Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 19

Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ Lúzhkov hótar afsögn JÚRÍ Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, hótaði í gær að segja af sér nema Borís Jeltsín, for- seti Rússlands, afturkallaði þá ákvörðun að víkja yfirsaksókn- ara og lögreglustjóra borgar- innar frá störfum. Hann bætti við að ef mennirnir yrðu ekki skipaðir í embættin að nýju færi málið fyrir dómstóla. Lúz- hkov er talinn hugsanlegur keppinautur Jeltsíns í forseta- kosningunum á næsta ári. Stríð gegn glæpum JOZEF Oleksy tók við embætti for- sætisráðherra í Póllandi í fyrrakvöld og lýsti yfir stríði á hendur glæpahópum í landinu. Hann kvaðst ætla að skipa Jerzy Stanczyk í embætti lögreglu- stjóra Póllands til að stjóma baráttunni gegn glæpamönnum sem hann kvað „ógna öryggi pólsku þjóðarinnar". Starfsemi glæpahópa verður helsta um- ræðuefnið á fyrsta fundi nýju stjórnarinnar og Oleksy hyggst sjálfur gegna formennsku í nefnd sem ræða á leiðir til að stemma stigu við glæpum. Zeffirelli fær miskabætur ÍTALSKA kvikmynda- leikstjóranum Franco Zeffi- relli voru í gær dæmdar miskabætur vegna greinar í kvikmynda- tímaritinu Screen Inter- national þar sem því var haldið fram að hann væri fasisti. Zeffirelli var kjörinn á þing Ítalíu í kosning- unum í fyrra. Reiði í garð Zhírínovskíjs STJÓRN- VÖLD í Bangladesh mótmæltu í gær ummæl- um rússneska þjóðernis- sinnans Vlad- ímírs Zhír- ínovskíjs þess efnis að Rúss- ar ættu að innlima Bangladesh og Pakist- an. Sendiherra Rússlands í Dhaka var kvaddur á fund embættismanna í utanríkis- ráðuneytinu og létu í ljós óánægju með ummælin. Bílaþjófar hengdir DÓMSTÓLL í írak hefur dæmt átta bílaþjófa til hengingar og 13 glæpamenn hafa þar með verið dæmdir til dauða í landinu á fjórum vikum. Þessum hörðu refsingum er ætlað að draga úr glæpaöldunni sem hefur riðið yfir írak eftir að Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptabann á landið. Zhirínovskjíj Franco Zefirelli MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 19 ERLEIMT „Mafíudauðavélin“ aftur komin í gang Rómaborg. Reuter. SAKSOKNARI í Palermo á Sikiley sagði í gær að „dauðavél" mafíunn- ar væri aftur komin í gang eftir fjögur morð á jafn mörgum klukku- stundum á mánudag. Morðin eru talin staðfesta það sem margir hafa óttast - að tiltölulega friðsamlegu tímabili á Sikiley væri að ljúka. „Þessi dauðavél hefur verið sett af stað með hræðilegu ofbeldi. Ljóst er í hvaða átt hún stefnir og verði hún ekki stöðvuð tekur hún líklega að brytja niður annað fólk,“ sagði saksóknarinn, Roberto Scarpinato, og líkti miðborg Palermo við Villta vestrið. Á meðal mannanna fjögurra, sem voru drepnir á mánudag, var Dom- enico Buscetta, bróðursonur fyrsta mafíuforingjans sem rauf þagnar- heit mafíunnar, Tommaso Buscetta. Domenico var skotinn til bana að- eins 200 metrum frá þeim stað þar sem „foringi foringjanna“, Salvat- ore Riina, var handtekinn í janúar 1993. Hinir urðu fyrir skothríð þeg- ar þeir gengu út úr bar í Cataníu og lögreglan lýsti árásinni sem „dæmigerðu mafíudrápi". Hefur misst 36 ættingja Að minnsta kosti níu menn hafa verið drepnir á Sikiley frá 25. febr- úar, þar af sex í Palermo. Tveir mannanna níu eru skyldir fyrrver- andi mafíósum sem hafa veitt lög- reglunni upplýsingar um mafíuna. „Mafían hefur hafíð hryðjuverkaher- ferð gegn svikurunum," sagði annar saksóknari í Palermo. Tommaso Buscetta varð undir í blóðugu mafíustríði sem leiddi til þess að Riina varð óvefengjanlegur guðfaðir á síðasta áratug. Hann nýt- ur nú sérstakrar vemdar yfirvalda í Bandaríkjunum og er eitt af helstu vitnunum gegn Riina. Buscetta hefur þegar misst 36 ættingja vegna hefndaraðgerða maf- íunnar, meðal annars tvo syni og bróður, þ.e. föður mannsins sem var drepinn á mánudag. Annar fyrrverandi mafíósi sem hefur borið vitni gegn Riina, Salvat- ore Contomo, hefur misst meira en 24 ættingja og vini. Nýtt vitni í máli Andreottis? Vitnisburður fyrrverandi mafíu- foringja hefur reynst saksóknurum ómetanlegur í baráttunni gegn maf- íunni og við rannsóknina sem beinist gegn Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann hefur