Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 9 FRETTIR Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um afkomu ríkissjóðs á kjörtímabilinu Þriðjungurinn af skuldasöfnun- inni er vegna gengisbreytinga AF UM 74 milljarða króna skulda- aukningu ríkissjóðs á árunum 1992-1994 má rekja um 26,5 millj- arða til gengisbreytinga á tímabil- inu og 4 milljarða til innlendra verðlagsbreytinga, að sögn Frið- riks Sophussonar, fjármálaráð- herra. Hann segir að þrálátur halli á ríkissjóði hafi valdið skuldaaukn- ingu ríkissjóðs og sífellt sé verið að borga meiri vexti af hækkandi lánatölu. „Þetta er og verður eitt helsta Nætur- sundá Islandi ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefur ákveðið að gerð verði tilraun með nætursund um helgar. Hugmyndin er að skapa unglingum nýjan, heil- brigðan vettvang til skemmtana. Sundhöll Reykjavíkur þótti hentugust til þessa verkefnis því þar eru aðstæður til að stjórna streymi fólks og spila háværa tón- list bestar. Framkvæmd verkefnisins verð- ur með því móti að öll föstudags- kvöld í marsmánuði verður opnun- artími sundhallarinnar lengdur til kl. 3 að nóttu og eftir kl. 22 munu starfsmenn verkefnisins taka við en þeir verða allir undir 25 ára aidri. Sérstök áhersla verður lögð á að aðstæður á þessum tíma verði með því móti að unga fólkið geti skemmt sér sem best. Má þar nefna að komið hefur verið fyrir nýju hátalarakerfi (til að hægt verði að spila góða tónlist af fullum krafti), brettin verða opin, sund- laugamörk verða á staðnum og sitthvað fleira verður á boðstólum. Athygli skal vakin á því að öll meðferð áfengis og annarra vímu- efna verður stranglega bönnuð og verður sérstakt eftirlit meðhaft til að framfylgja banninu. viðfangsefni þessarar þjóðar, nefnilega að stemma stigu við skuldaaukningu ríkissjóðs. Ef það er ekki gert núna þá kemur það einfaldlega niður á þeim sem búa hér í framtíðinni og veldur aukinni skattbyrði þeirra þegar þeir þurfa að greiða niður þær skuldir sem við stofnum til. Þetta er mál sem enginn stjórnmálaflokkur getur horft framhjá,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að afkoma ríkissjóðs á fjárlögum skýrði skuldasöfnun- ina einungis að hiuta, og ekki mætti gleyma því að ríkissjóður hefði þurft að yfirtaka ýmsar skuldbindingar utan fjárlaga, t.d. vegna gjaldþrota sjóða sem fyrr- verandi ríkisstjórn hefði stofnað til í því skyni að bjarga atvinnulíf- inu. Þar væri til dæmis um að ræða milljarðatap Byggðasjóðs, Framkvæmdasjóðs, Atvinnu- tryggingadeildar Byggðasjóðs og Verðjöfnunarsjóðs, auk þess sem tveir milljarðar hefðu farið til Landsbankans. Skuldirnar meira en tvöfölduðust 1988-1989 „Það er hárrétt sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins síðast- liðinn sunnudag að skuldir ríkisins tvöfaldast á þessu kjörtímabili, en þá verða menn að hafa í huga að skuldirnar hafa áður tvöfaldast á miklu styttra tímabili, eða jafnvel á einu ári eins og gerðist milli áranna 1988 og 1989 þegar skuld- irnar meira en tvöfölduðust, en þá fóru þær úr 20,7 milljörðum í 48 milljarða,“ sagði Friðrik. Hann bendir á að samanlagður halli ríkisins 1992-1994 hafi verið tæplega 25,3 milljarðar króna, en á tímabilinu 1989-1991 hafi sam- anlagður hallinn á verðalagi ársins 1995 verið tæplega 27,7 milljarð- ar. Þannig hafi greiðsluhalli ríkis- sjóðs síðustu þriggja ára verið minni en á valdatímabili Stein- gríms Hermannssonar. „Þá hefur það ekki gerst lengi að hallinn á fjárlögum hafi verið minni en áætlað var, en á síðast- liðnu ári var þann tveimur millj- örðum minni. í fjárlögum var hall- inn þá áætlaður 9,5 milljarðar, en þegar upp var staðið reyndist hann vera 7,6 milljarðar,“ sagði Friðrik. Lækkandi heildarskuldir þjóðarbúsins Árið 1991 var viðskiptahallinn um 20 milljarðar króna, og segir Friðrik að hafa verði í huga að þessi halli, sem sé ekkert annað en umframeyðsla þjóðarinnar, hafi verið skattlagður í ríkissjóð. Nú, þegar verið sé að greiða niður er- lendar skuldir, greiðist ekki skatt- ar af þeim peningum