Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS „Aðg’át skal höfð í nærveru sálar“ Frá Unni A. Hauksdóttur: ÞEGAR við fullorðna fólkið setj- umst niður með börnum til að lesa fyrir þau, er það yfirleitt tii að njóta ánægjulegra stunda með börnum okkar, barnabörnum, eða öðrum þeim börnum sem okkur þykir vænt um. Fyrir utan þá ánægju eina að vera saman á góðri stund er UnnurA. markmiðið með Hauksdóttir leStrinum mÍS- jafnt. Ymist eitthvað uppbyggi- legt, fræðandi, spennandi eða létt- leiki, stundum allt saman. Ég og dætur mínar höfum alltaf haft mikla gleði af slíkum sögu- stundum og haft þær sem flestar. Bækurnar sem lesnar hafa verið eru af öllum gerðum, frá ýmsum tímum. Ymis vel ég bók eða þær. Stundum er framhaldssögur í gangi og smásögur eða stuttar bækur með. Bækurnar hafa þær fengið að gjöf, gamlar frá okkur foreldrunum, jafnvel frá afa og ömmu og síðast en ekki síst hafa þær góðan aðgang að bókum í bókasafni skólans. Eitt sinn völdu þær bók sem önnur þeirra hafði fengið að gjöf: „Trillurnar þijár, með Alí Baba og 40 ræningjum", frá Fjölva- útgáfunni í þýðingu Þorsteins Thorarensens. Ég verð að viður- kenna að bókin heillaði mig ekki. Þegar að lokum bókarinnar kom sá ég þó ljósan punkt. Á svuntu öftustu síðu var boðið upp á fróð- leik um upprunalegu söguna um Alí Baba. Utfrá því fór ég að segja dætrunum frá „Þúsund og einni nótt“. Síðan held ég áfram og les fyrir þær þar sem sagt er frá ör- lögum ræningjanna í upprunalegu sögunni. Þar segir: „Þá láta rænin- gjarnir flytja sig í olíubrúsum til borgarinnar og ætla að ráðast á Alí Baba, en trúr þjónn hans kemst að því og hellir sjóðandi olíu ofan í brúsana, svo að allir ræningjarn- ir týna lífi.“ í framhaldi af þessu kom það sem hneykslaði mig: „Svona geta þeir verið grimmir og eru enn í dag, þessir Arabar, en þeir trúa á annan Guð, sem þeir kalla Alla og er Múhameð spámaður hans.“ Ég trúði ekki mínum eigin aug- um, hver leyfði sér með þessum hætti að koma með slíka innræt- ingu og fordóma? Getur það verið að bækur fyrir börn hér á landi beri aðra eins fordóma og þessi bók? Hefur Fjölvaútgáfan gefið út fleiri bækur með slíkum for- dómum? Hvað með aðra útgáfuað- ila? Hefur enginn gert athugasemd við bókina fyrr, en hún er gefin út árið 1989? Nýlega reyndi ég að ná í Þor- stein (skráðan þýðanda bókarinn- ar) hjá Fjölvaútgáfunni, hann var ekki við en stúlkan á símanum innti mig eftir erindinu, ég sagði henni það og las niðurlagið á svuntunni fyrir hana. Blessuð stúlkan spurði mig bara hvað ég sæi að þessu. - „Arabar eru grimmir, er það ekki?“ sagði hún. Var hún að tala í alvöru? Höfum við rétt á því, að dæma milljóna þjóðir, eða milljónir manna sem aðhyllast aðra trú en við, alla sem einn grimma, vegna sögu úr arabíska þjóðsagnasafn- inu? Eða vegna illverka einstakra ofsatrúarmanna? Hafa þeir þá sama rétt á að dæma okkur alla Vesturlandabúa, eða kristna menn um heim allan fyrir grimmd, vegna grimmdar- verka okkar á ýmsum tímum og einstaka hópa og ofsatrúarmanna okkar? í framhaldi af þessu vil ég hvetja alla barnabókahöfunda og þýðendur barnabóka til þess að ala ekki á fordómum gagnvart öðrum þjóðum, trú þeirra og menningu. Lestur bóka fyrir börn á aldrei að vera niðurrífandi heldur upp- byggjandi og fræðandi. Að lokum smá innlegg í umræð- una um „ritfrelsið", er ekkert sem bannar þetta? Með bestu kveðjum, UNNUR A. HAUKSDÓTTIR verkakona, Hafnarfírði. Illa skipulögð danskeppni Frá Sigríði M. Njálsdóttur: SUNNUDAGINN 5. febrúar sl. var haldin á vegum Dansráðs íslands bikarkeppni í samkvæmisdönsum með grunnaðferð. Keppni þessi var haldin í ágætu íþróttahúsi á Seltjarn- arnesi, björtu og fallegu. Eins og vant er komu allir til leiks með bros á vör og eftirvænting skein úr hveiju andliti. Á sérhveiju borði var rauð rós og allt umhverfíð var í takt við fallegan og litríkan klæðnað barn- anna og unglinganna, sem tilbúin voru til að taka þátt í enn einni dans- keppni vetrarins. Danskeppnir hafa nú verið haldnar i nokkur ár hér á landi og hafa þær yfírleitt tekist ágætlega. Eðlilega hafa smáhnökrar á skipulagi gert vart við sig öðru hveiju, en þeir hafa verið fremur smávægilegir. Fyrrnefndan sunnudag vildi svo til, að skipulagið var svo hörmulegt að ekki verður hjá því komist að gera það að umtalsefni. Seinkun á dagskránni varð töluverð strax í upphafí og keppendur þurftu að bíða lengi eftir að komast á gólfíð og jafn- vel þurftu þeir að bíða á gólfínu langa stund áður en þeir