Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
' !
| "}Í% ■'
Morgunblaðið/Amór
Sigursveit Zia Mahmood í mótslok. Talið frá vinstri: Tony
Forrester, Björn Theodórsson framkvæmdastjóri, Zia
Mahmood, Fred Gitleman og George Mittleman
Sjötti signr
Zia Mahmood
í sveitakeppninni
BBIDS
Hótel Loftlciðir
BRIDSHÁTÍÐ 1995
Sveitakeppni með þátttöku 92
sveita 12.-13. febrúar.
“ZIA Mahmood leiddi sveit sína
til sigurs á 14. Bridshátíðinni í
sjötta sinn á átta árum. Sveitin
hlaut samtals 196 stig eða tæp
20 stig að meðaltali úr leik. Með
Zia spiluðu Tony Forrester, Ge-
orge Mittelman og Fred Gitelman.
Fyrir síðustu umferðina hafði
sveit Zia komið sér þægilega fyr-
ir í efsta sætinu, hafði 182 stig
eða 10 stigum meira en helztu
andstæðingamir, norsk-íslenzka
sveitin og sveit Samvinnuferða/
Landsýnar).
í síðasta leik spilaði Zia við
Samvinnpferðir og íslendingarnir
urðu að vinna leikinn að minnsta
kosti 20-10 til að komast upp
fyrir Zia. Og úrslitin ultu í raun
á einu spili í leiknum:
Norður
♦ K864
VÁKD4
♦ D
♦ D864
Austur
♦ G72
¥52
♦ G10764
♦ 1072
Suður
♦ Á95
¥ G10976
♦ Á8
*ÁK5
6 hjörtu er örugg slemma í NS
en við annað borðið létu Helgi
Jóhannsson og Guðmundur Sv.
Hermannsson sér nægja að spila
4 hjörtu. Við hitt borðið komust
Zia og Tony Forrester alla leið í
7 hjörtu. Til að sú alslemma ynn-
ist þurftu laufin að liggja 3-3 hjá
andstæðingunum eða sami and-
stæðingur að eiga lengd í laufi
og spaða svo hægt væri að þvinga
hann. Eins og sést var ekki hægt
að kvarta yfir legunni og alslemm-
an vannst og gaf Zia 17 impa.
Hefði alslemman tapast hefðu
Samvinnuferðir fengið 13 impa
og unnið leikinn 23-7. En úrslit
leiksins urðu 16-14 fyrir Sam-
vinnuferðir og það gaf ýmsum
möguleika á að blanda sér í topp-
baráttuna. Norsk-íslenzka sveitin,
sem átt hafði góða spretti í mót-
inu og m.a. unnið Zia örugglega,
varð að sætta sig við tap 12-18
gegn Ritu Shugart. Og sveit VÍB,
sem var í 4.-6. sæti fýrir síðustu
umferðina ásamt Ritu og S. Ár-
manni Magnússyni, vann S. Ár-
mann 17-13. Lokaúrslitin gátu
ekki orðið Samvinnuferðum/
Landsýn hagstæðari og annað
sætið í mótinu var þeirra.
í sveit Samvinnuferða/Land-
sýnar spiluðu forseti og varafor-
seti Bridssambandsins, Helgi Jó-
hannsson og Guðmundur Sv. Her-
mannsson, Bjöm Eysteinsson,
Aðalsteinn Jörgensen og Rúnar
Magnússon.
Náðugir dagar keppnisstjóra
Sveit Tryggingamiðstöðvarinn-
ar læddi sér upp í 3. sætið í loka-
umferðinni eftir misjafnt gengi
en annars varð lokastaðan þessi:
ZiaMahmood. 196
Samvinnuferðir/Landsýn 188
Tryggingamiðstöðin 184
Noregur/ísland 184
Rita Shugard 183
VÍB 182
Bretland/yngri spilarar 181
Landsbréf 180
S. Ármann Magnússon 178
Anton Haraldsson 177
Kristján Hauksson keppnis-
stjóri átti náðuga daga. Hann
sagðist ekki muna eftir svo rólegu
móti sem þessu en alls spiluðu
92 sveitir. Sveinn R. Eiríksson og
Einar Guðmundsson voru honum
til aðstoðar við keppnisstjórnina.
Elín Bjarnadóttir framkvæmda-
stjóri Bridssambandsins var móts-
stjóri en Björn Theodórsson einn
af framkvæmdastjórum Flugleiða
afhenti verðlaun í mótslok.
