Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær móðir okkar og amma, GUÐRÚN ELÍSABET VORMSDÓTTIR, Lyngbrekku 12, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 7. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Baldvin ísaksson, Sigríður ísaksdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR INGI EINARSSON, Búhamri 58, Vestmannaeyjum, sem lést af slysförum sunnudaginn 26. febrúar sl., verður jarð- sunginn frá Landakirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Birna Hilmisdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir, Iðunn Gunnarsdóttir. t Bróðir okkar og mágur, HERMANN GUÐJÓNSSON, Langholtsvegi 146, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 28. febrúar sfð- astliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðfreður Guðjónsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Guðríður Guðjónsdóttir, Helgi Gunnarsson. t ARNFRÍÐUR GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Hörðalandi 4, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Kristján Jón Guðnason. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS ÞÓRÐUR HREIÐARSSON tannlæknir, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtu- daginn 9. mars kl. 13.30. Kristin Matthfasdóttir, Elísabet Matthíasdóttir, Lýður Sörlason, Matthias H. Matthíasson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Alfred G. Matthíasson, Sigrún H. Helgadóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR HILDIBRANDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áðurtil heimilis á Selvogsgötu 15, Hafnarfirði, verður jarðsungín frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. mars nk. kl. 15.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Gunnhildur G. Smithson, Clyde S. Smithson jr., Ásgeir B. Guðlaugsson, Arndi's L. Ni'elsdóttír, Sævar Guðlaugsson, Karen Ólafsdóttir, Gísli Hildibrandur Guðlaugsson, Jóna V. Höskuldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HREFNA EINARSDÓTTIR + Hrefna Einars- dóttir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1958. Hún lést á Land- spitalanum 25. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðlaug Sigur- jónsdóttir húsmóð- ir, f. 1921, og Einar J. Gíslason, fyrrv. vörubifreiðasljóri og starfsmaður í Áburðarverksmiðju ríkisins, f. 1918. Systkini Hrefnu eru: Ólöf, f. 1944, hárgreiðslu- meistari, gift Boga Þórðarsyni tæknifræðingi; Sigurlaug, f. 1946, starfsmaður á hár- greiðslustofu, gift Gylfa Jóns- syni vélvirkja; Erna, f. 1949, starfsmaður á leikskóla, gift Bergþóri Einarssyni forstöðu- manni; Einar Örn, f. 1951, húsa- smíðameistari, kvæntur Huldu Haraldsdóttur, starfsmanni á leik- skóla. Hrefna ólst upp á Ásvegi 16. Hún gekk í Lang- holtsskóla og Laugalækjarskóla. Hún hóf búskap í Þórormstungu í Vatnsdal með Snæ- birni Sigurgeirs- syni. Þau slitu sam- vistum. Með Snæ- birni eignaðist hún tvo drengi, svein- barn, f. 1976, sem lést skömmu eftir fæðingu, og Sigurgeir, f. 1977. Dóttir Sigurgeirs og Oddfríðar Helgadóttur er Katrín Taiya, f. 1993. Eftirlifandi maki Hrefnu er Einar Marteinsson verktaki. Þau bjuggu fyrst á Ásvegi 16 en síðast í Berjarima 21. Útför Hrefnu fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. KVEN SKÖRUNGAR, hetjur. Við lesum um þær í íslendingasögunum. Guðrúnu Ósvífursdóttur, Hallgerði og Bergþóru. Voru þær raunveru- lega til eða voru þær uppspuni? Við