Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ATRIÐI úr Sirkusnum guðdómlega.
Norska óperan komin til Islands
„Sirkusinn guðdómlegi“
í Borgarleikhúsinu
Hala-leikhópurinn
„Allra
meina bót“
NÚ ER að ljúka þriðja leikári
Hala-leikhópsins með frum-
sýningu á „Allra meina bót“
eftir Patrek og Pál (eða bræð-
uma Jónas og Jón Múla Áma-
syni) undir leikstjóm Eddu
V. Guðmundsdóttur.
Fmmsýnt verður í Halan-
um, Hátúni 12, föstudaginn
10. mars kl. 20 og önnur sýn-
ing sunnudaginn 12. mars á
sama stað á sama tíma. Leik-
hópurinn hefur innréttað þar
lítið leikhús sem tekur um
sextíu áhorfendur og er að-
gengilegt öllum (kjörorð fé-
lagsins). Verður við þetta
tækifæri tekinn í notkun nýr
ljósabúnaður, sem Steindór
Hjörleifsson hefur haft veg
og vanda af að safna fyrir
handa leikhópnum.
„Allra meina bót“ er gam-
anleikur sem gerist á ónefndu
sjúkrahúsi í Reykjavík, en þar
ræður ríkjum hinn ókrýndi
konungur allra skurðlækna,
sjálfur Dr. Svendsen. í leikrit-
inu era mörg þekkt lög, svo
sem „Augun þín blá“ og „Það
sem ekki má“ í tónlistarflutn-
ingi Hilmars Sverrissonar."
Leikstjórinn Edda V. Guð-
mundsdóttir útskrifaðist úr
Leiklistarskóla íslands 1977.
ÓPERAN Sirkusinn guðdómlegi
(Det Guddommelige Tivoli) eftir
danska tónskáldið Per Nergárd
verður flutt í Borgarleikhúsinu
dagana 9. og 10. mars nk. Um er
að ræða frumflutning á nýrri upp-
færslu óperunnar undir leikstjórn
Per Fosser.
Sex söngvarar, sex dansarar, sex
slagverksleikarar, einn sellóleikari
og hljómborðsleikari taka þátt í
sýningunni. Óperan segir frá hinu
undarlega og sorglega lífshlaupi
Adolfs Wölfli (1864-1930). Eftir
ömurlega barnæsku var Wölfli
dæmdur á táningsaldri til refsing-
ar fyrir tilraun til að nauðga ung-
um stúlkum og síðar greindur sem
geðklofi og lagður inn á geðveik-
raspítala árið 1895 þar sem hann
mátti dúsa allt til dauðadags. Á
þeim 35 árum sem Wölfli dvaldi á
geðsjúkrahúsinu teiknaði hann og
samdi (jóð og tónverk. f gegnum
verk sín skapaði hann sér nýja
persónu og nýja æsku til að bæta
sér upp ömurlegan og illbærilegan
raunveruleikann.
Óperan er í tveimur þáttum og
lýsir á óhefðbundinn hátt með
stórkostlegri gamansemi og gríp-
andi alvöru ytri og innri heimi
Wölflis. I fyrsta þætti sjáum við
hvernig hallar undan fæti fyrir
aðalpersónunni, hann brýtur af
sér og er lokaður inni á hæli. í
síðari þættinum birtast svo hug-
sjónir hans eins og furðulegar
spegilmyndir miskunnarlauss
veruleika.
Per Norgárd (f. 1932) er einn
af merkustu tónlistarmönnum
Dana og starf hans sem tónskáld,
tónlistarfræðingur og frumkvöð-
ull í tónlistarfræðslu yngri kyn-
slóða þykir ómetanlegt.
Per Fosser sýningarstjóri og
leiklistarráðunautur nam hag-
fræði í Lundúnum og leiklistar-
fræði við Hafnarháskóla, en þar
tók hann einnig meistaragráðu.
