Morgunblaðið - 19.02.1995, Side 15

Morgunblaðið - 19.02.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 15 geti ekki notað gleraugu eða linsur starfs síns vegna. Þetta eigi m.a. við kvikmyndastjömur, sviðsleik- ara, dansara, djúpsjávarkafara og fólk sem starfí við neyðarhjálp. Alsœlir þrált fyrir I rávik „Við notum bandarískt leysitæki við aðgerðina sem er notað í 80% allra slíkra aðgerða í heiminum og kostar tæpar 27 milljónir króna. Við setjum upp 80 þúsund krónur á hvort auga með nærsýni upp að mínus tveimur en 160 þúsund krón- ur á hvort auga fyrir ofan mínus tvo,“ segir Muir-Taylor. „Hægt er að gera aðgerðir á fólki sem þjáist af nærsýni upp að mínus níu eða tíu, svo eitthvað sé nefnt. Homhimnan er löguð til í því skyni að lagfæra sjónlagsgalla af þessum HORNHIMNAN spring- wr þegar leysigeislan- wm er skotió. I millj- aróasta hlwta úr sek- óndw verówr til álika erka og myndast i kjarnorkwveri. toga. Við höfum gert aðgerð á ein- staklingi sem þjáðist af nærsýni sem mældist mínus 25, með góðum árangri þótt að það hafi verið ein- stakt tilfelli. Leysitækið er afar nákvæmt en sú lækning sem fólk fær er ekki eins nákvæm. Aðgerð á tveimur mönnum sem eru báðir með nær- sýni upp á mínus 9, getur skilað tveimur mismunandi niðurstöðum þvi lækningamátturinn er einstakl- ingsbundinn. Meðalnákvæmni að- gerðinnar er um 80%. Við getum tekið sem dæmi einstakling með nærsýni upp á mínus 9 sem er með nærsýni upp á mínus 1 að lokinni aðgerð, eða um 10% frávik. Þetta er þó ekki vandamál, því um leið og augað hefur jafnað sig að þrem- ur mánuðum liðnum er hægt að lagfæra frávikið með annarri að- gerð þannig að full sjón náist. Sjúkl- ingar eru hins vegar nær 100% ánægðir þrátt fyrir frávikið, eins og hægt er að ímynda sér.“ Ekki til reglwr Friðbert Jónasson augnlæknir kveðst telja leysiaðgerð til að laga nærsýni góðra gjalda verða að nærsýni sem mælist mínus 5-5,5. Hins vegar myndi aldrei hvarfla að honum að senda sjúkling með nær- sýni upp á mínus 10 í aðgerð af þessu tagi, miðað við þær rannsókn- ir sem liggja fyrir. „Langflestir augnlæknar sem gera þessar að- gerðir eru sama sinnis að mínu mati. Hinir sem gera slíkar aðgerð- ir segja á móti að nærsýni sjúklings- ins minnki og hægt sé að halda áfram. En hornhimnan þynnist stöðugt, við það getur augað skað- ast og ég hef séð nóg af vandamál- um út frá því, jafnvel þannig að augað er aldrei með stöðuga sjón. Málið er að ekki eru til harðar regl- ur um þessar aðgerðir og því geta menn komist upp með alls konar hluti, þangað til þeir eru kærðir," segir Friðbert. Viss áhætta fyrir hendi Muir-Taylor segir að aðgerðinni fýlgi engar alvarlegar aukaverkanir og með réttri eftirmeðferð og við- brögðum við hugsanlegum fylgi- kvillum hafi allir sjúklingar þeirra verið ánægðir með árangurinn. „Einu vandamálin stafa af því að sjón sjúklinganna hefur verið að breytast þegar aðgerðin er gerð, og lausn þess vanda er einföld því þá er aðgerðin endurtekin þegar sjónlagsgallinn hættir að ágerast. Eg hef heyrt um fáeina sjúklinga sem hafa fundið fyrir glýju að næturlagi, við akstur og slíkt, en þetta eru lítilvæg vandamál sem hafa ekki angrað sjúklinga okkar til muna.“ Meira felst í aðgerðinni en að gangast undir hana og þannig geta sjúklingar verið í eftirmeðferð í allt að níu mánuði eða lengur. Þeir fá augndropa af ýmsu tagi, meðal annars stera til að auðveldara sé að glíma við þau vandamál sem kunna að fylgja í kjölfarið. „Miðað við allar aðrar aðgerðir á sviði læknavísinda er þessi tiltölulega örugg,“ segir hann. Olafur Grétar segir langvarandi sterameðferð á auga að lokinni leysiaðgerðinni hafa í för með sér vissa áhættu. Hættan á skýmyndun á augasteini aukist til dæmis og hjá sumum sjúklingum sé viss hætta á fylgigláku, þ.e. að stera- meðferðin hækki