Arnór G. Ragnarsson
Guðmundur Sv. Hermannsson
Vestur
♦ D103
¥83
♦ K9532
♦ G93
SVEIT Samvinnuferða/Landsýnar varð í öðru sæti eftir sig-
ur á Zia í lokaumferðinni. Talið frá vinstri: Björn Eysteins-
son, Aðalsteinn Jörgensen, Rúnar Magnússon, Guðmundur
Sv. Hermannsson og Helgi Jóhannsson.
I DAG
Farsi
fjárm'ala spá
m
„ ViS muruurr sjá hrg,l i/0*bakjör ! noii,
0<j hsérra Cjengi c/ollcirans Um he/þina
BRIDS
Umsjðn Uuömundur Páll
Arnarson
„ER þetta kriss-kross-
skvís?“ Jakob R. Möller seg-
ir stundum söguna af því
þegar Jón Baldursson upp-
götvaði víxlþvingun. Það
var á Norðurlandsmóti í
Noregi, en Jón spilaði þá í
fyrsta sinn í opnum flokki,
tvítugur að aldri. Jakob var
félagi Jóns, en hinir í iiðinu
voru Þórir Sigurðsson og
Hallur Símonarson. Jón
uppskar aðeins yfirslag á
þvingunninni, en í fyrstu
umferð tvímenningsmóts
Bridshátíðar fékk bróðir
Jóns, Guðmundur Baldurs-
son, tækifæri til að vinna
sex grönd með þessari
sjaldgæfu þvingun.
Vestur gefur; AV á
hættu.
Norður
♦ Á965
4 G1032
♦ D
4 KG108
Vestur Austur
4 G3 4 K1074
4 9874 lllll! 4 D65
♦ 632 ♦ K975
4 7532 4 96
Suöur
4 D82
4 ÁK
♦ ÁG1084
4 ÁD4
Guðmundur og nafni
hans Grétarsson fóru alla
leið í sex grönd, sem Bald-
ursson spilaði í suður.
Spaðaútspil gerir vonir
sagnhafa strax að engu og
hið sama gerir raunar út-
spil í hjarta. En Guðmundur
fékk út lauf. Hann gaf strax
slag á tígulkóng. Austur
spilaði hjarta til baka og
Guðmundur tók slagi sína
á láglitina. Lokastaðan leit
þannig út:
Norður
4 Á
4 GIO
♦
4 -
Vestur Austur
4 G3 4 K
4 9 lllll * D6
♦ - IIHII 4 .
4 - 4 -
Suður
4 D8
4 K
♦ -
4 -
Guðmundur henti rétti-
lega spaða í síðasta tígulinn
og þvingaði austur um leið
i hálitunum. Austur valdi
að fara niður á spaðakóng-
inn blankan og nú þurfti
Guðmundur aðeins að spila
spaða á ásinn. En hitt var
jafn líklegt að drottningin
í hjarta væri orðin stök og
Guðmundur veðjaði á þann
hest: tók hjartakónginn og
varð því að sætta sig við
að fara einn niður.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Húfa tapaðist
ÉG tapaði svartri loðhúfu
með tveimur litlum skott-
um þriðjudaginn 7. febr-
úar, annað hvort í
Austurstræti eða fyrir
utan verslunina 10-11 í
Borgarkringlunni. Húfan
var gjöf og er mér því
sérstaklega dýrmæt.
Fundarlaun. Upplýsingar
í síma 672502 eftir kl.
18.
íþróttajakki
tapaðist
DÖKKBLÁR efri partur
af íþróttagalla 8 ára
drengs tapaðist á fót-
boltaæfingu í Íþróttahús-
inu á Seltjarnarnesi sl.
laugardag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
612366.
Fjallahjól tapaðist
SVART Mongoose
Threshold fjallahjól hvarf
frá Hraunbæ 33 fyrir
nokkru. Viti einhver um
hjólið er hann vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band í síma 671089 eða
við Vara, öryggisþjón-
ustu.
Taska og
föt fundust
FUNDIST hefur á lóð við
Barónsstíg fatnaður, bol-
ir, skór o.fl. ásamt tösku.
Upplýsingar í síma
15214 eftir hádegi.
Gleraugu
töpuðust
GLERAUGU í rauðri
umgjörð sem var í fjó-
lurauðu plasthylki töp-
uðst í síðustu viku. Þetta
eru mjög sérhæfð fjar-
sýnisgleraugu. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
25524.
Barnagleraugu
töpuðust
BARNAGLERAUGU í
hvítu hulstri töpuðust á
leiðinni frá Kópavogs-
skóla og út í Hamraborg.
Finnandi vinsamlega hafi
samband við Erling í
heimasíma 45019 eða
vinnusíma 681240.
