Morgunblaðið - 08.03.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 41
Þar var gott að alast upp og þar
leið okkur öllum vel.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Það var erfitt að kveðja.
Elsku Einar, Sigurgeir, Katrín
Tanja, mamma, pabbi, systkini,
makar og frændsystkini. Þið hafið
misst mikið og söknuðurinn er sár.
Við vonum að með styrk hvert
frá öðru getum við lært að lifa með
sorginni.
Minning um Hrefnu okkar lifir.
Þín systir,
Sigurlaug.
í dag verður borin til grafar ást-
kær vinkona okkar, Hrefna Einars-
dóttir. Leiðir okkar lágu saman
þegar hún og Snæbjöm fluttu í
Vatnsdalinn og þar hófust kynnin.
Hún eignaðist dreng sem heitir Sig-
urgeir og við pössuðum hann oft
þegar hann var lítill. Nú er hann
orðinn 18 ára og á litla telpu sem
heitir Katrín Tanja og vinátta okkar
hefur staðið alla tíð síðan.
Fyrir nokkrum árum veiktist hún
af sjúkdómi og fór oft til útlanda
af þeim sökum. Hrefna var tvígift.
Seinni maður hennar er Einar Mar-
teinsson og hefur hann reynst henni
mjög vel. Það er sárt að Hrefna
skuli vera farin. Okkur finnst það
ekki vera réttlátt. Hún reyndist
okkur mjög vel og var einlæg vin-
kona. Við sendum samúðarkveðjur
til Einars, Sigurgeirs, Katrínar, for-
eldra, systkina, frændfólks og
tengdafólks.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund
á snðggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt enda skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Guð geymi þig, elsku Hrefna
okkar.
Alda og Bára.
Elsku frænka og vinkona.
Okkar langar til að kveðja þig
með fáeinum orðum.
Langri og erfiðri baráttu er lok-
ið, baráttu sem stóð í tæp fimm ár
og einkenndist öðru fremur af
óskiljanlegum dugnaði og ósérhlífni
þinni. Við þekktum þig aðeins sem
litlu frænku þar til skömmu áður
en þú veiktist og við kynntumst
hinni fullvaxta og þroskuðu konu
sem þú varst orðin. Með okkur tókst
mikill vinskapur.
Á kveðjustund streyma minning-
arnar fram ljúfsárar og tregafullar.
í byijun veikinda sinna er Hrefna
stödd í Gautaborg vegna rann-
sókna, það er farið í Tívolí með litlu
dóttur okkar, mamman stendur hjá
og þorir ekki fyrir sitt litla líf að
stíga upp í leiktækin með þá litlu,
en Hrefna tekur þá af henni ómak-
ið og hefur gaman af þó sjúk væri,
þá sá hún einnig um heimilið fyrir
okkur þegar við fórum í frí sama
ár. Lífskraftur og hæfileiki til að
njóta o g gleðjast yfir hinum smæstu
hlutum, hjálpsemi og umhyggja
fyrir öðrum er það sem öðr-u fremur
einkenndi skapgerð Hrefnu.
Nú er kmið að Ieiðarlokum og
aðeins eftir að þakka fyrir sam-
fylgdina. Syninum unga og eigin-
manninum sem á svo aðdáunarverð-
an hátt studdi konu sína til hinstu
stundar og fjölskyldu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Af eilifðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Karen og Örn.
Hrefna Einarsdóttir, móðursystir
mín og vinur er látin.
Ég á ótal minningar um Hrefnu
sem allar skipa stóran sess í huga
mínum. Margar minningar sem
virðast af ólíkum toga en þegar ég
lít yfir farinn veg með lífsferil
Hrefnu í huga þá hafa minningarn-
ar eitt sammerkt. Samnefnari þessi
er sá þáttur í persónuleika hennar
sem mun ávallt vera mér efstur í
huga þegar ég minnist hennar.
Kveikjan að greinarskrifum þessum
er innri þörf til að deila þessum
samnefnara með þeim er þekktu
hana og fjallað verður um hér að
neðan.
Mínar fyrstu minningar um
uppáhaldsfrænku mína, að öðrum
ólöstuðum, eru frá því að ég var
barn að aldri. Ellefu ár skildu okk-
ur að og mínar fyrstu minningar
eru óljósar glefsur um hana á ungl-
ingsárum hennar. Á þeim tíma
passaði hún mig mikið, sem hún
gerði reyndar oft á mínum æskuár-
um, þó ég muni ekki eftir því í
smáatriðum.
