Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 48

Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 48
póst gíró 1 ^t ^ti ^t KJÖRBÓK Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 563 7472 ^lf M Landsbanki ■Á islands ÁítÍM. /lu,.' Banki allra landsmanna MORGUNBLADID, KRINQLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Loðnufrysting hafin í Eyjum Fryst á fimm stöðum Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. LOÐNUFRYSTING hófst í Eyj- um á föstudag ogvar þá fryst á fimm stöðum. I Isfélaginu voru fryst 130 tonn en um 150 tonn hjá Vinnslustöðinni í tveimur húsum og tveimur frystitogurum sem liggja í höfn og var unnið við frystingu hjá báðum frystihúsunum um kvöldið. Engin frysting var í gær vegna þess hversu mikil áta var í loðnunni. Byrjað var af krafti í loðnu- frystingunni hjá báðum vinnslustöðvunum á föstudag og var frystur afli af fjórum bátum, Hugin, Guðmundi, Kap og Heimaey. Einar Bjarnason, hjá Isfélaginu, sagði um kvöld- matarleytið að þeir væru búnir að frysta um 90 tonn og reikn- aði hann með að unnið yrði fram að miðnætti við frysting- -i una. Hann sagði að loðnan væri ekki nægjanlega góð, talsvert blönduð og áta í henni, en hrognafyllingin væri um 15,5%. Einar sagði að hjá Isfélaginu gætu þeir fryst um 180 tonn á sólarhring og þeir hefðu vonast til að ná að frysta 2.500 tonn á vertíðinni en ómögulegt væri að segja til um hvernig það gengi. Frystiskipin notuð Viðar Elíasson, framleiðslu- stjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði á föstudagskvöld að búið væri að frysta 150 tonn þjá þeim. Fryst var í húsi Vinnslu- stöðvarinnar og gömlu Fiskiðj- unni auk þess sem fryst var um borð í frystiskipunum Bylgju og Þórunni Sveinsdóttur sem liggja í Friðarhöfninni í Eyjum. Frystiskipin vinna sem verk- takar hjá Vinnslustöðinni, fá flokkaða loðnu um borð og fá Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson UNNIÐ var af kappi við loðnufrystingu um borð í Bylgju VE í Vestmanna- eyjahöfn í gær og lagði Hafþór Axel Einarsson 12 ára gjörva hönd á plóginn. fast verð fyrir þær afurðir sem þeir skila af sér til baka. Viðar sagði að loðnan væri ekki nógu góð. Hún væri blönd- uð, ekki nógu stór og mikið af karlsili þannig að illa gengi að flokka hann frá og auk þess væri áta í henni. Hann sagðist ekkert of bjartsýnn á vertíðina og ástandið væri allt öðruvísi en í fyrra. Hann sagði þó að vertíðin í fyrra hefði verið sér- lega góð og ef til vill væri þetta nú bara eins og á meðalvertíð en menn vildu oft gleyma með- alvertíðunum eftir góða vertíð eins og í fyrra en þannig vertíð væri einstök. Viðar sagði að yfirleitt hefði besta loðnan til frystingar verið fremst úr göngunni en nú væri loðnan fremst í göngunni ekki góð og því væri hann ekki of bjartsýnn á framhaldið. Hann sagði að markaður væri nægj- anlegur fyrir afurðir og hann hefði því ekki áhyggjur af að geta selt það sem þeir frystu. Það yrðu frekar náttúruleg skilyrði loðnunnar sem stopp- uðu frystinguna en ónógur markaður. Sérmálum ASI-félaga að mestu lokið Stefnt að við- ræðum við rík- isstjórn í dag VIÐRÆÐUM um öll megin atriði sérkrafna landssambanda og ein- stakra félaga innan ASÍ var lokið í húsnæði ríkissáttasemjara um há- degisbilið í gær. Forystumenn lands- sambanda og verkalýðsfélaga innan ASÍ og samtaka vinnuveitenda fóru yfir stöðuna upp úr hádeginu og að sögn Magnúsar Gunnarssonar, for- manns VSÍ, var gert ráð fyrir að viðræður um launaramma nýrra kjarasamninga hæfust eftir hádegi. í fyrrinótt tókst að ljúka að mestu leyti sérkjaraviðræðum verslunar- manna og vinnuveitenda að sögn Ingibjargar Guðmundsdóttur, for- manns Landssambands íslenskra verslunarmanna. