Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Þríhliðaviðræður um veiðar í
Smugunni hefjast á föstudag
Engar óformlegar
viðræður farið fram
Bókagerðar-
menn sam
þykktu kjara-
samningana
FÉLAGAR í Félagi bókagerðar-
manna attu í gær með sér félags-
fund í Ásbyrgi á Hótel íslandi, þar
sem nýgerðir kjarasamningar fé-
lagsins og Samtaka iðnaðarins
voru til umfjöllunar. Við atkvæða-
greiðslu í lok fundar voru samn-
ingamir samþykktir með 54 at-
kvæðum gegn 16 og voru sex at-
kvæði auð.
Samningamir em á sömu nót-
um og aðrir kjarasamningar sem
gerðir hafa verið við iðnaðar-
mannafélög, þ.e.a.s. þeir fela í sér
2.700 króna grunnkaupshækkun
á alla efri taxta, þ.e. þá sem eru
yflr 84 þúsundum. Hlutfallslega
hærri hækkun kemur á lægri
taxta. Um áramót taka taxtar 3%
hækkun. Þá urðu nokkrar kjara-
bætur fyrir prentnema.
Sólin
blindar
ALDREI er nógsamlega brýnt
fyrir ökumönnum að aka var-
Iega, þegar sól er lágt á lofti
og hún blindar. Það eru ófá
slysin, seni orðið hafa við slíkar
aðstæður. Sólin fer nú hækk-
andi með hverjum degi sem líð-
ur, rís að morgni klukkan rúm-
lega 8 og sest klukkan rúmlega
18. Á þessum tíma, þegar hún
skín nær lárétt inn um bílrúð-
ur, er alla jafna mest umferð
og gjarnan eru rúður rykugar
og gerðir það útsýnið enn
verra. Því skulu menn hafa í
senn hreinar bílrúður og aka
varlega. Nokkur tímamunur er
á sólarupprás og sólarlagi eftir
því hvar menn eru staddir á
landinu. Fyrir norðan er sólar-
upprás t.d. um 8 mínútum síðar
og sólarlag um hálfri klukku-
stund fyrr.
ENGAR óformlegar viðræður hafa
farið fram milli Islands, Noregs og
Rússlands til undirbúnings þeim
samningaviðræðum um veiðar í Bar-
entshafi sem hefjast í Moskvu nk.
föstudag að sögn Helga Ágústsson-
ar, formanns íslensku samninga-
nefndarinnar.
Helgi sagði að reiknað væri með
að viðræðumar stæðu í einn dag.
Hann sagði útilokað að svara því
fyrirfram hvort líklegt væri að geng-
ið yrði frá samkomulagi á fundinum.
„Við göngum að sjálfsögðu bjartsýn-
ir til þessa fundar, en um niðurstöð-
una er ekki hægt að spá fyrir um.“
Sjávarútvegsráðherra sagði við
Morgunblaðið í fyrradag að Rússar
og Norðmenn hefðu verið að reyna
að samræma afstöðu sína og myndu
eiga viðræður fyrir fundinn I Moskvu.
Helgi sagðist ekki vita hvort Norð-
menn og Rússar myndu mæta til
viðræðna við íslendinga með sameig-
inlega kröfugerð.
Helgi sagði að þó að óformlegar
viðræður hefðu ekki farið fram fyrir
fundinn þekktu samningamenn vel
afstöðu þjóðanna til málsins. Hann
sagði óvíst hvort eða að hvað miklu
leyti innlegg norska stjómmála-
mannsins Sveins Ludvigsen um að
íslendingar fengju 30 þúsund tonna
kvóta í Barentshafi skilaði sér í við-
ræðunum. Ummæli hans væru hins
vegar eftirtektarverð.
I viðræðunefnd íslands verða emb-
ættismenn frá forsætisráðuneyti, ut-
anríkisráðuneyti og sjávarútvegs-
ráðuneyti. Sendiherra íslands í
Moskvu mun einnig verða í viðræðu-
nefndinni.