sem notaðir séu til skuldagreiðslna til útlanda. í raun og veru hafði því ríkissjóð- ur heldur minna úr að moða, og það komi m.a. fram í því að skatt- tekjur ríkissjóðs hafi lækkað sem ,/0' Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstaeðisflokksiiis Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð ÁX Símar: 588-3322, 588-3323, 588-3327 Utankjörfundaratkvæ&agreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 3. hæö, virka daga kl. 9.30-15.30. Skrifstofan gefur upplýsingar um allt sem lýtur að kosningunum 8. apríl. Sjálfstœðisfólk! Hafið sambancl ef pið verðið ekki heima á kjördag m w Okumað- ur gefi sig fram RANNSÓKNADEILD lögreglunn- ar í Reykjavík leitar að ökumanni fólksbíls sem ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Austurstræt- is og Pósthússtrætis 22. febrúar sl. Maður var að ganga yfir gang- brautina milli London og Reykja- víkurapóteks þegar dokkgráum fólksbíl var ekið á hann. Hann kastaðist upp á vélarhlíf bílsins. Eftir að hafa rætt stuttlega við manninn ók ökumaður fólksbílsins á brott án þess að segja á sér deili. Gangandi vegfarandinn hefur verið undir læknishendi eftir óhappið og er nauðsynlegt fyrir ökumanninn að hafa tal af rann- sóknadeild lögreglunnar í Reykja- vík vegna málsins. Hótel Island kynnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍOI ÁR 06 ÖLD BJÖRGVIN HAIJJ)ÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆLJSTÓNIJEIKAR BJÖRGVIN IIAI.I.DORSSON lítur ytlr dagsvcrkið sem dægurlagasöngvari á liljómpliitum í aldarfjórðung, ogvið hcyrum nær 60 lög t'rá glæstum ferli - frá 1969 til okkar daga hlutfall af landsframleiðslu á kjör- tímabilinu. „Það sem skiptir mestu máli, og er einn mikilvægasti árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinn- ar, er að erlendar skuldir þjóðar- búsins í heild, þ.e. ríkis, sveitarfé- laga, fyrirtækja og heimila, fara nú lækkandi. Þjóðin er að borga niður skuldir sínar og það er orð- inn afgangur af viðskiptum við útlönd þijú ár í röð. Þetta er auð- vitað gjörbreyting á allri efna- hagsstjórn íslands, og það er þetta sem hefur mesta þýðingu,“ sagði Friðrik Sophusson. syningar: Gestasöng\ari: SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓ'mR ' Lpikiiiynd og lciksijorn: BJÖRN G. BJÖRNSSON A Hl,jóms\(‘itarsljórn: ^H Gl’NNAR I»ÓRI)ARSON jH ásaml 1(1 manna lil,joms\cil Kynnir: ,^H JÓN AXEL ÓLAFSSON Islands- nu Noiöm lamlamcislarar i >amk\a-misdönsnm Ira Dansskola \ndar llaralds s\na dans. Sértilboð á gistingu, sími 688999. Matseðill Koníakstónerub humarsúpa meö rjómatopp Lamba-piparsteik meö gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4.600 - Súningarverd kr. 2.00(F Dansleikur kr.800 HÖTEL ÍáIÁND Bordapantanir i sima 687111 Gengistiyggð spariskírteini ECV spariskírteini með erlendri vaxtaviðmiðun • Þú þarft ekki að kaupa erlendan gjaldeyri með tilheyrandi kostnaði. • Þú þarft ekki að taka árlega við vaxtamiðunum og hafa fyrir því að fjárfesta þá aftur. • Þú getur alltaf selt skírteinin þegar þörf krefur, á þínum heimamarkaði. • Það er auðvelt að innleysa skírteinin. • Þú greiðir engin há þjónustugjöld. • Þú nýtur ákveðins skattfrelsis. • Þú fjárfestir erlendis hér heima á þægilegan og öruggan máta. Útboð á ECU-tengdum spariskírteinum fer fram í dag kl. 14:00. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa með tilboð í vexti ECU-tengdra spariskírteina. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Ráðgjafar Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa veita þér upplýsingar um ECU-tengd spariskírteini. Síminn er 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meö ECU-tengdum spariskírteinum ríkissjóðs fjárfestir þú í sameiginlegri mynteiningu Evrópuríkja, meö erlendri vaxtaviðmiðun, rétt eins og þegar þú fjárfestir í erlendum skuldabréfum. Munurinn er sá að með ECU-tengdum spariskírteinum ertu á þínum eigin heimamarkaði og þú þekkir skuldarann! Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068 Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.