Morgunblaðið - 19.02.1995, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.02.1995, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrsti sigur Warriors í Phoenix í átta ár Drexler á ferd SNILLINGURINN Clyde Drexler hjá Houston Rockets á hér lúmska stoðsendingu framhjá Anthony Tucker, leik- manni Washington Bul- let, sem mátti þola tap á heimavelll. „MÍNIR menn sýndu mikið keppnisskap þegar þeir komu tvíefldir til leiks í framlenging- unni,“ sagði Bob Lanier, þjálf- ari Golden State Warriors, þeg- ar liðið kom heldur betur á óvart með því að leggja Char- les Barkley og félaga hans hjá Phoenix Sun að velli, 139:128, íframlengdum leik — þetta var fyrsti sigur Warriors i Phoenix í átta ár, eða síðan liðið vann þar 21. mars 1987. Tim Hardaway skoraði fimm af 30 stigum sem hann skoraði fyrir Warriors, í framlengingunni. Það var mikil gleði í herbúðum gestanna, enda fögnuðu þeir lang- þráðum sigri á útivelli, eftir nítján ósigra á útivöllum í röð. Latrell Sprewell fór einnig á kostum í fram- lengingunni og skoraði þá sex stig, en alls skoraði hann 33 stig í leikn- um. „Ég er'mjög ánægður með strákana, því að þeir mættu til leiks með því hugarfari að gefa allt sem þeir áttu,“ sagði Lanier. Það leit allt út fyrir að leikmenn Warriors myndu gera út um leikinn fyrir venjulegan leiktíma, en það var Wesley Person, leikmaður Phoenix, sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu — þegar hann jafnaði 121:121 með þriggja stiga körfu á síðustu mín. leiksins. Charles Barkley skoraði 38 stig fyrir heimamenn og Elliot Perry 24 stig — þeirra mesta stigaskor í leik í vetur. „Þetta var stórkostleg stund fyr- ir okkur — að fagna sigri, eftir erfíðan leik, gegn einu besta liði deildarinnar," sagði Sprewell, leik- maður Golden State. Það þurfti einnig að framlengja leik Los Angeles Clippers og Boston Celtic — ekki einu sinni, heldur tvisvar — í Los Angeles, 127:121. Heimamaðurinn Malik Sealy skor- aði átta af þeim 28 stigum sem hann skoraði í leiknum, í seinni framlengingunni. Loy Vaught skor- aði 25 stig og tók sextán fráköst fyrir Clippers, en Eric Montross skoraði mest fyrir Boston, eða 28 stig — svo mörg stig hefur hann ekki áður skorað í leik í deildinni. Sigur hjá New York, en Riley óhress Frá Los Angeles höldum við til New York, þar sem Hubert Davis hóf leikinn fyrir New York Knicks, þar sem John Starks er meiddur. Hann hélt upp á kvöldið með því að skora 21 stig og Greg Anthony skoraði 19 stig þegar Knicks vann Miami Heat 100:91. Pat Riley, þjálfari New York var ekki ánægð- ur, þó svo að hann fagnaði sínum tvöhundraðasta sigri sem þjálfari Knicks — ástæðan fyrir því var að hans menn misstu niður 25 stiga forskot. „Ég hef verið þjálfari í fimmtán ár, en aldrei orðið vitni að öðru eins — það sem gerðist er ekki mönnum sæmandi," sagði Ri- ley. Loks sigur hjá Portland Portland Trail Blazer, se'm hafði tapað sex leikjum í röð gegn Se- attle SuperSonics, fagnaði loksins sigri, 114:109. James Robinson náði sér aftur á strik og skoraði 26 stig fyrir heimamenn, Buck Williams skoraði 24 stig og Rod Strickland 21. Otis Thorpe lék sinn fyrsta leik fyrir Portland — skoraði sjö stig og tók þrjú fráköst á þeim þrettán mín. sem hann lék. Thorpe kom til liðsins frá Houston í skiptum fyrir Clyde Drexler og Tracy Murray á þriðjudaginn var. Shawn Kemp skoraði 30 stig fyrir Seattle. Toni Kukoc fór á kostum í Reuter Chicago, þegar hann skoraði 33 stig fyrir Bulls, sem vann Detroit Pistons 117:102. Þetta er mesta stigaskor Kukoc í leik í NBA-deild- inni. Scottie Pippen, skoraði 13 stig, tók átta fráköst og átti níu stoð- sendingar. Það var ekki aðeins Kukoc sem setti persónulegt stiga- met — það gerði einnig Allan Hous- ton, sem skoraði 33 stig fyrir Detro- it, sem hefur tapað tíu leikjum í röð í Chicago. í Washington skoraði Hakeem Olajuwon 30 stig og Pete Chilcutt átján, tók einnig fjórtán fráköst, þegar Houston Rockets vann, 109:92, Washington Bullets, sem hefur tapað átta af síðustu níu leikj- um sínum. Chris Webber skoraði 20 stig, tók fimmtán fráköst og átti sjö stoðsendingar, fyrir heima- menn. Magic vann með 46 stiga mun Orlando Magic lagði Philadelphia 76ers að velli með 46 stiga mun, 129:83, sem er félagsmet — áður var munurinn mest 41 stig, gegn Atlanta 1992. Anfernee Hardaway skoraði 31 stig og Shaquille O’Neal 30. Orlando hefur náð bestum ár- angri í austurdeildinni — er með 39 sigra og ellefu töp. Árangur liðs- ins á heimavelli er góður, þar sem liðið hefur aðeins tapað einum leik af 26. Rik Smits skoraði 24 stig fyrir Indiana Pacers, sem vann Minne- sota Timberwolves, 110:78. IMBA Leikir aðfaranótt laugardags: New York - Miami........100: 91 Orlando - Philadelphia..129: 83 Washington - Houston..... 92:109 Phoenix - Golden State...128:139 •f framlangdum leik. Chicago - Detroit........117:102 Dallas - Atlanta.....„.... 90:110 Portland - Seattle.......114:109 LA Clippers - Boston.....127:121 •f tvíframlengdum leik. Minnesota - Indiana...... 78:110

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.