Fr amkvæmdastj óri
Osvarar hf.
Markmið
rekstrar-
ins sama
og áður
MARKMIÐ Ósvarar hf. í Bolungar-
vík verður eftir sem áður að standa
að fískveiðum og vinnslu í Bolung-
arvík, að sögn Björgvins Bjarnason-
ar, framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins, en hann er meðal þeirra sem
standa að Heimaafli hf., sem keypti
22 milljóna króna áður óseldan hlut
í Ósvör hf., þegar tilboð hafði bor-
ist frá Bakka hf. í Hnífsdal í hluta-
bréf bæjarins í fyrirtækinu.
Heiðrún, annað tveggja skipa
Ósvarar hf., hefur verið við veiðar
upp á síðkastið, en að sögn Björg-
vins er vinna í gangi við að und-
irbúa breytingu á hinu skipinu,
Dagrúnu, í frystiskip. Dagrún hefur
legið bundin við bryggju upp á síð-
kastið og hefur kvóti skipsins verið
leigður. Áætlað er að lengja Dag-
rúnu, skipta um vél og togbúnað í
skipinu og setja í það frystilest og
heilfrystibúnað.
Að Heimaafli hf. standa Vél-
smiðja Bolungarvíkur, Vélsmiðjan
Mjqlnir, vöruflutningafyrirtæki Ár-
manns Leifssonar og þrettán ein-
staklingar. Meðal þeirra eru Björg-
vin Bjarnason, framkvæmdastjóri
Ósvarar hf., Lárus Benediktsson,
stjórnarmaður í Verkalýðsfélagi
Bolungarvíkur, Hafþór Gunnars-
son, pípulagningameistari, Karl
Gunnarsson, fiskverkandi, Kristján
Jón Guðmundsson, útgerðarstjóri,
Ásgeir Sólbergsson, bókari, og Guð-
mundur Halldórsson, fyrrv. skip-
stjóri og útgerðarmaður.
---------------
Súðavík
Fyrsta húsið
afhent í dag
FYRSTA bráðabirgðahúsið, sem til-
búið er til íbúðar í Súðavík, verður
afhent í dag og mun þá fyrsti íbú-
inn flytjast inn í húsið.
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps
leitaði til verkalýðsfélaga um fíár-
mögnun bráðabirgðahúsanna, sem
verið er að setja upp á staðnum.
Fyrsta félagið, sem tók jákvætt í
málaleitan sveitarstjórnarinnar, var
Rafiðnaðarsamband íslands og
munu fulltrúar þess fara vestur í
dag og afhenda fyrsta húsið.
Utanríkisráðherra sýknaður af bótakröfu Samheija hf. vegna útflutnings á karfa
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær Jón Baldvin Hanni-
balsson, utanríkisráðherra, af 6,5
milljóna króna bótakröfu útgerðar-
fyrirtækisins Samheija hf. á Akur-
eyri, sem krafðist bótanna þar sem
það taldi að synjun utanríkisráðu-
neytisins um leyfí til handa fyrir-
tækinu til að flytja út ísaðan karfa
í gámum á Þorláksmessu 1993 hafi
verið ólögmæt og valdið fyrirtækinu
bótaskyldu tjóni. Því hafnaði hér-
aðsdómurr.
Ólögmætt framsal
á valdi
Samheiji hélt þvf fram að synjun-
in hafi verið ólögmæt og orðið til
þess að fyrirtækið varð af tekjum
vegna sölu á afla togarans Víðis
EA í Evrópu, þar sem talsvert
hærra verð var að fá fyrir aflann
en hér á landi. Utanríkisráðherra
bæri ábyrgð á.því tjóni fyrir hönd
ríkisins. Fyrirtáekið hafði staðið í
deilum við stjóm Aflamiðlunar og
sótt um Ieyfí beint til ráðuneytisins.
