Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 38. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ofbeldisgenið fundið Lundúnum. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN geta nú rann- sakað hvort fóstur eru með gen sem tengist árásarhtieigð. Slíkar genarannsóknir eru nú möguleg- ar eftir að hollenskir vísindamenn rannsökuðu karlmenn úr sömu fjölskyldu í Hollandi sem voru ofbeldishneigðir og með ýmsa skapgerðarbresti. Mennirnir voru með gallað gen vegna svokallaðs monoamine oxida.se A, ensíms sem stjórnar magni boðefna eins og serótón- íns, noradrenalíns og dópamíns í líkamanum. „Hegðunin ræðst af nokkrum öðrum þáttum, þar af nokkrum sem markast algjörlega af um- hverfinu," sögðu vísindamennirn- ir. Fæddur morðingi? Niðurstaðan kann brátt að hafa áhrif á bandaríska dóms- kerfíð. Stephen Mobley, sem hef- ur verið dæmdur til dauða fyrir morð, hefur áfrýjað dómnum á þeirri forsendu að hann sé „fædd- ur morðingi" vegna gena sinna. Lögfræðingar Mobleys vísuðu til hollensku rannsóknarinnar og óskuðu eftir heimild til að leggja fram gögn sem sýndu að glæpur- inn kynni að hafa verið framinn vegna galla í boðefnum heilans og því bæri að milda dóminn. Beiðninni var hafnað en málinu var áfrýjað til hæstaréttar Bandaríkjanna. Minnast fjöldamorðs ÍSRAELSKIR lögreglumenn vísa ungum Palestínumanni á brott frá aðaldyrum mosku í Hebron þar sem gyðingur myrti 23 múslima fyrir ári. ísraelskir landnemar og bandarískir ferðamenn lögðu í gær blóm á leiði tilræðismannsins, en öryggisverðir skutu hann eftir ódæðið. Sumir gyðingar trúa því að þeir fái bót meina sinna, snerti þeir legsteininn. ísraelskir her- menn skutu í gær Palestínumann og særðu sjö sem tóku þátt í mót- mæluin á Vesturbakkanum er brutust út þegar múslimar minnt- ust fórnarlambanna. Ný skoðanakönnun Jospin sækirá París. Reuter. LIONEL Jospin, frambjóðandi franska sósíalistaflokksins við for- setakosningarnar í vQr, nýtur svip- aðs fylgis og Edouard Balladur for- sætisráðherra, samkvæmt skoðana- könnun sem birt var í gær. Ballad- ur hefur hins vegar nokkru meira fylgi i tveim öðrum könnunum. Samkvæmt könnun Ifop-stofn- unarinnar fyrir vikuritið l'Express fengi Jospin 23% atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna, sem fram fer 23. apríl, en Balladur 22% og Jacques Chirac, borgarstjóri í París, 17%. Jospin sagði í gær, að hann myndi stöðva einkavæðingaráform stjórnar Balladurs og efna til þjóð- aratkvæðis um að stytta kjörtíma- bil Frakklandsforseta úr sjö árum í fimm, næði hann kjöri. Hæðst að Balladur Franskir leiðarahöfundar hæddu stefnuskrá þá sem Balladur birti á mánudag, sögðu hana einkennast af varfærnislegum umbótum en skorta nýja hrífandi framtíðarsýn. Fjármálablaðið Les Echos sagði að þær úrlausnir sem hann boðaði gegn atvinnuleysi líktust miklu fremur bragðlausum kokkteil en kröftugum töfradrykk. ? ? ? Kim Jong-il af himn- um ofan Seoul. Reuter. ÍBÚAR Norður-Kóreu tigna vænt- anlegan leiðtoga kommúnistaríkis- ins, Kim Jong-il, og telja að hann sé ættaður af himnum, ef marka má fjölmiðla landsins. Leiðtogaefn- ið verður 53 ára á morgun. Sagt var að veðurfræðingar og íbúar í grennd við fjall, sem Kim er sagður hafa fæðst á, hafi séð ótrúlega Ijósadýrð þar á sunnudag, sólin og síðar tunglið hefðu verið umlukin geislandi litabaugum. Himnarnir hefðu virst fagna af- mæli „Leiðtogans kæra" sem væri greinilega „mestur allra mikil- menna sem komið hafa af himnum ofan". Reuter Átökin í Afganistan Taka stúd- entar völd- in í Kabúl? Islamabad. Reuter. TALIÐ er, að herská stúdentasam- tök í