Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Prófastar í kirlguhúsinu
ÁRLEG prófastastefna þjóð-
kirkjunnar hófst í gær, og var
hún í fyrsta sinn haldin í kirkju-
húsinu við Laugaveg 31. Biskup
íslands herra Olafur Skúlason
setti stefnuna við athöfn í Dóm-
kirkjunni og þar var séra Ragnar
Fjalar Lárusson settur inn í emb-
ætti prófasts í Reykjavikurpróf-
astsdæmi vestra.
Meðal efnis á stefnunni að þessu
sinni verður umfjöllun um verk-
stjórn, eftirlitsskyldu og umsjón
prófasta. Prófastarnir séra
Bragi Friðriksson og séra Ingi-
berg J. Hannesson hafa fram-
sögu. Þá mun séra Tómas Guð-
mundsson prófastur fjalla um
skipuiag þjónustu við gesti í or-
lofshúsum og ferðamenn í próf-
astsdæmunum, en tillaga um
skipulega kirkjulega þjónustu af
þessu tagi var samþykkt á síð-
asta kirkjuþingi. Fræðslu- og
þjónustudeild kirkjunnar mun
kynna viðfangsefni sín á pró-
fastastefnunni. Loks verður
kynnt nýtt erindisbréf fyrir
sóknarnefndir og reglur um
kirkjur og kirkjubyggingar.
Kosning í Dagsbrún um nýja kjarasamninga kærð til ASI
Vilja að kosningin
verði dæmd ógild
KOSNING á félagsfundi í verka-
mannafélaginu Dagsbrún þar sem
nýgerðir kjarasamningar voru
samþykktir hefur verið kærð til
miðstjómar Alþýðusambands Ís-
lands og er þess krafist að kosn-
ingin verði ógilt og fari fram á
nýjan leik. Samningamir voru
samþykktir á Dagsbrúnarfundin-
um með 290 atkvæðum gegn 252,
16 seðlar vom auðir og 21 seðill
var dæmdur ógildur. Dreift var á
fundinum 583 atkvæðaseðlum,
skiluðu 4 seðlar sér ekki, þannig
að talin atkvæði vom 579.
Kæran var afhent Alþýðusam-
bandinu í hádeginu í gær. Tveir
Dagsbrúnarmenn hafa forgöngu
um að kæra kosninguna, en hún
er auk þess studd undirskriftal-
ista sem 103 Dagsbrúnarmenn
hafa skráð sig á og er þar einkum
um að ræða starfsmenn skipafé-
laga, olíufélaga, Pósts og síma
og annarra ríkisstofnana, að sögn
Friðriks Ragnarssonar, annars
þeirra sem stendur fyrir kærunni.
Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að lög Dagsbrúnar
hefðu verið brotin á fundinum.
Samkvæmt lögunum ætti að safna
atkvæðaseðlum saman í læstan
kjörkassa og í öðru lagi hefðu at-
kvæðaseðlar verið dæmdir ógildir,
sem ekki hefði átt að dæma ógilda
þar sem seðlarnir hefðu borið með
sér hvernig viðkomandi hefði viljað
haga atkvæði sínu.
Hringur í staðinn fyrir kross
Um væri að ræða 18 seðla, þar
sem menn hefðu viljað fella samn-
ingana, en ekki sett krossinn fyrir
framan nei-ið heldur sett hring
utan um það eða auðkennt það
með öðrum hætti. Það hefði hins
vegar ekki komið fram fyrr en
búið var að dreifa atkvæðaseðlum
að setja ætti krossinn fyrir framan
já eða nei og þá hefðu margir
verið búnir að greiða atkvæði.
„Við viljum ekki koma af stað
verkfalli eða neitt slíkt heldur vilj-
um við að farið sé eftir reglum
félagsins," sagði Friðrik.
Halldór Björnsson, varaformað-
ur Dagsbrúnar, var fundarstjóri á
félagsfundinum. Hann sagði að
það hefði verið farið í einu og öllu
eftir lögum Dagsbrúnar á félags-
fundinum og þrautreyndir menn
séð um kosninguna og talninguna
á eftir. Kærendur væru að rugla
saman reglum sem giltu um kjör
til stjórnar félagsins, sem gætu
staðið í fleiri daga, við kosningu á
fundum. Hann skildi ekki hvað
mönnum gengi til því þó svo at-
kvæðaseðlarnir sem úrskurðaðir
voru ógildir hefðu verið teknir gild-
ir myndi það ekki breyta niður-
stöðu atkvæðagreiðslunnar.
