Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 36

Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hundahald í þéttbýli Gegndarlausar ofsóknir á hendur hundaeigendum TILEFNI skrifa minna er grein sem hæstvirtur Sveinn Ól- afsson fyrrverandi full- trúi skrifaði um hunda- hald í Morgunblaðið þann 14. febrúar sl. Sveinn, þú hefur augsýnilega verið upp- fullur af innibyrgðri reiði þegar þú skrifaðir greinina. Málflutning- ur þinn allur er með ólíkindum svo ekki sé meira sagt og alhæf- ingar um hundaeigend- ur og þeirra framferði eru á þann veg að ég sem hundeigandi get ekki setið undir þeim. Mig langar til að segja þér frá því að erlendar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem á og umgengst hunda eða önnur gæludýr er yfirleitt rólegra og í betra jafnvægi en annað fólk. Börn sem alast upp með hundum eiga líka sjaldnar í erfiðleikum að mynda tengsl við bekkjarfélaga og vini, m.a. vegna þess að þau eru vön því að sýna dýrinu sínu blíðu og væntum- þykju. Þegar þú klappar dýrinu þínu hægist á hjartslætti og ýmislegt ann- að gerist sem bendir til þess að þáð hafi róandi áhrif á þig. Hins vegar er það svo að rólegasta fólk getur orðið reitt ef það sætir ofsóknum á borð við þær sem hun- deigendur hafa mátt þola af hendi fólks sem skákar í því skjólinu að það sé að hugsa um velferð hunda. Samkvæmt skrifum Sveins myndi ég sjálf- sagt falla undir skil- greininguna „kona með blinda ofurást á hund- um til að leika sér að í þéttbýli", já, ég á tvo hunda og skammast mín ekkert fyr- ir það. Það er einu sinni svo að áhugamál okkar mannfólksins eru mismunandi og mitt áhugamál m.a. eru hundar. Hundamir mínir eru vin- ir mínir, ég nýt samvistanna við þá í gönguferðum, við leikum okkur saman í alls konar þrautum, ég kenni þeim að rekja slóðir og svo mætti lengi telja. Eg held ég geti fullyrt að hundunum mínum þyki jafnvænt um mig og mér um þá. Ég er útivinnandi en það gerist Ég á ekki að þurfa að færa rök gagnvart öðr- um, segir Bryndís Jóns- dóttir, fyrir þeirri eigin ákvörðun að eiga hund. þó afar sjaldan að hundarnir séu ein- ir heima allan daginn. Það kemur þó fyrir, en hundarnir eru sem betur fer vel upp aldir og fá næga athygli og útrás þess utan, þannig að þeir eru ekki gólandi og vælandi öðrum til ama eins og Sveinn vill halda fram að hundar sem eru einir heima geri. Þetta hef ég frá nágrönnum mínum sem hafa haft það á orði að þeir tryðu því varla hvað færi lítið fyrir tveimur svona stórum hundum eins og ég á. Fullyrðingar þínar um að hundar þurfi að vera fijálsir og séu nánast alltaf til vandræða í þéttbýli benda til þess að konan sem þú talar svo fjálglega um (ég vil taka það fram að ég las ekki greinina hennar) hafí haft rétt fyrir sér með nokkur atriði sem þú taldir upp í greininni þinni. Bryndís Jónsdóttir. Þ.e. að þú sért fordómafullur og hafir rangar hugmyndir a.m.k. um ákveðnar þarfir og hegðun dýra. Hefur þú aldrei heyrt öll dæmin um „frjálsu" sveitahundana sem hanga einir allan daginn á bæjartröppunum vegna þess að enginn hefur tíma eða áhuga á að sinna þeim. Þessir hund- ar fara síðan að flakka um sveitina af því þeim leiðist og enda í verstu