Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FÁKEPPNIÁ UNDANHALDI ENN EIN VÍSBENDINGIN um að fákeppni sé á undanhaldi í íslensku viðskiptalífi birtist lesendum Morgunblaðsins á viðskiptasíðu í gær, þar sem greint var frá því að alþjóðlega tryggingamiðlunin NHK hefði opnað útibú á íslandi. Alfred C. Kingsnorth, stjórnarformaður NHK Inter- national, segir í samtali við Morgunblaðið, að trygginga- miðlun sé regla en ekki undantekning í stærri viðskipt- um í heiminum og hann búist við aukinni samkeppni á tryggingamarkaðnum og lækkun iðgjalda hjá íslenskum fyrirtækjum í kjölfar opnunar markaðarins og tilkomu NHK og hugsanlega fleiri miðlara hér á landi. Þetta eru góð tíðindi fyrir viðskiptavini tryggingafé- laganna, sem verða nú í ríkara mæli að aðlagast alþjóð- legri samkeppni. Nú þegar hafa 17 erlend tryggingafé- lög leyfi til að veita þjónustu hér á landi, en í máli Kingsnorth kom fram að hann vonast til þess, að innan skamms verði hægt að Ieita hagstæðustu tilboða hjá um 50 tryggingafélögum á alþjóðamarkaði. Með tilkomu samningsins um Evrópskt efnahags- svæði (EES) verður um opnun að ræða á fjölmörgum sviðum viðskiptalífsins, þar á meðal á tryggingamark- aðnum. Keðjuverkandi jákvæð áhrif af aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu verða æ sýnilegri og er það vel. Kingsnorth bendir réttilega á, að slík opnun markað- arins geti einnig þýtt aukin tækifæri fyrir íslensku tryggingafélögin, ekki bara harðnandi samkeppni. Þessu þurfa íslensku tryggingafélögin að huga að, því sam- kvæmt athugun NHK eru íslensku vátryggingafélögin fjárhagslega sterk og vel rekin og ættu því að eiga möguleika á-að laða til sín viðskipti erlendis frá. Kanadíska fyrirtækið Irving Oil hefur þegar lýst þeim ásetningi sínum að hefja bensín- og olíusölu hér á landi og hefur uppi áætlanir um opnun tiltekins fjölda bensín- stöðva á skömmum tíma. Hér er að eiga sér stað ánægjuleg og löngu tímabær breyting í íslensku við- skiptalífi, sem mun skila sér í aukinni samkeppni og hagstæðara verði til neytenda, hvort sem um fyrirtæki eða einstaklinga er að ræða. Fákeppnin er á undanhaldi í hverri grein viðskiptalífsins á fætur annarri. HORFT TIL FRAMTIÐAR KJARTAN GUNNARSSON, formaður bankaráðs Landsbanka íslands, kynnti á ársfundi bankans sl. föstudag þá ákvörðun bankaráðs að skipa fimm manna nefnd til að kanna hvaða áhrif hugsanleg breyt- ing á Landsbanka íslands í hlutafélag hefði. í máli for- mannsins kom fram, að engin afstaða.væri tekin til breytinga á rekstrarformi bankans með skipun þessarar nefndar, heldur vildi bankinn sjálfur hefja innan eigin vébanda könnun á afleiðingum og áhrifum hugsanlegr- ar breytingar á rekstrarformi. Hér er horft til framtíðar, því það leikur enginn vafi á því, að á næstu árum munu umræður um breytingar á rekstrarformi ríkisbankanna eða eignarhaldi þeirra fara vaxandi. Jafnlíklegt er, eins og kom fram í máli bankaráðsformannsins, að sú breyting eigi eftir að verða, að hlutur ríkisins á þessu sviði minnki mjög veru- lega eða hverfi jafnvel alveg, að minnsta kosti í sam- keppnisrekstri. Það er ánægjulegt að bankinn sjálfur skuli vilja kanna ofangreind áhrif af breytingum á rekstrarformi og vera þannig í stakk búinn til að taka þátt í umræðum um slík mál á grundvelli athugana og rannsókna. Þannig getur bankinn haft áhrif á hvernig ákvörðun af þessu tagi yrði framfylgt, þótt vissulega sé það einnig