Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 35 BREF TIL BLAÐSINS Leiðbeinandaþjálfun o g ökukennsla Frá Einari Ingþóri Einarssyni: HVAÐ ER unnið með leiðbeinanda- þjálfun? Þ.e. þegar ökunemi þjálfar sig með einhvern fullorðinn sér við hlið annan en ökukennarann, t.d. foreldri eða einhvern veiunnara sem náð hefur 24 ára aldri og hefur ekki komist í kast við lögin hvað varðar umferðaiagabrot undanfama 12 mánuði. Það er rétt að taka það strax fram áður en lengra er haldið að leiðbein- andaþjálfun verður alltaf að fara fram í fullri samvinnu ökukennara og leiðbeinanda, náttúrlega verður ökuneminn að fá að vera með í ráð- um. Ykkur finnst það kannski ein- kennilegt að minnast á ökunemann en í starfi mínu sem ökukennari hef ég rekist á dæmi þess að forráðamað- ur vildi ólmur taka að sér leiðbein- andaþjálfun og ökuneminn dró nám- ið sífellt á langinn þar til töfraaldrin- um var náð og hann þurfti ekki að fara í þjálfun hjá pabba. Mig langar til að fjalla lítillega um leiðbeinandaþjálfun eins og hún kemur mér fyrir sjónir, kosti og galla. Að sjálfsögðu verður umfjöllunin ekki tæm'andi og áskil ég mér rétt til að skrifa frekar um þetta mál síð- ar. Þrískipting ökunámsins 1. Að tileinka sér rétt viðhorf. 2. Að öðlast leikni í meðferð bíls- ins. 3. Að leggja fræðilegan grunn að framtíðarakstri. Hvað er verið að læra og þjálfa í leiðbeinandaþjálfuninni? Það kom til mín kunningi minn og spurði út í „þessa leiðbeinanda- þjálfun". (Viðhorf) Hvað verður þetta miklu ódýrara fyrir mig? Get ég ekki bara byijað að keyra með stelpuna og svo ferð þú með hana í próf? (Leikni) Ég reyndi að sýna honum fram á að það sem „græddist" væri meiri akstursvani stúlkunnar, sem síðan leiddi til þess að foreldrarnir væru rólegri heima þegar hún væri úti að aka, þar sem þeir vissu af ÞJÁLFUN ungs fólks í öku- kennslu er ábyrgðarmikið starf og ekki á færi allra, seg- ir greinarhöfundur. öllum löngu þjálfunarstundunum sem þeir höfðu átt með stúlkunni sinni. Ég ræddi fjálglega um hversu góð áhrif þetta gæti haft á samband þeirra feðgina. Núna væri virkilega komið eitthvað sem þau hefðu jafn mikinn áhuga á, sem þau gætu sam- einast um og hugsanlega treyst fjöl- skylduböndin. (Kunnátta) Ég benti honum á að hann hefði bara gott af að læra umferðarmerkin og hvað allar línurn- ar í malbikinu þýddu. Það varð að samkomulagi að stúlkan skyldi byija að læra hjá mér og áður en til æfingaakstursins kæmi færum við í bíltúr saman, ég og pabbinn. Martröð ökukennarans Ég hafði fyrsta tímann með döm- unni í gær eftir leiðbeinandaþjálf- unina. Tilfinningin styrktist með „instant-manninn" þ.e. að fá úrlausn strax, ekki seinna en í gær. Fyrsta sem hún sagði er hún hafði komið sér fyrir í sætinu var „klukkan hvað get ég farið í akstursprófið?“. Ég sagði henni að spurningin væri hvort hún væri tilbúin til þess, og þeirri spurningu gæti ég ekki svarað fyrr en við værum búin með þennan tíma. Valdníðsla Frá Einari Jóni Vilhjálmssyni: í „ÞRÚGUM reiðinnar", eftir John Steinbeck, er góð lýsing á því, hvern- ig tilfinningalausir fjármálamenn beittu fátæka smábændur takmarka- lausu ofbeldi við upptöku eigna þeirra og nutu til þess atbeina sið- blindra stjórnvalda. Einn maður á dráttarvél plægði lendur 12 kot- bænda, ruddi um húsum og girðing- um en fólkið hrökklaðist alislaust á flæking. Ófreksjan að baki þessum verk- anði var ýmist banki eða fjárfesting- arfélag, sem hugðist taka skyndi- gróða af uppskeru akranna í nokkur ár en selja síðan landið einhverju verði þegar moldin var orðin ófijó. Svipað hefur gerst hér í sjávarút- veginum. Með hjálp stjórnvalda hefur klíka nokkurra stórútgerðarmanna, „Sægreifanna", náð undir sig mest- um hluta veiðiheimilda, undir því yfirskini að verið væri að vemda fiskistofnana. Keyptur var til lands- ins fjöldi stórra frystitogara og tog- urum sem veiddu fyrir fiskvinnsluna í landi breytt í vinnsluskip. Síðan er þessum flota beitt á nærmið. Dæmi er um að eitt stórt greifaskip hafí lagt undir sig veiðiheimildir fimm fiskiskipa og raskað þannig afkomu byggðarlaganna sem sáu á bak at- vinnutækjunum. Eftir standa verð- lausar eignir fiskvinnslufyrirtækj- anna og starfsfólkið hrekst burt. Einn þáttur í veldi sægreifanna er yfirtaka þeirra á