Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Keflavíkur-
kirkja 80 ára
ÞANN 14. febrúar eru áttatíu
ár liðin frá vígslu Keflavíkurkirkju.
Sóknarpresturinn, sr. Kristinn
Daníelsson, prófastur á Útskálum,
vígði kirkjuna og hún hefur einnig
helgast af mikilli notkun gegnum
tíðina. í ágripi af kirkjusögu í Kefla-
vík, sem Kristján Anton Jónsson,
safnaðarfulltrúi, skráði í Afmælis-
riti Keflavíkurkirkju, er kom út
1985, segir að fólkið hafi þráð helgi-
dóm í heimabyggð.
Bygging kirkjunnar í upphafí
aldar var framsækin hugmynd og
ánægjulegt hve Keflavíkingar stóðu
vel að málum. Þeir lögðu sitt af
mörkum til þess að kirkjubyggingin
yrði sem veglegust, en aðdragand-
inn að byggingunni var um margt
erfíður.
Óhætt er að segja að Keflvíking-
ar þrái nýtt safnaðarheimili 80
árum síðar. Kirkjulundur, safnaðar-
heimili kirkjunnar, er löngu orðinn
of lítill, þótt hann hafí gegnt vel
sínu hlutverki frá 1971.
Sú teikning, sem nú liggur fyrir
af byggingu safnaðarheimilis við
kirkjuna, er ekki síður framsækin
hugmynd en bygging kirkjunnar.
Að vísu hefur verið byggt við kirkj-
ur víða hér á landi í seinni tíð og
erlendis hefur það tíðkast lengi. Sú
leið svarar best þörfum safnaðanna
og er í samræmi við stefnuna í
nútíma byggingariist.
Árið 1967 var kirkjan stækkuð
um kórinn og hreyfði enginn and-
mælum við því. Það hefur því verið
byggt við Keflavíkurkirkju áður og
lóðin er ekki ósnertanlegt vé í sjálfu
sér. Nú hefur verið hugað enn bet-
ur að útliti byggingarinnar, þannig
. Sunnudaginn 19.
febrúar verður minnst
80 ára vígsluafmælis
Keflavíkurkirkju.
Olafur Oddur Jónsson
rekur hér sögu
kirkjunnar.
að hún falli sem bst að kirkjunni
og margir hafa lokið lofsorði á verk-
ið, sem unnið var af arkitektum frá
Verkstæði 3, Elínu Kjartansdóttur,
Haraldi Ö. Jónssyni og Helgu Bene-
diktsdóttur. Þess ber einnig að geta
að aðeins 22% kirkjulóðarinnar eru
nýtt þannig að hér er ekki um að
ræða byggingu sem er yfírþyrm-
andi.
Við, sem komum að þessu máli,
sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunn-
ar, vonumst eftir sem bestri sátt
um bygginguna. Við viðurkennum
fúslega að það er alfarið í höndum
Keflavíkinga hvort safnaðarheimil-
ið verður vígslugjöfín á 80 ára
vígsluafmæli kirkjunnar, en um það
verður kosið á aðalsafnaðarfundi
26. febrúar.
Það væri fagnaðarefni að færa
komandi kynslóðum þá vígslugjöf á
afmælisári, í lok aldarinnar, sem
vígsla kirkjunnar í upphafi aldar
reyndist þeim sem nú lifa. Ung-
menni fengu þá 10 aura fyrir tunn-
una af gijóti sem fór í kirkjubygg-
inguna. Sum þeirra eru enn á með-
al okkar sem þeir lifandi steinar sem
Keflavíkurkirkja.
mynda kirkju Krists hér á jörð,
mönnum til blessunar og Guði til
dýrðar og er það þakkarefni.
Á Biblíudaginn, sunnudaginn 19.
febrúar, verður vígsluafmælisins
minnst. Æska Keflavíkur mun
sækja sunnudagaskólann kl. 11 að
vanda, en barnastarfið hefur verið
blómlegt í Keflavíkursókn árum
saman. Hátíðarmessa hefst í kirkj-
unni kl. 14. Sr. Sigurður Sigurðar-
son, vígslubiskup, prédikar og
prestar kirkjunnar, sr. Sigfús Bald-
vin Ingvason og sr. Ólafur Oddur
Jónsson, þjóna fyrir altari. Kór
Keflavíkurkirkju flytur Mozart
messu ásamt hljómsveit undir stjórn
organistans, Einars Arnars Einars-
sonar. Einsöngvarar verða María
Guðmundsdóttir, Margrét Hregg-
viðsdeóttir, Sverrir Guðmundsson
og Steinn Erlingsson. Að lokinni
messu býður sóknarnefnd í kaffí-
samsæti í félagsheimilinu Stapa í
Njarðvík. Allir eru hjartanlega vel-
komnir meðan húsrúm leyfír.