Hann hefur starfað við Norsku
óperuna frá 1968 þar sem hann
hefur sett upp fjölda sýninga. Per
Fosser hefur verið gistileikstjóri
í Salzburg, Berlín, Weimar og
flestum stærri borgum Norður-
landa, svo og hjá norska sjónvarp-
inu.“
Sýning þessi er samvinnuverk-
efni Norrænu menningarhátíðar-
innar Sólstafa, Borgarleikhússins,
Norsku óperunnar, Norsku ríkis-
konsertanna og Reykjavíkurborg-
ar, og hefur hlotið styrk frá Nor-
ræna menningarsjóðnum, svo og
NOMUS-nefndinni. Gert er ráð
fyrir að þessi uppfærsla á Sirkusn-
um guðdómlega verði í haust á
tónlistarhátiðinni Ultima í Osló.
Tónfegurð
og skýrleiki
TÓNLIST
Bústadakirkju
BERNARDEL-
KVARTETTINN
Sunnudagurinn 5. mars, 1995. Tón-
verk eftir Beethoven, Shostakovitsj
og Mozart. Sunnudagur 5. mars.
ÞAÐ ER aðdáendum kammertón-
listar mikið gleðiefni að Bernardel-
strengjakvartettinn er á góðri leið
með að ná tökum á hinum kamm-
ermúsikantíska leikmáta. Þar kemur
til samvirkt tóntak, sem er úndir-
staða sérstakrar samómunar, ögun
gagnvart tónlistinni sjálfri, þar sem
persónuleg túlkun víkur fyrir inn-
hverfri tilfínningaleit og tækni, sem
aldrei má verða sýningarefni en ber
uppi fíngerðan tónvefnað verkanna.
Að öðru leyti verður það ekki út-
skýrt, hvers vegna ýmsir erlendir
stórsnillingar í hljóðfæraleik, sem
hafa tekið sig til og leikið kammer-
tónlist, hafa nær því aldrei náð því
að gæða tónverkin réttum anda,
enda verið ófúsir að leggja af per-
sónulegan framsagnarmáta sinn.
Það er hin innhverfa íhugun gagn-
vart tónefni verkanna, sem vantar
og þá er sama hversu glæsilegur
leikur hvers einstaklings er. Þetta
má ef til vill skýra með því að leggja
áherslu á þá staðreynd, að fjögurra
radda tónsmíð er allt annað en ein-
leiksverk og stendur strengjakvart-
ett í sömu stöðu og fjögurra radda
tónsmíð fyrir söngvara, en þar hefur
samvirkni í tóntaki flytjenda fyrir
löngu verið talin sjálfsögð og nauð-
synleg.
Tónleikar Bernardel-kvartettsins
hófust með op. 18 nr.4 eftir Beethov-
en. Fyrsti kaflinn.var í upphafi dulít-
ið órólegur og vantaði að fara betur
eftir „ma non tanto“ forsögn höfund-
arins. Það sem vekur athygli í leik
Bernardel-kvartettsins, er hversu
nákvæmt er farið eftir öllum merkj-
um og að „forte“ var aldrei yfír-
spennt eða þrumandi, þó aðeins
meiri munur hefði mátt á stundum
vera á veikum og sterkum leik, sér-
staklega þar sem höfundur stillir
þessum fyrirbærum upp sem and-
stæðum. Skerso-þátturinn var mjög
vel leikinn og þar mátti heyra ekta
kammermúsikantískan samleik.
Menúettinn, sem tónskáldið byggir
á sérkennilegri samskipan áherslna
er hann styður með bogastrokum,
sem að nokkru skapa andstæður við
menúettinn sem dans, var helst til
of hraður og lögð of mikil áhersla á
legatoleik. Tríóið var einnig of hratt,
svo að sérkennilegur leikur höfundar
með endurteknar nótur í 1. fíðlu,
missti sína. „mótorísku“ andstæðu
við sjálfan menúettinn. Lokþátturinn
var eldfjörugur og vel leikinn.
Shostakovitsj átti næst orðið og
hann náði, eins og Beethoven, per-
sónulegum tengslum við tónmálið,
svo að það varð annað og meira en
leikur með tóna, og standa verk
beggja við þau undarlegu mörk, þar
sem tónar fá orðlega merkingu, bera
í sér skilboð, sem ekki þarf að um-
rita með orðum en allir skilja. Bem-
ardel-kvartettinn náði að flytja skila-
boð Shostakovitsj á einstaklega
áhrifamikinn máta og fyrir þann
flutning á þessi samleikhópur skilið
virðingarheitið „strengjakvartett".