tilfellum _ sem dýrbítar af sömu ástæðu. Ég vil líka benda þér á að hundar róta ekki yfir skítinn sinn og leita því ekki uppi sandkassa til að gera þarfir sínar, það gera kettir. Og meðal annarra orða, já, hundar eru félagsverur. Þeir þurfa að fá andlegar þarfír sínar uppfylltar ekki síður en líkamlegar og það er ekki fóigið í því einu að þeir fái að vera frjálsir. Hundahald hefur breyst mikið á undanförnum árum. Hreinræktuðum hundum íjölgar og þar með félögum í Hundaræktarfélagi íslands sem hefur gengið mjög ötullega fram í því ásamt fleirum að halda námskeið og uppfræða um uppeldi og með- höndlun hunda. Þetta tel ég að hafi skilað sér í ábyrgari og betri hunda- eigendum almennt. Þú nefnir skoðanakönnun um hundahaldi í grein sinni. Finnst þér virkilega eðlilegt réttlæti að þú og skoðanasystkini þín fái að stjórna því hvort ég held hund eða ekki? Það fínnst mér ekki. Það fmnst mér hins vegar skerðing á persónufrelsi af verstu gerð. (Þú fyrirgefur að ég skuli voga mér að hafa aðra skoðun á því en þú.) í sumum málum á ein- faldlega ekki við að láta meirihluta ráða. Svartir sauðir eru til af öllum gerðum. Ekki kunnum við öll að fara með vín og ég hef persónulega orðið fyrir miklu ónæði af ofurölv- uðu fólki. En ... ekki er öllum bann- að að drekka þess vegna. Margir ökumenn hafa valdið slysum með óvarkárni í akstri. En ... ekki er öllum bannað að keyra. Margir sem búa í blokk verða fyrir miklu ónæði vegna þess að fóik í næstu íbúðum rífst hástöfum ... eða elskast, það spilar tónlist á hæsta styrk, börn gráta o.s.frv. Ekki er hægt að banna allt þetta. En ef það er ferfætt, loð- ið og heitir hundur þá má setja upp vandlætingarsvip og hrópa: „Burt með ófétið!“ Ágæti Sveinn! Það er ekki hægt að draga fólk svona í dilka, stimpla alla eftir nokkrum sem ekki standa sig. Ég tel mig vera ábyrgan hunda- eiganda sem fer eftir dýraverndun- arlögum, hreinsa upg skít eftir hundinn minn o.s.frv. Ég á ekki að þurfa að færa rök gagnvart öðrum fyrir þeirri ákvörðun minni að vilja eiga hund. Ég vil hafa þau sjálf- sögðu mannréttindi að fá að taka þá ákvörðun sjálf og ekki þurfa að gjalda fyrir vanrækslu eða mistök annarra í meðhöndlun hunda sinna. Ég óska þess eins að fá að vera í friði með hundana mína fyrir fólki eins og þér sem er augsýnilega hald- inn blindu ofurhatri á hundum og eigendum þeirra. Höfundur er hundaeigandi. Leikskóli fyrir öll börn Á SÍÐARI árum hafa þær raddir gerst æ sterkari sem berjast fyrir auknum réttind- um fatlaðra. Foreldrar sem eiga fötluð börn hafa barist fyrir til- verurétti barna sinna og þroskaheftir þurfa að beijast fyrir því að verða viðurkenndir sem fullgildir meðlimir þjóðfélagsins. Okkur er tamt að líta á fólk og dæma það eftir sér- kennum þeirra og setja á ákveðna bása. Til dæmis tölum við um þroskaheft börn, hreyfíhamlaða og ofurfatlaða. Þeim er síðan ætlaður bás eftir því hvaða hóp samfélagið markar þeim. Það eru mannréttindi að menn séu virtir að verðleikum. Til þess að gera það mögulegt verður koma til hugarfarsbreyting. Þá þarf að huga’vel að uppeldi ungra bama. Þau ættu að fá að læra að BOLA- PRENTUN Sími: 568 0020 meta hvert annað og vera