Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 39 ~— Auðvitað vissum við að Þórir gæti ekki átt langt eftir. Samkvæmt reglum banvæns sjúkdóms hefði hann alls ekki átt að lifa eins lengi og hann gerði. Samt var eins og við gætum aldrei vanist tilhugsun- inni um að hann væri á förum. Það var óþolandi að hugsa um það magn af djúpu mannviti, þekkingu, ástúðlegu fasi og karlmannlegum þokka sem færi í gröfina með hon- um. Maður kemur í manns stað, segir máltækið. En það kemur eng- inn í stað Þóris Kr. Hvað sem var varð skemmtilegt í munni Þóris. Hann gat meira að segja flutt sprenghlægilega gaman- sögu af því þegar kviknaði í eldhús- inu heima hjá honum. Kynni okkar af Þóri og Bíbí eru ekkert sérstaklega löng, sjálfsagt innan við tíu ár. Þó fannst okkur að við hefðum alltaf þekkt þau. Við hittumst heldur ekkert sérstaklega oft. En það sannaðist hér sem oftar að eitt er magn og annað gæði. Við notuðum tímann vel þegar við vorum saman, skiptumst á upplýs- ingum og sögðum sögur, en um- fram allt rökræddum við og þá eink- um um trúmál. Það er okkur til dæmis ógleymanlegt að fyrsta um- ræðuefnið á fyrsta fundi okkar var munurinn á afstöðu, kaþólskra manna og lútherskra til dauðans. Seinna ræddum við trúarskoðanir Hallgríms Péturssonar eins og þær birtast í Passíusálmunum, hug- myndir Jóns Vídalíns um lífið, mannfólkið og trúna. Og ótalmargt fleira. Þó var ennþá fleira eftir órætt. Kveðjuorðin okkar eru úr ljóðinu „Of seint“ eftir Guðmund Böðvarsson: Oft heyrði ég hvar sem ég stóð sem hvislandi leyndarmál að baki hins bergða drykks sem brothljóð í tæmdri skál - Eins hvarflaði í huga minn þrátt við hversdagsleg vinnubrögð að ég átti þér ótjáða þökk. Aldrei verður hún sögð. Si\ja Aðalsteinsdóttir og Gunnar Karlsson. í hinum undursamlega vef tengsla og tilviljana hittumst við og héldum kynnum og vináttu í meira en þijátíu ár. Ekki af því tagi sem kallar á daglega samveru, heldur var notalegt að hittast á förnum vegi og spjalla saman stundarkorn. Það var ósköp gott að vita að svona menn væru til. Til Þóris var hægt að leita ef ein- hver klípa hijáði sálartetur manns. Hann greiddi úr með kankvísri spurningu og lét mann sjálfan um svarið. Frá honum stafaði um- hyggja, ylur og heimsborgaralegur skilningur. Úr augum hans skein vorið. Hann var vormaður. Og eins og aðrir vormenn sáði hann. Ekki þessum venjulegu fræjum sem menn sá í rófugarðinn á vorin til að rykkja upp rófunum undir haust, þegar þær eru neysluvænstar. Út- sæðið hans voru spumingar sem hann varpaði fyrir mannakurinn þá mjóu vegrein sem hveijum er út- hlutað þar sem hann gengur ævi- skeiðið. Spurningar um Guð og til- veruna. Forvitinn, æðrulaus og von- góður beið hann þess að uppskeran skilaði sér: Af smáblómum hér og þar skín fegurð Guðs um velli, vötn og vegu og verður að alheimsgliti í aldanna rás. Far þú í friði, Þórir Kr. Við Ið- unn emm þakklát fyrir þann tíma sem við máttum ganga smáspöl með þér. Guð geymi þig og minn- ingu þína. Hafsteinn Hafliðason. Nú er Þórir Kr. Þórðarson, pró- fessor, fallinn í valinn eftir lang- vinna og hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Við slík tímamót hrannast upp minningarnar af ára- tuga langri viðkynningu og vináttu. Þórir var með eftirminnilegustu mönnum, sem við höfum verið svo lánsöm að kynnast á vegferð okkar gegnum lífíð. Þórir var sannur háskólamaður, sem markaði djúp spor í fræðigrein MINNINGAR sinni, guðfræðinni, með ritstörfum sínum og kennslu. Var Gamla testa- mentið hans