verið sakaður um að hafa verið helsti póli- tíski verndari mafíunnar í að minnsta kosti 14 ár. ítalskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að annar fyrrverandi mafíufor- ingi, Gaetano Badalament, kunni að veita yfirvöldum upplýsingar. Bad- alament afplánar nú 45 ára fangels- isdóm fyrir eiturlyfjasmygl í Banda- ríkjunum. Reuter TALIÐ er að mafían á Sikiley hafi drepið þrjá menn í Cataniu á mánudag. A myndinni eru lík þeirra hulin plasti. Winnie Mandela sökuð um spillingu Neydd til að undir- rita bréf Mandela Jóhannesarborg. The Daily Telegfraph. NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, samdi af- sökunarbeiðni, sem fyrr- verandi eiginkona hans, Winnie, sendi honum í síð- asta mánuði, og neyddi hana til að undirrita bréfið til að bjarga stjórnmála- ferli hennar. Talið hafði verið að Winnie Mandela, sem er aðstoðarráðherra, hefði sjálf skrifað bréfið eftir að forsetinn krafðist þess að hún bæðist af- sökunar á harðri gagnrýni sinni á stjómina. Dagblaðið Johannesburg Star skýrði frá þessu á mánudag og sagði að þetta væri í annað sinn sem Mand- ela hefði neytt konu sína til að undir- rita bréf sem hann hefði skrifað. Meintur fjárdráttur Hið fyrra var afsagnarbréf sem hún undirritaði árið 1992 þegar hún lét af störfum sem yfirmaður félags- máladeildar Afríska þjóðarráðsins vegna meints fjárdráttar. Blaðið skýrði ennfremur frá því að eftir seinna bréfíð hefði Winnie Mandela sent skammarbréf til for- setans þar sem hún til- kynnti að hún gæti ekki liðið það lengur að stjómarskrárbundin mannréttindi hennar væra þverbrotin. Einkaritari Winnie Mandela, Alan Reynolds, staðfesti að fréttin væri „efnislega rétt“. Winnie hefur verið sök- uð um mútuþægni og spillingu og stjómarand- stöðuflokkar hafa hvatt lögregluna til að hefja að nýju rannsókn á nokkr- um óleystum málum frá síðasta ára- tug. George Fivaz, nýr lögreglustjóri Jóhannesarborgar, hefur sagt að málin verði rannsökuð að nýju ef fram kæmu vísbendingar um að Winnie Mandela væri viðriðin þau. Winnie kveðst vera fómarlamb sam- særis um að koma henni frá og segir að til sannindamerkis um það sé hús- leit, sem gerð var á heimili hennar nýlega meðan hún var erlendis. Winnie Mandela Færeyjar NIELS J. ARGE LÁTINN Þórshöfn. *Morgunbladid. NIELS Juel Arge, fyrrverandi útvarpsstjóri í Færeyjum, lést síðastliðinn sunnudag 74 ára að aldri. Hann varð útvarps- stjóri í september 1960 og gegndi starfinu í 30 ár eða þar til hann fór á eftirlaun 1990. Miklar og róttækar breyt- ingar urðu á útvarpsmálum í Færeyjum í útvarpsstjóratíð Arges en hann lét einnig til sín taka á öðrum vettvangi. Eftir hann liggja alls 17 bæk- ur um færeyska sögu, einkum um stríðsárin 1940-’45, og hann sat um skeið í bæjar- stjóm í Þórshöfn. Færeyingar minnast -Niels Juels Arges með mikilli virð- ingu og hann var ekki aðeins vinmargur í ættlandi sínu, heldur einnig á íslandi. Við íslendinga hafði hann lengi mikil og góð samskipti. A-A. EVROPUVERÐ Mínútugrill F.VROPUVERÐ ☆ ☆ Steinasteik EVROPUVERÐ ☆ *☆ ☆2.590,-* ☆ ylir Hraðsuðukönnur Matvinnsluvél -------- " EVRÓPUVERÐ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ E«'anS=ní. ☆2.590,- Brauðrist Kaffíkanna SOLUAÐILIAR Akranes SigurdórJóhannsson S: 12156 Akureyri Ljósgjafinn S: 27788 Radiovinnustofan S: 22817 Borgarnes Kaupfélag Borgfirðinga S: 71200 Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson S: 11438 Grundarfjörður Guðni Hallgrímsson S: 86722 Hafnarfjörður Rafbúðin Álfskeiði S: 53020 Húsavik Öryggi sf. S: 41600 Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga S: 78121 Höfn Lónið S: 82125 ísafjörður Straumur hf. S: 3321 Keflavík Reynir Ólafsson hf. S:13337 Kópavogur Tonaborg S: 45777 Neskaupstaður Verslunin Vík S: 71900 Ólafsfjörður Valberg hf. S: 62255 Patreksfjörður Jónas Þór S: 1295 Reykjavík Borgarljós hf. S: 812660 Glóey hf. S: 681620 Hagkaup S:685666 Húsgagnahöllin S: 622322 Sauðárkrókur Rafsjá hf. S: 35481 Selfoss Árvirkinn hf. S: 23460 Vestmannaeyjar Neisti - Raftækjaversl. S:11218 Vopnafjörður Kaupfélag Vopnfirðinga S: 31203 Þórshöfn Kaupfélag Langnesinga S: 81205 EVROPUVERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.