tekin gild á jafn- ræðisgmndvelli. Leikskólinn, fyrsta skólastig barnsins, er kjörinn vettvangur til að hefja slíkt uppeldi. Hann á að vera opinn öllum börnum, burtséð frá félagslegri stöðu, greindarfari, kynþætti eða fötlun. í leikskólan- um læra bömin að eng- inn er eins, hver og einn hefur sín sérkenni, en ekki bara sumir. Það er ekki rökrétt að álíta að aðeins sum böm hafí sérstakar þarfír sem þurfi að sinna. Öll börn hafa sérstakar þarfir sem ber að sinna. Leikskólinn getur mætt þörfum allra barnanna á þeirra forsendum. Leikskólakennarinn útbýr einstak- lingsáætlanir fyrir þau böm sem þurfa sérstuðning undir handleiðslu sérfræðinga. Allir fá námstilboð við sitt hæfi. Leggja ber áherslu á leik- inn, félagsleg samskipti og að kenna viðeigandi hegðun. Það að vera tekinn út úr hópnum til stuðningskennslu getur haft nei- kvæð áhrif á sjálfsmynd barnsins, því verður að gæta vel að því að þessi böm fái sína sérkennslu, sem mest í hóp með öðmm bömum. Þessi samskipan þarfnast mikils undirbúnings og þarf að vanda til verka ef vel á að takast. Það er nauðsynlegt að starfsmenn leikskól- ans komi sér saman um sameigin- legan starfsgmndvöll, þ.e.a.s. að allir viti hvers konar hugmynda- fræði starfíð byggist á og hvaða aðferðum er beitt í uppeldislega starfínu. Markmið starfsins verða •ÍIUlNAll ** i ;ífiií.i< Sjábu hlutina í víbara samhengi! -kjarni niálsins! Leikskólinn á að vera öllum opinn, segir Bergljót Björg Guð- mundsdóttir, burtséð frá félagslegri stöðu, greind, kynþætti eða fötlun. að vera skýr og leiðirnar að markinu ljósar. Meta verður árangur starfsins og gera athuganir til að sjá hvort öll börnin fái verkefni við sitt hæfi. Til að leikskólinn geti mætt þörf- um allra barnanna verður eftirfar- andi að vera fyrir hendi: Jákvætt og víðsýnt starfsfólk. Fagmenntað starfsfólk (leik- skólakennarar) Góð ráðgjafarþjónusta. Sveigjanleiki í starfínu. Gott aðgengi að nauðsynlegum hjálpartækjum. Stuðningur rekstaraðila. Góð samvinna við foreldra. Það hafa verið færð rök fyrir samskipan allra barna á eftirfarandi hátt: Það hefur verið sýnt fram á að sé vel að samskipaninni staðið að- lagast börnin þeirri hugmynd að allir séu, á einhvern hátt, ólíkir og eigi einnig margt sameiginlegt. Börn geta lært samskipti og myndað vináttutengsl, unnið saman og hjálpast að á grundvelli sterkra hliða einstaklinganna. Bent er á slæmar afleiðingar ein- angmnar og aðskilnaðar og að sið- ferðilega eigi allir sama rétt í lýð- ræðisþjóðfélagi. Að setja börn á sérdeildir viðheld- ur fyrmefndri flokkun og bömin missa tengsl við samfélagið. Fyrir- myndir þeirra verða önnur fötluð börn. Þau fá færri tækifæri til að læra að umgangast ófötluð böm og þau ófötluðu fá síður að kynnast fötluðum bömum. Að Iokum vil ég hvetja alla sem vinna að uppeldismálum að búa öll- um börnum þau uppeldisskilyrði að þau fái að njóta sín á eigin forsend- um og kynnast sem fjölbreytilegustu samfélagi. Höfundur er aðstoðar- leikskólastjóri. Bergljót Björg Guðmundsdóttir Svar til Sveins Olafssonar NÚ GET ég ekki orða bundist, eftir að hafa lesið tvær greinar eftir Svein Ólafsson sem birtust með stuttu millibili í