Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 23 AÐSEIMDAR GREINAR Til ví sanapunktar ÉG VAR búinn að heita sjálfum mér því að láta nú ekki árvisst upp- hlaup um tilvísanir raska ró minni þessa lotuna. En þegar í ljós kemur að þegar herlúðrar gjalla, fara sér- fræðingar á þrengri sviðum lækn- inga og skyldulið þeirra allt upp í Alþingi að draga úr pússi sínu gömlu greinarnar, ræðurnar og þau rök helst hve heilsugæslan er ómöguleg og jafnvel hættuleg, þá er ekki leng- ur unnt að sitja hjá þegjandi. Það er grundvallarmisskilningur að hér sé um að ræða deilur sérfræð- inga við einhverja aðra lækna. Flest- ir læknar í heilsugæslunni eru sér- fræðingar í sínu fagi og sérþjálfaðir í því að fást við og hafa yfirlit um og flokka vandamál í ýmsu sam- bandi, fást við óvissu hins óflokkaða kvartana- og einkennamynsturs sem fram kemur í útvörslu heilsugæsl- unnar en eru lítt þekkt á sjúkrahús- um eða í öðrum sérgreinum, og finna hagkvæmasta framhald til lausnar, samræmingar, túlkunar sjúkdóma og viðbragð við þeim hjá einstakl- ingi eða fjölskyldu o.s.frv. í heilsu- gæslunni er skýrsluheimili sjúklinga til samræmingar hinna ýmsu með- ferðarþátta og gæslu á því að ein lækning skemmi ekki fyrir annarri. Það er ekki sæmandi fyrir lækna að nota það sem rök opinberlega í málflutningi sínum, að tilvísanakerf- ið sé hættulegt og voðinn vís, ef sérfræðingur í heimilislækningum eigi að fjalla um vandamál sjúkl- inga, sem greinist þá seint og illa. Slíkt athæfi er nánast brot á siða- reglum stéttarinnar. Sama gildir um þau rök að það sé dýrara að fá lausn vandamála með því að „þurfa“ að fara til heimil- islæknis. Með því er verið að halda því fram m.a. að heimilislæknar séu svo aumir að þeir geti engra vanda leyst nema með því að vísa þeim áfram. Kostnaður Yfirleitt gleymist í kostnaðarumræðunni eitt veigamesta atriðið: í miklum meirihluta til- fella sinnir heil- sugæslulæknir fleira en einu vandamáli í sama viðtali. Þau geta farið upp í 7, 8. Sérgreina- læknar fást oftast við aðeins eitt. Ég veit um dæmi þess að sér- greinalæknir hafi vísað sjúklingi til starfsbróður síns í sömu sérgrein, þegar sj. fékk annan sjúk- dóm. Ekki þarf að fjölyrða um kostn- aðarsamanburð á einu viðtali í heilsugæslunni, sem tekur á eftirliti eða jafnvel fullnaðarafgreiðslu á t.d. 3 vöndum, á móti 3 mismunandi viðtölum sérgreinalækna til að leysa þessa vanda. Allar tölur sem fjölm- iðlar eru að draga upp eru óraunhæf- ar, m.a. af ofangreindum orsökum og raunar algert bull. Því er haldið fram að ef sérgreina- læknar ættu aðeins að taka að sér erfiðu tilfellin yrði nú aldeilis að endurskoða taxta þeirra. Ég hef nú satt að segja alltaf haldið að menn væru einmitt að læra sérgreinar til að fást við flóknu vandamálin á ýmsum sviðum læknisfræðinnar. En þetta staðfestir það, sem heimilis- læknar hafa löngum haldið fram, að sérgreinalæknar eru að vinna ýmis „létt verk“, þ.e. ýmislegt sem yfirleitt heyrir til verkefna heilsu- gæslunnar. í þeim löndum þar sem heilsu- gæslan hefur það um- boð að starfa sém fyrsti meðferðaraðili í heil- brigðiskerfinu og „hlið- vörður“ til frekari með- ferðarkosta er heil- brigðisþjónustan bæði ódýrust og árangurs- ríkust. Það er álit lang- flestra heilsuhagfræð- inga að þannig nýtist fjármunir best