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins stóðu von- ir samningsaðila til þess að niður- staða gæti legið fyrir í samningavið- rifiðunum um helgina og gert var ráð fyrir að viðræður við ríkisstjórn- ina hæfust í dag um kröfur lands- sambanda ASÍ á hendur stjórnvöld- um. Hægt miðar í kennaradeilunni Viðræðunefndir kennarafélag- anna og samninganefnd ríkisins komu saman til sáttafundar í gær- morgun og miðaði hægt í viðræðun- um sem snerust aðallega um vinnu- tíma og skipulag skólastarfs. Húsbréfaútgáfan 15,3 milljarðar Vaxtalækkunin olli því að útgáfan í fyrra varð verulega meiri en áætlað var SAMTALS voru gefin út húsbréf fyrir 15,3 milljarða króna hjá húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins á síðasta ári, sem er tæpum fjórum milljörðum króna umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir og þarf að fara allt aftur til ársins 1991 til að finna dæmi um jafn mikla húsbréfa- útgáfu á einu ári. Sigurður Geirsson, forstöðumaður húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar, segir að ástæðan fyrir þessari aukningu sé fyrst og fremst sú vaxtalækkun sem varð hér á landi síðla árs 1993. Veruleg aukning varð á lánum í öllum flokkum íbúða, en þó jukust umsóknir um lán til nýbygginga á vegum einstaklinga mest, eða um 33%. Umsóknir um lán til kaupa á notuðum íbúðum jukust um 22%, umsóknir um lán til nýbygginga frá byggingaraðilum jukust um 19% og umsóknir um lán vegna endur- bóta húsnæðis jukust um 26%. Húsbréfaútgáfan á árinu 1993 var 11,5 milljarðar króna og gerðu áætlanir ráð fyrir að hún yrði sú sama árinu 1994, en þær áætlanir voru gerðar áður en vextir lækkuðu fyrir tilverknað stjórnvalda um mánaðamótin október/nóvember, en eftir það lækkuðu vextir á hús- bréfum úr 6% í 5%. Húsbréfaút- gáfan árið 1992 var 12,2 milljarðar króna og 15,2 milljarðar króna árið 1991 og er þá meðtaldir 2,8 millj- arðar vegna greiðsluerfiðleikalána. Meðal húsbréfalán er rétt tæpar þrjár milljónir króna. Umsóknum fjölgaði Sigurður Geirsson sagði að í febr- úar/mars á síðasta ári hefði verið ljóst að fyrri áætlun um húsbréfa- útgáfu var of lág, enda hefði um- sóknum fjölgað mikið í kjölfar .vaxtalækkunarinnar og þá strax hefði verið varað við því. Það væri fyrst nú í desember síðastliðnum sem aftur hefði dregið úr fjölgun umsókna og sama þróun hefði einn- ig verið upp á teningnum í janúar. Skýringar á þessari fækkun væru að öllum líkindum annars vegar nýjar og strangari reglur um greiðslumat og hins vegar og ekki síður að hans mati óvissa vegna lausra kjarasamninga og átaka á vinnumarkaði, en slík óvissa yrði alltaf til þess að draga úr fasteigna- viðskiptum. Sigurður sagði að í ár væri gert ráð fyrir að útgáfa húsbréfa yrði um 13 milljarðar króna, en reiknað sé með að strangari reglur um greiðslumat verði til þess að draga úr útgáfunni. ------» ♦ ♦----- Bíleig- andi bæti stóðhest HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt bíleig- anda til að greiða eiganda hests 480 þúsund krónur til að bæta það að hesturinn drapst eftir að hafa orðið fyrir bílnum á Eyrarbakkavegi í október 1990. . í héraðsdómi hafði bíleigandinn verið sýknaður og tjónið rakið til gáleysis eiganda hestsins. Bíleigand- inn ók ekki bílnum í umrætt sinn en ber samkvæmt umferðarlögum hlutlæga ábyrgð á því tjóni sem af notkun bílsins kann að leiða. Ekki gáleysi eiganda Á þeim forsendum var hann dæmdur til að greiða bæturnar með dómi Hæstaréttar en þar var ekki fallist á að gáleysi hesteigandans væri um að kenna að hesturinn slapp úr girð- ingu en hlið hennar hafði verið skil- ið eftir opið af óljósum ástæðum. Hesteigandinn hafði gert samning um hagagöngu fyrir hestinn við Fé- lag búfjáreigenda á Eyrarbakka, sem hafði afnot af beitarlandi á tilteknum jörðum Eyrarbakkahrepps. Eigandi hestsins þurfi ekki að þola skerðingu bótaréttar á hendur bíleigandanum vegna atvika sem Félag búfjáreig- enda á Eyrarbakka kunni að bera ábyrgð á og ekki þurfi að skera úr því hvort rekja megi brotthlaup hestsins til vanrækslu vörslumanns hestsins eða hvort félagið hafi haldið hrossum þarna til beitar í andstöðu við ákvæði reglugerðar um búfjár- hald á Eyrarbakka. ■ ■■ —— ------i M ' * " ' ' r S* 1 Morgunblaðið/RAX Selir í sólbaði FROSIÐ yfirborð lónsins í Jök- ulsá á Breiðamerkursandi er ákjósanlegur staður til að sóla sig á og hvíla lúna hreifa. Það vita þessir selir sem lágu í mestu makindum og nutu góð- viðrisins síðastliðinn finuntu- dag uppundir Öræfajökli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.