Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
TX 'X * /*• * Veita skal lán á grand-
Hvað er til raða 1 tiar-
v takanda, segir Sólrún
málum heimilanna?
ÖLLUM hlýtur að vera orðin ljós
erfið fjárhagsstaða margra heimila
hér á landi. Neytendasamtökin hafa
á undanförnum árum lagt mikla
áherslu á starf er varðar fjármál
heimilanna og unnið að ýmsum til-
lögum til úrbóta um þau mál. Hér
verður tæpt á nokkrum þeirra úr-
bóta sem Neytendasamtökin telja
nauðsynlegar til að bæta úr íjár-
hagserfiðleikum fólks og til að fyrir-
byggja eins og hægt er að heimili
lendi í greiðsluerfiðleikum.
, Lög um greiðsluaðlögun
Neytendasamtökin hafa á undan-
förnum þremur árum bent á nauð-
syn þess að sett yrðu lög um
greiðsluaðlögun. í greiðsluaðlögun
felst að skuldari getur, að uppfyllt-
um ákveðnum ströngum skilyrðum,
fengið lánum sínum breytt þannig
að hann ráði við greiðslubyrðina.
T.d. að lánstími sé lengdur, að vext-
ir séu lækkaðir eða felldir alveg
brott eða að afskrifaður sé hluti
höfuðstóls lánsins. Nú hugsa eflaust
margir að þetta sé hið besta mál
fyrir skuldara. Hann geti bara safn-
að skuldum og sleppt því að reyna
að vinna fyrir þeim og látið lögin
um greiðsluaðlögun vinna fyrir sig,
en þannig er málum einmitt ekki
farið. Þegar sett hafa verið lög um
greiðsluaðlögun annars staðar í
Evrópu hefur verið litið til þess að
fjöldi fólks lendir í greiðsluerfiðleik-
um vegna utanaðkomandi að-
stæðna, t.d. atvinnuleysis eða sjúk-
dóms, og það kemst ekki út úr þess-
um erfiðleikum án aðstoðar.í þess-
um löndum hefur oft verið borin
saman refsing afbrota-
manns og „refsing"
skuldara. Glæpamað-
urinn er dæmdur til
15-20 ára og er
kannski laus eftir
10-12 ár. Skuldara
verður á sá glæpur að
taka lán þegar horfur
á fjárhagslegum hög-
um eru góðar og getur
ekki án laga um
greiðsluaðlögun af-
plánað þann dóm sem
lánveitandi dæmir
hann í. Hann missir oft
á tíðum allt sitt og nær
ekki á starfsævi sinni
að verða skuldlaus.
Aðrir koma oft inn í málið og af-
plána hluta dómsins fyrir lántakand-
ann, einfaldlega vegna þess að hon-
um myndi ekki endast ævin til að
afplána allan dóminn sjálfur. Hér
er auðvitað átt við ábyrgðarmenn-
ina.
Hin ströngu skilyrði til greiðslu-
aðlögunar tryggja að ábyrgð ein-
staklingsins á eigin fjármálum er
áfram í fullu gildi og ekki er hægt
að stóla á greiðsluaðlögun sem ein-
hveija allsheijar lausn fyrir lántak-
endur.
Ráðgjöf
Annað atriði sem Neytendasam-
tökin hafa bent á til að hjálpa þeim
sem eru í fjárhagserfiðleikum ásamt
því að vera fyrirbyggjandi þáttur,
er fagleg íjárhagsráðgjöf. Ráðgjöf
til að aðstoða þá sem eru í fjárhags-
erfiðleikum er nauðsynleg til að
gera sér grein fyrir
hvar vandamálið ligg-
ur og hversu stórt það
er. Þegar það er ljóst
er reynt að finna lausn-
ir á vandanum. Það er
algengt vandamál að
tekin hafa verið
skammtímalán með
alltof hárri greiðslu-
byrði miðað við
greiðslugetu viðkom-
andi. Leysa má slík
vandamál með a.m.k.
þrennum hætti. Hægt
er að auka greiðsluget-
una, að minnka
greiðslubyrðina með
lengingu lána eða að
selja eignir til að greiða upp lán.
Ef litið er á fyrsta möguleikann sem
hér er talinn er orðið mjög erfítt
að auka greiðslugetu með því að
auka tekjur. Erfítt reynist að fá
vinnu, hvað þá yfirvinnu eða auka-
vinnu. Greiðslugetuna er því oft ein-
ungis hægt að auka með því að
fara ofan í saumana á öllum útgjöld-
um heimilisins. Þar getur reynt mjög
á hæfni ráðgjafans að fínna hvar
hægt er að skera niður útgjöld og
hvernig ráðleggingar af þeim toga
eru bornar fyrir fólk.
