Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 17
EVROPA
Tollabandalag*
kallar á lýð-
ræðisumbætur
Ankara. Reuter.
TYRKIR fögnuðu í gær samningnum
um tollabandalag • við Evrópusam-
bandið, sem staðfestur var á utanrík-
isráðherrafundi ESB á mánudag.
Fréttaskýrendur vöruðu þó við því
að Tyrkir yrðu að taka sér tak ef
samningurinn ætti að nýtast þeim.
Mehmet Ali Birand, helsti Evrópu-
fréttaskýrandi dagblaðsins Sabah,
benti á að ef Tyrkir breyttu ekki
ýmsu í viðskiptalöggjöf sinni, s.s.
varðandi einkarétt á hugmyndum og
huglægum verkum, myndi það leiða
til þess að samningurinn nýttist þeim
ekki að fullu. Þá yrði að fella ýmis
ólýðræðisleg ákvæði úr stjórnar-
skránni, er sett voru af herstjóminni
árið 1982.
Aukinna mannréttinda krafist
Annar dálkahöfundur Sabah,
Cengiz Candar, sagði andstæðinga
samningsins óttast að evrópskar
framleiðsluvörur ættu eftir að flæða
yfír tyrkneska markaðinn en gerðu
sér ekki grein fyrir að tyrknesk fyrir-
tæki fengju að sama skapi aðgang
að hinum risavaxna Evrópumarkaði.
„Tollabandalagið mun krefjast end-
urnýjunar tyrkneskrar löggjafar. Það
verður ekki lengur hægt að dæma
Yasar Kemal í fangelsi fýrir að rita
grein í Der Spiegel,“ sagði Candar.
Vísaði hann þar til máls Yasars
Kemals, eins þekktasta rithöfunds
Tyrklands, sem á yfír höfði sér allt
að fímm ára fangelsisdóm vegna
greinar um málefni Kúrda, er hann
ritaði í þýska víkublaðið.
Evrópuþingið hefur gagnrýnt
Tyrki harðlega fyrir mannréttinda-
brot þeirra og hótað að neita að sam-
þykkja samningin um tollabandalag
fyrr en úrbætur verða gerðar.
Murat Karayalcin, utanríkisráð-
herra Tyrklands, benti í ræðu við
undirritun samkomulagsins á mánu-
dag, á að ekkert Evrópuríki hefði
þurft að takast á við mál af þessu
tagi undanfarin fímmtán ár. „Ekkert
Evrópuríki býr við stjórnarskrá sem
sett var af hemum. Ekkert annað
ríki er undir stöðugum árásum
hryðjuverkamanna," sagði Karayalc-
in.
StjórnarandsUtðan andvíg
Dagblaðið Yeni Yuzi sagði sam-
komulagið við ESB kosta sitt..„Evr-
ópusambandið hefur gert það sem
af því var ætlast þó að það hafí ver-
ið erfiðleikum bundið. Nú vill það fá
aukið lýðræði í Tyrklandi í staðinn,"
sagði blaðið.
Helsti stjómarandstöðuflokkur-
inn, Föðurlandsflokkurinn, hefur lýst
yfir andstöðu við samkomulagið við
ESB og sömu sögu er að segja af
flokki heittrúaðra múslima og marx-
ista.
Velferðarflokkur múslima sagðist
mundu ógilda samninginn kæmist
hann til valda. „í þessu felst uppgjöf
og það er verið að koma á nýlendu-
stjóm,“ sagði Oguzhan Agilturk,
flokksformaður.
: : . . V:':
W
, •*« •• ' V\..........■ 4
Wfíívííyyo.vx ■■■*
BRIAN Tobin, sjávarútvegráðherra Kanada, með kort af lögsög-
unni við austurströnd landsins. Kanadískum lögum hefur verið
breytt þannig að nú er heimilt að taka fiskiskip utan landhelginn-
ar til að koma í veg fyrir rányrkju.
Grálúðustríð
við Kanada?
Ottawa, London. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Portúgal mót-
mæltu í gær þeirri ákvörðun
Kanadastjórnar að banna grálúðu-
veiðar utan kanadísku lögsögunnar
í tvo mánuði en hún hótar því einn-
ig að beita valdi til að koma í veg
fyrir veiðar spánskra og portúgal-
skra skipa.
Brian Tobin, sjávarútvegsráð-
herra Kanada, sagði á mánudag,
að Kanadastjórn væri staðráðin í
að koma í veg fyrir rányrkju á illa
stöddum fiskstofnum utan lögsög-
unnar, til dæmis með því að færa
erlend fiskiskip til hafnar í Kanada.
Utanríkisráðherrar Evrópusam-
bandsins hafa mótmælt þessari yfír-
lýsingu Kanadastjórnar, sem þeir
segja, að sé brot á alþjóðalögum,
og þeir segjast ekki geta fallist á,
að grálúðuveiðarnar verði bannaðar
í tvo mánuði. Hefur Emma Bonino,
sem fer með sjávarútvegsmál í
framkvæmdastjórninni, hótað hörð-
um viðbrögðum án þess að nefna í
hveiju þau yrðu fólgin.
