Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT / Landlæknisefni Clintons í hættu vegna fóstureyðinga Deilan um réttmæti fóstureyðinga hefur eina ferðina enn blossað upp í Bandaríkjunum. Karl Blöndal, frétta- ritari Morgunblaðsins í Bandaríkjunum, fjallar um tilnefningu Henrys Fosters í embætti landlæknis sem valdið hefur miklu írafári vestra. ANDARÍKJASTJÓRN mun síst verða minnst fyrir skilvirk og vönduð vinnubrögð í forsetatíð Bills Clintons og hefur sérstakur viðvaningsbragur fylgt tilnefn- ingum hans í ýmis embætti. Nú er allt komið í háaloft vegna embættis landlæknis: Clinton til- nefndi Henry Foster, kvensjúk- dóma- og fæðingalæknir frá Ten- nessee, og bjuggust fæstir við vandræðum. Málið snýst um fóstureyð- ingar, en inn í það fléttast misskiln- ingur á misskilning ofan, deilur um sannsögli, ásakanir um klúður og van- hæfni starfsmanna forsetans og hug- myndafræðilegur ágreiningur. Að þessu sinni gæti ír- afárið þó orðið Clin- ton til framdráttar. Hæfni Fosters, sem er settur stjómandi Me- harry-læknaháskól- ans í Nashville, hefur virst auka- atriði í orðaskakinu, sem siglt hefur í kjölfarið á því að dagblað- ið The Washington Post greindi frá orðrómi um að hann væri efst- ur á lista Clintons 27. janúar. Virtist yfir flokkadrætti hafinn Við fyrstu sýn virðist Foster eiga að vera yfir flokkadrætti hafinn og sú var reyndar von Clintons eftir að síðasti landlækn- ir, Jocelyn Elders, þurfti að hverfa úr embætti vegna umdeildra yfir- lýsinga um að kanna ætti kosti sjálfsfróunar og lögleiðingu eitur- lyfja. Foster hefur beitt sér fyrir því að unglingar fari í kynlífs- bindindi og hætti barneignum. Störf hans öfluðu honum meira að segja viðurkenningar Georges Bush, forvera Clintons í Hvíta húsinu. Foster hefur verið kvensjúk- dómalæknir í þijá áratugi og þegar í ljós kom að hann hefði fengist við fóstureyð- ingar var ijandinn laus þrátt fyrir þá staðreynd að fóstureyðingar hafa verið löglegar í Bandaríkjunum í 22 ár. Ekki batnaði ástandið þeg- ar tölur stjómvalda um fjölda fóstureyðinga, sem læknirinn átti að vera ábyrgur fyrir, stönguðust á. Þessi vömm virðist hafa átt sér stað vegna þess að ekki var farið nógu rækilega í saumana á fortíð Fosters. Lögfræðingar stjórnar- innar hengdu sig í það hvort Fost- er hefði framkvæmt fóstureyð- ingar áður en þær vom leyfðar árið 1973. Þegar mönnum Clintons hug- kvæmdist loks að spyija Foster var kominn 6. febrúar og fjórir dagar liðnir frá því að greint hafði verið frá tilnefningunni op- inberlega. Svaraði Foster því til að hann hefði gert færri en tólf I „einkastarfi". Sú tala reyndist ekki alls kostar rétt. Samkvæmt skýrslum Maherray-sjúkrahúss- ins voru fóstureyðing- arnar 39 og Foster átti að hafa haft um- sjón með 55 til viðbót- ar. Foster brást ókvæða við þegar fyrri talan var höfð eftir honum og hafði viljað kanna skýrslur áður en farið var með hana í fjölmiðla. Ciinton var reyndar lítt hrifinn sjálfur og heyrðist meira að segja snupra aðstoðarmenn sína opinberlega. Frá repúblikönum heyrðust nú ásakanir um að fóstureyðingamar skiptu hundruðum og þegar leið á vikuna fór að grynnka á stuðningi við Foster. Dagblaðið The New York Times skoraði í leiðara á Clinton að draga tilnefninguna til baka. Joe Biden, öldungadeildarþing- maður og demókrati, tilkynnti 10. febrúar að hann hygðist ekki styðja Foster og veittist harka- lega að Clinton fyrir að „hugsa [máliðj ekki til