rétt, sem formaður bankaráðsins bendir á, að það er Alþingi sem tekur ákvörðun um slíka breytingu en ekki Lands- banki íslands. Bankaráðið ætlast til þess að fljótt og vel verði unn- ið að þessari könnun Landsbankans. Ákvörðun banka- ráðs og bankastjórnar sýnir, að forráðamenn Lands- bankans taka vel hugsanlegum breytingum, sem mun að sjálfsögðu auðvelda þær mjög. Lífeyrismál opinberra starfsmanr Sérstök lífeyrisi stofnuð fyrir kei FLEST bendir til að stofnuð verði sérstök deild innan Líf- eyrissjóðs starfsmanna rík- isins þegar rekstur grunn- skólans verður fiuttur frá ríki til sveit- arfélaga á næsta ári. Ekki verður hróflað við réttindum þeirra kennara sem nú starfa, en hugsanlegt er að réttindum þeirra sem hefja störf 1. ágúst 1996 verði breytt. Ríkið hefur þó lofað að kennarar haldi efnislega óbreyttum réttindum. Á liðnum árum hafa verkefni oft verið flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Löggæslan var flutt frá sveitarfélög- um til ríkisins árið 1972. Rekstur heil- brigðisstofnana var fluttur frá sveitar- félögum til ríkisins árið 1991 og breyt- ing varð á stöðu sjúkrasamlaga og heilsuvemdarstöðva á árunum 1980- 1985. Jafnan hefur verið lagt mat á bein flárhagsleg áhrif af flutningi verkefnanna. Þau fjárhagslegu útgjöld sem af tilflutningunum leiða eins og lífeyrisréttindi þafa hins vegar ekki verið reiknuð. Ástæðan er m.a. sú að engar fastmótaðar reglur hafa verið um hvernig á að reikna þennan kostn- að. Flókin og erfíð vandamál skapast við tilflutn- ing lífeyrisréttinda starfsmanna ríkis og sveit- arfélaga. Fram að þessu hafa verkefni veríð fiutt án þess að lífeyrisréttur væri skýrður. í umfjöllun Egils Ólafssonar kemur fram að við flutning á rekstri grunnskólans til sveitar- félaga og stofnun Sjúkrahúss Reykjavíkur er ætlunin að taka á þessu Ekki tekið á lífeyrismálum Uppi eru óútkljáð deilumál um þennan ijárhagslega tilflutning. Þegar sjúkraliðar, meinatæknar, læknaritar- ar og fleiri heilbrigðisstéttir færðust frá ríki til sveitarfélaga var kostnaður af lífeyrisréttindum þeirra aldrei gerð- ur upp. Því var einfaldlega heitið að þessar stéttir nytu aldrei lakari lífeyr- isréttinda en lífeyrissjóður opinberra starfsmanna veitir eða þær höfðu áður hjá lífeyrissjóði hlutaðeigandi sveitar- félags. Hluti þessara starfshópa greið- ir enn í Iífeyrissjóði s.veitarfélaganna þó að þeir séu starfsmenn ríkisins og þiggi laun frá því. Skömmu fyrir áramót var gerður samningur á milli ríkisins og Reykja- víkurborgar um stofnun Sjúkrahúss Reykjavíkur, en það felur í sér samein- ingu Landakotsspítala og Borgarspít- ala. Starfsmenn Landakotsspítala greiða iðgjöld í Lifeyrissjóð starfs- manna ríkisins, en starfsmenn Borgar- spítala greiða iðgjöld í Lífeyrissjóð Reykjavíkurborgar. Læknar og hjúkr- unarfræðingar.á báðum sjúkrahúsun- um greiða í lífeyrissjóði lækna og hjúkrunarfræðinga. Sjúkrahús Reykjavíkur Reykjavíkurborg hefur sett þá ófrá- víkjanlegu kröfu að niðurstaða fáist um lífeyrissmál starfsmanna hins nýja sjúkrahúss. Það felur í sér að niðurstaða fáist um í hvaða lífeyrissjóð þeir eigi að greiða og að lífeyr- isgreiðslur til fyrrverandi starfsmanna verði viður- kenndar sem hluti af rekst- 57. greinnýrra grunnskólalaga LÖG þessi öðlast þegar gildi og koma að fullu til framkvæmda 1. ágúst 1996, enda hafi Alþingi þá samþykkt: A) Breytingar á lögum um Lífeyr- issjóð starfsmanna rikisins sem