aðaláhugasvið, þó segja mætti, að ekkert væri honum óviðkomandi er varðaði guðfræðina í nútíma samfélagi. Einn angi af því var þátttaka hans í borgarstjórn Reykjavíkur um átta ára skeið, þar sem hann lét einkum málefni þeirra er minna mega sín í borginni til sín taka. Þá var hann hinn ástsæli kennari og leiðbeinandi, sem með víðsýni sinni opinberaði fyrir ungum guðfræðinemum margt í samhengi tilverunnar. Ræðusnillingur var Þórir með afbrigðum og sló á alla þá strengi er þurfti til áhrifa í ræðum sínum. Minnumst við margra slíkra tæki- færisræða frá liðnum árum, t.d. í ræðukeppnum stúdentafélagsins hér áður fyrr. Það var því engin tilviljun, að bekkjarfélagarnir úr MR fólu honum að tala fyrir þeirra hönd sem 50 ára stúdenta við skóla- slitin sl. vor. Sýndi undirbúningur slíkrar ræðu við þær kringumstæð- ur, er hann þá var í, fádæma vilja- styrk hans og lífsþrótt. Þórir hafði vakandi áhuga á þjóð- félagsmálum almennt svo og heims- pólitíkinni. Var hann oft gagnrýn- inn á menn og málatilbúnað og sá gjarnan hlutina frá öðru sjónarhomi en gengur og gerist og gat stuggað illilega við mönnum án þess að vera persónulegur. Um þetta bera vitni fjölmargar blaða- og tímaritsgrein- ar hans, sem oft var unun að lesa vegna ritfæmi hans og stílsnilli. Listir hvers konar vom mikið áhugamál Þóris, en við kynntumst þó sérstaklega tónlistaráhuga hans og áttum með honum og seinni konu hans Jakobínu (Bíbí) margar og eftirminnilegar ánægjustundir við hiustun góðrar tónlistar og umræður um hana. Var Johann Sebastian Bach sá tónjöfur er hann dáði mest allra og hlustaði mikið á. Er það ef til vill dæmigert fyrir áhuga Þóris á Bach, er hann, mikið veikur, var viðstaddur flutning á Das Orgelbiichlein Bachs á löngum tónleikum í Digraneskirkju 22. jan- úar sl. Var hið nýja íslenska orgel í kirkjunni þá vígt. Þessi fátæklegu minningabrot um Þóri Kr. Þórðarson gefa einung- is mjög ófullkomna mynd af mann- inum Þóri, því persónutöfmm hans verður ekki komið til skila með orð- um. Til þess þurfti að vera í .návist hans í góðra vina hópi á gleðistund- um. Var hann þá hrókur alls fagn- aðar og hreif með sér alla við- stadda. Slíkra manna er gott að minnast. Blessuð sé minning hans. Hildur og Runólfur. Frelsi, sannleikur, trú. Þessi orð leita á hugann, nú þeg- ar prófessor Þórir Kr. Þórðarson er allur. Fyrir rúmum áratug, varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum og hans ágætu konu, Jakob- ínu G. Finnbogadóttur. Ég tók þá þátt í útgáfu ljóðatímaritsins Ljóð- orms og fylgdu þeirri útgáfu upp- lestrar á nokkmm kaffihúsum borg- arinnar. Þangað komu þau hjón reglulega, enda sífersk í fölskva- lausum áhuga sínum á bókmennt- um. Síðar, þegar Bókmenntafélagið Hringskuggar var stofnað, vom þau meðal stofnfélaga. Mér þótti það jafnan nokkur við- burður, að koma á heimili þeirra og færa þeim bækur félagsins. Hvorugt þeirra var nokkuð að skafa utan af hlutunum. Ég fékk að heyra kost og löst þeirra bóka, sem félag- ið gaf út. Og rök fylgdu. Eitt sinn þegar ég hringdi i Þóri, til að segja honum frá nýrri bók Hringskugga, bað hann mig að koma með hana á skrifstofu sína í Háskólanum. Þar sátum við í þijár klukkustundir og spjölluðum um heima og geima. Þórir hafði þá tek- ið þann sjúkdóm, sem nú hefur dregið hann til dauða. En viljinn var óbugaður. Og vindlarnir góðir. Þessi samverustund, sem og aðr- ar, sýndi mér fram á, að Þórir var fijáls maður, jafnt í trú sinni sem öðru. Og hann leitaði sannleikans um víðar lendur huga