Þau heimili sem eru í íjárhagserf-
iðleikum og hafa að því er virðist
skorið niður öll aukaútgjöld heimil-
isins eiga fárra kosta völ annarra
en að sækja á náðir lánastofnunar-
innar og biðja um að lánsskilmálum
verði breytt. Sem betur fer eru lána-
stofnanir almennt famar að taka
mun betur í slíkan málaleitan nú
ábyrgðarmenn eigi
fasteignir.
en fyrir nokkrum árum. Oftar en
ekki eru slíkar skuldbreytingar jafnt
til hagsbóta fyrir lánveitandann og
skuldarann. Lánveitandinn fær lánið
endurgreitt að fullu, en ef ekki er
komið til móts við skuldara safnar
skuldin dráttarvöxtum og inn-
heimtukostnaði í svo miklu mæli að
það gerir skuldara ófæran um að
greiða lánið nokkurn tímann upp.
Það sem hann greiðir fer að mestu
í lögfræðikostnað og annan inn-
heimtukostnað og lánveitandi fær
oftar en ekki lítið í sinn hlut. Aftur
á móti má gagnrýna lánastofnanir
fyrir það að gera skuldumm erfíð-
ara fyrir með að endurgreiða lán
sem hefur verið skuidbreytt með því
að taka hærri vexti eftir skuldbreyt-
inguna. Einnig eru stimpilgjöld við
skuldbreytingar mjög vanhugsuð
gjaldtaka af hálfu ríkisins.
Neytendasamtökin hafa marg-
sinnis bent á nauðsyn þess að
greiðslugeta lántakanda sé alltaf
metin áður en veitt em lán. Veita
skal lán á grundvelli greiðslugetu
lántakanda frekar en einblína á
hvort ábyrgðarmenn eigi fasteignir.
Siðferði lánveitenda þegar slíkt er
gert er mjög hæpið, því ef illa fer
fyrir skuldara getur lánveitandi far-
ið fram á að fasteign ábyrgðar-
manns, sem jafnframt er oft heimili
hans, verði seld. Slíkt ætti ekki að
leyfa. Fyrir hvað er einstaklingurinn
að greiða hæstu vexti á markaðnum
Sólrún Halldórsdóttir
ef áhætta lánveitenda er sáralítil
eða engin?
Fræðsla um fjármál
í nútíma þjóðfélagi er jafn nauð-
synlegt að læra að skilja grundvall-
aratriði er varða íjármál heimilisins
og ábyrgð einstaklingsins á eigin
fjármálum eins og að læra að elda
mat. Við getum vissulega bjargað
okkur án þess að kunna mikið fyrir
okkur í matreiðslu en kostnaðurinn
verður örugglega meiri og oft verð-
ur matarvalið óhollara fyrir vikið.
Það sama á við um fjármál. Kostn-
aður einstaklingsins verður meiri ef
hann getur ekki valið og hafnað.
Gylliboðin eru hvarvetna og erfítt
getur reynst að sjá fótum sínum
forráð í frumskógi neysluhyggjunn-
ar. Það ætti því að vera forgangs-
verkefni menntamálayfirvalda að
nú þegar verði hafin kennsla í fjár-
málum í grunnskólum, jafnt sem
framhaldsskólum landsins. Mark-
vissari fullorðinsfræðslu þarf að
koma á og vinnustaðir ættu að bjóða
starfsmönnum sínum upp á nám-
skeið í vinnutíma. Slíkum tíma er
vel varið, því ef fólk hefur stjórn á
ijármálum sínum, verður það
áhyggjulausara og afkastar að öllu
jöfnu meira í vinnutíma. Einnig
ættu það að vera sjálfsögð réttindi
að fá að fara úr vinnutíma til að
leita til ráðgjafa vegna ijármála.
Upplýsingar um lánskjör og
ávöxtunarmöguleika
Réttar upplýsingar er varða láns-
kostnað og ávöxtunarkjör sparnað-
arleiða er ein forsenda þess að ein-
staklingurinn geti valið skynsam-
lega, sem er aftur forsenda fyrir
því að samkeppni verði virk á fjár-
magnsmarkaði hér á landi sem ann-
ars staðar. Samkeppnisyfirvöld ættu
í auknu mæli að koma slíkum upp-
lýsingum til neytenda.