þrautar“ og vændi forsetann um „pólitískt glappa- skot af hæstu gráðu“. Biden dró reyndar í land síðar sama dag og kvaðst ekki myndu taka ákvörðun fyrr en tilnefning Fosters yrði tekin fyrir á þingi í mars. Repúblikanar felldir áeiginbragði? Clinton ákvað hins vegar að í þetta skipti myndi hann ekki snúa baki við embættisefni sínu um leið og hitnaði í kolunum. Ein ástæðan kann að vera sú, að demókratar hafí séð tækifæri til að koma höggi á repúblikana með því að segja þá leiðitama leiksoppa þröngsýnna hagsmunahópa á borð við þá, sem beijast gegn fóstureyðingum. Andstæðingar fóstureyðinga eru stærsti minnihlutahópurinn í Regúblikanaflokknum. Ahrif þeirra hafa verið slík að það var hluti af stefnuskrá flokks- ins árið 1992 að knýja fram bann við fóstureyðingum. Fóstureyð- ingar hafa hins vegar fremur verið afl sundrungar en samein- ingar og margir repúblikanar eru þeirrar hyggju að ekki megi gera Henry Foster „Öruggar, löglegar og sjaldgæfar" w FÓSTUREYÐINGUM mótmælt við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fá ágreiningsefni rista jafn djúpt í bandarísku samfélagi. það mál eitt að mælistiku á það hvort úthýsa eigi mönnum úr flokknum. Þessi viðleitni til að gera Repú- blikanaflokkinn opnari fyrir fólki með mismunandi skoðanir bjó til dæmis að baki þeirri ákvörðun að sleppa fóstureyðingum, bæna- haldi í skólum og öðrum erfiðum málum félagslegs eðlis úr hinum svokallaða Samningi við Banda- ríkin, loforðalista repúblikana fyrir síðustu kosningar. Hörð rimma um fóstureyðingar myndi beina kröftum repúblikana frá markmiðum samningsins og tilhugsunin ein vekur hroll þeirra, sem telja að þetta málefni hafi átt þátt í ósigri Bush árið 1992. Ýmsir andstæðingar fóstureyð- inga úr röðum repúblikana hafa því sagt að málið snúist um „trú- verðugleika" Hvíta hússins en ekki fóstureyðingar. Arlen Specter, öldungadeildar- þingmaður repúblikana, sagði í samtali við dagblaðið The Boston Globe að vitnaleiðslur þingsins í næsta mánuði um það hvort Fost- er eigi að fá landlæknisembættið muni leggja línurnar um það hver sé með og hver á móti fóstureyð- ingum af væntanlegum forseta- frambjóðendum repúblikana. Þrýstingurinn innan flokksins hefur aukist undanfarna daga. Patrick Buchanan, sem sóttist eftir útnefningu repúblikana til forsetaframboðs, sagði um síð- ustu helgi að þinginu bæri að hafna Foster „vegna þess að hver sá, sem stundar fóstureyðingar, er ekki siðferðilega hæfur til að gegna embætti landlæknis Bandaríkjanna“. _______ Ralph Reed, stjórn- Ekkivarfarið andi Samtaka kristi- : a legra (Christian Coaliti 'saumana a on), sem eru áhrifamik- ill fortíð Fosters þrýstihópur Repúblikanaflokksins, bætti um betur þegar hann lýsti yfir því, að hann myndi láta fylgismenn sína snúa baki við flokknum ef gefíð yrði eftir í andstöðunni við fóstureyðingar. Ástæðan fyrir þessari yfirlýs- ingu var sú, að Phil Gramm, þing- maður og repúblikani með for- setavæntingar, kvaðst ekki myndu setja það fyrir sig þótt varaforsetaefni hans yrði fylgj- andi fóstureyðingum. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni og vænlegasta forsetaefni þeirra um þessar mundir, sagði að það væri ámóta gáfulegt að hafna frambjóðanda af því hann væri örvhentur og að fara eftir afstöðu hans til fóstureyðinga. Michael McCurry, blaðafulltrúi Clintons, var hins vegar ekki lengi að færa sér yfírlýsingu hins kristilega leiðtoga í nyt: „Það eru öfgamenn í [hreyfíngu andstæð- inga fóstureyðinga], sem hafa náð þéttingstaki á repúblikönum á þingi og draga þá nú um á nefínu.