Höfundur er sóknarprestur í
Kcflnvík.
„EN HALT þú
stöðuglega við það,
sem þú hefur numið
og hefur fest trú á,
þar eð þú veist af
hverjum þú hefur
numið það. Þú hefur
frá blautu barnsbeini
þekkt heilagar ritn-
ingar. Þær geta veitt
þér speki til sáluhjálp-
ar fyrir trúna á Krist
Jesúm.
Sérhver ritning er
innblásin af Guði og
nytsöm til fræðslu, til
umvöndunar, til leið-
réttingar, til mennt-
unar í réttlæti, til þess
að sá, sem tilheyrir Guði, sé albú-
inn og hæfur gjör til sérhvers
góðs verks.“ (II Tímóteusarbréf,
3:14-17)
Að mati Siffurbjörns
Þorkelssonar er
Biblían besta
fermingargjöfín.
„Gef alltaf Biblíuna
í fermingargjöf“
Það var eitt sinn að vori er ferm-
ingar stóðu yfir að maður nokkur,
sem ég þekkti ekkert, vék sér að
mér og sagði: „Heyrðu, ég má til
með að segja þér að ég hef haft
það fyrir venju í mörg
ár og gefa alltaf Bibl-
íuna þegar ég gef
ættingjum eða vina-
fólki fermingargjafir.
Eitt vorið var mér
boðið í einar sex ferm-
ingarveislur og gaf ég
fermingarbörnunum
Biblíu í öll skiptin. Ég
er nú svo sem ekkert
að monta mig af
þessu, en ég mátti til
með að segja þér
þetta.“
Svo hélt hann
áfram og sagði:
„Ástæða þess að ég
vil gefa Biblíuna í
fermingargjöf er sú að ég eignað-
ist Nýja testamentið, sem ungur
drengur, og þekki því af eigin raun
mikilvægi þess að eiga Biblíuna
eða Nýja testamentið.
Ég veit nefnilega ekki betri lífs-
förunaut og grundvöll til að byggja
lífið á en orð Biblíunnar.“
Kóróna lífsins
„Vertu trúr allt til dauða, og
ég mun gefa þér kórónu lífsins."
Þetta segir sá fyrsti og síðasti, sá
sem dó og varð aftur lifandi, son-
ur Guðs, Jesús Kristur.
Hver sem eyra hefur, hann
heyrir hvað andinn segir honum.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á íslandi.
Gefur alltaf
Biblíuna í
fermingargj öf
Sigurbjörn
Þorkelsson
SÍÐAN lögin um
Lánasjóð íslenskra
námsmanna voru sett
1992, í trássi við vilja
námsmanna, hefur
ákveðin „pattstaða"
verið ríkjandi í mál-
efnum sjóðsins.
Stjórnarandstaðan
hefur ítrekað reynt
að knýja á um breyt-
ingar á löggjöfinni en
stjómarflokkamir
hafa daufheyrst við
þeim tillögum og fellt
öll lagafrumvörp er
lúta að breytingum á
sjóðnum í krafti
meirihlutavalds síns.
Einn mikilvægasti sigur náms-
manna í lánamálum vannst á síð-
asta ári þegar ríkisstjómin neydd-
ist til að horfast í augu við afleið-
ingar breyttra laga um sjóðinn og
menntamálaráðherra stofnsetti
nefnd til að kanna áhrif breyting-
anna á stöðu og hag námsmanna.
Sú nefnd mun senn skila af sér
áliti.
Mótaðar tillögur
Lánasjóður íslenskra náms-
manna á fyrst og fremst að gegna
því hlutverki að vera félagslegur
jöfnunarsjóður. Til að hann nái því
marki er nokkurra úrbóta þörf á
reglum sjóðsins.
1. Mánaðargreiðslur verði
teknar upp í stað eft-
irágreiðslna:
Leiðin að markinu
verði farin í fjórum
áföngum:
a) Námsmenn í
heilsársnámskeiðum
fá nú greidd lán um
áramót án þess að
hafa sýnt árangur.
Þar hefur því skapast
fordæmi fyrir að
greiða út lán án und-
angenginna prófa.
b) Námsmenn á efri
stigum fái mánaðar-
greiðslur.
c) Síðustu ár hverrar
námsbrautar fái
mánaðargreiðslur.
d) Námsmenn í fyrri hluta náms
Pólitískur vilji er til
þess hjá flestum flokk-
um, segir Vilhjálmur
H. Vilhjálmsson, að
----------------------------
málefni LIN verði
tekin til gagngerrar
endurskoðunar.
fái greitt út mánaðarlega gegn
undirritaðri áætlun um námsfram-
vindu.