Höfuadur er hagfræðingur
Neytendasamtakiwna.
Opið bréf til hins háæruverðuga
bæjarráðs Hafnarfjarðar
seildust til valda á páfa-
stóli prinsar, lénsherrar
og annað illþýði, oft
tæplega læsir og skrif-
andi. Þegar klukkur
Rómar hljómuðu til
marks um að páfi væri
dauður, fóru skuggaleg-
ir náungar á kreik í
skjóli nætur. Þeirra hlut-
verk var að drepa sem
hunda alla páfans menn,
hvar sem til náðist, en
vinir og ættingjar páfa
sátu í öllum embættum
sem máli skiptu. Svo
kom nýr páfi með nýja
vini og skjólstæðinga.
Kjartan Guðjónsson
menn, nefndarmenn,
meirihluti og minni-
hluti, rasið nú ekki um
ráð fram. Snúið ekki
hinni ungu gróskum-
iklu menningu Hafn-
arfjarðar upp í gjald-
þrot. Menningin verð-
ur ekki afturganga.
Enginn má, trúi ég,
ógrátandi til þess
hugsa að eftir sitji
minningin ein, að
aulafyndnin um Hafn-
fírðinga taki á sig
nýja harmsögulega
mynd með grenjandi
„víkinga“ á Fjörukr-
{ UPPHAFI þessa erindis vildi
ég gjaman vitna í hluta af formála
fyrir sýningarskrá yfírlitssýningar
minnar snemma árs 1991.
„Suður I Straumi eru merkilegir
hlutir að gerast. Þar eru hús sem
um margt minna á Korpúlfsstaði,
einungis smærri í sniðum. Þar hafa
Hafnfírðingar, sem um skeið hafa
verið kenndir við meinlausa aula-
brandara, þegar sett á stofn menn-
ingarmiðstöð. Þetta kom flestum
myndlistarmönnum f opna skjöldu.
Það hafði ekki verið samin ein ein-
asta bænaskrá. Lengi hefur það
verið plagsiður að dilla listamönnum
í pjattrófustíl. Aftur er það sjald-
gæfara að nokkur nenni að hlusta
á þá, nema þegar majestetin eru
orðin hífuð í kokteilboðum og
tungan sleip. í Hafnarfirði er nú
þegar ágætur sýningarsalur með
vistlegri kaffistofu og glæsilegri
gestavinnustofu í sama húsi. I
Straumi er komin stór gestavinnu-
stofa, tvær vinnustofur aðrar og
eitthvað af gistiherbergjum. Og
þetta er aðeins blábyijunin. Það lít-
ur út fyrir að Hafnfirðingar ætli að
laða til sín reykvíska listamenn í
stórum stíl og láta höfuðstaðnum
eftir snobbið. Hafnfírskur listamað-
ur rétti mér lykil og sagði: „Gjörðu
svo vel góurinn". Með lyklinum
fylgdi 100 fermetra vinnustofa. í
Hafnarfirði er hlustað á listamenn,
ég hitti ekki einn einasta bírókrat.
Með slíka aðstöðu gat ég í rólegheit-
um skipulagt þessa sýningu, sem
hefði orðið mér fullerfítt í bílskúm-
um heima. Vegna alls þessa kaus
ég að sýna í Hafnarfirði.
Og nú fjórum árum síðar er enn
komið að stórsýningu hjá mér og
enn leita ég glaður athvarfs í Hafn-
arborg, enda tæplega aufúsugestur
í hinum stærri sýningarsölum í ná-
grenni mínu. Sú var tíðin endur
fyrir löngu, að páfar í Róm hættu
að vera af standi guðsmanna, heldur
Ef einhver segði að þetta minnti á
íslenska pólitík, mundi ég segja,
langsótt en ekki víðsfjarri. Það er
næstum því sama hvað íslendingar
taka sér fyrir hendur, þeir hafa sér-
stakt lag á að tapa á því öllu og
kannske er það að meinalausu. Það
deyr enginn úr fallítti, hús hrynja
ekki, land leggst ekki undir vatn.
Við emm reynslunni ríkari, geta
þeir sagt án þess að meina neitt
með því, sem horfa yfír eyðimörk
fiskeldisins.