síns. Hann lýsti fyrir mér áhyggjum sínum af kennslu Háskólans í húmanískum greinum. Þótti hún orðin nokkuð yfírborðskennd. Það var á honum að skilja, að honum þætti, sem ýmsir þar á bæ, væru hættir að leita sannleikans, þar eð þeir teldu sig hafa fundið hann. Slíkur kjána- skapur var honum ekki að skapi. Þórir var húmanisti fram í fíng- urgóma. Sem slíkur lagði hann á árum sínum í borgarstjórn, grunn- inn að Félagsmálastofnun, enda hafði hann víðari skilning á hugtak- inu menning, en þann, að hún sner- ist aðeins um listir og skóla. í hans huga var allt lífið menning, með kostum og göllum. Þannig hugsa fijálsir menn. Og frjáls er sá einn, sem leitar sannleikans í hveiju máli. Og í Guði. Þannig maður var prófessor Þór- ir Kr. Þórðarson. Því kveð ég hann með virðingu, bæði fyrir mína hönd og Bókmenntafélagsins Hring- skugga. Einnig votta ég Jakobínu samúð. Víst er skarð fyrir skildi, en líknarinn mikli nærri. Pjetur Hafstein Lárusson. Viðbúinn hveiju? spurðum við skátadrengir foringja okkar, er við forðum vorum að nema fræðin í Skátabókinni. Viðbúinn öllu, svar- aði foringi okkar, einnig því að mæta sjálfum dauðanum, er þar að kemur fyrr eða síðar - vonandi síð- ar hjá ykkur, drengimir mínir. Þór- ir var viðbúinn er kall hans kom. Fyrir skömmu, er ég heimsótti hann einu sinni sem oftar í stofuna hans í Háskólanum, þá fagnaði hann mér brosandi eins og hans var vandi og sagði: Hermann, fáðu þér sæti, ég þarf aðeins að ljúka við að koma hluta af nýja íslenska (mál-) búningnum hans Móse inn í tölvuna. Þórir o.fl. hafa undanfarin ár unnið að nýþýðingu Gamla testa- mentisins úr frummálinu - hebr- esku. Stefnt er að nýrri ísl. Biblíuút- gáfu árið 2000 á 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi. Ég virti þennan vísa vin minn fyrir mér og minningar tóku að tala. Leiðir okkar lágu fyrst saman á drengjaárum hjá skátum, í Vær- ingja-sveitinni, sem sr. Friðrik stofnaði upphaflega. Á sumardag- inn fyrsta íklæddumst við skátar búningi okkar og stuttar voru bux- urnar, hvernig sem veðrið þá og þá var blandið. Við gengum fylktu liði undir fánaborg um götur borg- arinnar til Dómkirkjunnar, þar sem var sérstök skátamessa. Við fögn- uðum sumri glaðir og sungum m.a.: „Nú er sólskin mér í sál í dag og signuð gleðirós. Nú jörð og himinn jafnt mér skín því Jesús er mitt ljós.“ (Fr.Fr.) Á slíkum degi veitti ég Þóri, þess- um fallega, dökkhærða og gáfulega dreng, fyrst athygli. Á bijósti bún- ings hans voru m.a. merki, sem gáfu til kynna að hann talaði ein 2-3 erlend tungumál, þótt ungur væri. Og málin urðu fleiri, því hann tók að tala bæði tungum manna og engla - og bænamálið varð hon- um tamt, einnig er hann vann við þýðingu/endurskoðun Ritningar- innar, ekki síst Davíðssálma. Þá „bað hann Orðin helgu“ til að fá meira ljós og dýpra skyn við þetta mikilvæga viðfangsefni, sagði hann mér eitt sinn er ég kom - einu sinni sem oftar - í vinnustofuna til hans á þeim árum, er undirbúin var út- gáfa ísl. Biblíunnar 1981. Innan á titilsíðu þeirrar útgáfu stendur: „í þessari útgáfu Biblíunnar, hinni tí- undu á íslensku (1584-1981) eru guðspjöllin og Postulasagan endur- þýdd úr frumtexta og fyrri þýðing annarra rita Nýja testamentisins (lokið 1912/14) endurskoðuð. Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á sömu þýðingu Gamla testamentisins". „Nokkrar umbæt- ur“ - það var hóflega orðað. Mig minnir að Þórir áætlaði að breyting- arnar hafi verið um 40 þúsund; ný réttritun' meðtalin. Prófarkalestur hinna 66 bóka Biblíunnar (GT og NT) var mikið verk og vandasamt. Þegar liðið í kringum þetta verk hafði fulllesið og „grænt ljós“ var gefið á handritið til prentunar - og það afhent mér sem fram- kvæmdastj. Hins ísl. Biblíufélags - þá vissi Þórir að ég hafði enn einn lesara mjög nálægt mér, sem hann nefndi „huldumanninn" (þar var Inga, kona mín, d. 19/9 ’93), og hann hafði miklar mætur á þeim lokalestri, sem jafnan skilaði góðri uppskeru. Þórir færði „huldumann- inum“ eðalstein þegar verkið var fullnað og Bókin góða komin út. Þau höfðu lengi haft miklar mætur hvort á öðru, eins og eftirmælin, sem hann ritaði hér í blaðið á sínum tíma bera vott um. Um skeið háðu þau samtímis baráttuna (jafnan brosmild bæði) við þann skæða sjúkdóm, sem að lokum lagði líkami þeirra að velli. „Andinn fór til Guðs, sem gaf hann“ - trúi ég. Endurminningarnar sóttu fast að mér, er ég sat þarna í háskólastof- unni og virti vininn góða fyrir mér: Nú var dökka, þykka hárið orðið að gráum „rnakka", litarhátturinn fölur og skarplega andlitið markað eftir langvarandi álag, en augun glaðlegu snör sem forðum. Enn sækja á mig góðar minningar frá fyrra ári. Á afmælisdegi sr. Frið- riks, 25. maí, kom ég með „dreng- ina mína“ Hermann Inga (11) og Sigga (12) í stofuna til Þóris. Hann tók þeim fagnandi, sýndi þeim Guð- brandsbiblíu og las fyrir þá kafla á hebresku og spjallaði glaðlega við þá, m.a. um 8 ára veru þeirra í Pokot/Kenya með foreldrunum, kristniboðunum Ragnari og Hrönn. - Og í ágúst sl. kom ég enn með gest til hans, nú ungan kínverskan lækni frá Péking, konu við fram- haldsnám í Danmörku, sem stödd var hér á norrænu læknaþingi ónæmisfræðinga. Hún las fyrir hann á kínversku og hann fyrir hana á hebresku og myndin sem ég tók af þeim sýnir glaðar og fjör- miklar samræður. Og hann geislar af gleði á mynd, sem ég tók er ég færði honum litríka jólakveðju frá lækninum unga, sem hreifst mjög af þessum hámenntaða og fjölhæfa vini mínum. Upp frá þessum hugsunum öllum hrökk ég, er Þórir hafði slökkt á tölvunni og kallað: Velkominn, vin- urinn minn góði. Ég svaraði: Þú lætur ekki deigan síga, þótt hart sértu leikinn, minn kæri. Nei, sagði hann, því hver nýr dagur, sem ég fæ að lifa og starfa eins og kraftar leyfa, er gjöf til mín frá Jesú. - Allt frá fyrstu kynnum samtöluðum við á opnu og glöðu skáta-drengja- máli (5. gr. skáta-laga segir: Skáti er glaðvær). Og í vitund okkar geymdust frá ungum dögum orð Jesú: „Nema þér snúið við og verð- ið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki" (Matt. 18.3) Við blönd- uðum þama glaðir geði nokkra stund og ræddum m.a. fyrirhugaða nýja útg. ísl. Biblíunnar árið 2000. Og enn minnti ég hann á: Og þá förum við saman til hátíðarinnar á Þingvöllum, eins og þú hefur heitið mér og þú manst: „Éngum er Kári líkur" (Njála). Enn brosti þessi kæri, kæri vinur, og sagði: Jú, Hermann, Guð er almáttugur. Og við skildumst þarna méð kærleikum í síðasta sinn - hér á foldu. Ég mun sakna Þóris mjög, eins og ég sakna stöðugt sárt „lesarans" okkar góða. Um aldir hefur séra Hallgrímur huggað okkur fslend- inga. Hann gerir það enn nú á þess- ari föstu. Er hann missti augastein- inn sinn, Steinunni, dóttur sína, kornunga, þá mælti hann: Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga; og raunafrí. Við Guð máttu nú mæla, miklu fegri en sól, unun og eilíf sæla er þar hjá lambsins stól. Ástvinum Þóris öllum votta ég dýpstu samúð. Það eru fátækleg orð, sem hér eru á blað komin, aðeins glampi af öllu því, sem í