Morgunblaðið - 19.02.1995, Page 8

Morgunblaðið - 19.02.1995, Page 8
8 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norðurlandaráð Carison vill skera fngvar CSrlson, forsætisráðhcrra Svíþjóðar, lagði til að framlög Svía tU ráðsins yrðu skorin niður um 150 milljónir sænskra króna, en það myndi þýða að heildarframlög til ráðsins minnkuðu um 20 af hundraði. íslendingar taka þátt í „Routes to the Roots“ verkefni Minjasafn um vestur- fara opnað á Hofsósi EVRÓPU SAMBANDIÐ hefur í tengslum við samninginn um Evr- ópskt efnahagsvæði veitt Ferða- þjónustu bænda 25 milljóna króna styrk vegna svokallaðs „Routes to the Roots“ verkefnis. Með verkefn- inu er stuðlað að því að vesturfar- ar og afkomendur þeirra heimsæki lönd forfeðranna, kynnist menn- ingu og umhverfi uppruna síns. Stefnt er að því að opna minjasafn- ið í tengslum við íslenska vestur- fara á Hofsósi vorið 1996. „Routes to the Roots“ verkefnið var kynnt í Bændahöllinni á föstu- dag. Dr. Wolfgang Grams, forystu- maður verkefnis, rakti ? stuttu máli sögu vesturfaranna og kom fram að 5.000 vesturfarar að með- altali, allt upp í 11.000, á dag áttu viðkomu á Ellis-eyju við New York áður áður en komið var til fyrir- heitna landsins um og eftir alda- mót. Michael Collopy, forstöðu- maður „Cobh Heritage Centre" á írlandi nefndi sem dæmi að sex milljónir íra hefðu haldið frá ír- landi til Vesturheims um og eftir aldamót og nú teldu 44 milljónir Bandaríkjamanna sig af írsku bergi brotnar. Á sama tíma væru írar á írlandi aðeins þrjár milljónir. Michael og Hans Storhaug, for- stöðumaður „Norwegian Emigrati- on Center“ í Stavanger, sögðu að mikill áhugi væri á því meðal Vest- urfaranna og afkomanda þeirra að heimsækja lönd forfeðranna og Michael sagði að írar hefðu haft þann áhuga að leiðarljósi þegar þeir settu á stofn „Cobh Heritage Centre" safnið í Cork á írlandi. Á safninu er leitast við að gefa sem besta mynd af því af hveiju írar héldu til Vesturheims, aðbúnaði þeirra á leiðinni til Ameríku og hvað beið þeirra að lokinni erfiðri siglingu. Safngestir fá innsýn í heim vesturfaranna með ljósmynd- um, kvikmyndum, skriflegum gögnum og sviðsetningu svo eitt- hvað sé nefnt. Safnið var opnað árið 1993 og urðu safngestir sam- tals 100.000 í fyrra. Þórdís Eiríksdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, á sæti í framkvæmdanefnd „Routes to the Roots" verkefnisins en um er að ræða samstarfsverk- efni 11 Evrópuþjóða. Hún sagði að verið væri að leggja línumar og ræða hvemig 25 milljóna króna styrk Evrópusambandsins yrði var- ið. Hins vegar væri þegar byijað að hanna kynningarefni vegna markaðsátaksins. Kynning hæfist næsta haust og búist væri við fyrstu gestunum hingað til lands árið 1996. Minjasafn á íslandi Hjá Þórdísi kom fram að 40.529 Bandaríkjamenn hafi talið sig vera af íslensku bergi brotna árið 1990. Hún sagði að fjölgun ferðamanna til landsins á síðustu árum hefði ekki komið fram í fleiri ferðamönn- um frá Kanada. Eins og að framan segir er „Routes to the Roots“ fyrst og fremst markaðssetningarverkefni. En í tengslum við verkefnið hafa sprottið upp hugmyndir um minja- safn um vesturfara frá Islandi á Hofsósi. Jón Guðmundsson, sveitarstjóri, og Valgeir Þorvaldsson, ferðaþjón- ustubóndi, sögðu að þorpskjarni frá því um aldamót hefði þótt við- eigandi rammi um slíkt minjasafn. Elsta húsið í þorpinu er pakkhús frá 1777 en ætlunin er að koma minjasafninu fyrir í verslunarhúsi frá 1909. Hafist verður handa við að gera við húsið á næstunni og gera áætlanir ráð fyrir að hægt verði að opna safnið vorið 1996. Minjasafnið verður deild í Byggða- safni Skagfirðinga og sjá starfs- menn safnsins um að safna gripum í safnið. Safnað verður saman myndum til að setja upp í húsinu og stungið hefur verið upp á að fylgja íslenskri fjölskyldu eftir frá Íslandi til Vesturheims. Lögfræðiaðstoð Orators Efnt til sérstaks átaks 1 næstu viku Morgunblaðið/Ámi Sæberg BJARNI Benediktsson og Jónas Þór Guðmundsson fram- kvæmdastjórar lögfræðiaðstoðar Orators, félags laganema. T'IR 400 manns notfæra sér lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, á hveiju ári á meðan hún stendur til boða frá 1. október og til loka aprílmán- aðar að sögn Jónasar Þórs Guð- mundssonar sem er framkvæmda- stjóri lögfræðiaðstoðarinnar ásamt Bjama Benediktssyni. í tilefni af 75 ára afmæli