Morgunblaðið - 19.02.1995, Side 19

Morgunblaðið - 19.02.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 19 Nýjar voru Prjónafatnabur, Peysur, pils og vesti Bómullarfatnabur Langerma bolir og leggings buxur upp í stærb 52 30% afsláttur vib kassa af samkvæmis- og kvöldklæbnabi marion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 651147 NH0P persónu- legnr JAZZ Gcisladiskur Geisladiskur með tríói Niels-Hennings Orsteds Pedersens. Flyljendur: Niels-Henning 0rsted Pedersen, kontrabassi, Ulf Wake- nius, gítar, Adam Nussbaum trommur. FÁIR erlendir tónlistarmenn hafa komið jafnoft til íslands og Niels- Henning 0rsted Pedersen, danski kontrabassasnillingurinn, og fáir norrænir djasstónlistarmenn hafa markað jafn djúp spor í djasssöguna og hann. Niels-Henning hefur átt þátt í gerð yfír 500 platna á sínum ferli og leikið með mörgum af þekkt- ustu djasstónlistarmönnum sam- tímans. Fyrir nokkru kom út geisla- diskur með tríói Niels-Hennings sem rétt og skylt er fjalla um hér. Tríóið er auk bassaleikarans skipað úrvals- hljóðfæraleikurunum Ulf Wakenius, sem lék með Niels-Henning í Há- skólabíói árið 1992, og Adam Nuss- baum trommuleikara, sem eins og Wakenius, hefur leikið mikið með bræðrunum dönsku Niels Lan Doky planista og Christian Minh Doky bassaleikara. Auk þess hefur Nuss- baum töluvert leikið með Michael Brecker. Diskurinn nefnist To A Brother og er gefínn út af danska útgáfufyr- irtækinu Pladekompagniet. Á hon- um eru átta lög. Diskurinn markar engin tímamót á ferli Niels-Henn- ings en hann er ákaflega notalegur áheyrnar og persónulegur. Eins og nærri má geta býður hljóðfæraskip- unin um fram allt upp á mýkt og ljóðrænu og kontrabassinn er í sóló- hlutverki ekki síður en gítarinn. Diskurinn hefst á faliegri ballöðu eftir NH0P sem jafnframt er titillag disksins. Bassinn kynnir laglínuna og Nussbaum fer léttum bursta- strokum um settið en Wakenius gríp- ur inn í með tilfínningríkum spuna. Wakenius er einn af athyglisverðari gítarleikurum norrænum, hefur ein- staklega skýran og fallegan hljóm og hugmyndaríkan spuna. Stella by Starlight er líka á ljóðrænu nótunum en Nussbaum lætur það svinga í hægu tempói með smekklegum simbalaleik. Annar standard, Alone Together, er mikið í uppáhaldi hjá djasspilurum um þessar mundir og honum er alls ekki ofaukið á To a Brother. Lines er eftir Wakenius og sýnir gítarleik- arann I bíboppham en í Dancing Girls eftir NH0P kveður við dálítið fönkaðan tón. Jeg gik mig ud en sommerdag sem er útsetning NH0P á dönsku þjóðlagi er magnaðasta verkið á disknum þar sem ljós þess- ara hæfileikaríku spilara skín hvað skærast. To a Brother er eigulegur diskur, tregafullur á köflum og persónuleg- ur og fallegur. Guðjón Guðmundsson Frá fimmtudegi til fimmtudags Opið virka daga 9 - 20 laugardag 10-17 sunnudag 13-17 s- / I húsi Ingvars Helgasonar hf. að Sœvarhöföa 2. Þar fœrð þú á frábæru og jafnvel !l!t fyrstu 6-8 mánuðina. Visa eða Euro greiðslukjör. jyrsta hálfa árið fylgir bílnum og bttmsfn fram á surrtar miðað við meðalakstur á meðalbíl. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 674848

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.