Það vísaði málinu frá sér og til
Aflamiðlunar sem synjaði um Ieyfí
Ekki grundvöllur fyrir
bótakröfu á ráðherra
vegna téðrar veiðiferðar.
Rök Samheija fyrir að synjunin
hafí verið ólögmæt voru fjórþætt:
Um ólögmætt framsal á valdi sé
að ræða, þegar ráðherra fái vald
til að takmarka eða stöðva atvinnu-
starfsemi, því samkvæmt 69. grein
stjórnarskrárinnar þurfi lagaboð til
að leggja bönd á atvinnufrelsi en
hafí ráðherra þessa heimild, þá fái
framsal hans á valdi til Aflamiðlun-
ar ekki staðist.
Þá þverbijóti lagaákvæði um tak-
markanir á útflutningi alla fjölþjóð-
lega samninga, sem íslendingar
hafí gert um frelsi í viðskiptum
milli þjóða.
Þriðja röksemdin var að jafnvel
þótt valdþurrð kæmi ekki til væru
ákvarðanir Aflamiðlunar ógildar
vegna vanhæfís, þar sem sumir
stjórnamianna eigi hagsmuna að
gæta varðandi útflutning og loks
byggði fyrirtækið mál sitt á því að
í fyrstu hafi því verið haldið fram
að synjunin væri til komin vegna
þess að skip sem frystu afla um
borð gætu ekki fengið heimild til
útflutnings á ísuðum físki en síðan
hafi Aflamiðlun haldið fram að
ástand á markaði veitti ekki svig-
rúm til þess að veita útflutnings-
leyfi.
Hins vegar hafi eftirspum á
mörkuðum í Þýskalandi, Belgíu og
Frakklandi verið mjög góð á þessum
tíma og hátt verð fengist fyrir
karfa.
í niðurstöðum Sigurðar Halls
Stefánssonar héraðsdómara segir á
þá leið að löggjafínn hafí með lögum
um útflutningsleyfí takmarkað út-
flutning og metið það svo að þær
takmarkanir horfðu til almennings-
heilla og því uppfylli lögin skilyrði
stjómarskrárinnar.
Ekki hafi verið færð fullnægjandi
rök að því að fjölþjóðlegir samning-
ar sem íslenska ríkið sé aðili að
veiti Samheija rétt sem taki lögun-
um fram.
Utanríkisráðherra hafi samþykkt
og stutt samkomulag hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi um að koma á fót
aflamiðlun til að greiða fyrir fisk-
viðskiptum innanlands og aðlaga
útflutning á óunnum fiski nýtingu
ferskfískmarkaða fyrir neyslufísk.
Með Aflamiðlun hafí útflutningi í j
gámum í raun verið bætt við þá
skipan sem viðurkennd hafí verið
um árabil en Aflamiðlun sé ekki
stjómsýsluhafi og hafí ekki fengið
framselt vald frá utanríkisráðherra.
Neitun ekki kærð
til ráðuneytis
Samherji hafí ekki látið reyna á
úrlausn ráðuneytisins vegna synj-
unar Aflamiðlunar um útflutning
afla í þeirri veiðiferð sem bóta- I
krafan var reist á heldur hafí fram- i
kvæmdastjóri fyrirtækisins, vænt-
anlega í trausti þess að útflutnings-
leyfí fengist, lýst því yfir að engar
aðgerðir yrðu hafðar uppi vegna
þeirrar ákvörðunar. Ljóst sé að sala
afla Víðis, sem komið var með að
landi á Þorláksmessu 1993, hefði
orðið fyrirtækinu hagfelldari en
raunin varð við sölu innanlands en
gmndvöll bótakröfu á hendur utan-
ríkisráðherra skorti með öllu. I
Því var ráðherra sýknaður og |
Samheija gert að greiða honum 400
þúsund krónur í málskostnað.