Gæludýr
Kvenpáfagaukur
KVENPÁFAGAUKUR
óskast gefíns, helst í
búri. Upplýsingar í síma
876409.
Kettling
vantar heimili
FALLEGAN fjögurra
mánaða kettling þarf að
komast á gott heimili.
Upplýsingar í síma
18072.
COSPER
Víkveiji skrifar...
ÆR eru frumlegar söluaðferð-
imar, sem ferðaskrifstofumar
nota á stundum, til þess að tryggja
sér viðskipti þeirra sem huga á
ferðalög í sumar til annarra landa.
Víkverji telur að Samvinnuferðir-
Landsýn hafi náð nú um helgina
að jafna metin, eftir að Úrval-Útsýn
náði ákveðnu forskoti með því að
kynna ferðabækling sinn um einum
mánuði fyrr en Samvinnuferðir
gerðu. Þetta gerði ferðaskrifstofan
með því að auglýsa ákveðinn fjölda
ferða, til nokkurra áfangastaða er-
lendis, á aðeins 7.900 krónur. En
þeir lánsömu, sem fengu að kaupa
slíkar ferðir á þessum kostakjömm,
þurftu líka að leggja á sig mikla
fyrirhöfn, því um miðjan dag á
sunnudag fóru að myndast biðraðir
við útsölustaði ferðaskrifstofunnar,
þótt sala á miðunum hæfist ekki
fyrr en kl. 9 á mánudagsmorgun.
xxx
ÍKVERJI átti þó bágt með að
skilja röksemdafærslu fram-
kvæmdastjóra SáSivinnuferða-
Landsýnar í sjónvarpsviðtali í fyrra-
kvöld, þar sem hann lýsti yfir mik-
illi ánægju með það hvernig hafði
tekist til með söluna þennan fyrsta
söludag. Fréttamaðurinn spurði
framkvæmdastjórann, hvort það
væru ekki aðrir farþegar ferðaskrif-
stofunnar sem væru einfaldlega að
greiða niður farmiðaverð hinna
heppnu. Framkvæmdastjórinn kvað
nei við og sagði að við útreikninga
um sætanýtingu væri miðað við
80% sætanýtingu. Þessir ódýru mið-
ar væru úr umfram sætaplássi, þ.e.
á milli 80% og 100%, þannig að
þetta kæmi ekki við þá farþega sem
væru fullgreiðandi, fyrir 80% sæt-
anna. Þetta sýnist Víkverja vera
hálfgerð hundalógík, því í hans
huga er ekki nema um tvennt að
ræða, þegar um svona boð er að
ræða: Ánnaðhvort greiða aðrir far-
þegar ferðakostnaðinn fyrir hina
heppnu að stórum hluta, eða þá að
ferðaskrifstofan ákveður sjálf að
greiða hann niður og þar með vænt-
anlega af áætluðum hagnaði af
rekstri ferðaskrifstofunnar.
xxx
ELDUR þótti Víkveija Guðrún
Helgadóttir, alþingismaður
Alþýðubandalagsins í Reykjavík,
vera frumleg í málflutningi sínum,
við utandagskrárumræður á Alþingi
í fyrradag um Qölmiðla og hringa-
myndun. Þingmaðurinn sagði tíma-
bært að þjóðin eignaðist dagblað
og lagði til að ríkisvaldið hæfi út-
gáfu dagblaðs. Rökstuðningur
þingmannsins var sá, að þetta yrði
gert „til þess að þjóðin fái upplýs-
ingar sem má treysta, þar sem ekki
sé gerður munur á fólki eða málefn-
um og hið ískalda vald peninganna
nái ekki að stjórna málum“!
xxx
OG hvernig hugsar talsmaður
hins ríkisrekna dagblaðs sér
framkvæmdina? Ætlar hún kannski
að leggja til skylduáskrift til þjóðar-
innar, þannig að hvert heimili verði
að hafa keypt eitt eintak af ríkis-
blaðinu, áður en heimilt verður að
gerast áskrifandi að öðrum dag-
blöðum? Það væri svo sem eftir
öðru, í jafnmakalausum málflutn-
ingi og þingmannsins, nú á árinu
1995. Það sem Víkverja finnst hvað
skondnast við þennan málflutning
þingmannsins er sú staðreynd, að
fyrrum kommúnistaþjóðir eru hvar-
vetna að hverfa frá ríkisforsjá,
hægt og bítandi, en á sama tíma
vill þingmaðurinn hér heim á Fróni
auka forsjána, með heldur hæpinni
röksemdafærslu.