huga mínum og hjarta býr nú. Á samverum í Friðrikskapellu á Hlíð- arenda í hádegi á mánudögum höf- um við á undangengnum misser- um/árum beðið stöðuglega fyrir Þóri. Á útfarardegi hans, mánudag- inn 6. marz, munum við í hádeginu þakka Guði fyrir lánið á þessum kæra, góða dreng, sem Hann hefur nú tekið til sín. Og fjölskyldan mun fá að finna að hún er ekki ein, „því að þú ert hjá mér“ (Sálm. 23:4). Hermann Þorsteinsson. Þrjú högg: Hveijum klukkan glymur, eitt högg. Þeim þunga hljómi, eitt högg. Þitt kall er komið. Eitt högg. (S.R.) . Nú höfum við kvatt hinstu kveðju ástkæran vin, kennara og félaga, sem sett hefur sinn persónulega og einkennandi svip á Guðfræðideild Háskóla íslands síðustu áratugi. Með prófessor Þóri Kr. er geng- inn sá maður sem mesta þekkingu hefur haft innan Guðfræðideildar í Gamla testamentisfræðum, þótt víðar væri leitað. Ekkk ætla ég að rekja hér hans persónulega feril í smáatriðum, heldur þakka honum góð kynni og ánægjuleg þau sl. tvö ár sem ég hef verið við nám í deild- inni. Með okkur tókust góð kynni og endurfundir, en ég var við nám árin 1975-6 og þá kynntumst við ^ fyrst. Nú urðu kynnin of stutt, þar sem hann komst á eftirlaun og varð auk þess að glíma við sjúkdóm þann er loks lagði hann að velli. Samt varð sá tími er við í árganginum, áttum sameiginlega með honum afskap- lega skemmtilegur og þrátt fyrir sjúkdóm sinn, naut Þórir sín við kennsluna og gæddi Biblíutextana og fræðin sínu sérstaka lífí, sem honum einum var lagið. Tímamir urðu alltaf of stuttir og strax er við opnuðum bækurnar, fengu bók- stafirnir líf og urðu að orðum sem fengu merkingu og sagan varð til ljóslifandi með skírskotun til sam- tímans og Þórir sjálfur varð líkt og spámaður sem túlkaði og fékk óheft frelsi til að blása lífí og anda í umræður. Að leiðarlokum langar mig að þakka honum félagsskapinn og hans handleiðslu við Guðfræðideild- ina, er hann helgaði sig starfi og kennslu í þágu guðfræðilegra túlk- ana á textum, í leit að dýpri merk- ingu þeirra til að geta veitt stúdent- um innsýn inn í heim Gamla testa- mentisins. Þar voram við öll að glíma við sameiginlegt verkefni og leita svara. Hans leit var m.a. bund- in við að leita svars við spurning- unni: Hvernig get ég öðlast full- vissu um það hvað Guð vill? Svarið við því er; eftir á: „Því að sá er mig fínnur, finnur lífið og hlýtur blessun af Drottni.“ (Ok: 8:35.) Hann hefur nú fengið svarið staðfest, og fundið uppsprettu lífs- ins í nærvist Guðs, en við glímum áfram og leitum að okkar svöram, sem e.t.v. fínnast heldur ekki fyrr en eftir á. En sú tilhlökkun sem í leitinni felst er okkur uppörvun, er við minnumst dr. Þóris sem fyllti okkur eldmóði með andagift sinni. Hann hélt ávallt huga okkar upp- teknum við viðfangsefnin og studdi - okkur í leitinni og hvatti þegar þurfti. Þannig opnaði Þórir okkur heim Gamla testamentisins, Mósebækurnar, Spámannaritin og hvatti okkur til að kryfja spekina til mergjar úr Orðskviðunum, speki- ritum Biblíunnar, og oft með þeim formerkjum að gott er það sem gamlir kveða. Þaðan kemur vizkan. Við minnumst hans eins og hann var, er hann tók á móti okkur vinum sínum á afmælisdegi sínum, er hann varð sjötugur á sl. sumri. Sá dagur var bjartur, hlýr og fagur og þann- ig var Þórir ávallt sjálfur. Hann er sá sem hann var. Ég sendi aðstandendum samúð- arkveðjur og bið Guð að blessa minningu hans. Sigurður Ragnarsson. • Fieiri minningnrgreinar um Þórí Kr. Þórdarson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.