og þjón- ustan sé markvissust. Heilsufarstölur sýna slíkt. Allir eru sammála um að kostnaður við heilbrigðisþjónustu flestra velferðarríkja sé kominn að takmörkum sínum, tími forgangsröðunar og ha- græðingar sé runninn upp. Tilvís- anakerfið ertilraun til slíks. í Banda- ríkjunum eru mjög að ryðja sér til rúms áskriftarkerfi (samlög) að heil- brigðisþjónustu (PMO), þar sem starfa saman læknar í ýmsum sér- greinum með heimilislækninn sem hliðvörð. Hafa þau sýnt fram á ódýr- ari rekstur og síst verri árangur í almennu heilsufari. Allt tal um að „fara 10 ár aftur í tímann“ er merk- ingarleysa. Þeir sem þannig tala yrðu þá að segja að sú hagræðing í fyrirtækjum og atvinnulífi sem undanfarið hefur átt sér stað hér sem annars staðar sé einnig stór- fellt bakk aftur í tímann, „tíma- skekkja" o.s.frv. Það gildir einu þótt menn telji sig vera að víkja að áður ríkjandi tilvísanakerfi. Þá voru að- stæður heimilislækna gjörólíkar því sem nú tíðkast í heilsugæslunni; sérmenntun, aðstaða og starfsásetn- ingur af allt öðrum toga spunnið en nú og ósambærilegt. 1 öðru lagi var gamla kerfið ekki gagnslaust með Ólafur Mixa öllu eins og hver tyggur nú upp eft- ir öðrum og mest þeir sem aldrei þekktu það í raun. Framkvæmd þess fór batnandi að því marki að þrýsti- hópum fannst ástæða að koma því fyrir kattarnef. Kostnaðartölur sem birtar hafa verið yfir hvert viðtal í heilsugæsl- unni eru ónothæfar. Þá er oftast tekinn saman stofn- og rekstrar- kostnaður heilsugæslustöðva og deilt á læknaviðtöl. Er þannig talinn kostnaður við allt annað starf heilsu- gæslustöðva, s.s. ungbarnavernd, mæðravernd, heimahjúkrun og fræðslustarf, viðveruskylda, emb- ættisverk o.s.frv. Með sömu aðferð- um væri hægt að koma kostnaði á hvert viðtal á göngudeildum sjúkra- húsa býsna hátt. Margívitnuð skýrsla Hagstofunnar varpar engu nýju ljósi þar á en hefur sömu gall- ana. Það er ekki sæmandi fyrir lækna, segir Ólaf- ur Mixa, að halda því fram að tilvísanakerfíð bjóði hættum heim. Svipuðu máli gegnir um kostnað- arútreikninga vegna tilvísana. Er þá gjarnan gengið útfrá 400.000 „kom- um“ til sérgreinalækna á ári og um leið að það kosti 400.000 nýjartilvís- anir. Þannig fást vitaskuld háar töl- ur. Þar sem sama tilvísunin getur gilt í eitt ár, má t.d. gera ráð fyrir að hún gildi a.m.k. í 3 skipti að meðaltali. Eru þá eftir 200.000 „komur“. Segjum að þriðjungur þeirra sé gefinn í síma vegna aug- ljósrar nauðsynjar og fyrri sam- banda sérgreinalæknis og sjúklinga. Eftir eru 130.000. Sé þriðjungi svo vísað uppúr venjulegum samskiptum í heilsugæslunni eins og hingað til eru 400.000 ný tilvísanatilfelli skroppin oní tæplega 90.000 án þess að nokkur hefði orðið fyrir skakka- föllum. Mannréttindin Og svo er nú blessaða frelsið. Ef mönnum er virkilega svo umhugað um fijálst val, þá verður að leyfa fólki að fá sér, á kostnað ríkisins, sneiðmynd af höfði þegar það fær höfuðverk, ómsegulmynd af hrygg við bakverk, hormónaprófíl í svita- kastinu eða sjúkrahúsvist ef maður er eitthvað slappur til að geta pant- að þar speglanir, taugaleiðnipróf o.s.frv. án þess að nokkur hefði um það að segja. í dag þarf „beiðni" á allt þetta, en hún er vitaskuld ekk- ert annað en eitt form tilvísunar. Frelsisskerðing? Og samanburðurinn við val á iðn- aðarmanni. Gerum