Hrefna kynntist fyrri sambýlis-
manni sínum, Snæbirni Sigurgeirs-
syni, í gagnfræðiskóla og ekki liðu
mörg árin þar til þau eignuðust
barn, hann Sigurgeir, góðvin minn
og frænda. Framtíðin blasti við litlu
fyölskyldunni og stórhuga foreldrar
tóku þá stefnu að flytjast af möl-
inni og hefja búskap þrátt fyrir
ungan aldur. Úr sveitinni hef ég
margs að minnast. Ég dvaldi hjá
þeim fimm til sex sumur og líður
varla sú vika að minningar frá þeim
tíma komi ekki upp í hugann.
Spennandi hlutir eins og hesta-
mennska, mannamót og heyskapur.
Þegar mikið lá við yfirgaf Hrefna
eldhússtörfin og með dugnaði sínum
dreif hún alla áfram og skóp hvetj-
andi vinnuanda í hópnum svo að
þreyta var eitthvað huglægt sem
engum datt í hug að nefna. Hjá
Hrefnu og Snæbirni var ávallt mjög
gestkvæmt því þetta unga og mynd-
arlega par hleypti fersku blóði í
sveitunga og eignuðust þau þar
marga góða vini. Mikil forréttindi
þótti mér og hinum er dvöldu á
bænum yfir sumartímann að vaka
svolítið fram eftir kvöldi og hlusta
á sögur fullorðna fólksins. Það var
mátulega oft en þrátt fyrir vilja
okkar yngra fólksins tókst henni
og þeim ávallt að hafa á okkur reglu
án nokkurs vanda né leiðinda.
Þegar ég lít til baka þá er mér
ofarlega í huga hve mikil þolin-
mæði mér var sýnd á þessum tíma.
Aldrei var óréttlæti né pirringur til
staðar heldur hlýr hugur húsbónda
og húsfreyju í garð ungs manns er
fullur var spurninga um lífið og til-
veruna.
Árið 1985 urðu þáttaskil í lífí
Hrefnu er hún og Snæbjörn slitu
samvistum og Hrefna og Sigurgeir
fluttu til okkar foreldra minna í
Engjaselið. Ég var þá að stíga mín
fyrstu spor í menntaskóla og á þeim
tíma fór ég að upplifa Hrefnu sem
stóru systur, sem hafði verið í eins-
konar „móðir-vinur“ hlutverki fram
að þeim tíma og Sigurgeir sem við-
bótarbróður og það lítillega á kostn-
að bróður míns. Á þeim tíma urðu
samverustundir okkar fleiri og fyöl-
breyttari en áður. Ég fór stundum
með Hrefnu og vinum hennar út
að skemmta mér eða öfugt. Hrefna
var ávallt til taks þegar ég þurfti
á henni að halda. Tii að ræða mál-
in og njóta samverustundanna og
einnig til að nálgast þá veraldlegu
hluti sem unglingar sækjast i er
þeir standa við jaðar tilveru full-
orðna fólksins. Þetta og margt ann-
að gerði hún af heilum huga því
þolinmæði, seigla og að setja sig í
spor annarra hefur ávallt verið ein
af sterku hliðum hennar persónu-
leika. Á þeim tíma voru einnig al-
varlegri hlutir að gerast í huga
Hrefnu því hún varð ástfangin á
nýjan leik, af ungum manni og
miklum gleðigjafa, Einari Marteins-
MINIMINGAR
syni, sem hún hafði kynnst er hún
bjó í sveitinni. Þau voru mjög sam-
rýnd, ekki aðeins í markmiðum lífs-
ins heldur einnig í leiðum til að ná
þeim markmiðum. Þau bjuggu í
nokkur ár í kjallara ömmu og afa
á Ásveginum áður en þau fluttu í
Grafarvoginn og alltaf var gaman
að heimsækja þau, sama fjörlega
andrúmsloftið sem ávallt fýlgdi
henni.
Það eru nú liðin nokkur ár frá
því ég uppgötvaði hvers vegna ná-
vist Hrefnu var ætíð svo skemmti-
leg. Þar þurfti ekki tilefni, umræðu-
efni eða eitthvað áþreifanlegt held-
ur var það útgeislunin sem ég fann
fyrir í návist hennar. Það er ekki
öllum gefið að hafa slíka útgeislun
sem ekki er ósvipuð tilfinningu
ungra elskenda er ástvinurinn er í
nánd. Þetta er sá samnefnari sem
minnst var á í byijun greinarinnar
og allar minningar mínar um hana
Hrefnu mína lifa í þessum búningi
vel varðveittar. Ég er ekki einn
okkar frændsystkinanna sem þótti
mikið til hennar koma því allir
hændust að henni og öllum tók hún
opnum örmum og allir voru í náð-
inni. Enginn deyr fyrr en minningin
hverfur úr huga þeirra sem eftir
lifa. Mun meira afl þarf til að minn-
ing um góða manneskju hverfi en
fylgir dauða sömu manneskju. Því
verðum við sem eftir lifum að taka
vel á móti þeim minningum sem
upp i huga koma.
