Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 15 LANDIÐ letta strengi mei Morgunblaðið/Bjöm Blöndal UM BORÐ í Ægi þar sem athöfnin fór fram - þar voru viðstaddir afkomendur og ættingjar Kristjáns ásamt félögum úr skipstjóra- og stýrimannafélaginu Vísi.Á innfeldu myndinni er Kristín Guðnadóttir ekkja Kristjáns Ingibergssonar skipstjóra að afhenda Haf- steini Hafsteinssyni forstjóra Landhelgisgæslunnar framlagið úr minningarsjóði Kristjáns. Tvær millj. til tækjakaupa í nýja þyrlu Gæslunnar Keflavík - Landhelgisgæslunni voru nýlega afhentar 2 milljónir króna úr minningarsjóði Kristjáns Ingibergs- sonar skipstjóra úr Keflavík. Hann var eldheitur áhugamaður varðandi öryggismál sjómanna, en lést um aldur fram árið 1990. Athöfnin fór fram í varðskipinu Ægi í Keflavíkur- höfn og afhenti Kristín Guðnadóttir, ekkja Kristjáns, Hafsteini Hafsteins- syni forstóra Landhelgisgæslunnar framlagið. Minningarsjóðurinn var stofnaður fljótlega eftir andlát Kristjáns af fé- lögum hans í skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Vísi á Suðumesjum sem vom viðstaddir athöfnina ásamt afkomendum og ættingjum Kristjáns. Peningunum á að verja til kaupa á björgunarbúnaði í nýju Super Puma- þyrluna og sagði Hafsteinn Hafsteins- son forstjóri Landhelgisgæslunnar um leið og hann þakkaði fyrir gjöfína að fjármununum yrði m.a. varið til kaupa á fullkomnum sigbúnaði. Skipstjóra og stýrimannafélagið Vísir hefur látið að sér kveða varð- andi öryggi sjómanna og sagði nú- verandi formaður félagsins, Oddur Sæmundsson, skipstjóri í Keflavík, við þetta tækifæri að augu manna hefðu opnast fyrir hversu mikilvægt björgunartæki þyrlur væru þegar Barðinn strandaði við Snæfellsnes árið 1986 þegar björgun mannanna um borð var aðeins framkvæmanleg úr lofti, félagið hefði þá sýnt þakk- læti sitt í verki með kaupum á hjálp- artæki um borð í björgunarþyrluna og myndi halda áfram áð styrkja Landhelgisgæsluna til góðra mála. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FULLTRÚAR Handknattleiksráðs og leikmanna ÍBV með Sparn- aðarheftið sem þeir bjóða Eyjamönnum nú til sölu. Frá vinstri: Bjarni Ólafur Guðmundsson, framkvæmdasljóri, leikmennirnir Erlingur Richardsson, Zoltán Beláný, Jón Bragi Arnarsson og Pétur Steingrímsson, formaður Handknattleiksráðs ÍBV. Handknattleiksmenn ÍBV Selja Sparnaðar- hefti Eyjanna Vestmannaeyjum - Handknatt- leiksráð ÍBV í samvinnu við verslun- ar- og þjónustufyrirtæki í Eyjum hefur gefið út svokallað Spamaðar- hefti Eyjanna. Útgáfa heftisins er liður í ijáröflun Handknattleiksráðs en í því er að fínna ýmiskonar af- slátt og tilboð til handhafa heftisins. Bjarni Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Handknattleiks- ráðs, segir að þetta sé annað Sparn- aðarheftið sem þeir gefa út í vetur. Fyrra heftið var gefíð út í haust og hlaut góðar viðtökur og nú er sala að hefjast á nýja Spamaðar- heftinu. Hvert hefti kostar 1.000 krónur og sagði Bjarni að það gæfí Handknattleiksráði góðar tekjur ef viðtökur Eyjamanna yrðu góðar. Hann sagði að þeir sem keyptu heftið og nýttu sér þann afslátt sem þar byðist fengju andvirði þess margfalt til baka. Handknattleiksráð og leikmenn IBV sjá um sölu á heftinu og er verið að ganga í hús í Eyjum og bjóða það til sölu. M&M4P saga Uppselt alla laugardaga fram ,að páskuml Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Safnað fyrir hjarta- línurita á Þórshöfn Þórshöfn - Nokkur félög á Þórshöfn og í Þistilfirði tóku höndum saman fyrir skömmu og héldu fjáröflunar- samkomu til að safna fyrir hjarta- línurita á heilsugæslustöðina. Boðið var upp á myndarlegt kaffi- hlaðborð í félagsheimilinu og svign- uðu þar bórð undan Hnallþórum og kræsingum enda var aðsóknin ágæt. Ýmislegt var til skemmtunar, s.s. söngur og ljóðalestur að ógleymdum fínnska harmonikkusnillingnum Tatu Katoma, sem sýndi ótrúlega fingrafími á nikkuna sína. Agóðinn af samkomunni varð rúm 200 þúsund og mun þá ekki langt í land með að heilsugæslustöðin á Þórshöfn eignist hjartalínuritann. Eins og oft áður lögðu stofnanir málefninu lið og gaf Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis 75 þús. kr. í sjóðinn og sjúkrasjóður Verkalýðs- félagsfélags Þórshafnar gaf 25 þús. krónur. Félögin, sem fyrir samkom- unni stóðu, voru Lionsklúbburinn Fontur, Slysavarnadeild kvenna og Rauðakrossdeildin, Kvenfélagið Hvöt og Kvenfélag Þistilfjarðar. Að venju voru það konur sem báru hit- ann og þungann af veitingunum. rar Þórðarso|ffara ma á ttkur lagið óg verður til alls vís. 'ttaðri, glæsilegri tnálrið. Síðáín hefst Ríójtfg^pafsém félagarnir og versta á fe|j|r\uni. Eiónig koroa'fram Kljóðfæraleikararnir ioa|?uran og Reynirjöhasson. Að lokinni skemmtidagskrá leiki Klass fram á^nótt ásamt söngvurunum Guðrúnu Gunnarsdóttur og Reyni Guðmundssyni. || Pantanir í sima Ik. 5529900. fflm -þin sagai Hinir alþýðlegu og ástsælu Ágúst Atlason, á kostum í upprifjun á því helvjfá ai er litið Hin bráðskj Kvöi riíi Björn ThlíoÍi Hsen, Szymi danshljómsveiti . 11' - MS v 11**1 r 9p w C..WT* t w Wf f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.