oft aleinar um það. Af því
að kvenfólk er gjarnan stillt og prútt, eins
og stelpur eru oft, eiga eiginkonur og mæður
ekki alltaf auðvelt með að skilja löngun og
þörf eiginmanna og feðra til að hamast og
láta öllum illum látum með afkvæmum sínum.
Það er þá ekki aðeins að þær sussi á börnin,
heldur einnig á eiginmennina.
Ef kvenfólk kann iðulega að meta frið og
ró eins og stelpur, þá er ekki ósennilegt að
með karlmönnunum blundi stráksskapurinn,
sem fær bara svo sjaldan löggilt tækifæri til
útrásar. En samkvæmt þeirri kenningu að
eðlið eigi að fá að njóta sín, þá ættu mæðurn-
ar fremur að hvetja pabbana en letja næst
þegar þeir nota sér samveruna við krakkana
sem ástæðu til að sleppa stráknum í sér laus-
um.
Þar sem uppeldið á auðvitað að vera sameig-
inlegt framlag foreldra heyrast mæður stund-
um kvarta yfir að pabbarnir geti því miður
ekki verið eins og þær. En einnig á þeim vett-
vangi ættu foreldrar að leyfa hvort öðru að
vera með börnunum á þann hátt, sem hveijum
hentar. Ef strákar þurfa að fá að vera strák-
ar, þurfa pabbar kannski líka að fá að vera
pabbar, en ekki bara karlkyns móðurútgáfur...
Málþing um samleik íslenskrar
ferðaþjónustu og menningar
Málþingið hefst kl. 13.30 í félagsheimilinu Festi, Grindavík,
föstudaginn 27. janúar nk.
Kl. 13.30 Setning. Kristbjörn Albertsson, form. Ferðamála-
samtaka Suðurnesja.
Kl. 13.40 Jón Böðvarsson, ritstjónlðnsögu íslendinga.
Kl. 14.00 Magnús Oddsson, ferðamálastjóri.
Kl. 14.15 Elíza Guðmundsdóttir, markaðsráðgjafi.
Kl. 14.30 Helga Ingólfsdóttir, semballeikari.
Kl. 14.45 Jóhannes Viðar Björnsson, framkv.stj.
Kl. 15.00 Kaffi.
Kl. 15.30 Þórdís Eiríksdóttir, Ferðaþjónustu bænda.
Kl. 15.45 Guðrún Jónsdóttir, framkv.stj. Markaðsráðs Borgarness.
Kl. 16.00 Tryggvi Gunnar Hansen, listamaður.
Kl. 16.15 Umræðurog fyrirspurnir.
Kl. 17.30 Slit.
Sætaferðir frá BSÍ kl. 12.15 og til baka eftir málþingið.
Hvernig getur ferðaþjónustan og lista- og fræðifólk skapað ný
atvinnutækifæri byggð á menningu og menningararfi landsins.
Er nóg gert til að koma þessum hópum saman um verkefni eða
verður hver áfram í sínu horni?
Þarf ekki að vinna betur úr málunum og koma þeim skilvirkar á
framfæri?
Er hægt að skapa uppbyggjandi afþreyingu fyrir ferðamenn sem
heimafólk með þessum samleik íslenskrar menningar og
ferðaþjónustu.
Málþingið er öllum opið. Skráning er hjá Ferðamálasamtökum
Suðurnesja í síma 92-15575 eða með símbréfi 92-14308.
Þátttökugjald er kr. 500,-
Sama kvöld verður Þorrablót með „fornu“ ívafi haldið í Festi og
hefst það kl. 20.00, öllum opið.
__________- kjarni málsins!
Framhaldsmenntun sjúkraliba
á vorönn 1995
e
FJOLBRAUTASKOLINN
VIÐ ÁRMÚLA
Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur skipulagt eftirtalin framhaldsnámskeið fyrir sjúkraliða á vorönn 1995.
Námskeiðin eru opin öðrum með sambærilega menntun, en sjúkraliðar njóta forgangs.
Lyfhrifafræði I
20 kennslustundir. Kennari: Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur.
Tími: 12.-16. febrúar á Suðurlandsbraut 6, 5. hæð, kl. 17-20.
Lyfjalög og eiturefni
20 kennslustundir. Kennari: Bryndís Þóra Þórsdóttir, lyfjafræðingur.
Tími: 18.-22. febrúar á Suðurlandsbraut 6, 5. hæð, kl. 17-20.
Næringarfræði
20 kennslustundir. Kennari: Guðbjörg Andrésdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Tími: 18.-22. febrúar í stofu 17 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla kl. 17-20.
Aðhlynning geðsjúkra
20 kennslustundir. Kennari: María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri á geðdeild Landspítala.
Tími: 18.-22. febrúar í stofu 16 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla kl. 17-20.
Viðtalstækni, tjáning og skýrslugerð
40 kennslustundir. Kennarar: Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og Una Þóra Steinþórsdóttir.
Tími: 4.-8. mars og 11 -15. mars í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í stofu 17 kl. 17-20.
Heilbrigðisfræði á ofnæmisöld
20 kennslustundir. Kennari: Svava Þorkelsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Tími: 15.-19. apríl í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í stofu 17 kl. 17-20.
Sjúkdómafræði og sýklafræði
40 kennslustundir. Kennari: Bogi Ingimarsson, líffræðingur.
Tími: 18.-22. mars og 25.-29. mars í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í stofu 29 kl. 17-20.
Tannhirða og munnsjúkdómar
40 kennslustundir. Kennari: Kristrún Sigurðardóttir, tannfræðingur.
Tími: 22.-26. apríl og 6.-10. maí i Fjölbrautaskólanum við Ármúla í stofu 17 kl. 17-20.
Siðfræði
20 kennslustundir. Kennari: Halldóra Bergmann, námsráðgjafi og sálfræðikennari.
Tími: 13.-17. mars í Fjölbrautaskólanum við Ármúla kl. 17-20.
Enska fyrir heilbrigðisgreinar
40 kennslustundir. Kennari: Eva Hallvarðsdóttir M.A.
Tími: Kennsla hefst 2. mars kl. 17 í stofu 12 i Fjölbrautaskólanum við Ármúla og kennt verður tvisvar í viku
eftir samkomulagi þátttakenda og kennara þrjár kennslustundir i senn.
Tölvufræði I
40 kennslustundir. Windows-vinnuumhverfið og ýmis forrit. Kennari: Þórunn Óskarsdóttir, tölvufræðikennari.
Tími: 20.-24. mars og 27.-31. mars kl. 17-20 i stofu 27 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Tölvufræði II
20 kennslustundir. Framhaldsnámskeið í Windows og forritum fyrir Windows. Kennari: Þórunn Óskarsdóttir,
tölvufræðikennari.
Tími: 24.-28. apríl kl. 17-20 í stofu 27 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Innrítun á námskeiðin er hafin á skrifstofu Fjölbrautaskólans við Ármúla, sími 814022. Námskeiðsgjöld verða í
samræmi við fjölda þátttakenda, en lágmarksfjöldi er 15 á hvert námskeið. Innritunarfrestur er til 15. febrúar
á öll námskeiðin nema lyfhrifafræði I, innritun á það námskeið lýkur 6. febrúar.
_____________Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans.
Skólameistari.