efumst. Spurningar vakna um ágæti þeirra og tilveru. En ég efast ekki. Eg trúi. Ekki vegna þess hve listi- lega er frá þeim sagt í fomsög- unum, heldur vegna þess að ég hef kynnst konu. Konu, sem var brot af sama bergi, konu sem bar blóð formæðranna í æðum sínum. Konu, sem var ljós yfirlitum og fríðust kvenna. Konu, sem var fínleg og nett. Konu, sem var allt í senn, Guðrún, Bergþóra og Hallgerður. Konu, sem var meyja og móðir. Konu, sem við hefðum ekki að fyrra bragði getað trúað að byggi yfir þvílíkri orku, styrk og þori. Henni var gefínn fallegur líkami. Henni var gefinn líkami sem hafði ótrúleg- an styrk, en þoldi ekki sífelldar árás- ir. En umfram allt var henni gefin Sál. Ég rita sál með stórum staf, vegna þess að sálinni hennar og andans krafti verður ekki með orð- um lýst. Hrefna Einarsdóttir fæddist fyrir 36 ámm í þennan heim. Lítil, ljós og fríð. Hún var tápmikil, ærsíafull ung stúlka sem þroskaðist fijótt og varð á sínum stutta lífsferli meiri manneslqa, meiri kona en aðrar sem ég þekki. Hún mætti öllum sínum ótrúlegu mannraunum með æðm- leysi hins sterka. Hrefna litla vin- kona mín lifði sem kvenskömngur og dó hetja. Hún hóf ung sambúð með Snæ- bimi Sigurgeirssyni. Þau eignuðust sitt fyrra barn, dreng sem lést stuttu eftir fæðingu. Rúmu ári seinna fæddist Sigurgeir. Þá vom þau flutt norður að Þórormstungu í Vatnsd- al. Það var stolt móðir sem fór með litla ljóshærða drenginn sinn norður í sveitina. I Þórormstungu fengu mörg böm að dvelja að sumri til, bæði frændsystkin og aðrir, þar á meðal bömin mín. Þessi dvöl var Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HðmioFTteme þeim ómetanleg og minnast þau hennar með hlýjum hug. í Þórormstungu dvaldi Hrefna í nokkur ár, eða þar til þau Snæbjörn slitu samvistum. Þá kom hún til Reykjavíkur og fluttist aftur á Ás- veginn. Hún vann um tíma á Kópa- vogshæli og á Kleppsspítalanum. Stuttu eftir komuna til Reykja- víkur hóf Hrefna sambúð með Ein- ari Marteinssyni. Þau bjuggu í Kópavogi, á Ásvegi og nú síðast í Beijarima. Þar höfðu þau byggt sér raðhús. Hrefnu var mikils virði að eignast sitt eigið hús. Fallegt heim- ilið ber vitni um smekkvísi hennar. Þegar ungt fólk hittist og ákveð- ur að ganga götuna saman, þá em allir hlutir óráðnir. En sporin hennar Hrefnu með Einari vom gæfuspor. Þeirra samvera hefur einkennst af göfuglyndi, ást og tryggð. Þetta kom gleggst í ljós í erfiðum veikind- um hennar. Hrefna hafði mikinn áhuga á ferðalögum. Henni fannst gaman að skreppa í bíltúra, þó að það væri bara rétt út fyrir bæinn. Marg- ar ferðir fómm við saman í sumar- bústaði og alltaf var gaman að skreppa í Hjarðarholt. Ogleyman- legar minningar eigum við frá sam- vem okkar í Kiðjabergi og þegar hluti okkar samrýndu fjölskyldu dvaldi á Spáni. Þegar sorg fyllir hjörtun er gott að hugsa til þess sem gladdi. Það er gott til þess að hugsa að Hrefna fékk að kynnast Katrínu Tönju sonardóttur sinni sem kom eins og fagur sólargeisli inn í líf ömmu sinnar á erfíðri stund. Allar þessar minningar og myndir munu ylja okkur um ókomin ár. Baráttukona hefur lagt aftur augu sín í síðasta sinn. Fallegu lifí er lokið. Lífí sem okkur er til eftir- breytni. Við kveðjum yndislega stúlku. Megi góður Guð styrkja alla hennar ástvini. Augun þreyttu þurftu að hvfla sig. Það er stundum gott að fá að sofa. Armar drottins umlylga nú þig, okkar er að tilbiðja og lofa. Við þér tekur annað æðra stig, aftur birtir milli skýjarofa. Enginn nær flúið örlögin sín aldrei ég þér gleymi. Nú ert þú sofnuð systir mín Sæl í öðrum heimi. Hlátra og hlýju brosin þín í hjarta mínu geymi. (Haraldur Haraldsson) Blessuð sé minning Hrefnu Ein- arsdóttur. Hulda S. Haraldsdóttir. Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN Brautarholti 3,105 R Sími 91-621393 Elsku Hrefna frænka mín er dáin. Það er erfítt að trúa því að ég eigi ekki eftir að sjá hana fram- ar í þessu lífi. Hrefna var alltaf svo hress og skemmtileg og mikill vinur og jafn- ingi okkar krakkanna. Það var gott að tala við hana, því hún skildi okkur svo vel. Hún var lífsglöð og barðist hart fyrir lífí sínu. Hrefna talaði alltaf um hvað hún hlakkaði mikið til þess er ég myndi eignast barnið mitt. Hún náði því að sjá strákinn minn litla, nýfæddan og mun hann fá að heyra margar sög- ur af frænku sinni. Margar góðar minningar á ég úr sveitinni hjá henni þar sem ég og Haukur bróðir minn dvöldum oft og þótti okkur alltaf jafn gaman að koma í Þórormstungu. Þegar hún fluttist til Reykjavíkur urðum við bæði leið og kát. Leið yfir því að fá ekki að fara í Þórormstungu aft- ur og kát yfír því að nú gætum við svo miklu oftar hist. Voru þær ekki fáar heimsóknirnar sem við fengum frá Hrefnu og Einari og alltaf þótti okkur jafn gaman að sjá þau. Ég kveð elsku Hrefnu frænku með söknuði. Svanhildur Einarsdóttir Elsku sygtir þá er kveðjustundin runnin upp. Þótt erfítt sé að sætta sig við dauðann og sorg mín sé mikil er það huggun að vita að nú ert þú í góðum höndum hjá Guði. Ég þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, þótt þær væru stundum erfiðar í þínum veikindum gastu alltaf fundið góðar stundir innan um. Þegar við vorum úti í Gautaborg og þú búin að fá fyrstu lifrina varstu að heimsækja aðra sjúklinga og hughreysta þá: Verið þið nú dugleg, þetta gengur allt vel. Ég skildi aldrei þennan kraft sem þú hafðir, en það er svo margt sem maður skilur ekki. Er kom að þú þurftir að fara aftur í lifrarskipti var mér nú allri lokið en þú varst alltaf jafn ákveðin í að láta þér batna. Eftir sex mánaða baráttu í Gautaborg komstu heim. Ótrúlegt. Við áttum margar ógleymanlegar stundir saman, elsku systir. Blessuð sé minning þín. Elsku Einar, Geiri, mamma, pabbi, Katrín, Tanja, allir ættingjar og vinir, minnist hennar með gleði. Það hefði hún viljað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kær kveðja. Þín systir, Erna. Það var svo gaman hinn 29. nóv- ember 1958. Þá eignaðist ég litla systur. Ég man það eins og það hafí gerst í gær, þá var ég 12 ára gömul. Mér fannst svo gaman að fá Iitla systur sem ég gat passað og verið með. Ég minnist gráa Silvereross- barnavagnsins sem okkur þótti svo fallegur, með bremsu á hliðinni. Og enn man ég fötin hennar, þau voru svo fín og hvað vinkonur mín- ar glöddust með mér. Þegar Hrefna systir var tveggja ára gömul varð mamma veik og var á sjúkrahúsi. Það var að sumri til þá vorum við Hrefna saman á dag- inn og fórum oft í strætó að heim- sækja mömmu. Þá var stundum farið í íssjoppu og keyptur ís sem pabbi gaf okkur pening fyrir. Hrefna var alltaf gott barn og við fórum oft að gefa öndunum á tjörninni og svo var líka farið oft á róló í hverfinu okkar en við áttum heima á Ásvegi 16 alla okkar barn- æsku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.