Þrátt fyrir að hægt sé að rétt-
læta Guðsvilja þá tekur það mig
mjög sárt að Hrefna er dáin. Hún
og Einar áttu svo margt ógert í
þessum heimi. Hann hafði beðið um
hönd hennar og ætlunin var að
ganga í það heilaga þegar Hrefnu
heilsaðist betur. Nýlega fluttu þau
í glæsilegt hús og áttu eftir að njóta
þeirrar uppbyggingar þegar veik-
indin, sem hún hafði gengið með í
nokkur ár, fóru að segja til sín í
líkama Hrefnu sem síðar urðu henni
að aldurtila eftir fyögurra ára hetju-
lega baráttu. Einar er ungur og
sterkur persónuleiki sem á eftir að
njóta lífsins og fylgja þeim straum-
um sem hugur hans leitar hveiju
sinni þrátt fyrir þetta mikla áfall
sem ástvinamissir er.
Okkur mönnunum er tamt og
eðlilegt að syrgja þann sem frá
okkur deyr en hversu djúpt og hve
lengi eigum við að dvelja í sorg
okkar? Við viljum sýna lífí sem hér
kveður virðingu og óska sálinni
heilla á nýjum og framandi slóðum.
Við viljum einnig trúa að þetta
hafi allt haft tilgang, að Hrefna
þurfi ekki lengur að vera í hlut-
verki huggara og hafí nú losnað
undan þeim líkamlegu viðjum sem
hún var komin í. Mér finnst gott
að hugsa um þessa hluti nú þegar
ég hef misst náinn vin og ættingja.
Líkami okkar er talinn mjög full-
kominn. Einn af þeim þáttum sem
sýnir styrkleika hans eru viðbrögð
við alvarlegum veikindum eða
áverka. Ef ekki tekst að lækna það
sem bjátar á veitir hann mannfólk-
inu lausn síns vandamáls. Lausnin
felst í brotthvarfí sálarinnar úr
þessum heimi sem gefst síðan tæki-
færi til að mæta aftur til leiks, frísk-
ari og endurnærð. Þetta köllum við
dauða og endurholdgun mannkyns.
Það er erfítt að ímynda sér hvað
sé í huga fólks sem veit sína ævi
á enda. Skömmu fyrir andlátið seg-
ir Hrefna við móður sína: „Mamma
mín, nú er mér alveg að batna.“
Hrefna vissi að fulltrúar læknavís-
indana voru ráðþrota og móðir
hennar (amma mín) líka og Hrefna
vissi einnig um vitund móður sinnar
að sjúkdómurinn ætlaði að hafa
betur. Var barátta hennar slík eða
nefndi hún þetta eingöngu móður
sinni til hughreystingar eða eygði
hún lausn sinna mála? Þetta og
margt annað er okkur hulin ráð-
gáta en eitt er víst að hún Hrefna
mín yfirgaf þennan heim með mik-
illi reisn og friðsemd í viðurvist
Ernu, systur sinnar, er hélt um
hönd hennar þegar hún fór leið
hinna réttlátu og hóf nýtt líf.
Ég vil að lokum votta Einari eig-
inmanni hennar, Sigurgeiri syni
hennar og nánum aðstandendum,
mína dýpstu samúð og vona að
þeir eigi eftir að fínna fyrir ljósinu
sem dvelst í myrkri þessarar miklu
sorgar.
Þórður Birgir Bogason.
Þegar Einar Örn, bróðir Hrefnu,
færði mér fréttina af láti hennar
hvarf ljósið sem hún bar með sér
sýnum okkar. Við vissum öll að það
myndi hverfa. Við vissum að það
yrði líkn frá allri þeirri ólýsanlegu
þjáningu sem Hrefna hefur gengið
í gegn um síðustu árin. Þjáningu
sem Hrefna bar með þeirri reisn
sem þeim einum er gefið sem hefur
til að bera mikinn sálarstyrk og
þroska.
Hrefna var langyngst systkin-
anna, sólargeislinn og eftirlæti
allra. Hún var ljós yfírlitum, alltaf
í fínasta kjólnum í jólaboðum og
afmælum. Hún var sannkölluð
draumaprinsessa foreldra sinna og
systkina. Hún var umvafín ástríki
og gleði, yndislegur fyorkálfur, mið-
punktur fyölskyldunnar. Hún hefði
átt að verða gerspillt og ég man
ekki betur en að fullorðna frænd-
fólkið hefði af því áhyggjur. En hún
var betur gerð en svo. Hrefna varð
fullorðin og þroskaðist ekkert síður
en eldri systkini hennar sem öll eru
einstaklega vel gerð.
Ung að árum gerðist Hrefna
bóndakona norður í Húnavatns-
sýslu. Það hljóta að hafa verið mik-
il viðbrigði fyrir borgarbamið
Hrefnu að hefja búskap í sveit.