Morgunblað- inu, önnur 29. desem- ber og hin eftir miðjan janúar og fjölluðu á mjög svo neikvæðan hátt um hundahald. Þvílíku og öðru eins viðhorfi hef ég aldrei orði vitni að fyrr og hef hugsað mér í þessari grein að svara Sveini Olafssyni umbúðalaust. Hann talar um að fá ekki að hafa sínar skoð- anir um hundahald í friði og nefnir rakalausar upphróp- anir og persónulega ófrægingu gagnvart þeim sem eru á sömu skoð- un og hann. En má ég nefna við þig, Sveinn Ólafsson, að ég kæri mig ekki heldur um rakalausar upphrópanir og per- sónulega ófrægingu í fjölmiðlum gagnvart mér og það er akkúrat það sem þú gerir með blaðaskrifum þínum. Það vill svo til að ég er hundaeig- andi og þú segir í greinum þínum að hundaeigendur, og þar með talin ég, sé með skefjalausa frekju og ágang. Þú fullyrðir að ég misþyrmi hundinum mínum með því að hafa hann í þéttbýli, en má ég benda þér á, kæri Sveinn, að hundur er ekki sauðkind og hefur ekki þörf fyrir að hlaupa um fjöll og fírnindi. Hund- ur er hópdýr og honum er eðlilegt að vera í félagsskap mannsins. Þú veist kannski ekki að hundurinn hefur fylgt manninum í þúsundir ára og er eina dýrategundin á jörðinni sem ekki lifir villt. Þú nefnir að hundur sé leiksoppur mannsins í eigingirni sinni, sem af- saki hið mikla uppeldisgildi fyrir börn að umgangast hunda og klykk- ir svo út að þeir séu látnir gera stykkin sín í sandkassa barnanna okkar. Má ég benda þér á, að hundinum er eðlilegt að gera stykkin sín úti, en yfirleitt leitar hann á gras eða möl. Hins vegar gerir kötturinn stykki sín í sand. Þar kemur kannski skýringin af hveiju seldur er katta- sandur í gæludýraverslunum! Svo er það mál hundaeigandans að þrífa upp eftir hundinn og ég þori að fullyrða að það gera langflestir hunda- eigendur þó þú sért á annarri skoðun. En við vitum bæði að alls staðar eru svart- ir sauðir hvort sem þeir eru hundaeigendur, ökumenn, skattgreið- endur eða annað. Og uppeldisgildið á svo sannarlega rétt á sér. Mín börn njóta þeirra forréttinda að fá að alast upp með hund- um. Þau læra ábyrgð og umhyggjusemi. Hundur er nefnilega ekki leikfang heldur leikfélagi. Hér með býð ég þér í heimsókn til mín, Sveinn Ólafsson. Á heimili mínu færð þú að sjá fjóra stóra hunda sem eru vel upp aldir. Þú Hundur er hópdýr, segir Guðbjörg Helgadóttir, en honum er eðlilegt að vera í félagsskap mannsins. færð að kynnast kærleiksríku sam- bandi milli hunda og barna. Hund- arnir mínir gelta ekki, þeir valda ekki nágrönnum mínum ónæði. Þeir eru stundum einir heima, sem þú telur vera mjög slæmt hundsins vegna. En flestir hundar sofa þegar lítið er um að vera og er það svo slæmt? En þeir fá líka hreyfingu og alla þá umhyggju sem þeir hafa þörf fyrir. Ég trúi því ekki Sveinn að þetta sé viðhorf þitt til hundahalds. Skrif- aðir þú þessar greinar bara til að hrella okkur hundaeigendur? Mér er skapi næst að halda það, en ef þú kemur í heimsókn er þér óhætt að sleppa prikinu þínu sem þú þarft iðulega að hafa með þér þegar þú ferð út að ganga því heima hjá mér þarf enginn að vígbúast! Bestu kveðjur. Höfundur er húsmóðir og hundacigandi. Guðbjörg Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.