Ástæðan fyrir því að hin fjögur
skref eru stigin svo varfærnislega
er sú að með því að taka upp eft-
irágreiðslur í stað mánaðar-
greiðslna tókst núverandi ríkis-
stjórn að færa um 800 miljónir
milli fjárlagaára. Við verðum að
vera raunsæ. Það væri bjartsýni
að ætla að ný ríkisstjórn færi 800
miljónir til lánasjóðsins á einu
bretti. Okkar lausn gerir henni
kleift að dreifa þessum 800 miljón-
um á tvö fjárlagaár.
2. Námsframvinda verði metin
heildstætt en ekki á ársgrundvelli:
Námsmenn fái 100% lán í þann
tíma sem skilgreindur er sem eðli-
legur námstími ef þeir skila 75%
námsárangri á ári, ef það tekst
hins vegar ekki þá yrði umfram
tíminn ekki lánshæfur.
3. Endurgreiðslubyrðin verði
létt og tekjutengd.
4. Réttaröryggi lánþega verði
tryggt.
Löggjafinn taki afstöðu til
helstu grundvallarréttinda stúd-
enta og skilgreini þær kæruleiðir
sem lánþegum eru tækar.
Alþingiskosningar - ný
ríkisstjórn
Kosið verður til alþingis 8. apríl
næstkomandi, ljóst er að úr þessu
gerir núverandi ríkisstjórn ekki
róttækar breytingar á lánasjóðn-
um. Mikilvægt er að tíminn fram
að alþingiskosningum nýtist vel.
Koma þarf sjónarmiðum stúdenta
á framfæri við forkólfa stjórn-
málaflokkanna og leggja fram
heilsteyptar tillögur um nýjan og
betri lánasjóð. Pólitískur vilji er
fyrir því hjá flestum flokkum að
málefni LÍN verði tekin til gagn-
gerrar endurskoðunar og stúdent-
ar verða að láta rödd sína heyrast.
Höfundur er laganemi og skipar
3. sœtiá lista Röskvu til
stúdentaráðs.
Stúdentakosningar
Leiðir að sann-
gjömum lánasjóði
Námsmenn vilja út úr bankakerfinu
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
Ennum
Gilsfj ar ðarbrú
VIÐ fyrstu umræðu
um vegaáætlun fyrir
árin 1995-98, sem fór
fram á Alþingi síðast
í janúar, var sam-
gönguráðherra spurð-
ur um hvenær fram-
kvæmdir við Gilsfjarð-
arbrú yrðu boðnar út.
Svörin voru ekki beint
skýr. Hann vitnaði í
helga bók og talaði
um hljómandi málma
og hvellandi bjöllur,
að öðru leyti var lítið
upp úr svörum hans
að hafa. Það er því
óljóst hvenær fram-
kvæmdir hefjast og
enn óljósara hvenær megi búast
við verklokum. Á mjög fjölmenn-
um borgarafundi á vegum Gils-
Mjög alvarlegum um-
ferðarslysum hefur
fjölgað í Gilsfirði. Ingi-
björg Pálmadóttir tel-
ur brýnt að hefja sem
fyrst byggingu Gils-
fjarðarbrúar.
fjarðarnefndar í lok nóvember sl.
í Dalabúð í Búðardal mættu sjö
þingmenn Vesturlands og Vest-
fjarða. Þar voru þingmenn á einu
máli um að útboð þyrfti að fara
fram fyrri part þessa árs. Ekki
var að heyra að neinn bilbug væri
að fínna á stjórnarþingmönnum.
Því er enn von á að
þeir beiti áhrifum sín-
um á samgönguráð-
herra.
Núgildandi
vegaáætlun
Á núgildandi
vegaáætlun voru
áætlaðar 24 millj. kr.
til verksins á sl. ári,
138 millj. kr. á þessu
ári og 374 millj. kr.
1996. Heildar-
kostnaður er áætlað-
ur um 800 millj.
króna. Nú bendir hins
vegar ýmislegt til
þess að það eigi að
seinka útboði í verkið sem tefur
að sjálfsögðu verklok.
Engir tæknilegir meinbaugir
Um nokkurt skeið voru deilur um
framkvæmdirnar, bæði af tæknileg-
um og náttúrufræðilegum toga. Nú
liggja öll tilskilin leyfi fyrir um
vegagerðina. Umferð hefur aukist
um Gilsfjörðinn, vetrarsamgöngur
eru erfiðar og hafa sl. vikur verið
einstaklega erfiðar. Dalir og Reyk-
hólar eru eitt læknishérað og þarf
ekki að fjölyrða um það óöryggi sem
af því stafar að hafa ekki tryggari
samgöngur. Mjög alvarlegum um-
ferðarslysum hefur fjölgað í Gils-
firði. Allt þetta veldur því að málið
þolir ekki bið. Því verður þess kraf-
ist að staðið verði við núgildandi
áætlun.
Höfundur er þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn í
Vesturlandskjördæmi.
Ingibjörg
Pálmadóttir