tryggi öUum þeim kennurum og skólastjórnendum við grunnskóla, sem rétt hafa átt til aðildar að Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins, að- ild að sjóðnum. B) Lög um ráðningarréttindi kenn- ara og skólastjórnenda við grunn- Flóknir út- reikningar um skiptingu kostnaðar urskostnaði Sjúkrahúss Reykjavíkur. Báðir aðilar hafa lýst vilja til að finna niðurstöðu um málsmeðferð fyr- ir lok febrúar, en endanleg niðurstaða er ekki fengin. Ástæðan fyrir töfunum eru m.a. að nefnd sem vinnur að þess- um málum beið eftir því hvaða niður- staða fengist í lífeyrismálum kennara, en talað hefur verið um að afgreiða mál þessara tveggja starfshópa með svipuðum hætti. Von er á tillögu varð- andi lífeyrismál starfsmanna Sjúkra- húss Reykjavíkur á næstu vikum. öfur skóla sem tryggi þeim efnislega óbreytt ráðningarréttindi hjá nýjum vinnuveitenda. Komi upp ágreining- ur milli samtaka kennara og sveitar- félags um form eða efni ráðningar- réttinda getur hvor aðili um sig óskað gerðardóms í málinu. C) Breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga og lögum um skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga með tilliti til þeirra auknu verkefna er sveitarfélög taka að sér samkvæmt lögum þessum. Staða 4.500 kennara breytist Skömmu fyrir þingslit í febrúar sl. samþykkti Alþingi að færa rekstur grunnskólans alfarið frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þar með breytist staða u.þ.b. 4.500 kennara, sem hefja störf hjá nýjum vinnuveitenda 1. ág- úst 1996. Það er ekki sjálfgefið að réttindi kennara verði alveg þau sömu hjá sveitarfélögunum og þau voru hjá ríkinu. Kennarar hafa kraf- ist þess að réttindi þeirra verði ekki skert en útiloka ekki breytingar á þeim fyr- ir þá kennara sem hefja störf eftir 1. ágúst 1996. “* Alþingi félst á meginkr- kennara varðandi þessi mál í I nefndinni sitja Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í ijármálaráðuneytinu, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hjörleifur Kvaran, borgarlögmaður frá Reykjavíkurborg. Ný lífeyrisdeild fyrir kennara Það er afstaða bæði Kennarasam- band íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga að best sé að tryggja líf- eyrisréttindi kennara með því að þeir verði áfram aðilar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þar sem sveitarfé- lögin munu taka við skuld- bindingum ríkisins er óhjá- kvæmilegt að halda utan um Kennu lofað t um líi rétti nýjum grunnskólalögum. Fyrirvari var sett um gildistöku í 57. grein. „Það er gengið út frá því að kennarar sem eru í starfl tapi í engu sínum réttindum og þeir sem á eftir koma njóti jafn- gildra eða jafnverðmætra réttinda," segir Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, um samþykkt Alþingis. Það er verkefni nefndar sem nú starfar að koma með tillögur um hvernig á að fara með réttindimál kennara við tilflutning grunnskólans. þau með því að stofna sérdeild innan sjóðsins. Það kemur einnig til greina að stofna sérstakan lífeyrissjóð kenn- ara. Þess má geta að kennarar voru með sérstakan lífeyrissjóð til 1980 þegar Lífeyrissjóður barnakennara var sameinaður LSR. Átta af stærstu sveitarfélögum landsins starfrækja eigin lífeyrissjóði. Reglur um lífeyrisréttindi sjóðsfélaga taka mið af reglum LSR, en eru í ein- hveijum atriðum frábrugðnar. Reglur Lífeyrissjóðs Reykjavíkurborgar víkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.