ráð fyrir að ég þurfi að fá hreinsað hjá mér stíflað salerni. Ætti ég nú að fá mér iðnað- armann, meistara, tæknifræðing eða brúarverkfræðing. Ætli ég mundi þá ekki bara slá mér á brúarverk- fræðinginn, fyrst ríkið borgar. Á ég virkilega að eiga rétt til þess? Að lokum: ég hef átt skínandi og uppbyggileg samskipti við vel flesta sérgreinalækna, sem gert hafa sér far um að leysa úr vandkvæðum mínum og sjúklinga minna fljótt og vel og oft með sérstakri tilhliðrunar- semi. Það er beinlínis ómissandi þáttur í viðhaldsmenntun okkar að geta í virku samstarfi tappað af þeim fréttum um það helsta sem er að gerast í sérgreinum þeirra hvers um sig eða um það sem búið er að gleyma í þeim sérhæfðu fræðum. Vonandi verður ekki lát á örlæti þeirra í þessum efnum eða breyting á samskiptum okkar eftir „T“-dag- inn þrátt fyrir skoðanamismun um það hvernig best verði hagrætt í heilbrigðisþjónustu. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Verðbréfasióðir Landsbréfa Mikið og fjölbreytt úrval við hafi allra Raunávöxtun innlendra verðbréfasjóða 1991-1994 Raunávöxtun verðbréfasjóða á ársgrundvelli ársgrundvelli 1991-1994 1991 1992 1993 1994 sl. 4 ár* Röð 1 Allir innlendir sjóðir Raunávöxtun Vaxtarsjóðir KÞ Einingabréf 1 6,90% 6,90% 5,10% 3,30% 5,54% 3 á ársgrundvelli — Nr. Sjóður Fyrirtæki 1991-1994 LBR Íslandsbréí 7,90% 7,30% 7,80% 5,70% 7,17% i Sj VÍB Sjóður 1 6,70% 6,80% 5,40% 5,30% 6,05% 2 1 Þtngbréf Landsbréf 11,25% 2. Launabréf* Landsbréf 9,22% . Tekjusjóðir LBR Fjórðungsbréf 8,00% 7,90% 8,30% 8,60% 8,20% 1 1 3- Öndvegisbrcf Landsbréf 8,92% I.I1R Launabréf iSiilIl 8,40% 13,60% 5,80% 9,22% ■ 1 4- Fjórðungsbréf Landsbréf 8,20% VlB Sjóður 2 7,00% 7,70% 8,30% 8,10% 7,77% 3 5. Sjóður 3 VÍB 8,06% Eignarskattsfrjálsir KÞ Einingabréf 2 5,10% 8,00% 10,90% 2,90% 6,68% 3 6. Sjóður 2 VlB 7,77% vaxtarsjóðir I.BR öndvegisbréf 7,10% 8,60% 14,60% 5.60% 8.92% —HM 1 1 7' ísiandsbréf Landsbréf 7,17% .;§ VÍB Sjóður 5 5,50% 8,80% 8,70% 9,30% 8,06% 2 1 8. Sýslubréf Landsbréf 6,84% 9. Einingabréf 2 Kaupþing 6,68% Skammtímasjóðir KÞ Skammtímabréf 6,20% 6,50% 9,40% 3,70% 6,43% 1 10. Skammtímábréf Kaupþing 6,43% LBR Reiðubréf 6,50% 6,70% 7,60% 3,50% 6,06% 1 1 n- Rciðubréf Landsbrcf 6,06% Langtímasjóðir KÞ Einingabréf 3 6,90% 6,40% 5,70% 0,70% 4,90% 3 12. Sjóður 1 VÍB 6,05% LBR Þingbréf 7,70% 8,10% 21,70% 8,10% 11,25% 1 13. Einingabréf 1 Kaupþing 5,54% LBR Sýslubréf 8,90% 1,40% -2,00% 20,40% 6,84% 2 14. Einingabréf 3 Kaupþing 4,90% VÍB Sjóður 6 -7,00% -51,10% 59,40% 21,60% -3,10% • 4 15. Sjóður 6 VlB -3,10% KÞ= Kaupþing hf., LBR * Landsbréf hf., VlB «■ Verðbréfamarkaður fslandsbanka hf. Ekki fcngust upplýsingar frá Fjárfestingarfélaginu Skandia ’Ávöxtun Launabréfa miðast við 3 ár. Hcimild: Pcningasíða Morgunblaðsins, Kaupþing hf, VÍB hf. Ábcnding frá Landsbréfum: Yfirlitinu cr cinungis ætlað að sýna samanburð á sögulcgri ávöxtun vcrðbréfasjóða og á ckki að skoða scm vísbcndingu um ávöxtun ( framtíðinni. Munið, að gcngi verðbréfa gctur jafnt Izkkað scm hzkkað. 1 A N I) S B R A !J f 1 4 , 1 0 3 R 1 : Y K , 1 A V 1' K : , 1 M 1 íi I LANPSBRÉF HF. LANDSBANKINN STENDUR MEÐ 0KKUR Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. 9 7 0 0 . B H í f A :> I M I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.