NAFO, Norðvestur-Atlantshafs-
fískveiðinefndin, sem 15 ríki eiga
aðild að, leggur til, að grálúðukvót-
inn á þessu ári verði 27.000 tonn
eða næstum helmingi minni en á
síðasta ári. Þar af er Kanada út-
hlutað 16.300 tonnum en Evrópu-
sambandsríkjum, aðallega Spáni og
Portúgal, aðeins 3.400 tonnum. A
síðasta ári veiddu skip frá þessum
tveimur ríkjum um 50.000 tonn. Á
þetta vill Evrópusambandið, ESB,
ekki fallast og hefur úthlutað sjálfu
sér 18.630 tonna grálúðukvóta.
Kanadastjóm bendir á, að ESB
hafí áður virt tillögur fiskifræðinga
að vettugi og með þeim afleiðingum,
að spænsk skip hafi eyðilagt fisk-
stofna á þessum slóðum, meðal ann-
ars nyrðri þorskstofninn.
Það kaupir sér enginn rúm og dýnur lengur nema að skoða fyrst og síðast
Dýnu Gallerí Húsgagnahallarinnar. Á 2200 fm2 verslunarhæð er að finna
allar hugsanlegar dynur frá Ameríku, Evrópu og íslandi ásamt rúmum,
svefnsófum, bekkjum, hirslum í svefnherbergi ofl. ofl. Þægilegt viðmót
og mikil vöruþekking starfsfólks gerir þér valið auðvelt og skemmtilegt
þegar þú vilt sofa vel. Hér fyrir neðan getur að líta fimm sýnishorn af
hinum sænsku dýnum frá Scandisleep sem hafa notið mikilla vinsælda.
Dýna með einföldu gormakerfi. Frekar þétt og hentar
léttu fólki, börnum og unglingum. Dýna sem er á góðu
verði og yfirdýna fylgir.
80 cm kr 12.860,- 120 cm kr 19.500,-
90 cm kr 12.860,- 140 cm kr 21.750,-
105 cm kr 16.500,-
Hún er alveg eins og Komfort en með tvöföldu gorma-
kerfi og með bómullardúk. Hún er líka heldur mýkri
en Komfort en telst samt frekar stíf. Þykk yfirdýna fylgir.
80cmkr 22.360,- 120 cm kr 38.700,-
90 cm kr 22.360,- 140 cm kr 46.950,-
105 cm kr 32.100,- 160 cm kr 48.600,-
90x210 kr.28.110,-
Super dýnan er með tvöföldu gormakerfi en efra gorma-
lagið er þéttara en í Medió dýnunni og því er dýnan
mýkri. Super dýnan er líka með mjúka kanta og lagar
hún sig vel að líkamanum. Þykk yfirdýna fylgir í verði.
90 cm kr 33.280,- 120 cm kr 47.700,-
105 cm kr 39.600,- 140 cm kr 53.400,-
Þessi dýna er öll með tvöföldu gormakerfi. Hún er
með svampstyrkta kanta þannig að betra er að sitja á
brúninni. Vattefni er á milli laga sem er hljóðdeyfandi.
Tilvalin dýna fyrir bakveika og þungt fólk . Ultraflex
er til bæði í stífri gerð og mjúkri. þykk yfirdýna fylgir.
90 cm kr 42.960,-120 cm kr 60.300,-
105 cm kr 52.950,-140 cm kr 68.550,-
160 cm kr 76.800,-
90x210 kr 50.700,-
105x210 kr 55.500,-
Dýna með tvöföldu gormakerfi. Efra gormalagið er úr
svokölluðum pokafjöðrum en þá er hver einstakur gormur
klæddur í fíltpoka. Þessir pokagormar eru sjálfstætt
starfandi þ.e. þeir draga ekki gorminn við hliðina niður
þó ýtt sé á hann. Þessi dýna er mjúk og styður vel við
bakið og heldur hryggnum beinum. Mjög góð t.d fyrir
eldra fólk. Þykk yfirdýna fylgir.
90 cm kr 45.120,-120 cm kr 68.850,-
105 cm kr 58.150,-140 cm kr 81.450,-
160 cm kr 92.850,-
90x21 Okr 55.560,- |
105x21 Okr 61.950,- ;
Allar þessar dýnur geta staðið sjálfstætt og stundum þurfa hjón
sitthvora dýnuna og er það allt í lagi
því hægt er að skeyta þær saman;
Þegar búið er að finna sér dýnu þá er
að velja sér lappir og fást þær í ýmsum
og gerðum t.d. hvítar, svartar, beyki ofl.
Við bjóðum einnig mikið úrval af fallegum rumum,
höfðagöflum og nánborðum sem hægt er að nota með dýnunum.
Fyrir börn og unglinga er mjög vinsælt að setja rúmábreiðu með
púðum á dýnuna og getum við boðið mjög falleg rúmteppaefni
sem við saumum að eigin vali hvort sem er á einstaklingsrúm
eða hjónarúm.
Húsgagnahöllin i
BILDSHOFÐA 20 -112 REYKJAVIK - SIMI 5871199
- Þegar þú vilt sofa vel