Peningar eru einhvemveginn
gæddir þeim eiginleikum að ganga
aftur eins og Djákninn á Myrká,
alltaf er eitthvað til í nýja hringekju
með allt í botni, bara ef menn eru
ekki með eitthvað reynslu- og víti
ti! vamaðar kjaftæði. Og þó, það
er að vísu eitt sem enginn þolir að
tapa á - menning. Leggjum niður
bölvaðar sinfóníurnar, opnum krár
í Þjóðleikhúsinu, lögmálið um fram-
boð og eftirspurn, skal standa. Ekki
ætla ég mér þá dul, að fara að
þvarga við sýslunga mína Hafnfírð-
inga út af fjármálum þeirra, en mér
er aftur skapi næst, að snúa þessu
bréfkomi upp í bænaskrá tii kon-
ungs, að fomum sið. Góðir stjómar-
ánni, með danska blómapotta á
hausnum og álímdum kýrhornum
úr plasti og þetta verði ásamt Eden
í Hveragerði eitthvað sem við sýnum
gestum sem ramm-íslenskt.
Á langri ævi man ég ekki eftir
öðm en að listamenn hafí með kjafti
og klóm, reynt að verja rétt sinn
til að hafa stjóm á eigin málum,
en sá réttur alltaf verið tekinn af
þeim af peningavaldi, mitt í öllum
fagurgalanum. Það var svo sem við
að búast, að dýrðin í Straumi stæði
ekki lengi. Hver tekur nú á móti
mér næst þegar ég kem og leita
ásjár. Verður það kannski poppari
eða listfræðingur eða í versta falli
amerískt menntaður rekstrarhag-
fræðingur með Dale Camegie á
hreinu? Fylltu út eyðublað í fjórriti
góurinn. Verður Sverrir seinasti
geirfuglinn?
Ég man eftir tíkinni Skmggu sem
þáði í nefið og bröndótta músaban-
anum sem hringaði sig á faxtæki
staðarhaldarans og brosti breitt.
Þetta litla tæki var lykillinn að hin-
um stóra heimi og það opnaði þann
hellismunna sem listin streymdi inn
um til Hafnarfjarðar á listahátíð.
Og vel að merkja, trúlega mætti
Snúið ekki hinni ungu,
gróskumiklu menningu
Hafnarfjarðar upp í
gjaldþrot, segir
Kjartan Guðjónsson.
Menningin verður
ekki afturganga.
rétta af hallann með því að selja
úr landi jámskúlptúr þann eftir Se-
bastian sem nú prýðir höggmynda-
garðinn. Nú mun búið að gera stórá-
tak í kynningu á íslenskri menningu
einkum í London. Smáþjóðir em oft
haldnar kynlegri blöndu af minni-
máttarkennd og stórmennskubijál-
æði. Þegar sá gállinn er á okkur,
dugar ekkert minna en heimsmeist-
arakeppni, London, París, New
York. Það er eitthvað óljóst um
hvernig til hefur tekist, en eitthvað
virðist hið eina sem skiptir máli láta
á sér standa fyrir órólegu deild mik-
ilmennskubijálæðisins, þ.e. frægðin.
Helst hefur hennar orðið vart í
fyrirsögnum íslenskra fréttamanna
á staðnum. Einn góður listamaður
með báða fætur á jörðinni og þátt-
takandi í gámaútflutningi á ís-
lenskri menningu, lét þau orð falla
að þetta tilstand væri kjörið tæki-
færi fyrir íslendingafélög og fáeina
íslandsvini til að fara á fyllerí. Þetta
gerist bara ekki svona, þó að við
ættum hundraðfalt betri listamenn
tökum við aldrei London, París eða
New York með trompi. Innlendir
listamenn í stórmeistaraflokki, bú-
settir á staðnum, hafa oftar en ekki
þurft að beijast fyrir lífi sínu ára-
tugum saman, áður en eftir þeim
var tekið.
Og við vorum að tala um listahá-
tíðir. Á því er enginn vafi, að ef við
viljum kynna og jafnvel útbreiða
íslenska menningu, er þar leiðin.
Gjörið svo vel, sækið okkur heim,
dragið djúpt andann, snertið nánast
fjöllin í órafjarlægð og kynnist þeirri
menningu sem þetta Iand á vonandi
einhvern þátt í að móta.
Höfundur er listmálari.
SÍÐASTIDAGUR
ÚTSÖLUNNAR
QAO/ VIDBÓTARAFSIÁTTUR
OU /OVIÐKASSA
IxikíuÁ fímmfudag
og föshuLig.
Opiiiíiii meö nýjar
vörur á laugarílag.