Ekki veit ég þó annað en að henni
hafi farizt það vel úr hendi eins og
allt sem hún tók sér fyrir hendur.
Ég var á þessum árum búsettur
erlendis og gat því ekki fylgst náið
með þessum þætti í lífí hennar.
Fyrir norðan eignaðist Hrefna
einkasoninn Sigurgeir. Fyrir tæpum
10 árum fluttist ég aftur heim og
um sama leyti fluttust Hrefna og
Sigurgeir til Reykjavíkur en Hrefna
og fyrri maður hennar höfðu þá
slitið samvistum. Gat ég því aftur
fylgst betur með fjölskyldunni en
verið hafði næstu 16 árin á undan.
Fyrir tæpum fimm árum fékk
Hrefna fyrstu einkenni þess sjúk-
dóms sem nú hefur dregið hana til
dauða. Fljótlega varð ljóst að um
var að ræða sjaldgæfan, alvarlegan
lifrarsjúkdóm sem ekki væri hægt
að lækna og að eina von hennar til
langframa væri að fá nýja lifur.
Hófst nú sú barátta fyrir bata og
bjartari framtíð sem Hrefna hefur
háð á einstakan hátt og sem vakið
hefur aðdáun okkar allra sem fylgst
höfum með. i huga Hrefnu var
uppgjöf aldrei á dagskrá enda þótt
henni væri alltaf ljóst að stefnt
væri í tvísýnu við lifrarskipti. En
það verður dð segjast að lífið er
stundum hræðilega ósanngjarnt.
Eftir erfiðar ferðir til Gautaborgar
til rannsókna varð Hrefna að bíða
í eitt ár eftir heppilegri lifur. Þetta
var gert til að tryggja auknar líkur
á að aðgerðin heppnaðist sem bezt.
Engu að síður urðu margvísleg at-
vik til þess að nýja lifrin eyðilagðist
og eina vonin var að fá enn nýja
lifur. Þessi síðari aðgerð var gerð
snemma á síðasta ári. í kjölfarið
kom upp sýking sem engin leið
reyndist til að lækna með þekktum
lyfjum og lá Hrefna mánuðum sam-
an á gjörgæzludeild í Gautaborg
og var ekki hugað líf. Baráttuþrek
það sem hún sýndi í öllum þessum
hörmungum þótti með miklum ólík-
indum. Hrefna var ákveðin í að
gefast ekki upp. Ég gat fylgst með
gangi mála, ekki aðeins gegn um
mann Hrefnu, Einar Marteinsson,
systkini hennar og foreldra heldur
einnig lækna hennar og hjúkrunar-
fólk í Gautaborg þar sem ég þekki
til. Aðdáun hjúkrunarfólksins á
Hrefnu, sálarstyrk hennar og reisn
í baráttunni fyrir lífíð, Sigurgeir
sinn og Einar, svo og fjölskylduna
alla, leyndi sér ekki. Mér er kunn-
ugt um að Hrefna á stórt pláss í
hjarta þessa fólks, það gleymir
hvorki Hrefnu né hennar nánustu
sem dvöldu vikum og mánuðum
saman hjá henni á sjúkrahúsinu í
Gautaborg.
Allt þar til fyrir örfáum mánuð-
um kom ekkert annað til greina hjá
Hrefnu en fullur bati. Með ótrú-
legri þrautseigju og viljastyrk
komst hún í gegn um hin miklu
veikindi og kom heim á miðju síð-
asta sumri. Nú tók við erfið endur-
hæfíng sem vitað var að yrði löng.
Hrefna lagði upp í þá för með sama
jákvæða hugarfari og ávallt. Það
var því fullkomið reiðarslag þegar
í ljós kom að þrátt fyrir að sýking-
in hefði yfírunnizt voru afleiðing-
amar svo alvarlegar að hin nýja
lifur myndi ekki endast miklu leng-
ur. Hrefnu voru kynntir hinir væg-
ast sagt tvísýnu möguleikar í þess-
ari stöðu og þótt hún vissi fullkom-
lega hvað í vændum var gerði hún
læknum sínum þegar ljóst að nú
léti hún staðar numið, nú tæki hún
því sem að höndum bæri. Hrefna
stóð hnarreist þar til yfir lauk. Það
er merkilegt hve mikill glæsileiki
SJÁ NÆSTU StÐU
ENSKA ER OKKAR MÁL
SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ
FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN, UNGLINGA OG FULLORÐNA
V.R. OG FLEIRI VERKALÝÐSFÉLÖG TAKA ÞÁTT í NÁMSKEIÐSKOSTNAÐI
■ Áhersla á talmál
■ 10 kunnáttu stig
■ Hámark 10 nem. í bekk
Enskuskólinn
TÚNGATA 5 - SÍMI 25330
Julie Samuel Victoria