Lokaviðfangsefnið var seinni d-
moll kvartettinn, K.421, eftir Moz-
art. Á milli d-moll kvartettanna
standa nærri 250 verk, með aðeins
einni undantekningu (G-dúr, K.387)
og eru þeir átta sem Mozart samdi
til viðbótar taldir með því stórkost-
legasta, sem þessi undramaður gaf
heiminum til huggunar og gleði. í
heild var þessi margslungna en op-
inskáa tónsmíð mjög vel leikin og
til að taka einn kafla fram yfír ann-
an var tríóið einstaklega fallega leik-
ið, enda himneskt I einfaldleika sín-
um. Trúlega hefur Joseph Haydn
gert sér grein fyrir snilli Mozarts,
er hann lék þetta tríó og því fundið
hjá sér þörf að segja föður Mozarts,
að hann teldi son hans mestan allra
tónskálda er hann þekkti. Það í sam-
spili Bernardel-kvartettisins, sem
enn þarf íhugunar við er styrkleika-
jafnvægið og þar er 1. fiðla á stund-
um of veik, þannig að undirhljómur-
inn verður, sérstaklega í þéttu og
sterku samspili, stundum of þungur,
eins t.d. í menúettinum. Önnur
smátriði skipta ekki máli. því í heild
var leikur félaganna mjög góður, þar
sem tónfegurð og skýrleiki réð ríkj-
um.
í upphafi tónleikanna lék kvart-
ettinn „elegíu“ eftir Borodin, í minn-
ingu Þórarins Guðnasonar, læknis,
en hann var einn af forvígismönnum
Kammermúsikklúbbsins og einlægur
aðdándi tónlistar. Leikur Bernardel-
kvartettsins í lagi Borodins var
áhrifamikill og á engan hallað, þó
borið sé lof á afburðafagran leik
sellistans, Guðrúnar Th. Sigurðar-
dóttur, en með henni í kvartettinum
eru Zbigniev Dubik, er leiðir hópinn,
Gréta Gunnarsdóttir og Guðmundur
Kristmundsson.
Jón Ásgeirsson.
Rúllustigarúllettan
LEIKLIST
Bæ jar bíöi,
Hafnarfiröi
MÆNUSTUNGA
Nemendafélag Flensborgar; Kjartan
Þórisson, Páll Sveinsbjömsson, Ólaf-
ur Guðmundsson, Þröstur Óskars-
son. Rokktónleikar með hreyfimynd
á undan. 2. mars klukkan fjögur.
HAFNFIRÐINGAR hafa tekið
af sér skírlífísbeltið. Rúllustiga-
menningin er komin til að vera.
Nú stoppar strætó í nýja miðbæn-
um fyrir framan glerdyr sem gapa
ógurlega og sjálfkrafa á móti gest-
um og fyrir innan gnæfir sjálfur
rúllustiginn í miðju holinu eins og
óbelíska, nei, eins og hálfrisið reð-
urtákn í hofi verslunarinnar. Neyt-
andinn er fram leiddur á færibandi
eins og vörumar eru framleiddar
sem hann er leiddur fram fyrir.
Hreyfimáttur fótanna er tekinn frá
honum í þágu framleiðninnar. Ég
man ekki hvort honum er ætlað
að fylgja pílum á gólfinu. Auðvitað
þyrfti að létta af honum hreyfí-
mætti viljans líka.
Þama er vitaskuld hægt að
kaupa allt milli himins og jarðar
og til baka: Bleiur á hvítvoðunga,
mat, og lyf handa þeim sem þola
illa mat eða bleiur eða hvítvoð-
unga; litningabættar rósir sem
hneigja krónur sínar yfír grafir
framliðinna treglega og seint. En
sem betur fer gætu Hafnftrðingar
hamið þetta nýfengna, skelfilega
frelsi til að hreyfa sig hvorki né
hugsa með því að koma í veg fyr-
ir að listahátíð lognist útaf, leggist
undir rós. Þessa verslunarmiðstöð
verður að helga sköpunarkrafti
Gaflara með því t.d. að spila þar
sjöttu sinfóníu Tjækovskís úr rúllu-
stiganum eins hátt og búðar-
gluggaglerið leyfír. Við inngang-
inn yrði varpað skikkjum yfir
áheyrendur, svörtum yfir konur,
nábleikum yfír karla.