bæjarútgerðum. Virðast hinir kjörnu fulltrúar al- mennings vera sammála um hæfi- Ég lét hana taka próf, fýrst í fræðilegu spurningunum sem hún stóðst sæmilega og síðan í akstri. Aksturinn var slakur, það sem ég hafði óttast mest reyndist rétt. í stað- inn fyrir að sýna ábyrgðarfullan akstur og hæfni út frá þeim grunni sem við höfðum lagt í kennslustund- unum 15 sem við höfðum farið í gegnum fyrir leiðbeinandaþjálfun var daman orðin fullþroskaður trassi. Hún hafði fengið þessa fínu þjálfun í öllum helstu löstum föðurins, ekki bara hvað aksturinn sjálfan varðaði heldur líka inngróin viðhorf hans til samferðamanna í umferðinni. Ég ætti kannski heldur að segja fordóma hans. T.d' „Allir kallar með hatt ættu að vera heima en ekki úti í umferð- inni, konur kunna ekki að keyra, já já vissi ég ekki, kona við stýrið.“ Veganestið sem faðirinn gaf dótt- ur sinni út í umferðina voru fordóm-. ar heillar mannsævi. Er forsvaranlegt að hleypa for- eldrum í hlutverk leiðbeinanda án þess að kenna þeim að aka við núver- andi aðstæður, eða kanna hvert við- horf þeirra er til umferðarsamfélags- ins? EINARINGÞÓR EINARSSON, ökukennari, Fannafold 148, Reykjavík. N Á-M A-N Landsbankl íslands auglýsir nú sjötta árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. g Einungis aðilar að NÁMUNNl, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. j|| Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1995 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. |H Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1995 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkir til náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til framhaldsnáms erlendis, 1 styrkur til listnáms. Umsóknum er tilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. m Umsóknir sendist til: , Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Berglindar Þórhallsdóttur Bankastræti 7, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands ® Banki allra landsmanna leikaskort sinn til fyrirtækjastjórnun- ar, ef ekki liggja aðrar og alvarlegri ástæður að baki. Útgerð sægreifanna krefst hámarksarðsemi. Þess vegna er einungis hirtur verðmætasti fisk- urinn en hinu hent í sjóinn, ásamt beinum og slógi. Mjöl og lýsisvinnsla um borð í veiðiskipunum telst ekki svara kostnaði. Nýsköpunartogar- arnir sem komu eftir stríð voru bún- ir lifrarbræðslu og fiskimjölsverk- smiðju. Þá var stefnt að fullnýtingu aflans, hvað hefur breytzt síðan? Þegar ensku togararnir veiddu hér við land var mikið talað um smáfiska- dráp þeirra. En veiddu þeir meira af smáfíski en íslendingar? Lá mun- urinn í öðru en því að þeir hirtu smáfiskinn en hinir hentu? Keisari sægreifanna, sem stöðugt hefur neit- að smáfiskadrápi fram til þessa, seg- ir nú stríð á hendur þeim sem eyða smáfiski. Á síldarleysisárunum eftir 1944 hélt bátaflotinn áfram að vitja síldarmiðanna fyrir Norðurlandi, árum saman. Þegar veiði glæddist á ný frá árinu 1956, voru þeir því til taks og kapítuli sem afhafnaskáldin kalla síldarævintýri hófst. Stjórn- málamenn sem engan þátt áttu í góðærinu þökkuðu sér efnahagsbat- ann. Nú veija stjórnvöld almannafé til þess að eyða bátaflotanum í þágu sægreifanna og ekki horft í eigna- spjöllin. Stjórnvöld hafna með þess- um hætti vistvænum veiðum, en leggja eyðingaröflunum lið. ísalands óhamingju verður allt að vopni. EINAR JÓN VILHJÁLMSSON, Garðabæ. Láttu Otrivin losa þig og krakkana við nefstífluna. Kynntu þér vel 10 nl leiðbeiningar NHSESPSAY semfylgja lyfinu. wmmmmm Otrivin nefúðinn og nefdropamir fást nú í næsta apóteki - án lyfseðils! j Otrivin nefúðinn og nef- j dropamir ern áhrifamiklir og | einfaldir í notkun. | Með virka efninu Xylometa- zolin vinnur Otrivin gegn nefstifium vegna nefkvefs og ! bráðrar bólgu í ennis-og : kinnholum. Otrivin velduræðasam- drætti, dregur úr blóðflæði, og minnkar þannig slím- myndun. Otrivin er fljótvirkt, áhrifin vara í 8-10 klst. Otrivin má nota 3var á dag en einungis viku í senn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitttil þurrks í nefslím- húð. Sjúklingar með gláku ættu ekki að nota Otrivin. Framleiðandi: Ciba - Geigy AG. Basei, Sviss. Innflytjandi: Stefán Thorarensen n.f., slmi: 568 6044.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.