Halldór sagðist hafa áhyggjur
af því að með svona framkomu og
að sætta sig ekki við niðurstöðu
löglegra kosninga væru menn að
skaða félagið og orðstír þess og
það væri mjög slæmt.
I
f
i
i
Morgunblaðið/Sigurgeir
JÓHANN Guðmundsson og Ingibergur Einarsson, starfsmenn Flugmálasljórnar í Eyjum, við nýja
ruðningstækið framan við nýbyggða tækjageymsluna á flugvellinum í Eyjum.
Ný tæki og geymsla við flugvöllinn í Eyjum
Flýtir snjómokstri
til mikilla muna
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Einn
fluttur á
slysadeild
TVEIR bílar skullu saman á
gatnamótum Miklubrautar og
Bústaðavegar rétt fyrir
klukkan níu í gærkvöldi.
Báðir bílar voru óökufærir
eftir áreksturinn. Ökumaður
annars bílsins var færður á
Slysadeild Borgarspítalans til
rannsóknar. Talið var í gær-
kvöldi að um lítils háttar
meiðsl hafi verið að ræða.
Brenndist
þegar kvikn-
aði í feiti í potti
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík
var kallað til um kl. 21 í
gærkvöldi. Kviknað hafði í
feiti í potti í íbúð við Álfta-
hóla í Breiðholti.
Er slökkviliðið kom á vett-
vang hafði tekist að ráða nið-
urlögum eldsins að mestu
leyti. Maður sem var í íbúð-
inni var fluttur á slysavarð-
stofuna með lítils háttar brun-
asár.
TÆKJABUNAÐUR Vestmanna-
eyjaflugvallar hefur aukist til
muna síðustu ár og nú er unnið
við lokafrágang á nýrri tækja-
geymslu sem risin- er við flugvöll-
inn. Tækin og tækjageymslan
valda byltingu í allri umsjón vallar-
ins og tekur snjómokstur á vellin-
um nú mun skemmri tíma en áður.
Tækjageymslan sem byggð hef-
ur verið er 400 fermetrar að flatar-
máli og þar inni rúmast öll tæki
sem flugmálastjórn er með á veli-
inum. Ýmsum frágangi innandyra
er ólokið en farið er að nota
geymsluna fyrir tækin. Nýlega
bættist nýr Man-vörubíll í tækja-
flota vallarins og verður hann að-
alruðningstækið og mun sjá um
að draga á eftir sér sóparann.
Leysir hann af hólmi 40 ára
gamla bifreið sem þjónað hefur
þessu hlutverki hingað til en sú
bifreið mun þó verða áfram til
staðar í Eyjum. Að sögn Jóhanns
Guðmundssonar, flugvallarstjóra,
er völlurinn nú mjög vel tækjum
búinn. Nýi bílinn verður aðalruðn-
ingstækið en auk þess verður sá
gamli notaður og blásari er á enn
öðrum bíl. Þá eru sópari og sand-
burðartæki á vellinum auk nýlegs
slökkvibíls.
Jóhann sagði að um síðustu
helgi hefði verið 45 sentímetra
jafnfallinn snjór á vellinum, sem
er með því mesta sem verið hefur
á vellinum, en ekki hafi liðið nema
klukkutími frá því ruðningur hófst
þar til fyrsta vélin fór í loftið og
eftir tvo og hálfan tíma var Fok-
ker-vél Flugleiða lent á vellinum.
Jóhann sagði einnig að nýja tækja-
geymslan ylli hreinlega byltingu í
umhirðu við tækin.