augnþrýsting. „Þrýstingurinn gengur að vísu til baka þegar meðferð hættir, en ský- ið á augasteinunum er alvarlegt mál því að það er varanlegt ef það myndast. Þá eldast augasteinarnir fyrir tímann, þannig að æskilegt er að nota ekki þessa stera mjög lengi. Fólk þarf að nota stera í hálft til eitt ár og í einstaka tilfell- um jafnvel lengur, sem ég hef nokkrar áhyggjur af,“ segir hann. Skiptar skoóanir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum á Landakoti, segir skiptar skoðanir á augnaðgerðum með leysigeislum, einkum út frá siðferðislegum sjónarhóli. Menn velti fyrir sér hvaða skilyrði eigi að setja fyrir skurðaðgerðum sem eru gerðar á augum án sjúkdóma. Nærsýni sé sjónlagsgalli og hægt sé að velta því endalaust fyrir sér hvort betra eða verra sé að vera nærsýnn eða ekki. „Eru leysiaðgerðir á nærsýnu fólki framtíðin á þessu sviði? Ég hef stundum snúið spurningunni við og sagt við starfsfélaga mína; hugs- um okkur að við værum stöðugt að gera skurðaðgerðir gegn nær- sýni og síðan fyndi einhver upp gleraugu? Þættu þau ekki vera al- gjör bylting? Menn verða að hafa hugfast hvað felst í skurðaðgerðum, því þær má aldrei líta léttvægum augum. Um leið og farið er að skera eða brenna í líkamann myndast einhver óvissa og áhætta og því á að sýna skurð- aðgerðum viðhlítandi virðingu og umgangast þær með gát. Menn velta því gjarnan fyrir sér hvort að þau skilmerki sem notuð eru til að meta skurðaðgerðir gegn sjúkdóm- um eigi beinlínis við þegar um er að ræða skurðaðgerðir á heilbrigð- um einstaklingum. Ég hef tekið SÆTTIMIG ALDREI VIÐ NÆRSÝNINA AUGA sjúklings tilbúió fyrir aógeró til aó lagfaera nærsýni. NGÓLFUR Johannessen læknir fór í leysigeislaaðgerð (Exci- mer Laser) fyrir um ári. Hann hefur nú eðlilega sjón á báðum augum, en hafði áður þurft að nota gleraugu frá níu ára aldri. „Ég notaði linsur frá unglingsár- um, en fór að þola þær illa eftir 8-10 ára notkun. Eg þurfti því að taka gleraugun fram á ný mér til lítillar ánægju þar sem tilveran er þá afmörkuð af um- gjörðinni auk þess sem illmögu- legt er að stunda íþróttir s.s. skíði og köfun.“ Leysiaógeró i London Ingólfur segir að hann hafi rætt við augnlækni sinn, Ólaf Grétar Guðmundsson, um mögu- leika á að komast í leysigeislaað- gerð. „Félagi minn hafði farið í svona aðgerð og tekist vel. Ólaf- ur Grétar skildi vel að ég var ósáttur við að þurfa að ganga með gleraugu og sagðist ekki leggjast gegn því að ég færi í leysiaðgerð svo framarlega sem hún væri gerð af færum mönn- um. Það var þó ekki fyrr en ég fór til London haustið 1992 til framhaldsnáms í Iæknisfræði að ég kannaði málið betur. Til kom m.a. að ég vinn mikið með smá- sjá. I London rakst ég á tímarits- auglýsingu frá Ivor S. Levy og Douglas Muir-Taylor, virtum augnsérfræðingum á The Royal London Hospital. Þeir fram- kvæma þessar aðgerðir með eig- in búnaði á læknastofu sinni við Harley Street. Ég fór í mat til þeirra og úr varð að vinstra aug- að var meðhöndlað í nóvember 1993 og það hægra í febrúar 1994. Eg hafði haft um -4 á báð- um augum í nokkur ár og þótti sérfræðingunum ég bæði vera á réttum aldri auk þess hafa stöð- uga sjón og tiltölulega væga nærsýni." Rúmt úr ú steradropum Ingólfur sagði sársauka vera töluverðan næstu þrjá sólar- hringana eftir leysiaðgerðina eða á meðan ysta himna horn- himnunnar er að gróa. „Ég tók töluvert af verkjalyfj- um þessa daga. Hins vegar var sársaukinn horfinn eins og hendi væri veifað að morgni þriðja dags. Sýkladrepandi augnsmyrsl eru borin í viðkomandi auga í nokkurn tíma og síðan hefst bólgueyðandi meðferð með væg- um steradropum. Ég hef verið á þessum dropum í rúmt ár, en þeir draga úr örmyndun í horn- himnunni. Ég er að ljúka núna við þá meðferð. Eftirlit hér í London hefur verið reglulegt og öruggt, en það er m.a. til að fylgj- ast með augnþrýstingi. Reynsla þeirra hér er sú, að 20-30% þessa sjúklingahóps fái augn- þrýstingshækkun vegna stera- dropanna, sem getur skemmt aðra hluta augans. Breyta þarf meðferð þessara sjúklinga. Ég hef hins vegar aldrei mælst með neina hækkun og ávallt þolað dropana mjög vel.