Afganistan muni snúast gegn stjórninni í Kabúl eftir að hafa rek- ið helsta stjórnarandstæðinginn, Gulbuddin Hekmatyar, og sveitir hans á flótta. Erlendir stjórnarerindrekar spá því, að Taleban-stúdentahreyfingin muni ógna Afganistanstjórn með ein- um eða öðrum hætti én henni hefur tekist að rjúfa þráteflið, sem hefur verið milli stjórnarinnar og stjórnar- andstöðunnar. í fyrrinótt náði hún á sitt vald aðalstöðvum Hekmatyars og miklu af hergögnum en hann og menn hans flýðu til bæjarins Sarobi, 60 km austur af Kabúl. Blóðug valdabarátta Taleban-hreyfingin komst fyrst í fréttirnar þegar hún náði borginni Kandahar í nóvember sl. og síðan hefur hún dregið til sín fólk, sem er orðið þreytt á blóðugri valdabar- áttunni í landinu eftir að Rússar voru hraktir á brott 1989. Flestir telja, að valdadagar Burhanuddins Rabbinis, forseta í Kabúl, séu brátt liðnir. Ekki er vitað hvort yfirmaður hersins, Ahmad Shah Masoud, muni sækjast eftir æðstu völdum í landinu eða láta sér nægja að ráða ríkjum í sínu héraði í norðausturhluta landsins. Router Þotuhjól niður um þak LENDINGARHJÓL, sem vegur um 250 kílógrömm, féll af Boeing 757 þotu leiguflugfélagsins Diam- ond International er hún var í aðflugi við Strassborg í Frakk- landi í gær og hrapaði niður um þak á matvælaverksmiðju skammt frá borginni. I Ijólið eyði- lagði lager af tilbúnum réttum. Engan sakaði og þotan, sem var á leið frá Le Bourget-flugvellin- um í París, lenti heilu og höldnu þótt hjólið vantaði. Meðal farþeg- anna var breski auðkýfingurinn og stjórnniálamaðurinn sir James Goldsmith. Stuðningur Eistlendinga við Tsjetsjníju Sakaðir um afskipti af málum Rússa Moskvu. Reuter. RÚSSAR sðkuðu í gær þing Eistlendinga um að skipta sér af rússneskum innanríkismálum með því að ákveða að viðurkenna sjálfstæði Kákasushér- aðsins Tsjetsjníju. „Þessi ákvörðun er ögrun sem mun áreiðanlega hafa mjög slæm áhrif á samskipti ríkjanna," sagði Grígoríj Karasín, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Moskvu, en útskýrði mál sitt ekki frekar. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu þegar á föstudag umræðum á eist- neska þinginu um málið. I samþykkt eistneska þingsins á mánudag var sagt að viðurkenningin yrði að veru- leika „eins fljótt og hægt er þegar ástandið í alþjóðamálum gerir það kleift". Eistland hlaut sjálfstæði 1991 við hrun Sovétríkjanna. Síðustu rúss- nesku hermennirnir yfirgáfu loks landið í ágúst sl. eftir langt þref þar sem Rússar vísuðu til þess að þeir teldu að traðkað væri á mannréttind- um rússneska minnihlutans, sem er um 30% íbúa Eistlands. Leiðtogi Tsjetsjena, Dzhokar Dúdajev, á eistneska konu og var háttsettur yfirmaður í sovéska setul- iðinu í eistnesku borginni Tartu þeg- ar landsmenn háðu sjálfstæðisbac- áttu sína gegn Moskvuvaldinu. Hann sýndi með ýmsum hætti stuðning sinn við málstað Eistlendinga og uppskar hylli þeirra fyrir vikið. Ekkert ríki hefur enn viðurkennt sjálfstæði Tsjetsjena. Múslimaríki í grennd við héraðið, þ. á m. Tyrkland, hafa að vísu fordæmt framferði Rússa en ekki gengið svo langt í stuðningi við trúbræður sína að styðja sjálfstæðisbaráttu þeirra. Ahyggjur af blóðbaði Er Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræddi við Borís Jeltsín, starfsbróður sinn í Moskvu, í síma á mánudag ítrekaði Clinton þá stefnu stjórnvalda í Washington að Tsjetsjníja væri rússneskt hérað. Á hinn bóginn lagði hann áherslu á að þjóðir heims hefðu áhyggjur af blóðbaðinu í uppreisnar- héraðinu, binda yrði enda á það og hefja friðarviðræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.