“ A1 Gore, varaforseti, sneri einnig vörn í sókn: „Við ætlum ekki að láta öfgasinna hafa bet- ur,“ sagði hann í stuðningsyfír- lýsingu við Foster á mánudag. Sjálfur hefur Foster furðu hátt miðað við að langt er í vitnaleiðsl- ur. Hann skrifaði í vikunni grein í The Washington Post, þar sem hann lýsti fjölmiðlafárinu, sem hefur fylgt honum frá morgni til kvölds. Þar sagði hann að andstæðing- ar sínir hefðu fengið að tala og hann krefðist þess eins að fá að svara fyrir sig þegar tilnefning hans yrði tekin fyrir á þingi. Hvað fóstureyðingar varðar er hann þeirrar hyggju að þær ,eigi að vera „öruggar, löglegar og sjaldgæfar". Clinton og undir- menn hans gerðu mistök með því að fara í vöm í upphafi. í stað þess að taka saman fjölda fóstur- eyðinga og gefa mönnum kost á því að hefja deilu um tölur og mótsagnir starfsmanna forsetans hefði einfaldlega átt að benda á að rétturinn til fóstureyðinga væri samkvæmt úrskurði Hæstaréttar vemdaður af stjómarskránni og því fráleitt að meðhöndla væntan- legan landlækni sem glæpamann ef hann braut ekki lög. Enn á eftir að koma í ljós hvort demókr- ötum tekst að snúa máli Fosters sér í vil. „Ég held að það eigi eftir að verða mjög erfitt að sam- þykkja hann [í embættið],11 sagði Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildar þingsins, í vikunni. „Ég held að þessar vitnaleiðslur eigi eftir að verða mjög vandræðaleg- ar.“ Spurningin er fyrir hvern? Málaferli gegn tóbaksfyrirtækjum Hópamáls- höfðanir leyfðar New Orleans. Reuter. TÓBAKSFYRIRTÆKI urðu fyrir miklu áfalli á föstudag þegar banda- rískum reykingamönnum, sem eru háðir nikótíni, var veitt heimild til hópamálshöfðunar gegn framleið- endum vindlinga. Okla Jones umdæmisdómari í New Orleans kvað upp þennan úrskurð og lögfræðingar segja að samkvæmt honum geti nánast allir reykinga- menn, sem eru háðir nikótíni, tekið þátt í málshöfðunum gegn tóbaksfyr- irtækjunum. Úrskurðurinn felur í sér að einn eða fleiri geta sótt mál fyrir hönd hóps reykingamanna án þess að allur hópurinn verði að taka þátt í málinu. Eitt tóbaksfyrirtækjanna, R.J. Reynolds, kvaðst ætla að áfrýja úr- skurðinum. Lögfræðingar fyrirtæk- isins sögðu að samkvæmt úrskurðin- um gæti „nánast hver einasti núver- andi og fyrrverandi reykingamaður" höfðað mál gegn tóbaksfyrirtækjun- um og engin fordæmi væru fyrir slík- um hópamálshöfðunum. Reuter Fujimori fagnar LEIÐTOGAR Ekvadors og Perú undirrituðu á föstudag samning sem ætlað er að binda enda á mannskæða bardaga um landa- mærasvæði sem ríkin hafa deilt um. f samningnum eru skilmálar vopnahléssamnings ríkjanna frá því fyrr í vikunni staðfestir. Á myndinni fagnar Alberto Fuji- mori, forseti Perú, friðarsam- komulaginu við landamærasvæð- ið ásamt hermönnum. Villt teiti í húsum Mandela Jóliannesarborg. Reuter. STARFSMENN Nelsons Mand- ela, forseta Suður-Afríku, hafa nokkrum sinnum efnt til villtra teita í opinberum bústöðum for- setans að honum fjarstöddum, að sögn dagblaðs í Jóhannesar- borg í gær. The Weekend Star sagði að veislugestirnir hefðu drukkið eðalvín forsetans og snætt kræsingar í glæsilegum bústöð- um hans í Höfðaborg og Pretor- íu. Blaðið sagði einnig að bif- reiðar í eigu ríkisins hefðu ver- ið notaðar til að flytja starfs- fólkið í veisluna og heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.