Skammt undan er griðastaður,
Kaffihús Súfistans. Þar er hægt
að lesa blöð sem hafa verið strengd
á kjölprik eins og í menningarborg-
um. Kaffíð er malað og brennt þar
á yndislega yfírgengilega ófram-
leiðnivænan hátt og bragðast eftir
því. Út um gluggann fylgdist ég
með því s.l. fímmtudag þegar ung-
ir Hafnfírðingar, Flensborgarar
flestir, stóðu í biðröð eftir því að
komast inn í Bæjarbíó til að hlýða
á Mænustungu. Mænustunga er
hljómsveit sem apar eftir bresku
hljómsveitinni Spinal Tap og spilar
níðþungt rokk ofur'hátt. Klukkan
fjögur tíndust bæjarráðsmenn út
af bæjarskrifstofunum við hliðina
á bíóinu með skjalatöskur fullar
af ákvörðunum. Þeir voru á svipinn
eins og menn sem hafa hlustað
lengi og hugsað margt. Unga fólk-
ið gaf þeim engan gaum. Strákur
ók nokkrum sinnum framhjá í hvít-
um og rauðum Cadillac og hvíldi
úlnliðinn letilega ofan á leður-
klæddu stýrishjólinu. Biðröðin tók
vel eftir honum.
Svo kom að því. Við þyrptumst
inn í dimman salinn og horfðum á
kvikmynd af ungum stúlkum borða
hundamat upp úr dós og unga
menn sem voru að reyna að vera
dónalegir. Að því búnu spiluðu
þessir ungu menn ofur hátt og
göptu, rauðmynntir, ógurlega og
sjálfkrafa svo sást niðuram vélind-
að hvaða mat þeir höfðu ekki borð-
að, og voru dónalegir um sig miðja.
Svo komu ungar stúlkur fram á
sviðið, dilluðu sér og struku ungu
dónalegu mennina um lærin fram-
anverð og aftanverð og lögðust á
sviðið á milli fótanna á þeim því
kynnirinn hafði lofað klámi og of-
beldi og þau loforð varð að efna.
Þó hefði þessum ungu piltum farið
miklu betur að einbeita sér að
músíkinni því þeir era góðir hljóð-
færaleikarar og ég er viss um að
þeir vita í hjarta sínu að það er
viðurstyggilegt að niðurlægja kon-
ur og að allir karlmenn minnka
við það og að það á að vera út-
lenska í Hafnarfirði eins og rúllu-
stiginn og eiginlega alls ekki til,
ekki einu sinni í plati. Svo var allt
þetta gert enn framandlegra með
því að kvikmynda það og varpa
því upp á skjái til þess að áhorfend-
ur gætu fylgst með því þegar
hljómsveitin skoðaði sjálfa sig spila
fyrir skjái. Því í raun og veru er
ógerlegt að horfa á svona sýningu,
jafnvel þótt stundum hafi örlað á
slettirekuhúmor og bragðið hafi
verið upp myndskeiðum með
Charlie Chaplin. Sjálfsdýrkunar-
eðli sínu samkvæm smánar hún
áhorfendur og gerir þá að glugga-
gæjum, perram. Þess vegna lædd-
ist ég í burtu áður en yfir lauk.
Bresk jaðarmenning á borð við
Spinal Tap er sprottin af ofríki
rúllustigans, stéttskiptu sóti og
endalausum múrsteinsveggjum.
Hún er neyðaröskur ungkarla sem
samfélagið hefur svipt öllum leið-
um til að tjá sig nema gegnum
tippið. Ég vona að þessi menning
sé enn undarlega sett í Hafnarfirði
og að unga fólkið þar upplifi hana
sem frávik. Mig grunar að bæjar-
ráðsmenn hafi sett hljóða þegar
tónlistin buldi á hlustum þeirra í
gegnum þilið sem skildi þá frá bíó-
salnum við framsýninguna klukk-
an tvö. Ég vona að þeir hafi hrokk-
ið við og spurt sjálfa sig: Enduróma
þessi hljóð reynslu ungu borgar-
anna af tilverunni? Hvaða annar
farvegur stendur þeim til boða?
Guðbrandur Gíslason