máttu hefja dans- inn. Þetta virkar illa á þá sem í keppni eru, léttir ekki lundina og getur haft áhrif á árangurinn. Oft var gripið til þess ráðs að flýta eða seinka ákveðnum dagskrárliðum og úr þessu varð töluverður ruglingur og áttu keppendur og aðrir gestir erfítt með að fylgjast með framvindu dagskrárinnar. Farandbikarar voru afhentir dans- parinu í fyrsta sæti í hveijum A-flokki, en aðrir fengu í verðlaun bókarmerki úr bréfi. Að gefa bami fallegt bókarmerki til að hafa í bók- inni sinni heima er falleg og jákvæð gjöf, en í þetta sinn fannst mér þessu öfugt farið. Á bókarmerkinu var auglýsing frá ákveðnu innlendu fyr- irtæki og fannst mér ekki við hæfí að afhenda auglýsingu í verðlaun fyrir góða frammistöðu. Það hefði verið nær a sleppa því algjörlega. Að mínu mati er þetta nánast lítils- virðing við keppendur. í kynningu í dagblöðum fyrir keppnina var talað um að stigahæsta pari keppninnar yrði afhentur far- andbikar svonefndur „Hermannsbik- ar“, sem nokkrum sinnum áður hefur verið afhentur í svipaðri keppni. Þessi bikar var aldrei afhentur, en var þó vel sýnilegur á borði í salnum ásamt öðrum bikurum sem afhentir voru. Hvers vegna fékk ekkert danspar þennan bikar? Dansinn hefur verið á uppleið á íslandi um nokkurt skeið og fagna ég því mjög. Dansinn er að mínu mati hvort tveggja í senn, list og íþrótt. Dansinn er góð líkamsrækt, bæði andleg og líkamleg, og ágætt tómstundastarf fyrir alla aldurshópa. Ég óska Dansráði íslands alls góðs og vona að það taki nú höndum sam- an og skipuleggi betur og vinni heimavinnuna vel dansinum til heilla. SIGRÍÐUR M. NJÁLSDÓTTIR, Stóragerði 5, Reykjavfk. j Ókunnugleiki á amerísk- um umgengnisvenjum Frá Geir Magnússyni: TIL ritstjóra Morgunblaðsins. Herra ritstjóri: í gær, þegar ég var að lesa blaðið frá 16. desember (ég fæ blaðið með I seinni skipunum), sá ég, í grein um | sinkverksmiðju, ókunnugleika á am- u erískum umgengnisvenjum, sem ég ' vil leiðrétta. Samingsaðilar ZCA eru nefndir Bob Sunderman og Jim Derby. Nöfn þeirra eru eflaust Robert Sunderman og James Derby. Enska notar þijú stig af kurteisi í ávarpi, eins og íslenzka: „Sigurður, viljið þér meira kaffi? Sigurður, viltu meira kaffi? Siggi, viltu meira kaffi?" ( Þar sem allir eru þéraðir í ensku | máli, nema Guð almáttugur, kemur Neftirnafn með titlinum mister (miss- iss eða miss, eftir kyni og hjúskap) í stað þéringar. Bjóði svo maður öðrum dús býður hann hinum að ávarpa sig með skírn- arnafni. Þar sem mörg, ef ekki flest, amerísk skírnarnöfn hafa styttingar- nafn (Bob fyrir Robert, Jim fyrir James) nota þeir, sem eru dús, stytt- ingarnafnið. Geri ég ráð fyrir að þessir heiðurs- menn hafi, í vinsemdarskyni og til að auðvelda viðræður, sagt við sína íslensku viðmælendur: „Just call me Bob (eða Jim).“ Það táknar ekki að þessi nöfn skuli notuð í frétt um við- ræðurnar, nema blaðamaðurinn hefði haft fullt samræmi og sagt að við- ræðendur af hálfu innlendra hefðu verið Dóri Jónatans frá Landsvirkjun og Konni Björns frá áburðarverk- smiðjunni. Með þökk fyrir birtinguna. GEIR MAGNÚSSON, 3045 Lisburn Road, Mechanicsburg, PA 17055. MÁLÞING um menningarmál í Reykjavík Dagskrá: Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til síðara málþings um menningarmál í Reykjavík. Þar verður fjallað um list- og menningarmiðlun í borginni. Á fyrra málþinginu, sem haldið var 14. janúar sl., var fjallað um hagsmuni og aðstöðu listamanna í Reykjavík. Seinna málþingið verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 18. febrúar 1995 og er öllum opið. 10:00 Skráning þátttakenda. 10:15 Setning málþings: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 10:20 Árbæjarsafn: Margrét Hallgrímsdóttir. 10:30 Borgarbókasafn Reykjavíkur: Þórdís Þorvaldsdóttir. 10:40 Borgarleikltúsið: Sigurður Hróarsson. 10:50 Gerðuberg: Elísabet B. Þórisdóttir. 11:00 Kjarvalsstaðir: Gunnar Kvaran. 11:10 Kaffihlé. 11:20 Listahátíð í Reykjavík: Þórunn Sigurðardóttir. 11:30 Söfn - miðlun menningar: Ragnhildur Vigfúsdóttir. 11:40 Hlutverk fjölmiðla: Jón Ásgeir Sigurðsson. 11:50 Menningarmálanefnd Reykjavíkur: Guðrún Jónsdóttir. 12:00 Matarhlé. 13:00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir - frummælendur sitja fyrir svörum. 15:00 Málþinginu slitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku í síma 632005 fyrir 17. febrúar. Þátttökugjald (hádegisverður og kaffi) er kr. 1000. ...... Skrifstofa borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.