“ Eólileg sjón ú báóum awgwm. Ingólfur segir báðar aðgerð- irnar hafa tekist mjög vel að mati ensku sérfræðinganna og Ólafs Grétars, en hann hefur líka fylgst með Ingólfi. „Ég hef nú eðlilega sjón á báðum augum og örmyndun í hornhimnu er óveru- leg. Þar við bætist að aðgerðin veikir ekki augað þar sem ein- gongu er unnið staðbundið í ysta lagi hornhimnunnar. Aldrei er skorið í augað og því ekki opnað inn í það. Sýkingarhætta er því óveruleg. Það er eins með þessa aðgerð og hvert annað læknisverk að hver og einn verður að gera upp við sig, að fengnum upplýsingum lækna, hvort viðkomandi taki ákveðinni meðferð. Það var mitt að vega og meta kosti og galla þessarar aðgerðar, einkum í ljósi þess að hún er tiltölulega ný af nálinni. En hvað tækni viðkemur þá erum við öll börn okkar tíma og ég hefði endalaust getað beð- ið eftir fullkomnari aðgerð. Áhættan var lítil. Ég hafði heil- brigð augu fyrir; en þau voru lítillega gölluð. Ég mat það svo, að nú væri rétti tíminn að kippa þessu í lag. Nú hefur þessi galli verið lagaður. Mér hefur verið færð arnarsjón, enda er það svo að ég er farinn að beita augunum eins og gert var ráð fyrir i upp- hafi. Það var t.a.m. upplifun eft- ir fyrri aðgerðina að geta lesið á götuskilti gleraugnalaust í fyrsta skipti frá barnsaldri: „Harley Street“ - getur það ver- ið flottara?" ÆTLAR Í AÐGERÐ INNAN ÁRS ARGRÉT er þrjátíu og eins árs gamall Reykvíkingur með nærsýni sem mælist rúm- lega mínus tíu. Hún hefur þjáðst af óþoli gagnvart linsum, sem myndast yfirleitt vegna ofnotk- unar á þeim eða rangrar notkunar, í ein tíu ár. Hún fór í skoðun til Árósa í september síðastliðnum til að undirbúa hugsanlega leysiaðgerð á aug- um sínum. f Danmörku var henni einnig kynntur annar möguleiki til að lagfæra nærsýni, sem er horn- himnuflutningur, en þá er horn- himna flutt af látnum og grædd á auga viðkomandi. Hún kveðst enn vera að velta fyrir sér báð- um möguleikum og sé ekki búin að gera upp hug sinn um hvor aðgerðin sé heppilegri. Tals- verður munur er á kostnaði, og þannig kostar leysiaðgerðin tæpar 225 þúsund krónur en hornhimnuflutningurinn um helmingi meira. Augnlæknir hennar benti á leysiaðgerðina sem kost til að losna við gler- augu, sem henni þykja hamla sér við iþróttaiðkun o.fl. Kodnaóarmunur mikill „Með jafn mikla nærsýni og ég er með, þora læknarnir ekki að lofa fullri sjón og te\jajafn- vel líklegt að ég verði með nær- sýni sem mælast myndi minus þrír eftir leysiaðgerð. Horn- himnuflutningurinn er sagður öruggari og skila betri árangri, en kostnaður er mikill og ef eitt- hvað fer úrskeiðis, eykst kostn- aður upp úr öllu valdi. Hins veg- ar er hægt að fjarlægja ágræddu hornhimnuna ef eitt- hvað ber út af,“ segir Margrét. í Árósum var sagt að biðin í leysiaðgerð næmi tveimur til þremur mánuðum, en mun styttri bið væri í hornhimnu- flutning. Margrét hafði velt fyr- ir sér möguleika á aðgerð á augum sínum, þpgar hún las um rússnesku skurðaðgerðina fyrir nokkrum árum, en augnlæknir hennar mælti henni ekki bót og því ákvað hún að bíða átekta. Hún kveðst vænta þess að velja aðra hvora aðgerðina innan árs. í dag finnist henni hornhimnu- flutningurinn álitlegri kostur, því þótt að augu hennar rnæld- ust t.d. mínus þrír eftir leysi- aðgerð, sem þyki ágæt sjón þeg- ar lestrarfjarsýni myndast á miðjum aldri; standi eftir sá ókostur að bera gleraugu. Kostnaðarmunur á aðgerðunum kalli liins vegar á vangaveltur, áður en ákvörðun er tekin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.