Þar til í vetur hefðu þau alltaf
staðið úti og stundum verið hálf-
full af snjó og óþæg í gang á vetr-
um auk þess sem allt viðhald og
umönnun hefði farið fram úti á
plani oft við erfiðar aðstæður, því
það gæti blásið hressilega á flug-
vellinum í Eyjum. „Það hefur
hreinlega orðið bylting hér við
völlinn á síðustu árum og með til-
komu nýrra tækja og tækja-
geymslu er enn eitt stórmálið hér
að komast í höfn,“ sagði Jóhann.
Forsætisráðherrar Noregs og íslands
Reglubundnir
fundir með
forysturíki ESB
UTANRÍKISRÁÐHERRA kynnti
ríkisstjórn í gær drög að bréfi sem
ESB hefur samþykkt að Frakkar,
sem nú eru forysturíki ESB, sendi
íslendingum og Norðmönnum, með
tilboði um nánara pólitískt sámstarf
EES-ríkjanna. Ríkisstjórnin féllst fyr-
ir íslands hönd á tilboð ESB, sem
Norðmenn, núverandi forystuþjóð
EFTA, hafa þegar lýst yfír að þeir
telji fullnægjandi, en í því felst m.a.
að forsætisráðherrar íslands og Nor-
egs eigi reglubundna fundi með for-
seta framkvæmdastjórnarinnar og
leiðtoga forysturíkis ESB hveiju
sinni.
Talið er hugsanlegt að slíkir fund-
ir yrðu haldnir í tengslum við alla
leiðtogafundi sambandsins og gætu
orðið tvisvar á ári.
í yflrlýsingu ESB felst einnig að
teknar yrðu upp viðræður milli ís-
lands og Noregs annars vegar og
framkvæmdastjórnar ESB hins vegar
um mögulega samvinnu á sviði dóms-
mála, löggæslu og tollgæslu og gert
er ráð fyrir að komið verði á sam-
ráði og skoðanaskiptum aðilanna á
vettvangi alþjóðastofnana og milli
sendimanna í svonefndum þriðju ríkj-
um, þ.e. ríkjum sem standa utan
EES.
Einnig eru gefín vilyrði um að ís-
land og Noregur fái upplýsingum um
það sem fram fer á fundum leiðtogar-
áðs og ráðherraráðs ESB og boðið
upp á regiulega fundi utanríkisráð-
herraríkjanna til að skiptast á skoð-
unum varðandi EES.
Ráðherraráð ESB samþykkti í
fyrradag drög að orðalagi bréfs þess
sem Frökkum var falið að koma áleið-
is til Norðmanna, forysturíkis EFTA.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra kynnti málið í ríkisstjórn
í gær og að sögn Kristins T. Árnason-
ar hjá viðskiptaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins samþykkti ríkisstjómin
að fallist yrði á tilögur þær sem sett-
ar eru fram í bréfí ESB um hið póli-
tíska samráð EES-ríkjanna.
Norðmönnum verður gerð grein
fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar og
mun utanríkisviðskiptaráðherra Nqi--
egs, Greta Knudsen, koma jákvæðum
viðbrögðum beggja ríkjanna, íslands
og Noregs, á framfæri við leiðtoga
ESB.
Bændur endur-
nýja mjólkurkæla
VEGNA banns á innflutningi á
kælimiðlinum freon 12, sem tók
gildi um síðustu áramót, þurfa
bændur að endumýja flesta mjólk-
urkæla, keypta á ámnum 1965 til
1975.
Framleiðslu freons 12 hefur verið
hætt og sá kælimiðill, sem virðist
ætla að verða ráðandi í framtíðinni
fyrir mjólkurkæla, nefnist R-134a.
Hann hefur verið í notkun nokkur
undanfarin ár, t.d. í Svíþjóð.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Áræði hf., sem flytur inn
Mueller og SSP-mjólkurkæla. Þar
segir að samkvæmt könnun, sem
gerð var árið 1991, hafi 1.920
mjólkurkælar verið taldir í notkun
hér á landi.
Einnig segir að samstarf við
mjólkursamlögin og samkaup
mjólkurframleiðenda hafi gert
Áræði hf. mögulegt að lækka verð
á Mueller og SSP-mjólkurkælum
vemlega. Þá segir að mjólkurfram-
leiðendur geti fengið lán hjá Stofn-
lánadeild landbúnaðarins fyrir 50%
af kaupverði mjólkurkæla.