Hæstaréttar hyggst lögfræðiaðstoð Orators standa fyr- ir sérstöku átaki í næstu viku. Lögfræðiaðstoð Orators er veitt símleiðis einu sinni í viku á áður- nefndu tímabili, en í tilefni af 75 ára afmæli Hæstaréttar hyggst Orator standa fyrir sérstöku átaki í næstu viku. Fólki stendur þá til boða að leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar á hveijum degi, frá mánudegi til föstudags, á milli klukkan 19.30 og 22 í síma 5511012. „Við ætlum að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi Hæstaréttar sem sjálfstæðs og óhlutdrægs æðsta dómstóls í þjóð- félaginu. Auk þess viljum við minna á að í réttarríki þar sem Hæstiréttur gegnir mikilvægu hlutverki og allir eiga að vera jafn- ir fyrir lögum, er vitneskja fólks um réttarstöðu sína jafnframt skil- yrði þess að jafnræði verði viðhald- ið,“ segir Bjarni. Fólki leiðbeint eftir kostum Að sögn Bjama Benediktssonar annast 3-5 laganemar á seinasta námsári, eða fimmta ári, ráðgjöf- ina hveiju sinni en auk þess hafa þeir lögmann sér til aðstoðar. í lagadeild eru um 50 nemar á loka- ári. Lögfræðiaðstoðin er ekki hluti af námi lagadeildar og standa nemar að henni að eigin frum- kvæði og hugsjón að sögn Jónas- ar, auk þess gagns sem þjálfunin veitir. Fjöldi þeirra sem hefur sam- band hefur aukist töluvert hin seinustu ár, og segir Jónas Ijóst að þó nokkur hópur manna nær ekki sam- bandi vegna þess að all- ar símalínur eru upp- teknar. „Fyrst og fremst leið- beinum við fólki og reynum að greiða úr vandamálum þess eftir bestu getu, miðað við að ráðgjöfin fer fram símleiðis og við höfum ekki í höndunum gögn frá þeim sem til okkar leita. Við vísum fólki um kerfið og svörum þeim spurn- ingum sem við teljum okkur geta svarað með fullri vissu. Við tökum hins vegar enga þjónustu að okk- ur, þ.e. vinnum ekki fyrir fólk beinlínis, önnumst skjalagerð fyrir það eða annað þess háttar," segir Bjarni. „Eðli málsins samkvæmt getum við ekki svarað hluta þeirra mála sem okkur berast, því að þau krefjast nánari skoðunar gagna eða málin eru of flókin til að ráða ►í tílefni af 75 ára afmæli Hæstaréttar hyggst lögfræðiað- stoð Orators standa fyrir sér- stöku átaki í næstu viku. í sam- tali við framkvæmdastjóra að- stoðarinnar kemur fram að yfir 400 manns óska aðstoðar henn- ar á ári. við í gegnum síma. Þá vísum við fólki áfram til lögmanna eða þeirra aðila í stjórnkerfinu sem geta liðs- innt því.“ Mest er spurt í tengslum við búsetu í fjölbýlishúsum eða á sviði nábýlisréttar, á sviði erfðaréttar og á sviði sifjaréttar, en einnig er talsvert spurt um skuldabréf og ýmsar ábyrgðir manna. Önnur mál koma til kasta lögfræðiaðstoðar- innar en þessi eru algengust. Ráðgjöfin er ókeypis. Flestir 20-40 ára Jónas segir að lögfræðiaðstoð Orators hafi fyrst verið ýtt úr vör 16. janúar 1933 en þrotið örendi fimm árum síðar. Nýju lífi var síð- an blásið í aðstoðina 15. janúar 1981 og hefur hún starfað óslitið frá þeim tíma. „Hugsunin að baki lögfræðiað- stoðinni er sú, að það sé grundvall- arreglar íslensks réttar að allir menn séu jafnir fyrir lögunum. Lögfræðiaðstoðin er reist á þeirri skoðun að tryggja verði þessum þegnum þjóðfélagsins aðgang að sérfræðiþjónustu á þessum vett- vangi, til að þeir geti öðlast nauð- synlega þekkingu á lögunum í þeim tilgangi að þetta jafnræði nái fram að ganga. Þetta er ekki síst mikilvægt, þar sem vitneskja fólks um réttarstöðu sína er nauð- synleg forsenda þess að slíkri reglu verði viðhaldið. Eftir því sem reglukerfi þjóðfélagsins verður flóknara og erfiðara fyrir ólög- fróða einstaklinga að standa vörð um eigin hagsmuni, t.d. vegna þess að þeir efna- minni hafa ekki ráð á að leita sér sérfræði- þjónustu, eykst jafn- fram mikilvægi slíkrar þjónustu sem Orator veitir,“ segir Jónas. Stærsti hluti þeirra sem notfæra sér þjónustuna er á aldrinum þrjá- tíu og eins árs til fertugs, eða um 33%, um 20% eru á aldrinum tutt- ugu og eins árs til þrítugs og um 25% á aldrinu 41 árs til fimm- tugs. Aðrir eru sitthvorumegin við yngstu og elstu fulltrúa þessara aldurshópa. „Öll þau viðbrögð sem við höfum fengið sýna að fólk er ánægt með þessa þjónustu Orators og ýmis dæmi eru um að sama fólkið leiti til okkar oftar en einu sinni, sem bendir til að ráðgjöfin beri einhvern árangur," segir Bjami. Fjögur hundruð manns á ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.